Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 Tilbeiðsla — AukusIo Rodin Hin hugsandi Bragi Asgeirsson skrifar frá Parísarborg Afsöfnum í París „Hotel Brion“ nefnist glæsivilla ein í næsta nágrenni við Invalides höllina „Les lnvalides“. Villuna lét hinn nýríki fyrrum hárkollu- meistari Abraham Peyrene byggja árið 1728. Að honum látn- um komst villan í eigu hertoga- ynjunnar af Maine og síðar í eigu Brion Markskálks, sem höllin dregur nafn af. Þarnæst varð villan aðsetur sendinefndar páfa- stóls, þareftir hafði sendiráð Rússlands aðsetur þar. Arið 1820 varð villan klaustur reglu „Hjarta Jesú“ og í því sambandi aðsetur fyrir aðalsmannadætur. Frá þeim ■ tíma er hin nýgotneska kapella. Reglan leystist upp árið 1904 og þá hóf listin innreið sína i villuna. Ríkið yfirtók eignina og gerði að heiðursbústað listamanna. Dans- mærin Isadora Duncan bjó þar, þarnæst málarinn Henrí Matisse og þar var Akademía Matisse til húsa og hér hefur þvi Jón okkar Stefánsson, hinn snjalli málari, sennilegast gengið út og inn í tvö ár (þessvegna er frásögn mín svo nákvæm). Siðast kom mynd- höggvarinn Auguste Rodin til sögunnar árið 1908 og bjó þar til dauðadags (1917). Arin 1908—11 var skaldið Rainer Marie Rilke einkaritari hans. Eftir dauða Rodins var húsið gert að Rodin- safni. Þetta er vafalítið eitt glæsi- legasta safn i Paris að ytri og innri gerð með stórum yndislega fallegum garði með fögrum blómarunnum, trjám, gosbrunn- um, ótal gömlum og nýrri styttum (Rodins). Hér hafa forðum daga aðals- mannadætur reikað um og feimn- ar strokið talnabandið sitt og hugsað um jesúbarnið og guðs- móðurina. „Ánganvangur grænn og elfur silfurtær, yndishjal í lind og klukkna- hljómur skær. Þá svífur niður úr sölum himinranns — hin fagra hústrú Jósefs timburmanns". Ég dvaldi lengi á þessum stað og naut þess að reika um sali og garðinn og njóta samræmdrar stemningar umhverfisins, sem i einu orði sagt er yndisleg... — Eftir heimsókn í þetta safn skrapp ég í Invalidesdómkirkjuna til að líta á glæsikistu með jarðneskum leifum Polla „Napoleons Bonaparti", svo og kistur og minjar annarra stór- menna frönsku þjóðarinnar frá frægðartimum hennar. Þarnæst hljóp ég yfir striðsminjasafnið því tíminn var naumur orðinn. Hér gat að lita heilmikið safn hergagna og búninga allt frá brynjum af öllum mögulegum gerðum til vígvéla frá seinni heimsstyrjöldinni. Napoleon fær að sjálfsögðu mikið rúm. — Hér var tjald hans frá orustunni við Austerlitz — íverustaður frá fangavistinni á St. Helena — búningar, orður, hestur hans hvít- ur og undurfagur gæðingur með signatúr Napoleons „N" brennt á gumpinn. Ótrúlega fróðlegt safn og spegill timanna. Er hreint makalaus hugkvæmni „homo sapiens" við að fínna upp tæki til að stytta náunganum aldur, — og dæmalaus verðmæti af eðalmálmi og vaðmáli hafa farið í þennan rembing — strembing á milli þjóðanna. Fáfengilegt og afar sorglegt. En einkennisbúningn- um hefur um aldir fylgt útrás ævintýraþrár — frípassi á vin, hasár og konur. Ekkert er breytt i dag, sbr. ásókn reykvískra telpna á strætóstjóra — eða er allt þrýtur póstmenn eða þá er kaskeyti bera... — Eg heimsótti Cluny-safnið, sem er stórmerkilegt safn forn- minja hvers konar, aðallega frá miðöldum — sjálf byggingin er frá annarri og þriðju öld og hefur verið einstakur arkitektúr. . . — Gaman var að lita inn á vinnustofu Delacroix, sem er hér steinsnar frá hóteli minu, en þar er allt í sömu skorðum og er hann bjó þar. Miðasöludaman hefur 4—5 sjónvarpsskerma til að fylgjast með gestum, hverju fót- máli þeirra og er einn safnvörður bersýnilega ekki nóg þrátt fyrir lítil húsakynni.. . — Ég átti stefnumót við mág- konu mína, velgifta i Frakklandi á hádegi, á torgi nokkru við hlið Montmatre-kirkju „Sacre Cæur“, er nefnist „Place du Tertre“ og hugðist þar afhenda henni pakka með hangikjöti, flatkökum o.fl. er ég hafði meðferðis. En ég lenti í hringavitlausu vegna rangra upplýsinga í Metró og sté af við „Rue de Montmatre" og flæktist lengi um áður en ég fann réttu leiðina upp Mont- matrehæðina. Reyndist það 30—40 minútna klifur upp brattann, þótt ég geystist áfram sem hjarðarsveinn á besta aldri. Kom gegnblautur af svita 40 Eg mætti svartklæddri dömu... Ung stúlka með hatt skreyttan blómum Cluny-safnið — IMynd af konung- inum af Júda. Var skreyting á Notre Dame-kirkjunni — frá 1230. Eugene Delacroix — „Munaðar- laus stúlka f kirkjugarði"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.