Morgunblaðið - 02.10.1977, Side 16

Morgunblaðið - 02.10.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 ptfflngAiiiIMfaMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 80.00 kr. eintakið. að skólahúsnæði skortir í nýjum borgarhverfum, sem risið hafa á skömmum tíma, á sama tíma og nemendum fækkar verulega í eldri byggðahverfum. Ragnar Júlfusson nefndi dæmi um skóla í eldra borgarhverfi, sem var með 1135 nemendur árið 1968, þó að þá væri enginn forskóli, þ.e. kennsla fyrir 6 ára börn. I dag, 10 árum síðar, eru nemendur skól- ans aðeins rúmlega 560, að 6 ára börnum meðtöldum. Nemendum hefur því fækkað um rúmlega helming, ef tillit er tekið til for- skólans. A sama tíma hefur borg- in þurft að ráðast í umtalsverðar skólabyggingar í nýjum borgar- hverfum, einkum f Breiðholti. 1 Breiðholti I eru enn veruleg þrengsli í þeim skóla, sem þar er fyrir hendi. 1 Breiðholti III er Fellaskóli fullbyggður og byggð- ur 1. áfangi Hólabrekkuskóla en 2. áfangi hans verður nú boðinn út. Ennfremur er þar unnið að stækkun Fjölbrautaskólans, en 1. áfangi hans er þegar fullhyggður, auk verkkennnsluhúss og inni- sundlaugar. I Breiðholti II. var 1. áfangi Ölduselsskóla fullbyggður í haust. Þar var á sl. ári kennt í færanlegum kennslustofum, eins og gert hefur verið hér í Reykja- vfk á undanförnum árum. Unnið er að undirhúningi Seljaskóla. I eldri borgarhverfum verður haf- in bygging íþróttahúss við Hlíða- skóla í ár, ennfremur bygging íþróttahúss og aðstöðu fyrir sér- kennslu f Hvassaleitisskóla. Framkvæmdum þessum á að Ijúka 1978—1979. Að lokum sagði Ragnar Júlíus- son, formaður fræðsluráðs: „Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfi skólanna í Reykjavík á undanförnum árum. Námsefni hefur verið endurskoðað, auknar kröfur gerðar til endurmenntun- ar kennara, sérkennsla stóraukin, sem og þjónusta við börn, sem þarfnast sérstakrar aðstoðar í grunnskólanum (stuðnings- kennsla, athvarfsiðja og fleira). Þá hefur orðið mikil aukning í félagsstarfi á grunnskólastigi.. Fræðslukerfí Reykjavíkurborgar Morgunblaðið hefur und- anfarnar vikur birt viðtöl við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins f Reykjavík um hel/tu mál- efni eða málaflokka borgarsamfé- lagsins. í viðtali við Ragnar Júlíusson borgarfulltrúa, skóla- stjóra og formann fræðsluráðs Reykjavíkur, sem birt var í Mbl. í gær, kemur m.a. fram, að í Reykjavík eru um 14.000 ungling- ar í grunnskóla, að forskóla með- töldum, í 587 bekkjardeildum. Borgin rekur 21 skóla á þessu fræðslustigi, auk þriggja sér- skóla: Ísaksskóla, Landakotsskóla og Æfingadeildar Kennarahá- skólans. Framhaldsdeildir, þ.e. deildir ofan grunnskólastigs, eru í Laugalækjarskóla og Armúla- skóla. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti annast framhaldskennslu fyrir nýju byggðahverfin þar. Framhaldsdeild er einnig við Kvennaskólann í Reykjavík. Sér- staka athygli vakti formaður fræðsluráðs á sjóvinnudeild, sem er framhaldsdeild við Hagaskóla. Menntaskólar og aðrir sérskólar, sem rikið rekur, starfa að sjálf- sögðu jafnframt á framhaldsstigi fræðslukerfisins í horginni. Sam- vinna hefur teki/t milli Vörðu- skóla og Iðnskóla, þann veg að Vörðuskóli annast bóknáms- kennslu fyrir Iðnskólann. Þannig hefur fengist aukið húsrými fyrir verkkennslu. Þá nefndi Ragnar Júlfusson Námsflokka Reykjavík- ur, er gegna mikilvægu hlutverki á sviði endurmenntunar og full- orðinsfræðslu í höl'uðborginni. Eitt helzta vandamál borgaryf- irvalda í þessum málaflokki