Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 19 „Mikill hristingur— en síðan sprenging” 43 komust lífs af úr flugslysinu í Kuala Lumpur Kuala Lumpur. 28. sept. Reuter. 1 DAG var ljóst að fjörtíu og þrír höfðu komist lífs af úr flugslysinu við Kuala Lumpur í gærkvöldi, þriðjudagskvöld. Þá hefðu fundist Ifk 20 manna, sextán var saknað og eru þeir taldir af. Fyrr hafði verið hald manna að 64 hefðu komist af. þeirra. Vélin var kolbrunnin og logaði í flakinu þegar björgunarsveitirnar komu á vettvang. Margir þeirra sem komust lífs af þegar vélin hrap- aði eru mjög alvarlega slasaðir. Köstuðust menn út i allt að 50 metra fjarlægð frá flakinu. Fréttamenn sem komu á slys- Hjðlastellið undan þotunni fannst á gúmmfekru 300 metra frá flakinu. Slysið varð f slagviðri og rign- ingu og vélin brotnaði í tvennt er hún skail á fjallshlfðinni. Einn þeirra sem komst Iffs af, Tushoki Takada, sölumaður frá Tókíó, sagði að vélin hefði lent í mjög vondu veðri, hristst mik- ið og síðan hefði kveðið við sprenging. Hann sagðist hafa komist út um öftustu dyr vélar- innar og sá hann Ifk liggja eins og hráviði um allt. Vélin var af gerðinni DC-8 og var frá Japan Airlines. Björgunarsveitir lögðu af stað á vettvang, en veður, tor- færur og myrkur töfðu störf staðinn fundu ársgamalt barn langt frá flakinu. Var barnið heilt á húfi og fundust foreldr- ar þess skömmu síðar, einnig lífs. Orsakir slyssins éru ekki ljós- ar, en talið að elding gæti hafa slegið niður í vélina, eða flug- stjórinn hafi misreiknað sig vegna veðursins. Skyggni var nánast ekkert er slysið varð. Flugstjórinn hafði óskað eftir lendingarleyfi á flugvellinum við Kuala Lumpur, en var tjáð að margar vélar færu til Singa- pore i stað þess að hætta á að lenda i Kuala Lumpur, þar sem Flakið af japönsku flugvélinni í skógarjaðri. Flestir þeir sem komust Iffs af voru í aftarihluta þotunnar, sem sézt til hægri á myndinni. skilyrði voru mjög léleg. Er enn óljóst hvort flugstjórinn ákvað að lenda eigi að siður, eða hvort slysið varð áður en hann hafði ákveðið að hætta við lendingu i KUala Lumpur. Um 30 sjúkrabifreiðar og fjölmennt hjúkrunarlið lagði samstundis af stað áleiðis á slysstaðinn. Það þykir undrun og mildi sæta að svo margir skyldu komast lífs af úr þessu slysi. Björgunarmenn telja þá skýringu geta verið að þotan hafi fyrst rekizt í hól, er hafi dregið úr högginu, áður en hún staðnæmdist, en gúmmíekra er í námunda við slysstaðinn og jarðvegur mjög gljúpur. Þrfr dasaðir farþegar, sem komust Iffs af. DularfuUt andlát vitnis í Póllandi Varsjá28. sept. Reuter. MIKILVÆGT vitni í dular- fullu andlátsmáli pólsks andófsmanns, Stanislaws Pyjas, hefur fundizt látið, að því er hin óopinbera samstarfsnefnd pólskra verkamanna skýrði frá í gærkvöldi. Nefndin sagði að þar væri um að ræða Stalinslaw Peitraszko, 25 ára gamlan mann. Hefði hann fundizt þann 1. ágúst eða þremur mánuðum eft- ir að nafni hans og vinur hefði fundizt látinn af óþekktum ástæðum. Peitraszko sagði lögregl- unni þá að hann hefði séð Pyjas í fylgd með karl- manni skömmu áður en hann dó. Stúdentar í Kraká þar sem báðir piltarnir voru við nám héldu mót- mælafund og gáfu óspart til kynna þá grunsemd sína að Pyjas hefði verið myrtur. í opinberri skýrslu yfirvalda um málið sagði F’yjas, sem var 23 ára og lagði stund á bókmenntir, hefði verið drukkinn, hrasað og kafnað i blóði sínu. Fyrr í þessum mánuði ákvað saksóknari Krakár að láta niður falla frekari rann- sókn á dauða Pyjas þar sem öll sönnunargögn skorti sem sýndu að honum hefði verið ráðinn bani. Pyjas starfaði mjög ötullega með samstarfsnefnd verkamanna og var því ekki í neinu dálæti hjá stjórnvöldum. Eini afkomandi Rasputins látinn Los Angeles 28. sept. AP. MARIA RASPUTIN SOLO- VIEV Bern, sem talin hefur verið eini lifandi afkomandi hins fræga munks Rasputins, er