Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977 17 Kristján Thorlacius: greindara, menntaöra og starf- hæfara fólk en hann heidur, eftir þessum ummælum að dæma. Þetta fólk mun sjálft taka afstöðu til sáttatillögunnar og afþakkar alla hjálp i þvi efni. Annars er kjarni þessa máls sá, að til þess að stjórn og samninganefnd B.S.R.B. hefðu getað sætt sig við sáttatillöguna og mælt með henni til sam- þykktar, hefðu þurft að felast i Misskilin em- bættisskylda Jóni Sigurðssyni svarað JÓN Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur sent opinberum starfs- mönnum opið bréf í dagblöðun- um og gefið þeim það óvenju- lega heilræði, að þeir skuli um- fram allt vinna gegn hagsmun- um sjálfs síns með því að sam- þykkja sáttatillöguna í kjara- deilu opinberra starfsmanna. Sú furðulega röksemd er raunar færó fyrir því, að þessi ritsmíð skuli send blöðum til birtingar, að ráðuneytisstjórinn telji það embættisskyldu sína gagnvart fjármálaráðherra, húsbónda sínum og yfirboðara. Stjórn og samninganefnd B.S.R.B. samþykktu einróma með 64 atkvæðum að hafna sáttatillögunni sem óviðunandi og skora á félagsmenn i B.S.R.B. að fella hana. í fullri hreinskilni sagt er það fullmik- ió sjálfstraust hjá ráðuneytis- stjóranum, og raunar einnig lit- ill kunnugleiki á félagsstarfi i samtökum opinberra starfs- manna, að halda að opinberir starfsmenn hlaupi upp til handa og fóta, þótt Jón Sigurðs- son skrifi greinakorn í blöð, þar sem hann er svo smekklegur að likja 13000 félagsmönnum í B.S.R.B. við sauði, sem hægt sé að smala og reka til réttar af einhverjum einstaklingum. Ég get fullvissað ráðuneytisstjór- ann um, að starfsmenn rikisins og sveitarfélaganna er miklu henni þrjú stór atriði, umfram það, sem í tillögunni er: 1. Veruleg hækkun lægstu launanna umfram, sem tillagan gerir ráð fyrir. 2. Umtalsverð leiðrétting til hækkunar um miðjan launa- stigann þar sem fjölmennustu hópar opinberra starfsmanna eru staðsettir. 3. Ákvæði um uppsagnarrétt launaliða á samningstímabili, ef vísitala yrði tekin úr sam- bandi eða kaupmáttur launa rýrnar verulega. Um þetta gildi verkfallsréttur. Ég vil hvetja alla félagsmenn i B.S.R.B. til þess að lesa hið opna bréf ráðuneytisstjórans og svara því á viðeigandi hátt. Pétur Pétursson: Kvittað fyrir tilskrifið... Svaka töffari 'er þetta. Er það nýi dýrlingurinn í framhalds- hrakfallabálknum „Einn gegn öllum“, released by Elkem Spigerverket eða forsöngvari i dægurlagakór verðbréfabólgu- deildar fjármálaráðuneytisins, sem tekur opinbera starfsmenn á kné sér og les þeim Gagn og gaman og Litlu gulu hænuna sem fann fræ i blöðum og út- varpi s.l. föstudag. Það má ekki minna vera en kvittað sé fyrir tilskrif frá ráðu- neytisstjóra, sem hverfur senn úr háloftum B-flokkanna, frá okkur almúgafólki i Bessara- bíu. Sá er nú ekki i vandræðum að typta okkur smælingjana, sem höldum að við séum eitt- hvað og viljum ekki „halda áfram að gera eitthvað", eins og Gvendur Guðbjarts i Sumar- húsum, nema við fáum bræðing á skorpu daglegs brauðs. Þetta var nú auma Njálan var haft eftir Sigurði Guðmunds- syni skólameistara á Akureyri er nemandi hans