er. Reykjavík er vagga tog- araútgerðar í landinu. Þegar nýsköpunarstjórnin beitti sér fyr- ir endurnýjun og aukningu tog- araflotans á sínum tfma, var það mörkuð stefna bæjarstjórnar, að Reykjavík skyldi halda hlutfalli sínu f togaraútgerð í landinu, eins og það var á fyrirstríðsárunum. Þegar til kom re.vndust færri kaupendur fyrir hendi að hinum nýju togurum í Reykjavík en von- ir höfðu staðið til. Þá var ákveðið að stofna BÚR, sagði Ragnar Júlíusson, í tilvitnuðu viðtali, en hann er jafnframt formaður út- gerðarráðs BÚR. BÚR annast í dag togaraútgerð, frystihúsa- rekstur, vinnslu fisks í salt og skreið, sem og sfldarverkun. Formaður útgerðarráðs BÚR sagði að nú væri stefnt og unnið að umfangsmiklum breytingum á vinnsluaðstöðu í landi, jafnframt því sem togarar fyrirtækisins yrðu kassavæddir. Öll starfsað- staða verður önnur og betri en verið hefur til þessa ennfremur hreinlætisaðstaða og komið upp nýju mötuneyti. Vinnslukerfi hússins verður breytt þann veg, að vinna megi á tveimur vinnslu- línum samtimis. Það er forsenda þess að hægt sé að koma upp svokölluðu bónuskerfi, sem er tal- ið hagkvæmt bæði fyrirtæki og starfsfólki. Þá er stefnt að gjör- byltingu í móttöku á fiski. Kassa- væða á öll skip fyrirtækisins og koma upp kældri fiskmóttöku í Bakkaskemmu. Að þeim fram- kvæmdum loknum verður löndun úr togurum BÚR flutt í Vestur- höfnina. Með þessum breytingum öllum er stefnt að hærra ný- tingarhlutfalli hráefnis. Hækki nýtingarhlutfall úr 35% í 36% eykur það verðmæti framleiðslu BÚR um 30 m. kr. miðað við verð- lag sl. árs og framleiðslu frysti- hússins það ár. Þá gat Ragnar þess að Þormóð- ur goði sem er síðasti síðutogari BÚR, væri nú í sinni slðustu veiðiferð. Þá væri á stefnuskrá útgerðarráðs að kaupa tvo nýja eða nýlega skuttogara af minni gerð. Hefði borgarráð þegar heimilað útgerðarráði að hefja samningaviðræður við Stálvík hf. um hugsanlega smíði á slfkum togara fyrir BÚR. Meðalnýtingar- tími togara væri 10—15 ár. Út- gerð, sem gerir út 5 togara, þarf því að fá nýtt skip á 2ja—3ja ára fresti sagði formaður útgerðar- ráðsins, ef halda á í horfinu. Að lokum minnti Ragnar á skýrslu embættismanna Reykja- víkurborgar um samdrátt fram- leiðslugreina í atvinnuiffi höfuð- horgarinnar. 1 Ijósi þeirra niður- staðna, sem “þar hefðu verið dregnar fram, gegndi BÚR at- hyglisverðu hlutverki í atvinnu- lífi Reykjavíkur. Þar vinna um 500 ársmenn en yfir 1700 ein- staklingar voru á launaskrá á sl. ári, Fyrirtækið greiddi um 640 m. kr. f vinnulaun á sl. ári, auk launagreiðslna, sem felast í keyptri þjónustu þess af ýmsum fyrirtækjum í borginni. Menn hafa að sjálfsögðu mis- munandi afstöðu til bæjar- rekstrar sem slíks, sagði Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BÚR. En meðan mér og sam- flokksmönnum mínum er falin stjórnun slfks fyrirtækis, munum við annast hana af fyrirhyggju og framsýni, með hagsmuni þess og borgarsamfélagsins efst í huga. Framleiðslugreinar atvinnulífe í Reykjavík j Reykjaví'kurbréf Laugardagur 1. október Stefnir - gott rit í Stefní, tímariti ungra sjálf- stæðismanna, sem er nykomið út, er umræðuþáttur um listir og stjórnmál, sem ritstjórinn Gestur Ólafsson, arkitekt, stjórnar. Aðrir þátttakendur eru Aðalsteinn Ingólfsson, skáld og iist- fræðingur, Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, Davíð Oddsson, rit- höfundur og borgarfulltrúi, Einar Hákonarson, listmálari, Ingimar Erlendur Sigurðsson, skáld og fyrrum varaformaður Rit- höfundasambands íslands, og dr. Þorvarður Heigason, rithöfundur og kennari. 