Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 21 ir okkur á fortíð Costa Brava. Það er auðvelt að skilja að hér hafi listamenn jafnan kunnað vei við sig. Magnús H. Kristjánsson er maður skrafhreifinn og fljót- lega berst talið að málaralist. Magnús lærði að mála í Reykja- vík. Hann fór ungur til Banda- ríkjanna til frekara listnáms. I Boston lauk hann prófi frá myndlistarskóla og náði það góðum árangri að hann var ráð- inn kennari við skólann. Fyrir nitján árum fór hann svo til væri gaman að fá sýningu á verkum Magnúsar í Reykjavik. Magnús sýnir okkur nýtt mál- verk eftir sig. Þetta er kyrra- lífsmynd með könnu, ávaxta- skál og ávöxtum. Dvöl Magnús- ar á Spáni segir til sín í þessu málverki. I þvi er suðrænn funi, en iíka hófsöm myndbygg- ing sem bendir til þess að Magnús kann sitt fag. Magnús sagðist þurfa að hafa ákveðnar fyrirmyndir til að máia. Hann treysti sér til dæmis ekki til að mála íslenskt iandslag eftir lega heimsótt hann, en þeir eru æskuvinir. Að hitta Steinþór og fræðast af honum um íslenska myndlist hafði greinilega verið Magnúsi mikil uppörvun. Magnús H. Kristjánsson er sonur Kristjáns Magnússonar listmálara. Kristján var kunnur málari á sinni tfð, en féll fyrir aldur fram. Magnús sýnir okk- ur málverk eftir föður sinn sem hangir i matsalnum. Það er landslagsmálverk, minnir á bestu verk Guðmundar Einars- Framhald á bls. 22. Jóhann Hjálmarsson: ISLENSKUR MÁLARI í TOSSA DE MAR blasa við. Okkur lék forvitni á að kynnast eigandanum Magnúsi H. Kristjánssyni. Eftir drjúgan gang upp í móti kom- um við að gistihúsinu og gægð- umst inn. Magnús var að sinna gestum sínum, en sumir þeirra höfðu ekki enn lokið við há- deigismatinn, svo að hann bauð okkur á barinn. Þar biðum við hans og undum hag okkar vel yfir Biancoglasi. Það sem vakti athygli okkar var útsýnið frá Hostal Hekla. Frá gstihúsinu sér yfir bæinn, ströndina og höfnina. Kastalinn gamli minn- Spánar, kvæntist spænskri konu og hóf rekstur gistihúss í Tossa. Peningar voru litlir sem engir, en hann fékk lán og lagði nótt við dag til að koma undir sig fótum. Erfið barátta í nítján ár olli því að málaralistin var að mestu lögð á hilluna. En nú eru börnin þrjú að verða uppkomin og eldri sonurinn mun líklega taka að mestu við störfum föð- ur síns. Magnúsi gefst þá aftur tóm til að mála og það hyggst hann svö sannarlega gera. ís- lenkir vinir hafa hvatt hann til að halda sýningu á Isiandi. Það minni, en kæmist hann heim hlakkaði hann til að fá að glíma við islenskt landslag. Nú málar hann einkum kyrralífsmyndir, ekki síst til þess að þjálfa sig eftir langan viðskilnað frá mál- aralistinni, en önnur viðfangs- efni freista hans. Magnús er af hefðbundnum skóla i myndlist og geðjast yfirleitt ekki af til- raunamennsku í list, en hann sagðist hrífast af myndum vin- ar síns Errós og um fleiri ís- lenska myndlistarmenn för hann viðurkenningarorðum. Steinþór Sigurðsson hafði ný- Kyrralífsmynd eftir Magnús H. Kristjánsson Magnús H. Krist- jánsson á svölum gistihúss síns í Tossa de Mar á Costa Brava. TOSSA de Mar er smábær á Costa Brava. Sagt er að rithöf- undar og listmálarar hafi upp- götvað Tossa og orðið þess vald- andi að ferðamenn flykktust þangað, en Tossa er nú eftir- sóttur ferðamannastaður. Sama er að segja um Lloret de Mar, næsta bæ við Tossa. Ferðir til Lloret hafa lengi verið farnar á vegum íslenskra ferðaskrif- stofa. I Tossa de Mar er gistihús sem nefnist Hostal Hekla. Þeg- ar við komum til Tossa sáum við skilti með nafni gistihússins Verðlaunaveiting fyrir beztu íslenzku mynd- ina á kvikmyndahátíð listahátíðar í Reykjavík LISTAHÁTÍÐí Reykjavik hefur ákveðið að efna til kvikmyndahátíðar i Reykjavík dagana 2. —12. febrúar 1978 i tengslum við listahátið. Til kynning- ar á þessari hátið kallaði framkvæmdastjórn Lista- hátiðar i Reykjavík 1978 saman blaðamannafund i gær. Að sögn Davíðs Oddssonar, formanns framkvæmdastjórn- arinnar, voru á síðustu listahá- tíð uppi sterkar raddir um að kvikmyndagerð sem listgrein hefði þá ekki verið sinnt. Var því skipuð sérstök nefnd til