Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 17 að foreldrar, kennarar og nem- endur sjái spilin notuð og reyni þau sjálf, þá mun flestum skiljast hvert gildi þau hafa. E: Ég er sammála því að sjón- varpið geti verið mjög mikilvægt tæki til skilningsauka i þessum efnum, sem kveikja til frekari kynna af og notkunar tækjanna. A: Ég hef séð fólk (kennara) ganga framhjá spilum, jánkandi, „Þetta er svosem ágætt“ og það notar tækið aldrei. Ef það á hinn bóginn sest niður, setur sig inn i spilið bregst varla að áhugi kvikni. Slikt fólk hefur oft fundið kennsluhjálp, sem eykur afköstin og vinnugleðina við námið en létt- ir jafnframt starfið. A: Þegar maður uppgötvar, að maður verður að hugsa til þess að geta leikið sér, skilur maður að það er einhvers virði. Eitthvað nýtt á hverju ári sl. 6 ár í dönsku Nýtt efni fyrir þrjá árganga í stærðfræði í fyrra V: Hörður. Hvað hefur þú í pokahorninu? H: Undanfarin 6 ár hefur eitt- hað nýtt námsefni komið út í dönsku á hverju ári. Verið er að ljúka fullnaðarfrá- gangi á nýja námsefninu fyrir dönskukennsluna, með þvi að það kemur út lokaútgáfa námsefnis fyrir 7. bekk. úþví eru ýtarlegri kennsluleiðbeiningar en áður fyrir efstu bekki grunnskólans (8. og 9.), viðbótarlesefni tengt einstökum köflum. Þá er í fyrsta skipti núna bent á einstaka söngva, sem tengja má kennsl- unni. Skólarnir eiga nú orðið mik- ið af handhægum hljómflutnings- tækjum og sem betur fer, fer notkun þeirra mjög vaxandi í tungumálakennslunni. TENGSL RÁÐU- NEYTIS OG SKÓLA V: Sú gagnrýni hefur oft heyrst og mjög verið haldið á lofti, að allt að hreinu sambands- leysi sé til að dreyfa milli Mennta- málaráðuneytisins og hinna ein- stöku skóla. H: Athugum þetta mál nánar. Tengslin eru reunar þrenns kon- ar. 1) Bréfleg, oft kallað bréfaflóðið og skólarnir ekki mjög hrifnir af. Innihald slikra bréfa er oftast við- komandi breytingum á skólafyrir- komulagi, framkvæmd prófa o.s.frv., og á auðvitað rétt á sér. 2) Samskipti eins og eiga sér stað hér í dag, þar sem við námsstjór- arnir mætum á þingum og fund- um. Þetta skapar að vísu takmark- aða möguleika til að skiptast á skoðunum við einstaka kennara, tíminn er svo naumur og þraut- skipulagður. Gagn held ég þó tvi- mælalaust að flestir kennarar hafi af því að sækja slíka fundi. Þegar við athugum það, að það eru 240 grunnskólar i landinu, gefur það auga leið, að ekki er mögulegt að heimsækja þá hvern fyrir sig nema afar sjaldan. Þetta má telja þriðju tegund tenglsa ráðuneytis við skóla, þ.e. heim- sókn námstjóra í einstakar stofn- anir. A Vegna þeirrar gagnrýni, sem oft heyrist, að námsstjórar geri lítið, vil ég að það komi skýrt farm, að þeim er ætlað margt ann- að, sem raunverulega heyrir ekki undir námsstjórn. í mínu tilfelli get ég reiknað með að 10 timar á viku í hámark, fallli undir beina námsstjórn. Mestur hluti timans fer i endurskoðun námsefnis og námsefnisgerð, þar þarf ég að vinna meira en mér er ætlað i ráðningarbréfi. Fjárveitingar eru mjög takmarkaðar. í fyrra kom nýtt efni fyrir þrjá árganga í stærðfræði. Þetta kerfst mjög mikíllar vinnu. Eftir stendur sem áður, að það ánægjulegasta í starfinu er að fara og hitta kenn- ara og ekki síður nemendur og komast að raun um hvað hefur gefist vel af þvi, sem við höfum verið að gera. V: Fáið þið slíka vitneskju fremur beint frá nemendum en frá kennurum? A: Nei, hvort tveggja. H: Við sjáum árangurinn af starfi okkar þegar við erum i kennslustundunum i skólunum. Þá er tækifæri til að heyra hljóðið i nemendunum, og virða fyrir sér hvernig starfið gengur. V: Þið eruð kennarar jafn- framt námsstjórn? A: Við erum öll reyndir kenn- arar. Kennarar oft einangraðri í stórum skólum en litium V: Tilgangur ykkar með skóla- heimsóknum er því tvíþættur: í fyrsta lagi að hitta kennara, en vegna anna vilduð þið helst geta hitt þá sem flesta i einu, eins og t.d. hér á ráðstefnunni. í öðru lagi til að fylgjast með kennslu og ræða við nemendur. Finnið þið mun á því að koma í litla eða stóra skóla? A: í litlum skólum er samstarf kennaranna oft meira. Það þýðir að þeir ganga eðlilegar út og inn hver hjá öðrum. Af þessu leiðir að þeir eru ekki eins uppveðraðir þótt utanaðkomandi manneskja komi og setjist inn i tíma hjá þeim, fái að vera með i kennsl- unni og segi jafnvel eftir 20 min- útur: „Má ég taka við?