Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 218. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ránið á japönsku farþegaþotunni: Sex hryðjuverkamenn og sex milljónir dala á leiðinni til Dacca Dacca, 1. oklófoer. Reuler. ÞOTA er nú á leiðinni frá Tokýó til Dacea með sex hryðjuverka- menn úr „Japanska rauða hern- um", sex milljónir dala, vistir og hjálpargögn I skiptum fyrir þá 142 gísla, sem enn eru f klóm flugræningjanna fimm um horð í japönsku farþegaþotunni, sem rænt var á miðvikudaginn var. Komutími flugvélarinnar til Dacca er áætlaður á sjötta tíman- um í fyrramálið (fsl. tími), en með í förinni eru um 75 manns á vegum japcnsku stjórnai innar og flugfélagsins. sem á þotuna, sem ræningjarnir hafa á valdi sfnu. Hajime Ishii, varasamgönguráð- herra .lapans. er með í förinni. Hryðjuverkamennirnir sex voru fluttir handjárnaðir í bryn- vörðum bifreiðum úr fangelsinu þar sem þeir hafa verið að af- plána dóma fyrir ofbeldisverk og aðra glæpi. Á flugvellinum var um 500 manna vopnaður öryggis- vörður. Tvær konur eru meðal hryðjuverkamannanna, sem allir eru úr „Japanska rauða hernum". Talsmaður japönsku stjórnar- innar skýrði frá því áður en þot- an, sem er af gerðinni DC-8, lagði af stað til Dacca, að lausnargjald- ið, sem nemur sex milljónum bandarikjadala, væri allt I 100 dala seðlum, sem fluttir væru í fjórum sekkjum. Sagði hann að einnig værií' meðferðis bréf til flugræningjanna frá þeim þrem- ur föngum, sem neitað hefðu að yfirgefa fangelsið til að halda á vit félaganna í „rauða hernum". Meðal þeirra hryðjuverkamanna, Framhald á bls. 28. Skyndiáhlaupið á Orly-flugvelli: Ofbeldismaðurinn í höndum lögreglunnar eftir að hann hafði verið yfirbugaður. I viðureigninni, sem tók ekki nema fáeinar sekúndur, særðist hann á höfði. (APsímamynd) 1 gísl lét Md en 90 voru frelsaðir t tilefni iðnkynningar f Reykjavfk og iðnkynningar- árs, sem nú er að ljúka, eru sfður 19—26 helgaðar því. Þar eru nokkur iðnfyrirtæki kynnt og dr. Sigurður Pétursson ritar grein um lagmetisiðnaðinn. Annars staðar f blaðinu er og sagt frá degi iðnaðarins f Reykjavík, og ávarp iðnaðar- réðherra, dr. Gunnars Thor- oddsen, á fundi um iðnaðar- mál er birt á bls 5. Ræða borgarstjóra á sama fundi verður birt f heild f Morgun- blaðinu á morgun. Flugræninginn áður dæmdur fyrir ofbeldi í skjóli vopnavalds París. 30. seplember. Reuler. SVEIT lögreglumanna, sem sér- þjálfaðir eru í viðureign við hryðjuverkamenn, gerði f kvöld áhlaup á Caravelle-þotuna, sem rænt var f dag og staðið hafði klukkustundum saman á Orly- flugvelli við Parfs með 91 gfsl innanborðs. Flugræninginn, sem var einn síns liðs, var vopnaður byssu og handsprengju, en hann hefur afplánað tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fopnaða árás á útvarpsstöðina „Radio Luxembourg" árið 1974. Björgun gfslanna tók aðeins örskotsstund en f örvæntingu sinni er lögregl- an ruddist inn um neyðardyr þot- uiiiiar kastaði flugræninginn handsprengju og særðust þá þrfr farþegar, þar af tveir mjög alvar- lega. Sfðla kvölds lézt annar þeirra af sárum sínum. Caravelle-þotan, sem er í eigu flugfélagsins Inter Air, var nýfar- in frá París áleiðis til Lyon þegar flugræninginn bjóst til að ryðj- ast inn í flugstjórnarklefann. Flugfreyja reyndi að varna hon- um inngöngu en hann hleypti þá af byssunni og hæfði hana í hand- legginn. Atti flugræninginn, sem heitir Jacques Robert og er Frakki, þá greiðan aðgang að flugstjórnarklefanum. Hann krafðist þess að fá að flytja