Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 20
i Uifinrum Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla Aðalstræti 6, sfmi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakiS. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 20 Stjórnkerfi kommún- ismans nær yfir nokk- urn hluta heimsbyggðar- innar. Það er athyglisverð staðreynd, að þrátt fyrir þann fjölda þjóða, sem býr við kommúnískt stjórnar- far, hefur það hvergi kom- izt á með meirihlutavilja fólks í frjálsum, leynileg- um kosningum. Hvarvetna, þar sem slíkt stjórnarfar er við lýði, hefur það komið í kjölfar vopnavalds og valdaráns. Og hvarvetna, þar sem það ríkir, hefur fjölflokkakerfi og pólitískt valfrelsi almennings verið afnumið. Nær sex áratuga reynsla er af framkvæmd komm- únismans í Ráðstjórnar- ríkjunum og nær þrjátíu ára reynsla í flestum ríkj- um A-Evrópu. í þessum ríkjum hafa tækniframfar- ir komið á ýmiss konar framförum á sviði efna- hags og afkomu, þótt al- menn lífskjör standi þar langt að baki því sem þekk- ist í vestrænum lýðræðis- ríkjum. Almennum þegn- réttindum, skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi, athafna- frelsi og ferðafrelsi, eru hins vegar slík takmörk sett í þessum þjóðfélögum, að með engu móti er hægt að telja þau til lýðræðis- ríkja, í vestrænum skiln- ingi þess orðs. Og ekki þarf að vitna til annarra heim- ilda en ræðu Krústsjoffs á flokksþingi rússneska kommúnistaflokksins fyrir nokkrum árum, til að minna á blóðferil stjórnar- farsins í þessu móðurríki kommúnismans. Frásagnir landflótta Sovétþegna fylla svo í eyður, þannig, að raunsönn mynd fæst. Reynslan af þessu stjórn- kerfi hefur hvarvetna ver- ið á eina lund. Margir gegnir menn afgreiða þess- ar staðreyndir með því ein- faldlega að setja þær ofan í skúffu hins lióna; telja þær tilheyra horfinni tíó, er aldrei komi aftur og séu bezt grafnar og gleymdar. En þessi saga er enn að endurtaka sig, víða um heim. Að visu á svo fjar- lægum slóðum, að við veit- um henni naumast athygli í kapphlaupi okkar um- hverfis allsnægtaborðið. Greinar Elínar Pálmadótt- ur, blaðamanns, frá heim- sókn hennar að landamær- um Thailands og Kambódíu, sem birzt hafa í helgarblöðum Morgun- blaðsins undanfarnar vik- ur, hafa þó ýtt rækilega við mörgum manninum. Ógnaröldin í Kambódíu, eftir að rauðu khmerarnir náðu þar völdum, er slík, að fá eða engin dæmi eru í mannkynssögunni. Fólk flýr unnvörpum yfir landa- mærin til Thailands, þar sem ný þjóð landlauss fljóttafólks er að myndast; flóttafólks frá Laos, Kambódíu og Víet Nam. Talið er að hátt í 90.000 flóttamenn séu nú í Thai- landi, sem valdið hafa ríkisstjórn Thailands og stjórnendum flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna ærnum vandar, sem enn fer vaxandi. Elín Pálmadóttir ræddi við fjölda manna, sem af eigin raun þekktu ógnar- öldina í Kambódíu, fjölda- dráp og þrælabúðir rauðu khmeranna, sem og morð- árásir þeirra yfir landa- mæri Thailands, þar sem engu lifandi var þyrmt. Elín ræddi m.a. við kam- bódískan lækni, flótta- mann, er sagði: „Um börn- in mín þrjú, sem eru 12 ára telpa, 10 ára drengur og 4ra ára drengur, veit ég ekkert. Ég og kona mín