Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 Sveitarfélögin og idnþróun — Sveitarfélögin og iönþróun — Sveitarfélögin og iðnþróun RÁÐSTEFNU Sambands íslenzkra sveitarfélaga um sveitar- félögin og iðnþróun lauk að Hótel Sögu síðdegis í gær. Að loknum flutningi erinda skiptust ráðstefnumenn i fimm um- ræðuhópa og tóku fyrir og sendu frá sér ályktun um ýmis atriði er snerta sveitarfélögin og iðnþróun. í Morgunblaðinu i gær var grein frá hluta umræðna fyrri daginn. Var þar m.a. vikið að ræðu Davíðs Sch. Thorsteinssonar, formanns Félags islenzkra iðnrekenda, en í ræðu sinni kom hann víða við. Spurði hann m.a. hvort íslendingar hefðu nokkurn tíma staldrað við og hugsað um hver framtíð þeirra ætti að vera í þessu landi. Sagðist Davíð þeirrar skoðunar að sjálfsagt væri að íslendingar nú og niðjar þeirra byggju um ókomna framtið við sibatnandi lífskjör. Sagði hann slikt ekki gerast af sjálfu sér, heldur aðeins með því að markvisst yrði unnið að þvi með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Sagði Davið þá m.a.: alvarlegra, að það er hún sem er í dag veikasti hlekkurinn í íslenska efnahags- kerfinu Við verðum þvi að byrja á því að efla hana með ráðum og dáð og það má ekki dragast að móta heildarstefnu í málefnum framleiðsluatvinnu- veganna, þar sem fullt tillit verður tekið til þarfa, getu og þróunarmögu- leika þeirra hvers fyrir sig Vildi ég vikja fyrst að orkufrekum iðnaði, eða stóriðju, eins og hann er oft nefndur Um hann hafa jafnan verið Enginn vafi leikur á því að með því að nýta þá tækni, sem nú er til, og með skynsamlegri nýtingu auðlinda lands og sjávar, geta 100—130 þúsund manns lifað góðu lifi á íslandi, með sjávarútveg og landbúnað sem undir- . stöðuatvinnuvegi, og geta þeir notið þeirra lífskjara sem talin eru nauðsyn- leg í nútima velferðarþjóðfélagi Þegar þjóðinni fer að fjölga yfir 1 30 þúsund verður þriðji undirstöðu- atvinnuvegurinn að koma til skjalanna, og þá er röðin komin að iðnaðinum En hefur það þá tekist hjá iðnaðinum að vera þessi viðbótar undirstaða vel- megunar á íslandi? Hefur honum tekist að brúa það bil, sem er frá 130 þúsund íslendingum í 220 þúsund íslendinga, sem að auki gera sifellt meiri kröfur til lífsgæða? Ég álít því miður, að hann hafi ekki valdið þessu hlutverki sínu Atvinnu- ástand hefur að visu verið gott og lífskjör þjóðarinnar eru öll önnur og miklu betri en þau voru fyrir 25 árum, en aukning innlendu framleiðslunnar hefur ekki verið nógu mikil til að standa undir öllu því, sem þjóðin hefur krafist Við höfum brúað bilið með erlend- um lántökum, svo óhóflegum að skuldirnar við útlönd jukust um 44 milljónir króna á hverjum einasta degi á síðastliðna ári og nema nú meira en einni milljón króna á hvern vinnandi mann Ég álít þessa skuldasöfnun svo geigvænlega, að fjöregg þjóðarinnar — sjálfstæði hennar — sé nú þegar i hættu statt, hvað þá. ef áfram verur haldið á sömu braut, og nú er svo komið að sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar er þegar kominn í nokkrar viðjar Við misstum sjálfstæðið einu sinni, fyrst og fremst vegna eigin gjörða, og við vitum öll hve langan tírna tók að öðlast það aftur Nú, þegar lýðveldið er aðeins 33 ára er