Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 15 Sovétríkin eru nýlenduveldi, sem nær yfir 60 þjóðír. sovézka sjónvarpinu: ,,í Frakk- landi höfum við stjórn, sem er kosin í frjálsum kosningum." Revel: Hvenær sagði hann þetta? Bukovski: Alveg nýlega. I sjón- varpsviðtali milli Frakklands og Sovétríkjanna. En ég vona að Giscard d'Estaing hafi ekki verið kosinn með nákvæmlega sömu að- ferðum og Brésnef. Því það væri dapurlegt fyrir hann, og fyrir ykkur líka. Revel: Þessi viðhorf í Vestur- Evrópu, sem kunna að sýnast sprottinn af ótta, eru líka tilkom- in vegna hins gífurlega hernaðar- styrks Sovétrikjanna. Bukovski: Það er einmitt þetta, sem ég get ekki skilið. Það er eitthvert versta viðbragðið, ef maður á í höggi við glæpamenn. Revel: En sumir glæpamenn eru hlaðnir vopnum. Bukovski: Þá veröur maður að hafa næg vopn til að verja sig. En það táknar ekki að maður verði að beita þeim. Revel: Vissulega, en á Vestur- löndum hefur alltaf verið ríkj- andi vanhæfni til að skipuleggja sameiginlegar varnir, þar sem þau eru samansett af mörgum smáríkjum. Bukovski: Jafnvel hlutdrægasti áhorfandi getur séð hver er árás- araðili, og hver er ekki árásar- gjarn. Tökum sem dæmi síðastlið- in 35 ár. Hve mörg lönd hefur Frakkland lagt undir sig? Revel: Ekkert. Bukovski: Þvert á móti, Frakk- land hefur dregið sig til baka úr mörgum löndum. Og hve mörg lönd hafa Sovétríkin lagt undir sig? Revel: Nokkur. Þetta er alveg rétt, en ég er að tala um þá fölsku mynd, sem við gerum okkur um Sovétrikin. Jafnvel í augum fólks, sem ekki er í kommúnistaflokk- um, býr sú óljósa hugmynd, að Sovétrikin séu ,,til vinstri", og því friðarsinnar. Bukovski: Þessar hugmyndir um hægri og vinstri er alls ekki hægt að nota við Sovétrikin. Þeg- ar lagðar eru spurningar á borð við þessa fyrir okkur, sem komum frá Sovétríkjunum: „Ertu hægri maður eða vinstri maður?", þá eigum við ekkert svar við því. Miðað við hvað? Varla finnst nokkur lengra til hægri en Brés- neff með fangabúðir sínar og geð- sjúkrahús. Og varla finnst nokkur meira til vinstri en Brésneff með sinn hreinkommúnisma. Þetta er fjarstæða. Vesturlönd verða sem allra fyrst að losa sig við þessar kenningar. Hvað mig snertir, þá sé ég til dæmis engan mun á Brés- neff og Pinochet, á tveimur ein- ræðisherrum. Revei: Hvaða gagnrýni sem er á Sovétrikin eða Kína er strax köll- uð afturhvarf til kalda stríðsins. Jafnvel í Bandarikjunum. Af hverju stafarþað? Bukovski: Með því að setja mannréttindi sem kjarna í stjórn- málastefnu sinni hefur Carter fundið lausn á þessu vandamáli. Hann er sá eini af öllum meiri háttar stjórnmálamönnum, sem hefur fundið stefnu, er veitir svigrúm til að lýsa skorinort yfir skoðunum sínum á kommúnista- ríkjunum, gagnrýna þau og álasa þeim, án þess að skapa aftur and- rúmsloft kalda striðsins. Með þvi að tala um mannréttindavanda- málin, þá kemst hann hjá því að tala tveimur tungum. Carter krefst virðingar fyrir mannrétt- indum, ekkí eingöngu í Sovétríkj- unum eða á Kúbu, heldur líka i Suður-Ameríku, Afríku og í Iran. Og hann er jafnframt neyddur til að virða sömu grundvallarreglur i sínu eigin landi. Revel: En Carter er ekki einn um þetta? Bukovski: Carter hefur ekki náð þeim árangri, sem við héldum að hann mundi ná, einkum af þvi að bandamenn hans á Vesturlönd- um hafa ekki stutt hann. Þessi maður sem gerir alveg einstæða tillögu um lausn, fær bara rýting- inn í bakið frá Frakklandi og Þýzkalandi. Þetta er það sem hef- ur slegið á alla hans stjörnmála- stefnu. Og það er slæmt fyrir Frakkland. Revel: Jafnvel þó Vesturlönd berðust af miklum krafti og af meiri skynsemi, þá verður það þó alltaf eitt sem gildir, þegar allt kemur til