vorum skilin að, hún látin vinna við fisk í 70 km fjar- lægð frá þeim stað sem ég var. Af hverju ég fór? Ég vildi í rauninni ekki flýja. En þó maður vinni svona eins og ég var látinn gera, þá fá menn ekki nóg að borða. Og sé maður ekki nógu fljótur að hlýða hverri skipan, þá er maður umsvifalaust drepinn. Ég horfði á litla drengi drepna af þeim sökum. Ég vildi ekki fara þannig frá konu minni, móður og börnum, en það var ekki um neitt að velja — ef ég ætlaói að halda lífi.“ Daginn sem Elín Pálmadóttir kom til Bangkok, 2. ágúst s.l., réð- ust rauðu khmerarnir inn fyrir landamæri Thailands í skjóli nætur, og gerðu skyndiárás á tvö þorp; drápu 31 þorpsbúa, þar af 5 konur og 19 börn, áður en hjálp barst. „Lestur blað- anna og hryllingsmyndir af lemstruðum líkum kvenna og barna var fyrsta snert- ing mín við þær skelfingar, sem fólk á þessum slóðum hefur orðið að ganga í gegnum og býr við . . .“, segir þessi íslenzki blaða- maður sem af eigin raun hefur kynnt sér ástand mála austur þar. Kambódía féll sem kunn- ugt er 17. apríl 1975, er rauðu khmerarnir náðu Phnom Penh á sitt vald. Síðan hefur rauð ógnar- stjórn eytt lífum og fært þrældómsfjötra yfir þjóðlíf Kambódíu. Elín segir í grein sinni: „Það byrjuðu þeir nú markvisst að fram- kvæma, þ.e. að rífa upp meö rótum öll hefðbundin viðhorf til fjölskyldulífs, heimila, trúar, menntunar, viðskiptahátta, tækni og alls þess, sem hingað til hafði myndað þjóðfélag Kambódíu. Til þess dugði ekkert minna en að þurrka út allt borgarlíf, heimilislíf og fjölskylduviðhorf ...“ „Talið er,“ segir Elín, „að æðstu stjórnvöldin, sem enginn virðist komast í snertingu við, sé um það bil tugur ungra kommúnista, sem á sínum tíma sátu í háskólabænum í París og lögðu á ráðin um hvernig ætti að byggja upp nýja tegund af þjóðfé- lagi....“ Og þetta þjóðfél- lag, sem þar er í deiglu, er ein mesta hryggóarmynd mannkynssögunnar. Ein rauðperlan enn á reynslu- keðju kommúnismans. Fólk, sem býr við þegnrétt- indi og afkomuöryggi, mætti gjarnan draga réttar ályktanir af þeirri sorgar- sögu, sem þarna er að ger- ast. Og fólk, sem situr að allsnægtaborði, mætti gjarnan minnast bróður- eða systurskyldu við flótta- fólk, víða um heim, sem lifir landlaust, án öryggis, jafnvel án vonar, við sult og seyru, svipt flestu því, er mannleg hamingja og velferð hvílir á. Kambódía Kristján Albertsson:_____ llmtal nmEínar Benediktsson Einar Benediktsson. Halldór Laxness. í sumar urðu nokkur blaða- skrif um þá ráðstöfun Einars Benediktssonar á efri árum að arfleiða Háskóla islands að jörð sinni Herdísarvfk. Gjafabréfið var birt í Morgunblaðinu og ég hef orðið var við að suma hefur furðað á að þar segir: „Ég Ein- ar Benediktsson prófessor“ o.s.frv. — menn hafa spurt hvort hann hafi, þegar hér var komið, verið genginn svo í barndóm að hann hafi ímyndað sér að hann væri prófessor, og þá sennílega við Háskóla Ís- lands. Mér þykir líklegast að hann hafi ekki sjálfur samið þetta gjafabréf, heldur látið aðra um það handverk, og síðan undir- skrifað. En prófessor var hann að nafnbót, þó að því væri litt eða ekki á loft haldið, og virðist nú fiestum ókunnugt. Eins mun á færstra vitorði, þeirra