Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÖBER 1977 Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræðingur: Vörtukláði, alvarlegur kartöfl us j úkdómur í ár Mörgum kartöfluræktendum varð heldur betur bilt við, er þeir hugðu að uppskeru sinni á þessu hausti. Voru margar kartöflur al- settar vörtum og vanskapaðar og var þetta í mörgum tilfellum svo slæmt, að uppskeran var næstum onýt. Gildir þetta einkum um gamla heimilisgarða á suðvestur- horni landsins. Þar sem fyrir- spurnum hefur nánast rignt yfir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins út af þessu og margir ná- grannar álversins hafa ottast, að mengun þaðan gæli verið orsökin, þykir rétt að gera nokkra grein fyrir, hvað hér er um að ræða. Sjúkdómur þessi heitir vörtu- kláði og veldur honum sveppur, Spongospora subterranea. Þessi sjúkdómur hefur verið hér lengi og yfirleitt gerl lilinn skaða, en hefur blossað upp öðru hvoru í votviðratíð. Sjúkdómurinn þrífst best við rök og svöl skilyrði, og hefur verið tengdur illa fram- ræstum jarðvegi. Það er varla vafi á þvi, að hin mikla úrkoma, sem fallið hefur undanfarin sum- ur. er aðal orsökin fyrir því, hversu alvarlegur þessi sjúkdóm- ur er nú. Yfír 2700 bílar aka með Lume á Islandi í dag Platínulaus transistorkveikja er r r Það skal þrennt til þess, að sjúkdómurinn komi fram; i fyrsta lagi þarf sveppurinn að vera til staðar, í öiiru lagi þurfa skilyrðin til smitunar að vera hagstæð og í þriðja lagi þarf kartaflan að vera móttækileg. Þau afbrigði, sem við ræktum hér, eru öll mottækileg. Smitefni finnst viða i görðum i formi hvildargróa, sem geta lifað 5—6 ár, en magnið er auðvitað breytilegt. Mest er það sennilega í gömlum heimilisgörðum, sem hafa verið í samfelldri ræktun í tugi ára og í illa framræstum görðum. Reikna má með, að mikil aukning á magni smitefnis hafi átt sér stað undanfarin sumur og ef til vill hefur smitmagnið tak- markað sjúkdóminn áður. Smit- unin fer fram við myndun kart- aflanna í jarðvoginum. Hvíldar- gró, sem legið hvfa í jarðveginum eða borisl með útsæðinu, spíra og það myndast lífvera, sem getur synt inn um loftaugun á'kartöfl- unum. Þar framkallar hún frumu- skiptingu og frumuvöxt i kart- öfluvefnum, svo Ijósar vörtur geta myndast á yfirborðinu. Seinna fjölgar sveppurinn sér og Framhald á bls. 19. !'"¦.¦.' vtðurkenning ei .irti-iri'. veitl i-iriurn aðila ar hvert fyrif Iramurskarandi <¦•¦>¦ m nýjung. NUTIMA-LAUSN 4- STAOREYND: Frá þvi augnabliki, sem nýjar platínur eru settar i kveikj- una, þá byrja þær að brenna og plat- inubiliðaö breytast. óumflýjanleg af- leiðing er orkutap og aukin benzín- eyðsla. já. STADREYND: Með notkun LUMEN ITION er „veikasti hlekkur" kveikju- rásarinnar (platinur og þéttir) endan- lega úr sögunni. Að þessu leyti trygg- ir LuMENITION hamarks orku- og benzinnýtingu, sem helzt óbreytt. jf STAOREYND: I LUMENITION eru engir hlutir sem slitna eða breytast við núning. if STAÐREYND: Platinulaus kveikju- búnaður var á sinum tima kynntur i sjónvarpsþættinum „Nýjasta tækni og visindi" og þar kom fram, að slikur búnaður væri algjör bylting afi þvi er varðaði benzínnýtingu og almennan reksturskostnað. jf STAOREYND: Platinulaus kveikju- búnaöur var lögleiddur í Bandaríkjun- um 1975 eftir að opinber rannsókn sannaði, að óþorf mengun (— benzin- eyfisla) vegna ástandsbreytinga á platinum var úr sögunni með notkun sliks búnaðar. )f STAÐREYND: Astandsbreyting á platinum er langalgengasta orsök orkutaps og aukinnar benzineyðslu. >f STAOREYND: Slæmtástandá Platin um er algengasta orsök þess að vélin fer ekki i gang, sem oft hefur i för með sér