sjálfstæði þjóðarinnar enn stefnt í voða, og ég álít að við munum aftur glata því, ef við höldum áfram á þeirri braut, sem við erum nú á Eigum við virkilega að láta söguna endurtaka sig? Ég álít að megin ástæða þessa hættuástands sé sú, að framleiðsla undirstöðuatvinnuveganna er ekki nógu mikil, en við öðru er heldur ekki að búast, þar sem enn hefur ekki verið mótuð nein heildarstefna í atvinnu- og búsetumálum þjóðarinnar og lítil von er til þess að skynsamlegar leiðir verði valdar, þegar sjálft markmiðið er óljóst. Ef við setjum okkur það markmið, að við og niðjar okkar búum sem frjáls og fullvalda þjóð í landinu, og að lífskjör hérlendis verði sambærileg við lífskjör nágrannaþjóðanna, þá ætti það að vera Ijóst hverjum þeim, sem hugsar um þessi mál, að forsenda þess að þetta takist er sú, að framleiðsla okkar sé nægileg til að standa undir þjóðar- neyslunni á hverjum tíma Allir atvinnuvegir þjóðarinnar, svo sem sjálf framleiðslan í þröngum skilningi, alls konar þjónustustarfsemi, verslun, sam- göngur, menningarmál, heilbrigðis- mál, fræðslumál, önnur opinber þjónusta og fjölda margt annað, sem ekki er hægt að telja upp hér, tengjast hvor öðrum og þróun hvers þeirra og viðgangur er tengdur vexti og viðgangi hinna Nútíma þjóðfélag er myndað af öllum þessum þáttum, * og raunar mörgum fleiri, en við skulum vera þess minnug að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og því er nauðsyn- legt að enginn þáttur atvmnulífsins verði afskiptur í þróuninni Framleiðslan undirstaða allrar atvinnustarfsemi En við skulum jafnframt vera þess minnug, að framleiðslan í þröngum skilningi er undirstaða allrar annarrar atvinnustarfsemi og því er það enn Ein heild, eitt ríki, ein þjóð ------------—---*-- Sagt frá ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga um sveitarstjórnir og iðnþróun að Hótel Sögu. Seinni hluti. mjög skiptar skoðanir hér á landi og fyrsta tilraun til orkufreks iðnaðar hér á íslandi var hugmynd Einars Benedikts- sonar um að virkja Þjórsá og byggja álver í tengslum við þá virkjun, en sú hugmynd var formlega felld á alþingi Ég vil varpa þeirri spurningu til allra, sem hér eru inni, hvort þeir hafa nokkurn tíma hugleitt það, hvernig íslenskt þjóðfélag liti út í dag, ef við hefðum borið gæfu til þess að hefja virkjbn stórfljóta þegar í kringum alda- mótin og ef þessi fljót hefðu runnið öll þessi ár til sjávar færandi björg í bú og jafnandi sveiflur í efnahagskerfi lans- manna. Mér finnst þetta vera sorgar- saga, því ég álít að ísland væri annað og enn betra en það er í dag, ef við hefðum borið gæfu til þess að gera þá samninga sem Einar Benediktsson lagði til að gerðir yrðu á sinum tíma Að nýta auðlindir landsins Ég álít sem sé bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að nýta auðlindir landsins sem mest og á sem skynsamlegastan hátt Einn þáttur í þvi er orkusala til orkufreks iðnaðar, en það verður að gæta þess, og ég álít að þess hafi ekki verið gætt sem skyldi hingað til, að höfuðskilyrði er að við högnumst sem mest, bæði á orkusölunni til hins orku- freka iðnaðar, og á starfsemi hans í heild Við eigum ekki að selja erlendum aðilum ódýra orku Við eig- um ekki að selja þeim ódýrt