Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 29 — Mikilvægustu starfsdagar . . Framhald af bls. 17 fólk flest. Hér fáum við enn eina sönnun þess, hvað þetta skólasam- starf er mikilvægt. Við stefnum að þvf, að hver bekjarkennari geti sagt við bekkinn sinn sem svo: „Jæja, nú höfum við verið dugleg, og nú fáum við okkur snúning!" Hér er átt við dansa af þvi tagi, sem að gagni koma á almennum dansleikjum. Almennur bekkjar- kennari má ekki samkv. lögum kenna t.d. 7—9 ára börnum leikfimi (leiki) Næst var tekinn tali Dr. Ingimar Jónsson námsstjóri f íþróttum. Rætt var vítt og breitt um íþróttir í skólum og taldi Ingimar þann skilning vaxandi meðal skólamanna að íþróttir væru gagnlegar og nauðsynlegur þáttur skóla starfsins. Skólar þyrftu að stórauka möguleika til iþróttaiðkana nemenda utan eig- inlegrar stundaskrár einkum þeirra, sem ekki komast að hjá almennum iþróttafélögum. Sá, sem þetta ritar lét í ljós þá skoðun sina, að það ætti að veita þeim kennurum, sem kenna í þrem neðstu bekkjum grunnskólans réttindi til að kenna leikfimi eða leiki enda hefðu þeir sótt nám- skeið er gæfi þeim nauðsynlega undirstöðuþekkingu. Þetta taldi námsstjóri athugandi og benti á að í reynd væri þetta þannig hvað skíðakennslu snerti. Ingimar taldi það alvarlegasta vandamálið í sambandi við skólaiþróttir, að viða væri ekki hægt :ð fylgja námsskrá, og börn og unglingar fengju því ekki þá líkamsmennt, sem nauðsynleg telst vaxandi, ungu fólki. Þátttakendur afar ánægðir Að lokum er rætt við þrjá þátt- takendur, kennara frá þrem af þeim skólum, sem allt síðan 1965 hafa haft verulega samvinnu, samskipti og samstarf. Eirikur Jónsson, Kleppjárns- reykjaskóla. Kennir lesgreinar f 7. og 8. bekk og iþróttir við allan skólann og væntanlega forskóla- deild, en það eru sex ára börn sem koma í skólann einn dag f viku. Hann er nú að hefja þriðja kennsluárið við skólann. Ásdís Einarsdóttir, Heiðar- skóla. Kennir fslensku i 7. og 8. bekk, flestar greinar i 1.—6. bekk. Hefur kennt þar í 3 ár. Ingimundur Ingimundarson Varmalandi. Kennir íþróttir i öllum skóla og er bekkjarkennari í 3. og 5. bekk. Byrjar nú þriðja árið. Allir þremenningarnir höfðu verið hjá Indriða Gislasyni náms- stjóra í islensku fyrri daginn (miðvikudag) og luku upp einum rómi um gagnsemi þess, er þar fór fram, einkum þar sem þetta er i byrjun skólaárs. Ingimundur ásamt einum kennara frá hverj- um hinna þriggja skólanna létu hina auglýstu dagskrá ekki nægja, heldur skutu á fundi í sambandi við félagsmál og skóla- samskipti á þvi sviði. (Sjá smáletursramma) Öll hafa þau tekið þátt i starfi Kennarasam- bands Vesturlands og telja það hafa orðið sér til gagns í starfi. Skipulag námskeiðsins töldu þau gott, fyrirlestra ágæta, en ef til vill mesta gagnið af auknum kynnum við starfsbræður og um- ræður við þá um starfið og hinar boðuðu nýjungar. Gagnsemi þeirri, sem þeim þótti vera af slíkum ráðstefnum (starfs- dögum), er ef til vill best lýst með orðum Eiríks: „Þetta eru mikil- vægustu starfsdagar skóla- ársins!" Eftir fróðlegar og frjálslegar umræður við leiðbeinendur og „nemendur“ ásamt nokkurri beinni þátttöku í dagskrá þeirra tveggja starfsdaga sem um hefur verið fajllað í grein þessari vakna spurningar: 1. Vita kennarar (og foreldrar eða almenningur) nógu vel um sýninguna „Verkstæðið" í Miðbæjarskólanum, þar sem ýmis tæki til námsleikja eru til sýnis? 2. Vill sjónvarpið athuga mögu leika á að útbúa þætti, er kynnti slik kennslutæki og notkun þeirra? 