Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBUAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29, SEPTEMBER 1977 ADALFUNDUR HEIMDALLAR !sus: Aðalfundur Heimdallar SUS í Reykjavík verð- ur haldinn föstudaginn 30. september 1977 í Valhöll við Háaleitisbraut, kl. 8:30 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðirfram endurskoðaðir reikningar. 3. Umræður um skýrslu og reikninga. 4. Lagabreytingar. 5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar. 6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda. 7. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf því aldrei að mála. A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki. Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar. iMWjlliWBSWPWWipWiH A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. r—---------------------------- Afgreiðslufrestureralveg ótrúlegastuttur. Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum s _ Sendið teikningar og við munum reikna verðtilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7. REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASfMI 71400. ■K<LÆ!ÐmiN!Gi 75 ára í dag: Guðrún Jónsdóttir I dag er merkiskonan Guðrún Jónsdóttir, Barmahlíð 20, hér í borg, 75 ára. 1 tilefni afmælisins langar mig að þakka henni með örfáum orðum, aldarfjórðungs góð kynni og mjög mikla fyrirgreiðslu, frá henni og heimili hennar. Meðan ég bjó vestur í Geirdal, varð ég oft að fara tii Reykja- vikur, og alltaf var farið til Guð- rúnar og Eggerts, bróður hennar, sem þá héldu heimili saman að Mjóuhlíð 16, hér í borg. Þetta breyttist ekki, þó að Guðrún gifti- st, enda var heimili þeirra hjóna og Eggerts sameiginlegt áfram og er enn. Guðrún Jónsdóttir flutti með foreldrum sinum og systkinum 1931, frá Gilsfjarðarbrekku í Geiradal, til Reykjavíkur, syst- urnar 6 og bræðurnir 2. Foreldrar Guðrúnar voru þá orðin heilsu- tæp og fjölskyldan fátæk af veraldarauð, en rik af samheldni og trúnaðartrausti á Guð. Allir, sem komnir voru til vits á árunum milli 1930—1940, muna þau ár. Heimskreppan í algleym- ingi og þótti þá hverjum gott, sem hafði eitthvað að gera og eitthvað að borða. Börnin voru sum innan við fermingu, þegar flutt var, Guðrún elzt systkinanna. Mér hefir oft flogið i hug, hvilíkt átak muni hafa verió á þessum árum, að fjölskyldan skyldi bjarga sér á eigin spýtur og ekki nóg með það, heldur luku bræðurnir báðir iðn- námi á þessum tima. Ég man vel árin milli 1930—1940 og veit, að á þeim árum gerðist svona ekki átakalaust. Ég þekki þetta fólk allt og veit, að systkinin eru öil vel gefin. Ágætlega greind og mikið hag- leiks- og dugnaðar fólk, en þó ekki öll vel heilsuhraust. Ég efa ekki, að öll hafa þau lagt fram krafta sína eins og möguleikar voru til á þeim tíma, en það breytir ekki því, að Guðrún, elzta systirin, á i lausn þessa þrekvirkis mjög sterkan þátt, vegna framúr- skarandi dugnaðar, fjölhæfni og síðast en ekki sizt, fórnarlundar gagnvart hópnum. Foreldrar Guðrúnar voru bæði vel greind og af sterkum ætt- stofnum komin. Guðrún hefir í ríkum mæli erft kosti ætta sinna. Hið myndarlega heimili Guð- rúnar og þeirra i Barmahlíð 20 ber að sjáifsögðu vott um góðan efnahag þeirra í dag, en mér finn- st það engu siður vitna um hag- leik, hagsýni og smekkvísi hús- ráðenda. Ég ætla ekki að lengja mál mitt meira, þó að nægt tilefni sé. Endurtek aðeins þakklæti mitt til þín, Guðrún, og þíns heimafólks. Að svo mæltu óska ég þér ham- ingju og blessunar Guðs í dag og um alla framtíð. Grímur Grímsson „Einhliða fréttaflutningur af óstaðfestum kjarasamningi” Blaðinu hefur borist svohljóð- andi fréttatilkynning frá samn- inganefnd Garðabæjar, Kefla- víkur, Kópavogs, Mosfellshrepps og Seltjarnarnesskaupstaðar: I fjölmiðlum hefur að undan- förnu oft verið vitnað til sam- ninga þeirra, er undirritaðir voru hjá sáttanefnd fyrr í þessum mánuði með venjulegum fyrir- vara um staðfestingu viðkomandi aðila, (fimm starfsmannafélaga og sveitarstjórna í Reykjanesum- dæmi). Þessar tilvitnanir i samninginn eru mjög á einn veg þ.e.a.s. tint er til það sem hagstæðast er talið starfsmannafélögunum og þá úr öllu samhengi, en hafa ber í huga að samningurinn er i 11 köflum, liðlega 100 greinar. Samnfnganefnd þessara 5 sveitarfélaga telur umræddar til- vitnanir gefa ranga mynd af sam- ningnum, sem að sjálfsögðu verður að meta í heild, til þess að fá af honum rétta mynd. Augljóst er, aó slíkur einhliða fréttaflutningur af óstaðfestum kjarasamningi verður til þess að gera samninginn tortryggilegan í augum gagnaðila (þ.e.a.s. sveita- stjórnanna), sem eiga eftir aö fjalla um hann. Sáttatillaga sáttanefndar frá 20. sept. sl. um aðalkjarasamning í Ríó fær góða dóma í Kanada RÍÓ tríóið hefur verið á ferð í Kanada undanfarið eins og kunnugt er og hefur fengið lof- samlega dóma í blöðum. Morgun- blaðinu hafa borzt úrklippur úr blaðinu „Winnipeg Tribune" sem hrósar Rió fyrir þjóðlagasöng, og blaðinu „Winnipeg Free Press“ sem kallar Rió mjög „fágaðan, þjálfaðan söngflokk" og eru tón- leikar þeirra í Winnipeg mjög lofaðir. heild, hefur verið lögð fram, og verða greidd um hana atkvæði 2—3. okt. nk. Fari svo að tillaga sáttanefndar verði felld af öðrum hvorum samningsaðila, er þar með einnig hafnað staðfestingu þess sam- ningshluta, sem áður var gerður og er nú hluti sáttatillögunnar. Samningamálin verða þá áfram i höndum sáttanefndar. „Allsherjar endurreisn” á laggirnar HINN 6. okt. n.k. tekur nýtt félag til starfa í Reykjavík, sem kennir sig við „Alsherjar Endurreisn“ (Renaissanee Universal). Félagið er einkum ætlað þeim, er starfa við huglæga iðju, vísinda- og rannsóknarmönnum, sálfræðing- um, listamönnum, lögfræðingum, arkitektum, st jórnmálamönnum o.s.frv., svo og öllum, er hafa hug- ræna hæfileika og áhuga. Tilgangur A.E. félagsins er að stuðla að andlegri og félagslegri vakningu og þroska hjá hverjum einstaklingi, að vinna að félags- legri framför og velferð, og jafn- framt að iausn félagslegra vanda- mála með áþreifanlegum og markvissum framkvæmdum. Stofnfundur verður í Norræna húsinu 6. okt. n.k. kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.