vinnuafl Við eigum ekki að selja þeim ódýra aðstöðu Vilji þeir ekki hlýta þessum skilyrðum höfum við ekkert við þá að tala Hér á landi er ágætur grundvöllur fyrir rekstur orkufrekra iðnfyrirtækja — gott —, velmenntað þjálfunarhæft starfsfólk — mikill þjónustuiðnaður — ágætir skólar og sjúkrahús — jafnvel sinfóníuhljómsveit, allt eru þetta atriði sem koma til greina þegar útlendingar eru að ákveða fjárfestingar sínar í öðrum löndum og við eigum að vera þessa minnugir þegar við ræðum við þá. Tæknilega nýtanlegt vatnsafl er talið vera u.þ.b. 28 terawattstundir. en sé tekið tillit til umhverfisverndar lækkar sú tala í 18—20 terawattstundir Til að þið getið gert ykkur grein fyrir stærðinni vil ég nefna að við erum búnir að virkja tæplega 3 terawatt- stundir og þar af notar ÍSAL 1.25 terawattstundir. Mér þykir ekki ólíklegt að ætla að við ættum að selja 6—8 terawattstundir af vatnsorku til orku- freks iðnaðar á næstu 20—25 árum, eða þegar tekið er tillit til járnblendi- verksmiðjunnar samsvarar það sem eftir er af orku svona u þ.b 4 átverum eins og í Straumsvík, og þá verðum við, fyrir utan að hagnast sem mest, að sjálfsögðu ætið að gæta þess að hugsanlegri mengun, sem af allri annari starfsemi verði haldið í algjöru lágmarki, en þetta er svo sjálfsagt að óþarfi er að ræða það Það er eitt atriði enn i þessu sam- bandi, sem ég vil leggja mikla áherslu á, og það er að við eigum ekki að selja orkuna á því verði, sem kostar að framleiða hana i þeirra virkjun, sem hún kemur frá. Það á alltaf að selja orkuna á því verði, sem hún mun kosta frá næstu virkjun Við höfum hingað til og munum sjálfsagt halda áfram að virkja á þeim virkjunarstöðum, sem ódýrastir eru Raðvirkjanir eru þó hugsanlega undantekning frá þessu, en við skulum ganga út frá því að verðið á rafmagninu muni yfirleitt fara hækkandi með hverri nýrri virkjun Ég byrjaði að tala um orkufrekan iðnað, bæði af því að ég álít nauðsyn- legt að þessi mál séu rædd af fullri hreinskilni og eins til að við getum gert okkur grein fyrir mestu hugsanlegu stærð hans. Þjóðarógæfa ef ungt fólk flyzt af landi brott Hvað snertir framtíðarhorfur í at- vinnumálum þjóðarinnar til næstu aldamóta hafði Davíð Sch Thorsteins- son eftirfarandi að segja Aukning. vinnandi fólks í landinu til aldamóta er áætiuð um 30—31 þúsund manns og þarf að skapa góð og vel launuð starfstækifæri handa því öllu hér á landi, því þjóðarógæfa er ef ungt fólk flytur af landi burt vegna ónógra atvinnutækifæra Það er álitið að frumvinnslugreinararnar — land- búnaður og fiskveiðar muni ekki bæta við sig fólki til aldamóta og því hlýtur það að koma í hlut iðnaðarins að taka við verulegum hluta af þeim 31.000 mönnum, sem koma á vinnu- markaðinn, ef ekki á illa til að takast Ég verð oft var við þann misskilning, að iðnaðurinn verði að taka við öllu þessu fólki, en svo er ekki að mínu mati Kemur þar til sú staðreynd, að eitt starf í framleiðsluiðnaði gefur af sér 3 og jafnvel 4 starfstækifæri í öðrum greinum, en ég vil undirstrika það, að þau starfstækifæri í öðrum gremum munu grundvallast á störfum í fram- leiðsluiðnaði og munu aldrei verða til, ef ekki verður séð um, að skapa hér á landi þann jarðveg, sem