Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTOBER 1977
Höskuldur Jónsson:
„Vona að Kristján líti
einnig á embættisskyldur
sínar gagnvart ráðherra"
MORCUNBLAÐIÐ spurði Hösk-
uld Jónsson, formann samninga-
Iðnsýn-
ingunni
lýkur
í dag
IÐNSÝNINGUNNI í Laugar-
dai lýkur i dag og hef'ur þ'á
staðið frá föstudeginum 23.
september s.l. Aösókn hef'ur
f'arið fram úr öllum vonum. A
hádegi í gær höfðu um 38000
manns séð hana og með svip-
aðri aðsókn i gær og í dag var
búist við að talan næði a.m.k.
50000, sem er mjög gott sé líka
tekið tillit til þess, að sýningin
kemur beint í kjölf'ar annarrar
stórsýningar.
nefndar ríkísins, sem átt hefur
viðræður við samninganefnd
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, hvort hann vildi á einhvern
hátt svara Kristjáni Thorlacius,
formanni bandalagsins, en Krist-
ján reit grein f Morgunblaðið í
gær, þar sem hann svaraði grein
Jóns Sigurðssonar ráðuneytis-
stjóra frá því í fyrradag. Jón Sig-
urðsson er nú erlendis.
Höskuldur sagði, að hann teldi
ekki ástæðu til að einn eða neinn
svaraði fyrir Jón Sigurðsson ráðu-
neytisstjóra, grein hans hefði vak-
ið mikla athygli fyrir það, hve
rökföst hún var og hve miklar
upplýsingar hafi verið í henni
fólgnar. ,,Ég tek undir þau orð
Jöns," sagði Höskuldur, ,,að það
sé embættisskylda hans gagnvart
ráðherra hans og einnig gagnvart
öllum opinberum starfsmönnum,
að hann tjái hug sinn með sem
skýrustum hætti um þetta mál.
Vona ég að Kristján Thorlacius
líti einnig á embættisskyldur sín-
ar með svipuðum hætti," sagði
Höskuldur Jónsson.
„Landslagið hér er
stórkostlegt"
— sagði leikkonan Mai Britt þegar
hún kom úr ferð að Gullfossi
Mai Britt, myndin er tekin þegar
hún var nýkomin úr ferðalagi um
nágrenni Reykjavikur.
Leikkonan Mai Britt hefur verið
hér á landi i þriggja daga heimsókn
ásamt yngsta syni sinum Hún er
fædd i Sviþjóð en er nú búsett í
Nevada i Bandarikjunum
I örstuttu viðtali við Morgunblaðið
á Loftleiðahótelinu sagði hún, að
hún hefði lengi haft áhuga á að sjá
eitthvað af islandi og hún hefði þvi
slegið tvær flugur i einu höggi núna
þegar hún er á leið i tveggja vikna
heimsókn til systur sinnar í Svíþjóð.
Hún átti varla orð yfir hve hrifin
hún væri af náttúrufegurð landsins.
en hún hefur farið um nágrenni
Reykjavíkur og að Gullfossi.
Aðspurð sagðist hún ekki hafa
leikið neitt í kvikmyndum um
tveggja ára skeið, en hún sagði
jafnframt að hún hefði mikinn áhuga
á að snúa sér aftur að leiklistinni,
núna þegar börnin hennar þrjú væru
að vaxa úr grasi.
Mai Britt varð heimsfræg þegar
hún giftist söngvaranum og leikar-
anum Sammy Davis jr en þau
skildu fyrir nokkrum árum.
Allsherj ar atkv æðagreiðslan
um sáttatillöguna hefst í dag
Spariskírteini sett
á almennan markað
A FÖSTUDAGINN hófst sala á
nokkru magni verðtryggðra spari-
skfrteina á almennum markaði.
Eru þetta eftirstöðvar útgáfu
bréfa að upphæð 600 milijónir
króna, sem nýlega voru gefin út
til þess að eigendur bréfa frá
árinu 1965, sem voru með endan-
legum gjalddaga hinn 10. septem-
ber s.l. ættu þess kost að breyta
gömlu bréfunum í ný ef þeir
kysu.
Samkvæmt upplýsinum Seðla-
bankans notfærðu ekki allir
bréfaeigendur sér þennan rétt og
var afgangurinn af bréfunum
settur á almennan markað og
hófst salan á föstudaginn. Seldist
mikið af' spariskirteinum þennan
fyrsta dag en ennþá er eitthvað
óselt. Ekki hafði Seðlabankinn
handbærar tölur um hve mikið af
bréfum í þessari útgáfu var sett á
almennan markað.