er nú lifa, hvernig sú nafnbót var til komin, og engar um það prent- aðar heimildir. Ef til vill þykir einhverjum fróðlegt að vita hið sanna i því efni. Arið 1934 kom Guðmundur Kamban til Reykjavíkur og hafði ákveðið að flytjast alfar- inn frá Danmörku, setjast að i Lundúnum og skrifa framvegis bækur sínar á ensku. En ekki gat hann búist við að slíkt yrði á færi hans fyrr en eftir nokk- urra ára dvöl í Englandi. Hins vegar var á þessum tímum ekki auðgert fyrir útlending að fá landvistarleyfi til langframa i Englandi nema hann gæti fært sönnur á að hann gegndi þar launuðu starfi, eða hefði á ann- an hátt öruggar tekjur. Þó taldi Kamban að slíkt væri auðsótt- ara ef hann væri prófessor að nafnbót, og kom heim gagngert í þeim erindum að fara fram á að íslenzk stjórnvöld yrðu sér hjálpleg með þeim hætti að veita sér þann titíl. Þorsteinn Briem var þá menntamálaráð- herra. Hann tók máli Kambans vel. En honum þótti eðlilegra að sæma þá samtímis fleiri af öndvegisrithöfundum þessari heiðursnafnbót, og þannig kom það til að prófessorstitlar voru sama dag veittir Einari Bene- diktssyni, Einari H. Kvaran, Gunnari Gunnarssyni og Guð- mundi Kamban. Kamban fór síðan til Lundúna og bjó þar um hríð, en of skammt til að orðið gæti af ritstörfum á ensku. En það er önnur saga. — Ur því ég hef tekið mér penna í hönd vil ég rétt aðeins minnast á þá óvirðingu á skáld- skap Einars Benediktssonar sem Halldór Laxness lætur í ljós í siðustu bók sinni, Ungur ég var — en þó ekki af því þau ummæli veki mér neina löngun til að hefja þrætur um ljóða- gerð Einars. Sitt sýnist hverj- um um bókmenntir sem annað, og ýms eru þess dæmi að mikið skáld hefur ekki kunnað að meta annað stórskáld — ef mik- ið bar á milli um listskoðun eða lifsskoðun, og skáldin fjarskyid að allri manngerð. Tolstoj skrif- aði bók til að gera lítið úr Shakespeare, og harðir voru dómar Knut Hamsuns um leik- rit Ibsens. Þó hafa bæði Shake- speare og Ibsen haldið velli, og eru enn í dag taldir mestu leik- ritaskáld heims, eftir Grikkina miklu. Ef til vill er hægt að gera lítið úr nálega hvaða skáldskap sem er — út frá ein- hverjum sjónarmiðum, og ef menn vilja. En þeim til huggunar sem leiðst hefur hvernig Laxness talar um Einar Benediktsson skal ég minna á gömul ummæli sem til þess benda, að það gæti að einhverju leyti verið mis- minni, sem ráða má af bók Lax- ness, að honum hafi frá önd- verðu og alla tíð þótt lítið koma til skáldskapar Einars. Ég var einu sinni ritstjóri að blaði sem hét Vörður, og þar átti Laxness margar greinar, og skrifaði eitt sinn i orðskiptum við mig: „Við (þ.e. íslenzkir rithöfundar) er- um allir provins-manneskjur í bókmenntum, og eigum hvar- vetna i erlendum ritheimi jafn- oka og hliðstæður i tugatali og hundraða, og þó ekki meðal annarra höfunda en þeirra, sem fæstir vita deili á nema þeirra eigin klíkur — allir að undan- teknum Einari Benediktssyni." (Vörður22. nóvember 1924). Fram til þess tíma að minnsta kosti hefur þá Halldóri Laxness fundist ólikt meira til um skáld- skap Einars Benediktssonar en til dæmis um dada-kveðskap Þórbergs Þórðarsonar. K.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.