1 umræðuþætti þessum er drep- ið á mörg merk málefni og er fyllsta ástæða til að vekja athygii á þessu efni, ekki síður en öðrum greinum, sem þar er að finna. Stefnir er nú bezta tfmarít- landsins og ungum sjálfstæðis- mönnum til sóma. Þeir hafa sett fram þá kröfu margra sjálfstæðis- manna, að flokkur þeirra taki for- ystu í list- og menningarmálum og hefur ályktun þeirra þess efnis verið birt hér í blaðinu. Þetta er skorinorðasta ályktun þessa efnis, sem samþykkt hefur verið á vegum Sjálfstæðisflokksins og er þess að vænta, að forystumenn hans láti hana ekki framhjá sér fara, en hugleiði efni hennar rækilega og- stöðu flokksins í menningarmálum. Borgaralegur flokkur getur ekki framfylgt stefnu sinni með reisn nema hann byggi á borgara- legri menningu. Án ræktunar hennar er öll önnur viðleitni borgaralegs flokks unnin fyrir gýg. Sú staðreynd verður ekki tiunduð frekar hér, enda hefur oft og einatt verið á þessi mál minnzt hér í Morgunblaðinu — og þá ekki sízt í Reykjavíkurbréfum — og er þess að vænta, að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins gefi þessu atriði meiri gaum en verið hefur, ekki sízt þingmenn flokks- ins, og mættu þeir hafa það betur í huga, sem Eysteinn munkur segir i Lilju: Varðar mest til allra orða, undirstaðan sé réttleg fund- in. Þess má geta hér, að mennta- mál hafa verið í brennidepli hjá Sjálfstæðisflokknum og ekki alls fyrir löngu voru þau, ásamt land- helgismálinu, aðalumræðuefni landsfundar flokksins. Á þetta er einungis bent, um leið og á það er minnt, að flokkur eins og Sjálf- stæðisflokkurinn verður öðrum flokkum fremur að hafa skiining á mikilvægi fræðslu og menntun- ar í landinu og uppeldi æskunnar í anda iýðræðis og mannréttinda. Hlutverk kennarastéttarinnar er því eitt hið mikilvægasta í land- inu og má ekki láta undir höfuð leggjast að meta það að verðleik- um. Ungir sjálfstæðismenn höfðu sóma af sérstökum umræðum um menntamál á sínum tíma. Allt þetta ætti að gefa forystumönnum Sjálfstæðisflokksins vísbendingu um, að fylgismenn þeirra hugsa ekki siður um andlega velferð þjóðarinnar en veraldlegar þarf- ir. Athyglisverð eru ummæli dr. Þorvarðs Helgasonar í fyrrnefnd- um umræðum í Stefni, þegar hann kemst svo að orði: „Ef við drögum þetta saman, þá er það kannski ekki nema eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki haft neinn áhuga á listamönnum, vegna þess að á árunum upp úr heimsstyrjöldinni síðari voru flestir listamenn vinstri sinnaðir. Það var lika afskaplega eðlilegt og það er ekkert við því að segja. Borgaralegur flokkur sem var að verja hluti, sem þá var kannski dálítið erfitt að verja, þ.e.a.s. þetta gamla lýðræðisþjóðfélag, sem áreiðanlega átti mikla sök á þeim hörmungum, sem voru leiddar yfir þjóðina. Það var ekkert sérstaklega auðvelt og menn vonuðu, að það kæmi ein- hver lausn. Þessi mál hafa siðan breytzt. Það liggur í dag fyrir, að lausnirnar, sem menn gáfu sér þá, eru gervilausnir og aö þjóðfélags- formið, sem þessi flokkur var að berjast fyrir, er sennilega það, sem við höfum komizt næst raun- verulegu frelsi í pólitfskri þróun Vesturlanda" (leturbr. Mbl.). Úr umræðunum Kjarni umræðnanna í Stefni er þessi: Brynjólfur: Stjórnmálaflokkur hlýtur alltaf að vilja laða að sér listamenn og gerir það kannski í mismunandi mæli. Hann hlýtur að gera það á nákvæmlega sama hátt og þegar hann er að laða til sín ýmsa aðra hópa. Hins vegar þegar lista- maður