Rikissjóður hefur gefið út verð-
tryggð spariskírteini að upphæð
samtals 2310 milljónir á þessu ári
og er þessi nýjasta útgáfa þar
talin með. í fjárlögum yfirstand-
andi ára var gert ráð fyrir 530
milljón króna fjárveitingu til að
endurgreiða spariskírteini frá
fyrri árum, þ.e. nafnverð að við-
bættum vöxtum og vísitölubótum.
Allsherjaratkvæðagreiðsla fé-
lagsmanna BSRB um sáttatíllögu
sáttanefndar hefst f dag kiukkan
14.00 og mun standa til klukkan
19.00 í kvöld. Henni verður síðan
haldið áfram á sama tíma á
morgun.
Þessi allsherjaratkvæða-
greiðsla um sáttatillöguna er afar
umfangsmikil, því að ríkisstarfs-
menn eru drcifðir um allt land og
félög bæjarstarfsmanna eru á 16
stöðum.
Kjörstaðir eru 46 og tilnefnir
BSRB tvo fulltrúa og rikið einn í
nefnd til að fylgjast með gangi
mála.
Ákveðið var að láta vinnustað
ráða kjörstaðnum, en ekki heimil-
isfang. Þannig er t.d. starfsmaður
á Keflavíkurflugvelli þar á kjör-
skrá þótt hann búi í Reykjavík, og
kennarar eru á kjörskrá miðað
við skólann sem þeir kenna við.
Þeir sem hafa kosningarrétt
munu vera um 8400 manns, en
það eru þeir sem eru í starfi á
kjördag og hafa greitt félagsgjald
til BSRB eða bandalagsfélags, eða
munu gera það í nýbyrjuðu starfi
sínu og eru í meira en hálfu starfi
í þjónustu ríkisins eða atvinnu-
fyrirtækja ríkisins.
Kjörskráin er mjög ónákvæm af
ýmsum ástæðum en öllum vafa-
atriðum mun verða skotið til
sáttanefndar.
Hér fer á eftir upptalning
þeirra 46 kjörstaða sem munu
verða opnir: Reykjavík, Vestur-
land: Akranes, Borgarnes, Ólafs-
vík, Stykkishóimur, Laugaskóli í
Dalasýslu. Vestfirðir: Patreks-
fjörður, Núpur, ísafjörður,
Hólmavík. Norðurland vestra:
Hvammstangi, Blönduós, Sauðár-
krókur, Siglufjörður, Norðurland
eystra: Ólafsfjörður, Dalvík, Ak-
ureyri, Laugaskóli í Þingeyjar-
höfn, Þórshöfn. Austfirðir:
Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðis-
fjörður, Neskaupstaður, Eski-
fjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðs-
fjörður, Djtípivogur, Höfn. Suður-
land: Kirkjubæjarklaustur, Vik i
Mýrdal, Vestmannaeyjar, Hvols-
völlur, Laugarvatn, Selfoss,
Hveragerði. Reykjanes: Grinda-
vík, Keflavík, Keflavíkurfíugvöll-
ur, Hafnarfjörður, Garðabær,
Kópavogur, Seltjarnarneskaup-
sýslu, Húsavik, Kópasker, Raufar- staður og Mosfellssveit.
Hrifning með för Sin-
fóníunnar til Færeyja
Undirbúningur að frekari heimsókn-
um íslenzkra hljómlistarmanna
„FÆREYINGAR tóku Sinfðníu-
hljómsveitinni mjög vel og það
var frábærlega notalegt að koma
til Færeyja", sagði Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra í samlali við Mbl. í gær en
hann fylgdi Sinfóníuhijómsveit
tslands fyrstu dagana á viku
hljómleikaferð hennar til Fær-
eyja. Hljómsveitin kom heim á
föstudag. „Hvar sem við komum
Yfirvega þarf afstöðuna, áð-
ur en sáttatillagan er felld
— segir fjármálaráðherra, sem mun fallast á tillöguna
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær.
samband við Matthfas A.
Mathiesen f jármálaráðherra og
færði í tal við hann sáttatillög-
una ¦ yfirstandandi kjaradeilu
ríkisins og opinberra starfs-
manna og spurði ráðherrann
nokkurra spurninga um af-
stöðu hans. Hér á eftir fara
spurningar blaðsins og svör
ráðherrans:
Sp.: Samnínganefnd ríkisins
hefur greint frá innihaldi sátta-
tillögunnar en vísað því til fjár-
málaráðherra að meta tillöguna
sem heild. Hvert er mat ráð-
herrans á tillögunni?
R.: Efnislega gengur sáttatil-
lagan svo langt, að tvimælis
orkar fyrir ríkissjóð að fallast á
hana. Meðalhækkun júlílauna
m.v. maílaun er 26—27%, þ.e.
sambærileg hækkun og varð
samkv. hinum almennu kjara-
samningum. Mest er hækkunin
um miðbik launastigans, sem
aðilar út af fyrir sig eru sam-
mála um að þurfi að lagfæra.