látin I Bandarfkjunum 77 ára gömul. Hún bjó f úthverfi Los Angeles, Silverlake. Hafði hún leitað til nágranna sfns og kvartaði undan vanlfðan. Var hringt á sjúkrabfl en hún var látin þegar á spítala var komið. Minningar hennar um hinn illræmda föður hennar, Grigori Rasputin, voru gefnar út sl. sumar í bók sem kölluð var „Rasputin — the man behind the Myth“. Maria Rasputin sett- ist að í Bandarikjunum 1937. Hafði hún fengizt við ýmis störf, m.a. verið dýratemjari. Eftir að hún settist að i Banda- rikjunum giftist hún tvivegis en var einstæðingur þegar hún lézt. Síðustu árin hafði hún of- an af fyrir sér með einka- kennslu í rússnesku. Faðir hennar var'frægur við hirðina í Pétursborg á keisara- tímanum. Hann var í miklum metum hjá Nikulási keisara en þó umfram alllt tókst honum að vinna traust keisaraynjunnar, Alexöndru. Hann var ráðinn af dögum árið 1916. Tveir fyrrv. sendiherrar í Moskvu: Sovétmenn vilja ekki kjamorkustríð Sadat vill fá greiðslufrest Karió 28. sept. AP. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, fór þess formlega á leit við Sovétstjórnina f dag að Egyptar fengju tfu ára frest til að standa skil á fjögurra milljarða dollara skuld sinni vegna hergagna- kaupa. Hann sagði að Egyptar myndu ekki inna neinar greiðslur af hendi næstu tfu ár, hver svo sem afstaða Sovétmanna yrði. Sagði Sadat þetta í ræðu f tilefni þess að sjö ár eru liðin frá andláti fyrirrennara hans, Abdels Nassers. Skuldir Egypta við Sovétrikin Washington 28. sept. AP. TVEIR fyrrverandi sendiherrar Bandarfkjanna í Sovétrfkjunum, George Kennan og Foy D. Kohler, sögðust f dag vera sammála um að leiðtogar þar í landi kærðu sig ekki um að Sovétrfkin lentu f kjarnorkustríði við Bandaríkin. Þeir sögðust einnig draga í efa að eru fyrir vopnakaup allt aftur til áranna upp úr 1950 og siðan aftur hin mikla aðstoð sem Sovétar veittu þeim í kringum 1960, bæði i formi hergagna, tækniaðstoðar o.fl. Vestrænar heimildir sögðu einsýnt að Egyptar hefðu ekki greitt af skuldum sinum í langan tima, eða allt upp í tvö ár, en Sovétríkin hafa jafnlengi neitað Egyptum um nokkra frekari her- gagna- eða vopnaaðstoð. Sovétríkin stefndu að frekari landvinningum, þó með þeirri hugsanlegu undantekningu, að þeir hygðust innlima Búlgaríu í ríki sitt. Sendiherrarnir tveir sögðu þetta á fundi nefndar fulltrúa- deildarinnar um alþjóðasam- skipti. Þeir sögðust og þeirrar trú- ar að Sovétrikin vildu helzt halda óbreyttri valdaaðstöðu sinni i Austur-Evrópu. Kohler varð sendiherra í Sovét- ríkjunum 1962 til 1966 og Kennan varð sendiherra þar í landi árið 1952. Kennan sagði að SALT- viðræðunum ætti að fylgja eftir með gagnkvæmum aðgerðum á báða bóga kvað varðar að tak- marka gerð nýrra vopna. Kohler kvaðst aftur á móti enga trú hafa á því áð nokkuð tjóaði að vænta slikrar tilslökunar af Rússum. Kennan sem var sendiherra í Sovétrikjunum sagði aðspurður að mannréttindamál i Sovét- rikjunum væru „í langtum betra horfi nú“ en á valdatimum Stalíns. Enda þótt umbpetur hefðu gengið hægt væru þær merkjan- legar og þess skyldu menn gæta, að „allt gengi mjög hægt fyrir sig í Sovétrikjunum". Blóm bönnuð við Babi Yar Moskvu 28. sept. Reuter. AP GYÐINGUM f Kænugarði í Sovétrfkjunum hefur verið tjáð, að þeir megi ekki minnast Babi Yar—f jöldamorðanna f Sovétrfkjunum með þvf að setja blómsveiga á minnisvarð- ann. Einnig er fólki bannað að koma til bænahalds að minnis- varðanum. Frá þessu skýrðu Gyðingar í Moskvu i dag. Nazistar frömdu fjöldamorð í Babi Yar i siðari heimsstyrjöld- inni, myrtir voru 100 þúsund manns, flestir Gyðingar, og hef- ur Babi Yar orðið eins konar tákn Gyðingaofsókna í heims- styrjöldinni siðari. í fyrra létu stjórnvöld i Kænugarði reisa minnisvarða á þeim stað sem morðin voru Framhald á bls. 29. mTT> ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.