Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 5 Grundvöllur- inn er Kristur Ráðstefna K.F.U.M. & K. Dagana 14.—16. október n.k. verður haldin ráðstefna í húsi K.F.U.M & K. að Amtmannsstig 2 B í Reykjavik. Á þessari ráð- stefnu verður rætt um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar og yfirskrift hennar er „Grund- völlurinn er Kristur". Að þessari ráðstefnu standa nokkur frjáls kristileg félagasamtök, sem starfa á hinum evangelisklútherska kenningagrundvelli íslenzku þjóðkirkjunnar: K.F.U.M., K.F.U.K., Samband íslenzkra kristniboðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stú- dentafélag. Meginástæður þessa ráðstefnu- halds eru þær, að félögin vilja leggja áherzlu á að skýra nokkurj höfuðatriði kristins boðskapar! samkvæmt evangeliskri- lútherskri kenningu. Við lifum á tímum mikilla breytinga í is- Ienzku þjóðfélagi, þegar ýmsir taka að efast um margt það, sem aóur þótti sjálfsagt. Þetta kemur glöggt fram á sviði trúmála. Marg- ir spyrja um kristna kenningu og grundvöll hennar. Ýmsir telja, að kominn sé tími til þess að breyta sumu þvi, sem kennt hefur verið í þeim efnum og snúa sér að öðrum kenningum, kirkjudeildum eða trúarbrögðum. Seinustu ár hafa ýmsar hreyfingar og stefnur bor- izt hingað til lands, sem standa á öðrum kenningagrundvelli en hinum evangelisk-lútherska. Er þar bæði um að ræða fylgjendur annarra kirkjudeilda og ýmsa aðra trúflokka, sem sumir hverjir geta ekki talizt kristnir, þar sem þeir afneita ýmsum þeim megin- atriðum, sem flestar kirkjudeildir eru sammála um. Flestir munu því geta verið sammála um, að þörf sé að gjöra almenna grein fyrir evangelisk- lútherskum kenningagrundvelli, Punktur, punktur, komma, strik í skólaútgáfu Pétur Gunnarsson IÐUNN hefur gefið út í skólaút- gáfu bókina Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson. Það er ellefta bókin i flokknum íslensk úrvalsrit, sem notaðar eru í bókmenntakennslu í framhaldsskólum. Þorvaldur Kristinsson annaðist útgáfuna og ritar formála. For- málinn skiptist í fjóra kafla: 1. Að lesa bækur — 2. Nokkur éinkenni frásagnarinnar — 3. Timi og um- hverfi — 4. Samfélag sögunnar. Einnig eru í bókarlok nokkur athugunar- og umræðuefni. Punktur, punktur, komma, strik kom fyrst út í október 1976. Hún er fyrsta skáldsaga höfundar og kom alls út í þrem útgáfum á aðeins fjórum mánuðum. Bókin er 133 bls. að stærð, prentuð i Setberg. sem islenzk kristni hefur viljað starfa á. Þess vegna vonast áður- nefnd félagasamtök til þess, að fólk noti tækifærið til þess að kynna sér þessi efni með þvi að sækja ráðstefnuna. Hún er opin öllum, sem óska eftir að taka þátt í henni, en fólk verður að til- kynna þátttöku sína fyrir 3. októ- ber n.k. til skrifstofunnar í húsi K.F.U.M. að Amtmannsstig 2 B. Aðeins skráðir þátttakendur geta tekið þátt í störfum ráðstefnunn- ar. Astæða er til þess að hvetja alla þá, sem láta sér annt um kristilegt starf á íslandi, að sækja ráðstefnuna. Þátttökugjald er innan við kr. 1000. Eru innifaldar i þvi kaffiveitingar á laugardag og sunnudag. í sambandi við ráð- stefnuna verða haldnar almennar samkomur i Dómkirkjunni föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld, þar sem öllum er heimill aðgangur, þótt þeir taki ekki þátt í sjálfri ráðstefnunni. Verða sam- komurnar miðaðar við efni ráð- stefnunnar. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: Föstudagur 14. október: Setning ráðstefnunnar, síðan fyrirlestur, Grundvöllurinn er kristur, sem Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur flytur. Laugardagur 15. október: kl. 9.30 bænastund; kl. 10.00 flytur Hjalti Hugason guðfræðingur er- indi, Guð skapar; kl. 11.00 flytur Sigurður Pálsson námsstjóri er- indi sem nefnist Sköpunarsögur. kl. 14.00 flytur Benedikt Arnkels- son erindi sem nefnist Guó endur- leysir; kl. 15.00 flytur sr. Guð- mundur Óli Ólafsson erindi sem nefnist Náðarmeðulin; kl. 17.00 flytur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson erindi sem nefnist Guð helgar; kl. 18.00 verður fyrirspurnum svar- að; kl. 20.30 almenn samkoma. Ástráður Sigursteindórsson guð- fræðingur flytur erindi er nefnist þér munuð öðlast kraft. Sunnudagur 16. október: kl. 13.30 bænastund; kl. 14.00 Messa í Dómkirkjunni, herra Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Kl. 16.15 flytur Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur er- indi er nefnist Gjafir andans; kl. 17.30 flytur Benedikt Jasonarson kennari erindi er nefnist Avöxtur andans; kl. 20.30 samkoma sr. Jónas Gíslason lektor flytur er- indi er nefnist I heiminum en ekki af heiminum. TVö leshefti fyrir litla fólkið KOMIN eru út hjá Ríkisútgáfu námsbóka tvö leshefti sem hafa verið ófáanleg um tima. Þau heita Sflaveiðin og Skóladagur og er höfundur þeirra Björn Daniels- son. Heftinu eru ætluð til æfinga í lestri og litun og í hvoru þeirra er saga, miðuð við skilning 7—8 ára barna. Sögurnar eru skrifaðar á léttu máli og hefur höfundur varast að nota löng og erfið orð. Til að auðvelda lesturinn eru linur stuttar og á hverri blaðsiðu er mynd sem á við efni hennar. Bæði heftin er hentug til sérkennslu. Nú hafa verið gefin út verkefni með fyrrnefndum bókum. Höfundur þeirra er Rannveig Löve. Notkun verkefnanna er ætl- að að auka lestrarþjálfun og treysta orðaforða og ómeðvitaða kunnáttu í málfræði. Markmiðið með útgáfu verkefnanna er að æfa sjálfstæö vinnubrögð og að þjálfa athygli og einbeitingu. Setningu texta annaðist Alþýðuprentsmiðjan h.f. og Grafik h.f. prentaði. Teikningar eru eftir Halldór Pétursson og Ragnar Lárusson. Lji'tsniynd Mbl. ÓI.K.M Borgarbúar fá soðninguna við bæjardyrnar um þessar mundir þvf ýsuafli hefur verið sæmilegur hjá bátum I Faxaflóa að undanförnu. Hérna er verið að landa vænni ýsu í Revkjavík STERKASTA RYKSVGA I HEIMI HOOVER S-3001 Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrceðis er rofinn ihandfanginu, undir þumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun geraHoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Til þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartœki, svo nú geturþú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tcemingar. Hringlaga lögunin gefur hinum risastóra 12 lítra rykpoka ncegjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.