alls, hvað gerist í sjálf- um Sovétríkjunum? Hvað er það, sem getur laðað sovézkt þjóðfélag til að velta þessari stjórn? Bokovski: Við stefnum ekki á byltingu. Ég og flestir vina minna höfum vantrú að byltingu. I landi, þar sem almenninsálitið er ekki nægilega þroskað, þar sem ekki er nægileg þjóðfélagsleg meðvitund, þar leíðir bylting aðeins til hins sama og 1917, blóðbaðs og nýs einræðis. Revel: Er þessi skoðun, sem þú ert nú að láta í ljós, ekki sú sama sem þú varst að fordæma fyrir stuttri stundu i Vesturlöndum, að halda að Rússar geti ekki sloppið frá einræðinu? Bukovsky: Við skulum ekki gleyma því, að við hófþum Iifað í 60 ár undir stjórn, sem í öll þessi 60 ár hefur drepið fólk. Tugir milljóna manna hafa verið teknir af lifi. Þjóðarmorð hefur farið fram, og jafnframt útrýming á hæfasta úrvalsfókinu. Og að lok- segir VladimirBukovski íþessu viðtalií franska blaðinu Express um, gæðamatið hefur lækkað i stórum stíl: rán, ofdrykkja, og eiturlyf eru ávextir þess. Revel: Hvernig verður þá fram- tíðin? Hvaða möguleikar eru á þróun? Bukovski: Það sem við sækj- umst eftir, er að fólkið geri sér smám saman grein fyrir rétti sín- um, læri hægt og hægt að berjast fyrir rétti sinum, og neyði með því móti stjórnvóld til að draga i land. Refel: Hvernig má það verða, þar sem vitað er að stjórnvöld eru mjóg sterk og almenningur svo ákaflega veikur? Bukovski: Jafnvel þó stjórnvöld séu mjög sterk, þá eru þau ekki jafn fjölmenn og almenningur í landinr.. Þau verða þrátt fyrir allt háð almenningi, í þeim skilningi að það er fólkið sem leggur fram vinnuna. Vafalaust er þetta þrælafyrirkomulag, en ef þræl- arnir neita að vinna, hvað geta stjórnvóld þá gert? Revel: Er kenning um slíka neitun líkleg? Það eru ekki lengur landráð að flytjast úr landi, þetta er orðið almennt viðurkennt fyrirbrigöi. Bukovski: Fyrst verður að kenna fólkinu að það eigi rétt. Enn þá erum við ekki einu sinni komin svo langt. Til dæmis eru efnaleg gæði þess á mjög, mjög lágu stigi. Fólkið skilur að það er rænt. Þá rænir það stjórnvöld. Það getur ekki skilið þá einföldu staðreynd, að það eigi rétt á að fá það sem það á. Það getu'r framið brjálæðislegt rán, sem krefst mik- ils hugrekkis, en það eru ekki nema mjög fáir sem láta sér detta i hug að krefjast réttar sins. Þess vegna leggur hreyfing okkar áherzlu á að þróa réttarkenndina. Revel: Hvaða framfarir hafa orðið í því að ná rétti sínum síð- ustu 10 árin? Bukovski: Rétturinn til að flytjast úr landi er sýnilegasta merkið. Revel: Já, þar hefur miðað nokkuð, ennþá hafa menn þó ekki fullan rétt til að flytjast úr landi. Langt þvi frá! Bukoski: Aður fyrr var alger- lega bannað að flytjast úr Iandi. Hugmyndin ein að vilja fara úr landi var álitin landráð. Nú er þetta orðið almennt fyrirbrigði, sem byrjaði með Gyðingunum, og færðist svo yfir til annarra þjöð- arbrota. Nú eru Volgu-Þjóðverjar byrjaðir að krefjast þessa réttar, Krímskaga-tatarar lika, svo og Georgiumenn og Uzbekistar. Revel: Samkvæmt þeim tölum. sem við höfum, þá nær útflutn- ingurinn aðeins til litils hóps enn- Þá. Bukovski: Það sýnir samt sem áður að fólkið er farið að krefjast þess, sem það á rétt á að krefjast. Revel: En útflutningur fólks leysir ekki allt. Hefurðu einhver dæmi um jákvæða þróun meðal þess fólks, sem er kyrrt i landinu. Bukovski: Til dæmis geðveikra- hælin. Samþykktin i Honolulu er árangurinn af baráttunni í öll þessi ár. Nú er í rauninni ekki hægt að loka inn á geðveikrahæli nokkra manneskju, sem er meira eða minna þekkt á Vesturlöndum. Stjórnendurnir geta samt því mið- ur enn komið fyrir á slikum stöð- um fólki, sem er alls óþekkt. Ég er á Vesturlóndum fulltrúi hóps, sem krefst þess að farið