Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTOBER 1977 17 listamaður sé eins óháður pólitik eins og hugsast getur. Maður hefur svo oft séð hroðaleg dæmi um lélega list, sérstaklega í því sem er kölluð pólitísk list, vegna þess að viðkomandi skoðana- bræður hampa ávallt hverju sem er fyrir málstaðinn. Þorvarður: Ég held að það sé mjóg nauðsynlegt fyrir okkur að gera okkur ljósa myndina af lista- manninum sem er nákvæmlega eins og Brynjólfur var að segja. Maður sem vill vera laus við bein áhrif á sina skoðun utanfrá. Ef hann er trúr sínu starfi, þá getur hann ekki verið trúr neinum nema sjálfum sér. Hins vegar koma fyrir þau tímabil i sögunni að listamönnum finnast þeir eiga samleið með ákveðnum stjórn- málaflokki, meira en öðrum. Það er eðlilegur hlutur. En þegar um listamenn er að ræða getur það aldrei verið annað en stundar- gaman i rauninni, vegna þess að listamaðurinn hlýtur, ef hann á að teljast alvarlegur sem slíkur, að vera einungis trúr sjálfum sér. Hann er listamaður af þvi að hann vill tjá ákveðið viðbragð við mannheiminum, ekki i pólitisk- um skilningi, heldur i persónu- legum skilningi. Það gerist bara á vissum tímum að hann á sam- leið með einhverjum ákveðnum straumum eða öflum í þjóð- félaginu alveg eins og Einar var að segja. Um leið og hann hættir að vera trúr þessu hlutverki sínu og selur starf sitt i þágu ein- hverra annarlegra afla — ein- hvers ákveðins hóps í þjóð- félaginu — þá er hann í rauninni ekki lengur raunverulegur lista- maður. Við höfum sannanirnar fyrir okkur. List sem hefur verið sköpuð í alræðisríkjum þ.e.a.s. í þjónustu valdsins er yfirleitt af- skaplega léleg wg nær ekki máli og er ekki til umræðu. Hins vegar er sú list sem er sköpuð í viðkomandi ríkjum á sama tíma í óþökk valdsins oft nokkuð góð — allavega miklu betri heldur en hin opinbera list. Það verður bara að vera undir hælinn lagt hvort hann hafi einhverja samleið með stjórnmálamönnum." Skrif í Morgunblaðinu um listir Að lokum má geta þess, að Ingi- mar Erlendur Sigurðsson gagn- rýnir Morgunblaðið i þessum umræðum og segir, að hér i blaðinu hafi verið „tekið undir stjörnudýrkun á róttækum lista- mönnum fram yfir aðra jafn góða eða betri, sem ekki eru á mála hjá þvi flokksmálgagni. Þjóðviljinn sniðgengur verðleika slíkra lista- manna i stórum stil, fjallar ýmist ekki um verk þeirra eða níðir þau. Það má Morgunblaðið þó eiga, að það fjallar um flesta eða alla, þótt skömmtunin sé furðu- lega útibúsleg ..." Einar Hákonarson svarar þessu og tek- ur upp hanzkann fyrir Morgun- blaðið, a.m.k. hvað snertir mynd- list „þá efast ég um, að nokkurt annað islenzkt blað hafi fjallað eins mikið um myndir," segir hann. En Ingimar Erlendur svar- ar: „Þetta á kannski fyrst og fremst við um bókmenntir og ligg- ur í því, að einhverjir forráða- menn Morgunblaðsins halda kannski, að þeir geti laðað til sín róttæka listamenn með þvílíkum bergmálsskrifum (af Þjóðviljan- um!), en það er stór misskiln- ingur. Þeir eru ekki einu sinni þakklátir fyrir það, — þeim finnst það sjálfsagt og hælast um. Hins vegar taka þeir eftir öðru, það hef ég heyrt á þeim sjálfum. Þeir taka eftir því, hvernig mál- gögn lýðræðissinna fara með frjálsa listamenn. Þá hugsa þeir með sér, það er gott að ég er ekki „hægri listamaður"." Morgunblaðið hefur oft orðið fyrir aðkasti málgagna kommún- ista og vinstrisinna fyrir skrif þess um listir og Þjóðviljinn hef- ur reynt að koma því inn hjá fólki, að hjá blaðinu starfi ein- hver ómennsk klika, sem skrifi um bókmenntir og listir. Nú kemur einn af þekktustu rit- höfundum borgaralegra afla og gagnrýnir Morgunblaðið einnig — og þá helzt fyrir það, hvernig skrifað hefur verið um róttæka höfunda hér i blaðinu — og bendir réttilega á, að þeir hafa ekki orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna. Það er rétt hjá Ingimari Erlendi, að „Þjóðviljinn sniðgengur verðleika þeirra rit- höfunda, sem ekki eru vinstri sinnaðir, fjallar ýmist ekki um verk þeirra eða níðir þau", eins og hann kemst að orði. Hitt er rangt, að Morgunblaðið hafi „dýrkað" róttæka vinstrimenn fram yfir aðra jafngóða eða betri Hluti af norska hópnum, Halvör, Barbo, Tron, Axel kennarinn, Harald og Christian. Algjör einhugur um að fara til íslands UPPHAFIÐ að þessu ævintýri okkar er, að ákveðið var að fara í námsferðalag nú í haust, tveir