Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 1
218. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 896 milljónir Kín- verja f agna þjóðhátíð Peking, 1 október Reuter TUGÞÚSUNOUM saman þyrptust Peking búar um götur borgarinnar til að fagna 28 ára afmæli kommúnista- stjómar i þessu fjölmennasta riki heims, sem nú telur 896 milljónir. Aragrúi fólks safnaðist saman í skemmtigörðum þar sem haldnar voru fjöldasamkomur af sama tilefni. Sprengjan setti gat á þotuna Paris, 2 okt Reuter „GUÐ EINN veit hvaða boðskap hann ætlaði að flytja þjóðinni" sagði einn farþeganna sem leystir voru úr prísundinni i Caravell- þotunni á Orly-flugvelli i gær þegar lögreglan gerði áhiaup á flugvélina. Gat kom á bol þotunnar þegar flug- ræninginn kastaði handsprengjunni. sem særði einn mann til ólifs. Fjórir farþegar aðrir áærðust, þar af einn lífshættulega. Meðal hinna særðu er fyrrverandi upplýsingamálaráðherra Frakklands. Philippe Malaud. en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Átta klukkustundir liðu frá þvi að Jacques Robert náði þotunni á sitt vald skömmu eftir flugtak frá Orly-flugvelli þar til lögreglunni tókst að yfirbuga hann og frelsa gíslana 90 Sprengja sem flugræninginn hafði tengt við neyðarútgang og sagði að væri nægi- lega öflug til að sprengja þotuna i loft upp reyndist hafa að geyma algjörlega skaðlaust efni. Robert hefur oft komið við sögu lögreglunnar, m.a. vegna hneykslis sem varðaði Marcel Dassault, eiganda flugvélaverksmiðja i Frakklandi, en Robert kvaðst hafa i höndunum upp- lýsingar, sem gætu komið honum á kné. Þá hefur hann setið í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir að taka útvarpsstöð með vopnavaldi, og verið ákærður fyrir tilraun til mannráns og fjárkúgunar Schleyermálið: Húsleit hjá Böll Frahkfurt, 1 okt Reuter SÉRÞJÁLFAÐAR lögreglusveitir réð- ust í morgun inn á heimili Nóbels- verðlaunahafans Heinrichs Böll og gerðu húsleit og mun þetta vera i tengslum við leitina að Hans Martin Schleyer að þvi er Reuterfréttastof- an segir. Frankfurter Rundschau hafði eftir Böll i viðtali að húsleitin hefði verið gerð eftir að ónafngreindur maður hringdi til iögreglunnar og tilkynnti að sonur hans einn hefði ólögmæt vopn undir höndum Böll sagði að sonur sinn hefði ekki verið heima þegar þetta gerðist Viða um landið voru hátíðarfundir og mikil fagnaðarlæti. og hvarvetna gaf að lita veggspjöld þar sem Kínverjar voru hvattir til að halda merki Maós formanns hátt á loft. halda bylting- unni áfram og gera Kina að voldugu og nútimalegu sósialistariki. Yfir hliðum skemmtigarðanna hanga risavaxin oliumálverk þar sem gefur að lita þá Maó heitinn formann og Hua Kuo-Feng arftaka hans i sam- ræðum. Ummæli. sem Maó lætur falla við Hua, eru letruð á myndirnar: „Með þig við stjómvölinn er ég áhyggjulaus." Siðast var þjóðhátíðardagur Kinverja hátiðlegur haldinn árið 1975. en hátiðarhöldum var aflýst í fyrra vegna andláts Maós 9 september í skálaræðu sinni í veizlunni miklu i Höll alþýðunnar i gærkvöld, en með henni hófust hátíðarhöldin, sagði Hua Kuo-Feng meðal annars. að þjóðhátið- in í ár væri til að minnast mikilla afreka á þeim 28 árum, sem liðin væru frá þvi að kommúnistar komust til valda Þannig hefði Kina breytzt í nýtt sósíal- istaríki þar sem fyrstu merki velmegun- ar gerðu nú vart við sig Hefði landið gengið inn i nýtt timabil er það losaði sig við „þorparana fjóra" Frá hátfðahöldunum i Peking f gær. Lftil börn með blómsveiga um höfuð f miklu samkvæmi f Chungshan garðinum í höfuðborginni er haldið var upp á 28. ára afmæli stofnun alþýðulýðveldisins. Að baki barnanna ýmsir kfnversk-bandarfskir vfsindamenn sem komu til Peking að taka þátt í hátíðahöldunum. Flugræningjarnir í Dacca: Hótuðu skyndilega að myrða bandarískan gísl Höfdu áður tilkynnt ad þeir slepptu 53 gíslum í fyrstu lotu Dacca, Tókió 1 okt AP Reuter ÞEGAR Mbl. fór i prentun var ný staða skyndilega komin upp i flugránsmálinu á Daccaflugvelli: um svipað leyti og skipti voru að hefjast á japönsku föngunum sex og sex milljónum dollara annars vegar og 53 gislum sem ræningjarnir lofuðu að láta lausa, settu þeir skyndilega fram nýja