Þessu til viðbótar felur sáttatil-
lagan i sér ýmis önnur ákvæði,
sem hafa i för með sér 5—6%
hækkun Iaunaútgjalda til við-
bótar. Athuganir, sem gerðar
voru af Hagstofu íslands vegna
beiðni minnar, réttlæta nokkuð
meiri hækkun til starfsmanna
ríkisins en varð á launum al-
mennt á s.l. sumri, en það orkar
tvímælis hvernig þessum sér-
stöku launahækkunum er
skipt. Til þess verður einnig að
líta, hvaða áhrif þessar hækk-
anír hafa á launamálin almennt
svo og hvernig afla eigi fjár til
þess að greiða þessa hækkun.
Fjárlagafrumvarpið 1978, sem
lagt verður fram i þingbyrjun,
er byggt á því, að launáhækkun
opinberra starfsmanna verði
hliðstæð því sem varð á al-
menna vinnumarkaðnum. Allar
leiðréttingar kosta sérstaka
fjáröflun, sem lausn verður að
finna á, ef tillagan er sam-
þykkt.
Sp.: Fjármálaráðherra
greiðir atkvæði um sáttatillög-
una fyrir hönd ríkissjóðs. Hef-
ur ráðherrann ákveðið, hvernig
atkvæði hans muni falla?
R.: Vandséð ér hvað af því
leiddi, ef tillagan næði ekki
fram, bæði fyrir almannahags-
muni og eins fyrir félaga
BSRB. Það er skoðun mín, að
þótt sáttatillagan gangi langt,
sé rétt að fallast á hana til þess
að forðast vandræði.
Sp.: Nú þarf jákvæða afstöðu
beggja samningsaðila til þess
að sáttatillagan geti orðið að
samningi. Hvað vill ráðherrann
segja um þær yfirlýsingar, sem
frá forystu BSRB hafa komið
að undanförnu.
R.: Löggjöfin um verkfalls-
rétt og samningaaðferðina er
fyrst og fremst tilkomin vegna
langvarandi óska BSRB. Þess-
um réttindum fylgja skyldur.
Sáttatillagan sem nú liggur
fyrir er ávöxtur-Iaganna. Sátta-
tillagan er samin af sáttasemj-
ara ríkisins og mönnum, er
Framhald á bls. 30.
voru sérstaklega góðar móttökur
og mér þótti mjög eftirtektarvert
að sjá þeirra samgönguaðstöðu,
góða vegi og mikinn ferjukost.
Fyrr hef ég ekki heimsott Fær-
eyinga, en eftir þessa heimsókn
þykir mér mikil ástæða til þess að
rækta enn frekar sambandið á
milli Færeyja og Islands. Mér
þótti verst að geta ekki farið alla
ferðina með hljómsveitinni."
,,Við fengum mjög marga og
ánægjulega áheyrendur i þessari
fyrstu utanlandsför Sinfóniu-
hljómsveitarinnar," sagði Sig-
urður Björnsson óperusöngvari,
framkvæmdastjóri sveitarinnar.
„Þetta var mjög skemmtileg ferð,
mikil hrifning á báða bóga og
fyrir okkur var þetta ein hátíð,
slíkar voru móttökurnar. Maður
hefur heyrt af ýmsu í sambandi
við gestrisni Færeyinga i garð is-
lendinga, en ég held að það sé
ekkert hægt að ýkja i þeim
ef'num.
Það var uppselt á fyrstu tón-
leikum okkar í Þórshöfn, en þar
fluttu ávörp menntamálaráðherr-
arnir Vilhjálmur Hjálmarsson og
Daniel Pauli Danielsen. Þá var
yfirfullt á tvennum barnatónleik-
um í Þórshöfn þar sem færeyskir
leikarar komu til liðs við hljóm-
sveitina og á Hvalba á Suðurey
komu allflestir íbúar byggðarinn-
ar á tónleikana, en flestir ung-
linganna og reyndar margir full-
orðinna höfðu aldrei fyrr séð sin-
fóníuhljómsveit. Tónleikar voru
einnig í Klakksvík, en á siðustu
tónleikum okkar í Þórshöfn var
yfirfullt og urðu margir frá að
hverfa, en þá vorum við með létt
verkefnaval. Rætt var um það að
Sinfóníuhljómsveitin heimsækti
Færeyjar að ári og einnig er haf-
inn undirbúningur að því að hóp-
ur íslenzkra hljómlistarmanna og
einsöngvara heimsæki Færeyjar í
vetur eða vor og haldi þar hljóm-
leika í samvinnu við færeyska
listamenn."