að undirbúa kvikmyndahátíð og eiga í henni sæti Hrafn Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri listahátiðar 1978, Thor Vilhjálmsson, forseti Bandalags íslenzkra listamanna, og af hálfu félags kvikmyndagerðar- manna Þrándur Thoroddsen og Gisli Gestsson. Friðrik Friðriks- son starfar hjá nefndinni. Ef þessi liður i listahátíð fellur í góðan jarðveg er fyrirhugað að hann verði á dagskrá listahátið- ar á tveggja ára fresti. Hugmyndin er sú, að fá hingað *il landssins a m.k. 10 nýjar kvikmyndir, sem sýna það sem er að gerast í sam- tíðarkvikmyndum i heiminum i dag og hafa ekki þegar verið hér í kvikmyndahúsunum. Myndavalið er ekki enn full- ákveðið en reynt verður að velja þær beztu sem sýndar hafa verið, m.a. á kvikmynda- hátíðum erlendis, og þá líka myndir frá sem flestum löndum eins og t.d. frá Afríku, Suður- Ameriku eða löndum sem ís- lendingar hafa ekki bein menn- ingarsamskipti við. Að sögn Thors Vilhjálmssonar verður það nefndin, sem metur list- gildi myndanna og ákveður hverjar verða teknar til sýn- inga, en samband verður haft við forystumenn i kvikmynda- gerð víðs vegar erlendis. Davíð Oddsson sagði listahátið fá þessar kvikmyndir á öðrum og betri kjörum en kvikmyndahús almennt fengju þær. Ætlunin er einnig sú, að bjóða þekktum leikstjórum og öðrum frömuðum i kvikmynda- gerarlist á hátíðina til fyrirlestr- ahalds o.fl. Að sögn Hrafns Gunnlaugssonar hafði verið ákveðið að halda hátíðina núna í haust og hafði nefndin þá fengið jákvætt svar frá nokkr- um mönnum um að koma hingað á þeim tima, og e.t.v. stæðu þau boð enn Hátíðin mun einnig standa fyrir sýningum á íslenzkum smámyndum (16 mm), bæði myndum sem áður hafa verið sýndar og myndum sem eru í vinnslu og verða tilbúnar í febrúar. Sérstök verðlaun kr. 200.000 verða veitt fyrir beztu myndina, og munu erlendu gestirnar þá e.t.v. skipa dóm- nefndina að einhverju leyti. Þá er ætlunin að minnast einhvers af þeim ítölsku leik- stjórum sem látist hafa á síð- ustu árum, Rosselini, deSica, eða Pasolinis og rekja feril þeirra á þessu listsviði Einnig verður efnt til fræðslu- og um- ræðufunda um kvikmynda- gerðarlist. Stærri myndirnar verða sýndar í Háskólabíói og þær íslenzku í Tjarnarbiói. í Há- skólabíói verða þrjár sýningar á dag og hver mynd sýnd á mis- munandi tíma og á mismun- andi dögum. Úrvals barna- myndir verða sýndar tvo sunnudaga kl. 3 og pop- tónlistarmynd kl. 3 tvo laugar- daga í fordyri Háskólabiós verður komið á fót sýningu á áhöldum og vélum sem notaðar hafa verið við kvikmyndagerð Leitað hefur verið til sjón- varpsins um að það geri úttekt á leikritaframleiðslu sinni á 1 1 ára ferli þess og það sýni úrval- ið úr henni. Stjórn listahátiðar 1978 hef- ur farið þess á leit við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráð- herra, að hann stuðli sérstak- lega að því, að lagafrumvarp það sem nú liggur fyrir á Al- þingi um kvikmyndasjóð verði að lögum ekki síðar en kvik- myndahátiðin hefst. Að sögn Davíðs Oddssonar voru undir- tektir ráðherra við þessari mála- leitan mjög góðar. Listahátíð fór þess einnig á leit við Menn- ingarsjóð að aukin verði sá styrkur sem sjóðurinn veitir á hverju ári til kvikmyndagerðar- manna og að honum verði út- hlutað við opnun hátíðarinnar. Siðar verður gefin út dagskrá hátiðarinnar, þar sem fjallað verður um myndirnar hverja fyrirsig og höfunda þeirra. Aðspurður um tímann sem valinn hefur verið til hátiðarinn- ar, sagði Hrafn Gunnlaugsson að febrúarmánuður væri dauf- ur tími í menningarlífinu hér á landi, og slik hátíð því fagnað- arefni í vetrardrómanum. Mið- að væri við, að sem flestir gæru sótt hátíðina, t.d væru skóla- börn ekki í prófum á þessum tíma, og að einnig hefði þótt eðlilegt að halda þessa hátið sér, en ekki á venjulegum tima listahátiðar i Reykjavík. Að lokum sagði Thor Vilhjálmsson, að hann teldi að á þessu sviði hefðu íslendingar verið listsveltir á undanförnum árum miðað við aðrar þjóðir og að slik hátið mundi geta eflt listrænan áhuga fyrir kvik- myndalist hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.