sé eftir Helsinkisamþykktinni. í októbermánuði næstkomandi hefst ráðstefnan í Belgrad. Sam- þykktin, sem gerð var i Honolulu, neyðir vestræn riki til að setja það vandamál á dagskrá. Það er orðið að alþjóðlegu stjórnmáli. Það er ekki lengur persónuleg skoðun Bukovskis eða Sakharovs. Það er mál allra geðlækna í ver- öldinni. Atvinnumennirnir viður- kenna að þessi vandi sé fyrir hendi. Þess vegna verður ráð- stefnan i Belgrad að taka afstöðu, rannsaka upplýsingar, sem lagðar verða fram. Ef sovézku sendi- nefndinni tekst ekki að færa fram nægilega góð rök, og ég trúi þvi varla að hún geti það, þá verður að fordæma hana einróma. Og þú mátt trúa að það yrði áhrifarikt. Revel: Ef nú yrði i Sovétríkjun- um þróun i átt til lýðræðis, þá kæmi að því að stiga yrði yfir þróskuldinn, leyfa fleiri stjórn- málaflokka. frjálsa fjölmiðlun, frelsi til að ferðast innanlands án vegabréfs o.s.frv. Mundi stjórnin fást til þess, þegar að þvi kæmi að stíga skrefið til fulls? Boukovski: Stjórnvöld vilja hreint ekki neitt. Þau geta ekki umborið Sakharov. Heldurðu að þau vilji sleppa, þó ekki sé nema einum Gyðingi eða einum Þjóð- verja? Þegar við höfum náð þvi marki, þá verður það ekki af því að stjórnvöld vilja það. Þetta hef- ur einfaldlega verió hrifsað af þeim. Annað dæmi? Oritskoðaður fjölmiðill: Utvarpsstöð sem send- ir út um óll Sovétrikin og sem milljónir manna hlusta á. Fólk í Moskvu, sem þorir að tala um það sem það sér og orð þess send út til milljóna annarra. Þetta væri þegar frelsi fjóimiðla og talaðs orðs. Þá er aðeins lítið skref eftir til þess að það almenna verði nokkru siðar opinbert. Að stjórn- endur segi einn daginn: Jæja. Og svo, látum svo vera, þið fáið' þá blöðin ykkar. . . Revel: Heldurðu að andspyrnu- hreyfingin eigi skoðanabræður inni í flokkskerfinu, i leyniþjón- ustunni eða í hernum? Bukovski: Já. A þvi eru ýmis stig. í fyrsta lagi eru þeir sem hafa vonda samvizku. Þeim líður illa og fjólmagir þeirra vilja láta gagnrýna sig. Þá er ég að tala um menn með samvizku. í öðru lagi er ný kynslóð við stjórnvóidinn, sem að vísu er ekki á sömu skoð- un og við, en tekur sem fyrir- mynd ástandið i öðrum Austur- Evrópulöndum. Þessir menn vildu hafa eitthvað likt því sem er í Póllandi eða Júgóslavíu. Það er að vísú ekki fullkomið frelsi, þar sem það hvílir á sósialisma með ákaflega flóknu yfirbragði. En unga fólkið i flokknum er þegar farið að sækjast eftir þess háttar stjórnarfari og vill breytingu. Við erum ekki í beinu sambandi við það. En ég hefi átt þess kost að hitta það. Það sem þaó segir upp- hátt i réttasalnum er eitt en á göngunum aftur á móti tekur það okkur afsiðis, togar í ermi okkar og hvislar i eyru okkar: „Þetta sem þið eruð að gera er gott. Það er gott! Haldið áfram. . ." Revel: Hvaða ráð er hægt að gefa almenningi á Vesturlöndum, til að stjórnendur hegði sér rétt? Bukovski: Ég vildi að þeir kæmu fram af meiri sanngirni. Þvi yfirlýsingar á borð við þær sem maður sér Giscard d 'Estaing, Brandt og Schmidt láta frá sér, eru i rauninni ákaflega óábyrgar frá pólitisku sjónarmiði. Umfram allt mundi ég óska eftir þvi að stjörnmálamenn i stjórnum ykkar sýndu ábyrga afstöðu. Hvað lesendum þínum viðkemur, þá vildi ég óska aó þeír sýndu meiri ábyrgð við að velja sér stjórnend- ur. Þar fyrir utan, þá bíð ég nú ráðstefnunnar f Belgrad og ann- arra ráóstefna, sem verður efnt til milli Vesturlanda og Austur- landa. Ég vona að Vesturlöndum takist að verja það, sem þau eiga dýrmætast. Og óska að þau liggi ekki á skoðunum sinum þegar þau eiga í umræðum við Sovétrik- in. ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? *p Þl ALGLYSIR l M ALLT LAND l>EGAR ÞL Al'GLYSIR I MORGLNBLADLM