aðkeyptan akstur og vinnu- tap. jf STAÐREYND: Missmiði eða slit á kveikjuknöstum, svo og slitnar kveikjufóðringar, hafa mjög trufUndi áhril á gang vélarinnar. Jafnvel nýjar vélar geta haft slípunargalla á kveikjuknöstum. STADREYND: Slit eða gallar á kveikjuknöstum hala engin áhrif á gang vélarinnar með notkun Lumenition. Jalnvel minni háttar slit á tóðringum helur ekki trullandi áhrif. SfADREYND: Lumenition kveikju- búnaður er ónæmur gagnvart raka. HABERG hf Sktifunní 3eSimi33345 Vesturlönd gera sér ranga mynd af Sovétríkjunum Stærðfræðingurinn Vladimir Bukovski, einn þekktasti rússneski flóttamaðurinn, sem sloppið hefur af geð- veikrahæli í landi sínu, var nýlega í París. Eftir níu mánaða dvöl á Vesturlöndum hefur hann myndað sér skoðanir á því hvaða augum Vesturlönd líta Sovétríkin. Um þær fjallaði hann m.a. í eftirfarandi viðtali við Jean-Francois Revel í Express. J.F. Revel: Nú ertu búinn að dvelja i niu mánuði hér á Vestur- löndum. Hvaða hugmyndir sýnist þér Vesturlönd gera sér utn Sovétrikin? Bukovski: Hér er mikið af upp- lýsingum. En þær upplýsingar eru nokkuð valdar. Sérhver mað- ur heyrir aðeins það sem hann vill heyra. J.F. Revel: Og hvað finnst þér viö helzt heyra? Bukovski: Þið hafið gert ykkur mjög rótfasta mynd. Revel: Dæmi? Bukovski: Til dæmis um Rúss- land ðg sögu þjóðarinnar. í stuttu máli þetta, Rússland hefur aldrei verið frjálst, Rtissar hafa alltaf' verið undirokaðir. Þess vegna er engin furða þó sósíalisminn hafi mistekizt i Rússlandi. t öðru landi, frjálsu landi, gæti sósíal- isminn orðið annar. Revel: En sýnist þér ekki að atburðir, svo sem Honoluluráð- stefnan, sýni að Vesturlönd séu að byrja að skilja. .. í fyrsta skipti hefur nú verið fordæmd notkun geðlækninga til að halda fólki niðri í Sovétríkjunum. Bukovski: Jú, Honoluluráð- stefnan er nýjung. Það tók sjö ár að ná þeim tímamótum. Og þau sjö ár voru býsna bitur. Fyrsta viðbragð Vesturlanda sýndi þenn- an sígilda ótta þeirra við að særa Sovétríkin, Þið vitið hvernig þetta er. . . ekki má móðga, betra er að beita diplomatískum leiðum bak við tjöldin. Opinber mótmæli gera ekki annað en auka vand- ann. Menn segja við sjálfa sig, hjálpum dúfunum í Sovétstjórn- inni til að ná yfirhöndinni yfir haukunum. Allt þetta hjal kemur frá fólki, sem þekkir ekki lifið í Sovétrikjunum. Hér á Vestur- löndum búa menn sér til ímynd af dúfum og haukum, og yfirfæra hana svo á Sovétríkin, þar sem hvorki eru til dúfur né haukar. Fyrra Heimsþing geðlækna í Mexieo 1971 neitaði að taka málið til meðferðar. Afleiðingin varð sú, að strax í kjölfarið blómstraði misbeiting geðrænnar meðferðar og sérhæfðum geðsjúkrahúsum fjölgaði. Jafnframt fjölgaði þeim manneskjum, sem lagðar voru inn á þessi geðsjúkratús. Og það sem meira er, þessi aðferð til að halda fólki niðri færðist út til annarra sósialistískra rikja. Allir þeir, sem lýstu sig mótfallna þessari misnotkun, voru sakaðir um und- irróðursstarfsemi og lokaðir inni. Þess vegna eyddi ég mörgum ár- um á slíkum himnaríkisstað — vegna þess að vestrænir geðlækn- ar höfðu ákveðið að hjálpa ,,dúf- unum" í Sovétríkjunum. . . Revel: A Vesturlöndum rikja fordómar, sem ganga út á það að hættulegt sé að verja mannrétt- indin. Af þeim sprettur fordæm- ing á Carter og baráttu hans. Frakklandsforseti lét hafa eftir sór i Newsweek ummæli, sem gagnrýna stef'nu Carters. Bukovski: Harðlinumenn og frjálslyndari eru ekki til i Sovét- n'kjunum, og slíkar stefnur gætu ekki myndazt af' þeirri einföldu ástæðu að við höfum einsflokks- kerfi og þar er skipting i hópa útilokuð. Um leið og örlar á mis- ræmi, hefjast innandyra hretns- Vestrænar