gengst við flokk, hvort sem það er opinberlega eða ekki, þá gerir hann það eflaust vegna sinna hugsjóna og vegna þess að hann vill styðja það málefni. En ég er alveg sannfærður um það að stjórnmálaflokkur getur ekki haldið í listamann. Listamaður hlýtur að þurfa að starfa í það miklu frelsi að sínu sköpunar- verki að hann rifur sig út úr stjórnmálum hvenær sem er. Hann skrifar sinn „Skáldatíma“ þegar honum hentar. Að því leyti vil ég að minnsta kosti vona það, að stjórnmálaflokkar nái aldrei þeim tökum á listamanni, sem mér finnst þú vera að gefa í skyn með þessari spurningu. Gestur: Ég hef heyrt marga listamenn halda því fram, að burtséð frá þeim stjórnmálaskoðunum sem þeir kunni að hafa, þá sé ómögu- legt fyrir þá að starfa í íslensku þjóðfélagi nema gefa í skyn að þeir séu vinstrimenn — álítið þið þetta rétt mat? Davfð: Ég vil taka það fram að ég held að flokkstengsl og flokksþrýsting- ur á listamenn komi einkum fram í kringum dagblöðin. Þar er það langmest áberandi og hefur þar mesta þýðingu, bæði vegna þess að dagblöðin og fylgirit þeirra eru vettvangur lista á vissan hátt og í öðru lagi er þar felldur dómur dag eftir dag um listamenn og verk þeirra — og iðulega eru slík- ir dómar litaðir af pólitískum hagsmunum. Ég vil halda því fram að það sé þó aðallega eitt blað sem hér gengur lengra en önnur blöð. Ég vil líka halda því fram að það sé einn stjórnmála- flokkur sem öðrum fremur notar listamenn beint í flokksstarfi. Aðrir flokkar hafa gert þetta minna og sumir kannski of lítið. Okkur sárnar sumum að við ber á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þegar einhver ætlar að fara að ræða list, þá kemur annar og segir sem svo „list kemur okkur ekkert við, við erum hér að hugsa um framleiðslu og byggingarmál og útveg og fjármál, verið ekki að tefja tímann út af einhverri vit- leysu“. Þessi viðhorf finnst manni stundum of rikjandi í þess- um ágæta flokki, og kannski er það ástæðan fyrir þvi að lista- menn hafa ekki tengst Sjálf- stæðisflokknum eins og t.d. Alþýðubandalaginu. Ég held ég þekki ekki einn einasta listamann sem er beint á snærum Sjálf- stæðisflokksins. Aðalsteinn: Þessi tengsl eru mismunandi eftir listgreinum. Það er kannski til þess ætlast af rithöfundi að skoðanir hans gagnvart flokknum komi fram. Fyrir það fær hann kannski einhverja umbun eða fyr- irgreiðslu. Það er kannski auðveldara fyrir myndlistarmann eða abstrakt listamann að vera á þessum klafa án þess að honum finnist hann vera að tapa persónuleika sinum eða sál. Ingimar: Þetta er mest áberandi í orðsins list. Hún er auðveldust til beins áróðurs, því hún er ekki jafn sér- hæfð og aðrar listgr únar. Það á sér sögulega forsendu, að þetta skuli vera mest áberandi i einum stjórnmálaflokki. Þótt þær sögu- legu forsendur, sem voru hugsjónarlegs eðlis, séu brotnar, kenningarhugsjónin hafi beðið siðferðilegt skipbrot, heldur þetta áfram af gömlum vana, að því er virðist, eða þrjósku. Enn „eru“ listamenn þess flokks gáfaðri og betri öðrum listamönnum. Ég þótti t.d. ákaflega gáfaður meðan ég tjaldaði i þeim herbúðum, nú þyki ég brottgenginn heldur litið gefinn og lélegur skribent. Marg- ir aðrir hafa sömu sögu að segja. Rygtið er varðveitt, næsta gull- tryggt, meðan sá flokkur á lista- mannsnafn manns og getur skartað þvi eins og rauðum fána, brottgenginn er maður hreins- aður af öllum orðstír, jafnvel sjálfu mannorðinu. Einar: Ég held að það sé æskilegast að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.