3. Hafa skólarnir getað ráðið „hraða breytinganna og stefnu", þegar um breytt námsefni hefur verið að ræða? 4. Gera skólastjórar átak í þvi að rjúfa einangrun einstakra kennara með þvi að efna til funda samstarfsmanna svo sem gerst hefur í hinum fjórum skólum i Borgarfirði? 5. Tengsl skólarannsóknardeildar við skólana voru útskýrð hér að framan. Hvað um tengsl annarra deilda Menntamálaráðuneytisins við skólana? 6. Er ekki hægt að koma ein- hverri þeirri skipan á, að allir kennaFar öðlist endurmenntun með einhverjum hætti? Efalaust gætu fleiri spurningar vaknað. Kjarni málsins og hinn rauði þráður, sem mér finnst ganga i gegn, hér svo sem viðast hvar i skólakerfinu og reyndar i öllum mannlegum samskiptum er sá að við þurfum að brjóta niður múrana, sem hlaðist hafa um okkur i nafni sérhæfingar og sér- fræði. Við þurfum stóraukna samvinnu milli kennara, sem kenna sömu greinar við ýmsa skóla, milli kennara, sem kenna ólíkar greinar við sama skóla, þar sem eitt fag getur oft styrkt annað. Minnug þess að „sameinaðir stöndum vér, en...“, verið sæl að sinni. Vilhjálmur Einarsson Arangur af hópvinnu um fólagsmól (sbr. grein). Spurningar. sem hver kennarahóp- ur I hverjum skóla landsins Jelti aó ra-óa I skólabyrjun (innskol greinarhöfundar). Félags og fþróllamál I skólum: 1. Hvernig koma nemendur inn I skjórn félags og IþróKamála? 2. Hvernig á skipulag nemendafélags að vera? 3. Hvenær hefjum vió slarf? 4. Hvaða tfma höfum við? 5. Hvað um lög félagsins? 6. Hvernig verður félagssl jórnin kosin? 7. Ein eða fleiri deildir? 8. Hve lengi slarfar hver sl jórn? 9. Stjómarfundir — dagskrá — ákvarðanir — fundargerð — limi til funda. 10. Nefndarslörf um ákveðin verkefni. 11. Hvaða verkefni: a. —Fundir — félagsmálaskóli IJMFI b. — Kvöldvökur. c. —Danskennsla. d. —Félagsvist — framhald — verðlaun. e. —(afl — bobb — (ennis — bidge — mól. f. — fþróttamót — allir með. g. — Ferðalög — heímsóknir— mól — félagsleg samskipti. h. —blaðaúlgáfa. 12. Hvað um aðstoð við nemendur? 13. Skólafélagsgjöld? 14. Hvaða tckjur — til hvers? 15. Annað ... — Myndlist Framhald af bls. 11. kynnast þessum verkum Sig- urðar, og ég vona, að hann eigi eftir að notfæra sér einmitt þetta viðfangsefni, sem hann hefur verið að glíma við til meiri átaka og að Snati eigi eftir að komast úr kerfinu í olíu, ef maður mætti ljúka þess- um línum með gamansemi. — Blóm bönnuð Framhald af bls. 19 framin, en ekki er á minnis- varðanum minnzt á Gyðinga og reynt hefur verið að bægja frá fólki, sem kemur að minnis- varðanum til að biðjast fyrir. Þrátt fyrir siðasta bann stjórnvalda voru Gyðingar í dag að koma blómsveigum fyrir skammt frá minnisvarðanum og lágu á bæn og báðu fyrir hinum látnu. Gyðingar í Moskvu hafa fengið tilkynn- ingu um að þeim verði ekki leyft að koma til Babi Yar. Engu að siður munu nokkrir Gyðingar í Moskvu hyggja á ferð til Kænugarðs og vonast til að geta sett blómsveiga að varð- anum þrátt fyrir viðvörun stjórnvalda. VltwvMne - 0*no)‘ von Natur KatorhHi trtote vitamm« - Katorten Megrunarsafinn y Granini „Granini’’ ávaxta- og græn metissafinn er alveg kjörinn fyrir megrun. „Granini’’ þolir langa geymslu. „Granini’’ á að nota sem fæðu en ekki svaladrykk. „Granini’’inniheldurmikið af þeim bætiefnum, sem við þurfum á að halda, en mjög fáar kaloríur. „Granini’’ er pressaður beint úr ávextinum. „Granini” ávaxtasafann er hægt að fá í 10 mismunandi tegundum. „Granini’’ er í mjög hentugum umbúðum, þær má nota aftur og aftur. anini ranim Karottentnink tomatensaft O. H. Jónsson, Laugavegi 178, sími 83555 — 83518

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.