hafði endur- sagt kafla úr Njálssögu og farið frjálslega með staðreyndir . Jón Sigurðsson ráðuneytis- sljóri fer eins og hvitur storm- sveipur með Ajaxbrúsa og skúr- ar og skrúbbar „negrastrák- ana“ i forystuliði BSRB um leið og hann ógnar almennum félög- um og litilsvirðir þá. Ef Ölafur og Silja i Viðsjá tækju til um- ræðu bókmenntir hans um launamál og samninga færi vart hjá þvi að niðurstaðan yrði: Ritverkið er samið undir áhrifum frá Lisu í Undralandi, Alfinni álfakóngi og Disu Ijós- álfi. „Margur ágirnist meira en þarf“ segir ráðuneytisstjórinn um óskir BSRB um leiðrétting- ar á láglaunum, og ræðir um skarfa. Á það ekki fremur við um toppskarfa? Arleg landskeppni Plast- módelsamtakanna VETRARSTARFSEMI íslenzku Plastmódelsamtakanna er nú að hefjast. Fundir verða haldnir reglulega, tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og fara fram á Frikirkju- vegi 11 og hefjast kl. 20.30. Á morgun sunnudag, fer siðan fram árleg landskeppni samtak- anna. Verður þá dæmt á milli beztu módelanna, sem fram hafa komið á s.l. ári og verðlaun veitt. Að lokinni keppninni verður opnuð sýning á keppnismódelum og fleiri módelum. Verður hún í Víkingasal Hótel Loftleiða, opin almenningi frá 11.00 til 18.00. Starfsmanni í Hvíta húsinu sagt upp af öryggisástæðum? Washington, 30. sept. AP. TALSMAÐUR Hvíta hússins neit- aði i dag að segja nokkuð um frétt í bandarísku blaði, „The Balti- more Sun“, þar sem skýrt var frá því að ung svertingjakona, sem hefði unnið í 20 mánuði fyrir Carter Bandaríkjaforseta, hefði skyndilega verið sagt upp störfum „af öryggisástæðum". „Þetta er innanhússmál og verður ekki rætt að svo stöddu,“ sagði aðstoðar- blaðafulltrúi Hvíta hússins, Rex Granum, þegar leitað var álits hans á frétt blaðsins. í Baltimore Sun er sagt frá þvi, að Hugh Carter jr. frændi forset- ans, hafi haft frumkvæði að því að segja upp Violu Harkins. Svo virðist sem ástæðan fyrir því að hún þótti varasöm var að hún hitti nýlega fyrrverandi vin sinn sem talinn var hafa verið viðrið- inn starfsemi samtakanna Svörtu pardusdýranna. Ekki tókst að ná í Violu Harkins sjálfa til að heyra hennar hlið á málinu, að sögn AP-fréttastofunnar í kvöld. BERKLA VARNADAGUR Sunnudagur 2. október Merki dagsins kostar 200 krónur og blaðið „Reykjalundur" 200 krónur. Merkið gildir sem happdrættismiði. Vinninqur er stórglæsilegt Nordmende litsjónva(pstæki með fjarstýringu og leiktækjum, að verðmæti 450,000 krónur. Afgreiðslustaðir merkja og blaða í Reykjavík og nágrenni: Reykjavík: S.Í.B.S., Suðurgötu 10, sími 22150 Melaskóli Grettisgata 26, sími 13665 Eskihlíð 10, sími 16125 Hrísateigur 43, sími 32777 Kambsvegur 21, sími 33558 Eikjuvogur 1 9, sími 30505 Sólheimar 32, sími 34620 Háaleitisbraut 56, sími 33143 Háagerði 15, sími 34560 Langagerði 94, sími 32568 Árbæjarskóli Fellaskóli Sölubörn komi kl. 10 árdegis. Há sölulaun. S.Í.B.S. Seltjarnarnes: Mýrarhúsaskóli Kópavogur: Langabrekka 1 0, sími 41 034 Hrauntunga 1 1, sími 40958 Vallargerði 29, sími 41095 Garðabær: Barnaskóli Garðabæjar Hafnarfjcrður: Þúfubarð 1 1 Reykjavíkurvegur 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.