framleiðslu- iðnaður getur þróast og dafnað í Samkvæmt þessu verður að skapa 7500—8000 starfstækifæri í fram- leiðsluiðnaði til aldamóta og ef við minnumst þess að hjá ÍSAL starfa nú um 600 manns og ef við gerum ráð fyrir sama starfsmannafjölda í þeim 4—5 verksmiðjum, sem ég talaði um hér áðan að hugsanlegt væri að yrðu byggðar á næstu 25 árum, myndi við það skapast 3000 starfstækifæri og þá þarf hinn almenni framleiðsluiðnaður að skapa um það bil 4500—5000 starfstækifæri. Skapist þessi starfstækifæri ekki ótt- ast ég að hér verði aftur sama ástand og var fyrir 100 árum, þegar mikill hluti þjóðarinnar flúði land, fyrst og fremst vegna ónógra starfstækifæra, og eins og ég sagði áðan, álít ég það einhverja mestu þjóðarógæfu, sem við getum ratað í. 25—30% árlegrar heildarfjárfestingar er í íbúðabyggingum í Morgunblaðinu i gær var sagt frá ræðu Sigurðar Kristinssonar forseta Landssambands iðnaðarmanna en aðeins getið um þann hluta ræðu Sig- urðar þar sem hann ræddi um þjónustuiðnaðinn Sigurður ræddi einnig um byggingariðnaðinn í ræðu sinni, og um hann sagði hann m a Byggingariðnaður er svo gildur þáttur í efnahagslífi okkar, að 25% — 30% heildarfjárfestingar á ári hverju er fólgin í íbúðarbyggingum Hagkvæm vinnubrögð og góð nýting þess mikla fjármagns, sem fer til húsnæðismála er því mikilvæg Þá er einnig rétt að hafa i huga hvílik áhrif húsnæðiskostnaður hefur á lifskjör fólksins i landinu Og húsnæðismálin eru þýðingarmikill þáttur f byggða- þróun. Áætlanadeild Framkvæmdastofn- unar rikisins hefur spáð þvi, að byggja þurfi milli 2 400—2 800 íbúðirá ári næsta áratuginn Þegar best hefur látið hefur byggingariðnaðurinn getað framleitt 1.800—2.000 ibúðir á ári undanfarin ár. Það hlýtur að vera keppikefli áð ná þessari aukningu i framleiðsluafköstum á næstu árum, án þess að auka við mannafla í byggingar- iðnaðinum Vafalaust er eitt brýnasta hagsmuna- mál hverrar fjölskyldu og þjóðarbúsins i heild að nægilegt og stöðugt framboð sé á húsnæði og þar af leiðandi minni verðsveiflur á markaðinum Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sveiflur í efnahagslifi íslendinga leggjast með miklum þunga á vinnu- markað byggingariðnaðarins og veldur það, ásamt viðvarandi skorti á ibúðar- húsnæði, bæði hærri byggingarkostn- aði og markaðsverði á íbúðarhúsnæði, en annars væri. — Ef tækist að veru- legu marki að lækka byggingarkostn- að, væri það raunhæfasta kjarabótin fyrir allan almenning. M a. kemur hér til greina verksmiðjuframleiðsla byggingareininga og einingahúsa i stærri stíl. en átt hefur sér stað Undir lok ræðu sinnar sagði Sig- urður Kristinsson: Mikilvægasta hagsmunamál byggingariðnaðarins er, að meiri stöðugleiki riki á vinnumarkaðnum og i eftirspurn eftir húsnæði Af öðrum hagsmunamálum byggingariðnaðarins, sem brýnast er að leysa, má nefna, að tryggt verði nægilegt framboð á byggingarlóðum, þannig að fyrirtækin geti vélvæðst og nýtt hagkvæmustu byggingaraðferðir Þá eru lánamálin annað höfuðvanda- mál byggingariðnaðarins Þvi veldur ekki aðeins skortur á fjárfestingar- lánum, heldur lika sú staðreynd, að mest af þeim lánum, sem veitt eru til •MMWMaHWHHaMNMlMMaMÍÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.