þ.jóðir mega ekki fela skoðanir sínar þegar þær tala við Sovétríkin. anir, mannfall, sprengingar í flugvélum o.s.frv. Jafnvel þó mað- ur gerði ráð fyrir því að í Sovét- skipulaginu séu einhver brot harðari og önnur mildari þá get ég ekki skilið tal manna eins og Giseards, Schmidts og annarra. Þvi hvernig ætti einhver hörð af- staða á Vesturlöndum að geta hert stefnuna í Sovétríkjunum? Þvert á móti ætti hörð afstaða á Vesturlöndum að hjálpa þeim, sem taka afstöðu með tilslökun i Sovétríkjunum. Hún ætti einmitt að leggja þeim rök í hendur. Við getum ekki vitað nákvæm- lega hvert stefnir i sovézkum stjórnmálum, því það er algert myrkraherbergi. En við getum óbeint gert okkur hugmynd um það af endurskini þess í viðhorf- um stjórnenda hinna landsmanna í sovézku blokkinni. Þau sýna næstum öll áhuga á því að Vestur- lönd taki upp harólínustefnu. Þau reyna alltaf að nota haröa stefnu Vesturveldanna til að reyna að þrýsta á Sovétstjórnina, og sýna henni hve óraunhæf stjórnmála- stefna hennar er. Að auki ættum við að láta okkur skiljast, og það er kannski hvað mikilvægast þeg- ar talað er um stefnu Sovétríkj- anna, að geð stjórnenda Sovét- ríkjanna er það sama sem Mafiunnar. Það er ekki geð stjórnmálaflokks eða opinberra stjórnenda. Það bezta sem Vestur- lönd gætu gert, væri að skipa gamlan góðan lögreglustjóra frá Chieago til að eiga viðræður við Sovétríkin, mann sem hefði grundvallarþekkingu á sálarlífi glæpamanna. Þegar Brandt segir að maður verði að viðurkenna pólitiskar staðreyhdir, þá er það alrangt. Fyrir okkur, sem i Sovétríkjunum búum, táknar viðurkenning á pólitískum staðreyndum það eitt að ganga i Flokkinn eða vinna með KGB, ekkert annað. Frá þeirri stundu gæti engin mann- réttindahreyfing svo mikið sem hafizt í Sovétríkjunum. Revel: Telur þú að í Sovétrikj- unum sé nægilega sterk and- spyrnuhreyfing meðal fólksins, til að hún geti náð fótfestu? Bukovski: í Sovétríkjunum eru um það bil hundrað þjóðir, eins og þið vitið. Það er siðasta ný- lenduveldið á hnettinum. Saga síðustu sextíu ára hefur kennt okkur að kúgaðar nýlenduþjóðir gera allt sem í þeirra valdi stend- ur, gera jafnvel örvæntingarfull- ar tilraunir til að af'la sér frelsis. Revel: En hvaða raunhæf ráð eru þá til að ná árangri, sem hönd er áfestandi? Bukovski: Eins og er höfum við fá vopn. En eitt vopn hefur þó reynzt vera meira ógnvekjandi en önnur, ef á heildina er litið. Þar á ég við upplýsingamiðlun, það eitt að tala. Það hefur komið á daginn, að það vopn skelfir mest, liggur við að það skekji kerfið, og kemur á framfæri — jafnvel við stjórn- endur Sovétríkjanna — vissum nýjum viðhorfum. Revel: Vesturlönd hafa þá stóru hlutverki að gegna? Bukovski: Geysistóru hlutverki. Samkvæmt sovézkum upplýsing- um hlusta 40 milljónir manna á BBC. Frakkar lokuðu eins og góðu börnin þeirri deild franska útvarpsins, sem sendi til Sovét- ríkjanna. Revel: De Gaulle var góður vin- urNikita Krusjeffs. Bukovski: Já, vegna þess að hann vildi vera óvinur Bandaríkj- anna. Hann hugsaði eins og menn gerðu á 19. öld. Hann leit á óvin óvinar sins eins og væri hann vinur. Það er ekki okkar skoðun. Við eigum okkur málshátt: „Sendið ekki úlfinn gegn hund- unum". Vel á minnzt, Giscard d'Estaing er nýbúinn að gefa yfir- lýsingu, sem kom okkur gersam- lega á óvart. Hann sagði í viðtali I IEITIB tJlojdrar OG VID MUNUM FIHMfl húseiqn viD rðar hæti Sölustjóri: Sigurður Benediktsson Haraldur Magnússon Viðsk.fr. Verðmetum íbúðina samdæqurs, vður að kostnaðarlausu oa án skuldbindinqa. Ooið 9-12 OQ 13.30-18 Kvöldsími 4261 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.