“ En ef þú kemur i stóran, segjum 800 nem- enda skóla, áttu það á hættu, eink- um i efstu bekkjunum að einangr- un kennarans sé talsvert mikil. Greinakennarar (kennarar, sem eingöngu kenna eitt fag) vita ekki hvað kennarar í öðrum greinum eru að gera. Þeir hafa ekki hugmynd um að þeir eru að vinna á sömu bylgjulengdinni. Þeir kenna fyrir lokuðum dyrum og það er miklu meira átak fyrir þá að opna dyrnar. En þetta er ekki einhlýtt. Ég hefi komið i stóra skóla þar sem allar dyr standa opnar. V: Hörður, ertu sammála? H: Þetta er áreiðanlega rétt greining hjá Önnu. En í sambandi við þau ágætu skólasamskipti, sem hér eiga sér staó, held ég að það sé mikilvægt sem þú, Vil- hjálmur minntist á áðan, að svona samstarf getur sannarlega hjálp- að til við að koma á breyttum og bættum vinnubrögðum í skólun- um. Þetta höfum við einmitt verið að ræða. Kennararnir styrkja hver annan i því, sem þeir eru að gera og vinna úr þeim hugmynd- um, sem koma utanfrá og út frá slíku samstarfi dreyfist þetta víð- ar. Það er alltaf öruggasta leiðin í sambandi við breytingar ef hraði breytinganna og stefnan ákvarð- ast sem mest i skólunum sjálfum. A: Að engu sé þvingað upp á skólana. V: Eru það ekki „sérfræðing- arnir", gamlir og grónir „magist- erar“ sem helst vilja læsa á eftir sér hurð kennslustofunnar? Lita þeir ekki oft á sig sem kónga i riki sinu? ■Þessu neituðu námsstjórar á þann veg, að um grófa alhæfingu væri að ræða og kváðu sama fyrir- bæri einnig vera til í barnaskól- unum. Ekki kváðu þeir heldur vera hægt að segja að einangrun- ar-tilhneigingin færi eftir aldri. Anna sýnir skuggamynd af barni við námsleik Er hægt að koma því á að allir kennarar hljóti endurmenntun? V: Mín skoðun er sú að á al- menn námskeið, ekki eins og hér núna, þar sem allir kennarar eru skikkaðir að mæta, enda reiknast þessir dagar starfsdagar skól- anna, komi fyrst og fremst áhuga- sömustu kennarar frá hverjum skóla, en ekki þeir, sem helst þyrftu þess með. Þarf ekki að gera átak til að tryggja það með einhverju móti að aliir kennarar sæki endurhæfingarnámskeið af einhverju tagi með vissu milli- bili? A: Þú manst hvað Erla sagði áðan. Hún sagði það það væri upplifun að koma hingað og vera með fólki, sem væri félagslega þroskað. H: Við höfum gumað af geysi- góðri þátttöku kennara í nám- skeiðum. V: Nú geta kennarar aukið við réttindi sín með nægilega mikilli námskeiðasókn eftir föstuum reglum þar um? H: Það eru nokkuð góð skilyrði, sem endurmenntuninni eru sett í þessu landi, betri en á Norður- löndunum. Rikið greiðir ferða- kostnað og 2/3 af dagpeningum rikisstarfsmanna meðan á nám- skeiði stendur. Danskcnnsla skipulögð Hér féll talið niður. Matartím- inn var búinn og Anna átti að fara að sýna þátttakendum notkun námsleikja. En það voru fleiri en við, sem höfðu notað matartím- ann vel. Sigurður Guðmundsson skólastjóri í Heiðarskóla ásamt Sjöfn Ásbjörnsdóttur, Varma- landi og Gunnvöru Björnsdóttur Laugagerðisskóla unnu einnig kappsamlega. Siguröur skýrði verkefni þeirra: „Síðastliðinn vet- ur höfðum við námskeió fyrir kennara i að kenna börnum dans á einfaldan hátt. Þegar við fórum að ræða málið nánar kom i ljós, að hver skóli hafði á að skipa starfs- krafti, sem gæti miðlað öðrum, og kunni nokkuð meira fyrir sér en Framhald á bls. 29. Séð yfir aðalsal. Anna Kristjánsdóttir sýnir stærðfræðispil. Gunnvör, Sigurður og Sjöfn í hópvinnu um tilhögun danskennslu. Hörður Bei ginann og kennslubókaflóðið Þátttakendur í námsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.