út- varpsávarp til frönsku þjóðarinn- ar, auk þess sem þotan skyldi taka eldsneyti til langferðar. Caravelle-þotan sveimaói lágt yfir Parísarborg í meira en klukkustund áður en flugræning- inn skipaði svo fyrir að lent skyldi í Orly. Leyfði hann síðan hinni særðu flugfreyju, fimm konum öðrum, barni og veikum manni að hverfa frá borði. Stóð siðan i þófi klukkustundum saman, en lög- reglan fékk aðstoð Max Maynier, sem var i miðri útsendingu, er Robert tók „Radio Luxembourg" herskildi á sinum tíma, við að reyna að koma vitinu fyrir mann- inn. Auk dómsins, sem féll yfir Robert, sem er 43 ára að aldri, hefur hann verið ákærður fyrir tilraun til að ræna söngvaranum Johnny Hollyday og fyrir að kúga fé af leikaranum Louis de Funes. Þingmaðurinn, Lucien Neu- wirth, sem er mikill áhrifamaður i flokki Gaullista, var annar far- þeganna, sem særðust illa þegar flugræninginn kastaði hand- sprengjunni. Ræða Einars Ágústssonar utanríkisráðherra á Allsherjarþingi SÞ: Afvopnun og mann- réttindi meginatriðin EINAR Agústsson utanríkisráð- herra ávarpaði i gærkvöldi AUs- herjarþing Sameinuðu þjoðanna. t ræðu sinni Iagði utanrfkisráð- herra megináherzlu á: # Afvopnunarmál. # Mannréttindi. % Baráttuna gegn hryðjuverka- IIIÖIlIllllIl. 0 Þrðun mála í Afrfku sunnan- verðri. # Hafréttarmál. Ráðherrann sagði meðal annars að til þess að tryggja heimsfriðinn bæri lífsnauðsyn til að Bandarík- in og Sovétrikin næðu samkomu- lagi um nýjan SALT-samning á næstunni, en samkomulag þess- ara tveggja stórvelda um afvopn- un væri grundvöllur „détente" stefnunnar, sem væri aðgengileg- asta leiðin til lausnar þess vanda, Rússar sigla af EBE-miðum Briissel, 30. september. Reuter. RÚSSNESKI togaraflotinn, sem verið hefur að veiðum innan 200 miliia við strendur Efnahags- bandalagsrfkjanna, var f kvöld á leiðinni af miðunum, þar sem sanningar Sovétmanna og EBE um gagnkvæmar fiskveiðar renn- ur út á miðnætti án þess að tekizt hafi að ná nýju samkomulagi eða semja um framlengingu á hiiui fyrra. Efnahagsbandalagið hafði beint þeirri fyrirspurn til Sovétstjórn- arinnar hvort togarar aðildarþjóð- anna gætu á ný tekið til við veiðar í Barentshafi, en í svarinu frá Moskvu var aðeins endurtekið að Rússar væru fúsir til að ræða samkomulag um nýja gagnkvæma kvóta. Togarar EBE-ríkjanna hafa ekki veitt á miðum Sovét- manna í Barentshafi frá því fyrir helgi, en þá ráku Sovétmcnn tvo brezka togara og tvo franska út fyrir fiskveiðimörk sín. I aðalstöðvum EBE leiddu em- bættismenn á þvi getum að svo skömmu áður en Öryggismálaráð- stefnu Evropu yrði fram haldið i Belgrad vildi hvorugur aðilinn láta undan hinum — sízt þegar um væri að ræða mál sem i eðli sínu væri tæknilegt. Sögðu em- bættismennirnir að sennilega væru báðir aðilar þeirrar skoð- unar að smávægilegur ágreining- ur um fiskveiðimál styrkti stöðu þeirra á ráðstefnunni. Ekki er vitað með vissu hversu margir rússneskir togarar eru innan 200 mílna EBE-ríkjanna, en talið að þeir séu í færra lagi mið- að við það sem oftast hefur verið. Einar Agústsson. sem við væri að etja í alþjóðamál- u*m. Þá varaði utanrfkisráðherra við útbreiðslu kjarnavopna, svo og kjarnakleyfra efna, sem hægt væri að nota i hernaðarlegum til- gangi, og hvatti til þess að komið yrði á alþjóðlegu eftirliti með út- breiðslu slíkra vopna og efna og taldi einsýnt að það ætti að vera í höndum Sameinuðu þjóðanna. Hann lýsti yfir stuðningi islenzku sendinefndarinnar við það að Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.