hótun. Hótuðu þeir að skjóta John Gabriel, bandariskan bankastjóra. sem sagður hefur verið vinur Jimmy Carters Bandarikjafor- seta. Alténd er Gabriel vel kunnugur ýmsum málsmetandi mönnum i bandarlkjunum. og einn fulltrúar- deildarþingmaður bað honum sértak- lega vægðar eftir að Ijóst var að hann var með vélinni. Algerlega var óljóst hvað vakti fyrir ræningjunum með þessum hótunum. Þeir sögðu áður að þeir myndu sleppa öðrum gislum, þegar komið verði é ákvörðunarstað sem ekki hef ur verið gefinn upp. Þá sagði i slðustu frétt- um að ræningjarnir hefðu komið fyr- ir eins konar sprengjukeðju i flug- stjómarklefa farþegavélarinnar. Flugvélin með fangana sex og Ayako Daijoji, 28 ára og Akira Nikhei, 31 árs, ganga áleiðis að vélinni sem flutti þau til Dacca, en fangarnir tveir voru látnir lausir úr fangelsum að kröfu ræningjanna ásamt fjórum öðrum félögum f Rauða hernum. Hundaæðistilfelli í Danmörku HEILBRIGDISYFIRVÖLD á Suður-Jótlandi f Danmörku hafa brugðið við hart og skjótt eftir að uppvíst varð um eitt tilfelli hundaæðis þar. Er það hið fyrsta slíkrar tegundar f sjö ár. Héraðsdýralæknirinn á Suður-Jótlandi segir að sjúk- dómurinn sé þangað kominn frá Norður-Þýzkalandi og þang- að hafi smitið sennilega borizt frá Póllandi. Það var verka- maður einn sem fann dauðan ref skammt frá landamæra- bænum Padborg. Við athugun kom í Ijós að hann hafði verið bitinn til bana af óðum hundi. Lögreglá lokaði samstundis svæðinu og sömuleiðis landa- mærunum við Þýzkaland á meðan athugun fer fram. Á þessu svæði eru um 40 þús- und hundar og verða þeir nú allir bólusettir eins fljótt og unnt er. Danir eru mjög hrædd- ir við útbreiðslu hundaæðis enda hafa þeir haft faraldra af veikinni bæði árið 1964 og 1969. Á Suður-Jótlandi telja menn vist að fleiri sjúkir hundar muni nú finnast þar sem sjúk- domurinn sé bráðsmitandi. í aðalbækistöðvum WHO — Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, var tekið fram að ekki hafi komið upp hunda- æðistilfelli siðan 1969. begar veikin kom upp i Dan- mörku árið 1969 var ástandið alvarlegt, því að nokkrir menn voru þá einnig bitnir af óðum hundum. Ekki lézt þo neinn af völdum þessa. Ef sjúkdómur- inn brýzt út fylgir dauði óhjá- kvæmilega. Aftur á móti liða oft 4—5 mánuðir frá smitun og þar til sjúkdömurinn kemur i ljós. lausnargjaldið lenti samkvæmt áætlun árla laugardagsmorguns á flugvellin- um i Dacca í fyrstu var sú vél látin standa i allmikilli fjarlægð frá DC- 8 vélinni sem ræningjarnir og gíslarnir voru i. Fangarnir sex voru leiddir hand- járnaðir inn i flugstöðvarbygginguna og ýmsir starfsmenn JAL-flugfélagsins, hjúkrunarfólk, ný flugáhöfn og fulltrúar japönsku stjórnarinnar fóru i flug- stöðvarbygginguna til að hefja samn- ingaviðræður við ræningjana Syizubo Asada, forstjóri JAL hefur óskað eftir að fá að slást i hóp gislanna i DC- 8 vélinni Asada var í vélinni sem flutti fanga og lausnargjald til Dacca Ræningjarnir tilkynntu skömmu áð- ur en vélin kom frá Tókíó að þeir væru að útbúa lista yfir þá sem yrðu látnir lausir eftir að lausnargjaldsvélin væri lent Sögðust þeir myndu sleppa 38 Japönum, sex Pakistönum, tveimur Indverjum, tveimur Ný-Sjálendingum, Bandaríkjamanni, Brazilíumanni, Suð- ur-Kóreumanni, Egypta og Singapúra Sömdu ræningjarnir hstann i samráði við aðalsamningafólk Bangladesh á Daccaflugvelli sem hafa borið boð á milli Sagt er að i þessum hópi séu fjórir veikir farþegar og 41 kona Ræningjarnir hafa látið alls 10 lausa af 151 farþega sem upphaflega var með vélrnni I Tókíó sagði fulitrúi lögreglunnar að allt benti til að flugræningjarnir hefðu komið um borð í Bombey og hefðu þeir að líkindum borið fölsuð vegabréf Þeir hefðu farið um borð í tveimur hópum, og reynt að láta sem minnst á þvi bera að þeir þekktust innbyrðis Strax eftir komuna til Dacca fóru japönsku embættismennirnir til flug- turnsins þar til að reyna að semja við ræningjana fyrir meðalgöngu aðal- samningamannsins Abdul Ghafir Mah- mud. yfirmanns flughers landsins Hef- ur Mahmund hlotið lof fyrir framgöngu sina og er honum þakkað það að nokkrum gíslanna hefur þegar verið Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.