bekkir við skólann okkar. t fyrstu kom ekki annað til greina heldur en að fara til Engiands eða Frakklands. Þá var einhver snjall maður sem minntist á að gaman væri að kynnast bústöðum Egils Skallagrímssonar og Njáls, en við höfum einmitt verið að lesa þær sögur. Þessi hugmynd fékk strax byr undir báða vængi og varð algjör einhugur um að halda til Islands, sögðu norsku menntaskólakrakkarnir, sem hafa dvalið hér á landi síðustu vikuna. er Morgunbiaðið ræddi við þau áður en þau héldu heim á leið. Áður en við komum hingað vissum við lítið meira um ís- land héldur en að það væri eyja úti i hafi með þéssu nafni og þangað hefðu norskir víkingar flúið fyrir 1100 árum undan ofríki norska kóngsins. Við hófum könnun okkar í íslenska sendiráðinu í Ösló og fengum geysigóðar móttökur þar. Þar voru allir af vilja gerð- ir til að hjálpa okkur og settu þeir strax kraft í málið. Þá hófðum við samband við Flug- leiðir og báðum þá um aðstoð til að þessi ferð yrði möguleg. Þeir brugðust mjög vel við málaleit- an okkar og fengum við mjög mikla hjálp frá þeim, og það má segja að þeirra hjálp hafi verið grundvöllurinn að þvi að mögu- legt var að_framkvæma okkar hugmyndir. Hvað vakfi mesta athygli ykk- ar þegar þið komuð tíl íslands? — Við urðum i fyrstu fyrir miklum vonbrigðum þegar við skoðuðum bæjarstæði hinna Framhald a bls. 30. og eru þessar fullyrðingar í raun og veru bezta svarið, sem róttækir vinstri menn hafa fengið, þegar þeir hafa gagnrýnt Morgunblaðið í þessum efnum. Af ummælum Ingimars Erlends mætti ráða, að borgaralegir rit- höfundar séu óánægðir með, að um verk þeirra sé fjallað á hlut- lausan hátt hér í blaðinu, ekki siður en verk róttækra höfunda. En Morgunblaðið mun halda þeirri stefnu til streitu og sizt af öllu verða rithöfundar eða aðrir listamenn metnir hér i blaðinu fyrir stjórnmálaskoðanir sinar, heldur listræn afrek. Annað kem- ur ekki til greina, enda ætlast Ingimar Erlendur og þeir, sem hann hefur orð fyrir, áreiðanlega ekki til þess. Það, sem er ólýð- ræðislegt, er í andstóóu við borgaralega menningu, sem nærist á frelsi allra til að hafa þær pólitiskar skoðanir, sem þeir vilja, og eiga heimtingu á þvi, að verk þeirra séu metin á listræn- um forsendum. Morgunblaðinu kemur ekkert við, þó að t.a.m. Þjóðviljinn reyni oftast að skera þá listamenn niður við trog, sem eru pólitiskir andstæðingar þeirra. Slíkt er í samræmi við kommúnisma og aðrar einræðis- stefnur. Það mun ekki taka þátt í sliku andlegu ofbeldi, en láta kommúnista um þá iðju. Auk þess má benda á, að Morgunblaðið skrifar ekki listgagnrýni, heldur eru fengnir til þess sérfræðingar eða listamenn og bera þeir að sjálfsögðu einir ábyrgð á skrifum sínum. Ritstjórar Mbl. hafa t.a.m. iðulega aðrar skoðanir á lista- verkum en gagnrýnendur blaðs- ins. En þeir geta aftur á móti ákveðið, hverjir annast þessi skrif. Þeir hafa ekki ástæðu til að gagnrýna þá, sem það hafa gert undanfarin ár og haft mannúðar- stefnu að leiðarljósi I skrifum sinum. Þeir hafa hvorki verið hallir undir persónulega vináttu né sjónarmið samfylgdarmanna i pólitik. Þeir hafa þvi skrifað að eigin geðþótta og lagt eigið list- rænt mat á verk þeirra, sem um er fjallað, en hvorki staðið með persónulega né pólitiska mæli- stiku, þegar þeir hafa metið lista- verk. En öllum getur að sjálf- sögðu skjátlast, einnig gagnrýn- endum. Að sjálfsögðu sýnist sitt hverj- um í listum eins og öðrum þáttum þjóðlífs og enginn getur sagt annað um listir en það, sem hon- um finnst sjálfum, svo að lista- menn eiga ekki að kippa sér upp við gagnrýni. Hún getur aldrei verið nema dómur eins manns. Auk þess er listamönnum oft meira gagn í neikvæðri en jákvæðri gagnrýni. Öllum er heimilt að taka þátt i skrifum um listir hér í blaðinu, eins og Ingimar Erlendur Sig- urðsson sjálfur bezt veit, svo margar greinar um list og menningu, sem birzt haf a á síðum blaðsins eftir hann, bæði fyrr og síðar. En á það mætti minna Ingi- mar Erlend hér að lokum, að skáldsaga hans, Borgarlíf, fékk hvergi betri dóma en einmitt hér i Morgunblaðinu og átti hún þó að vera ein harðasta atlaga, sem gerð hefur verið að blaðinu, enda hafði hann þá verið ginntur í heiðna- berg rauðliða og gekk þeirra erinda, eins og hann hefur sjálfur minnzt á, m.a. i Stefni og hér i blaðinu. Engum datt í hug að refsa list hans fyrir stjórnmála- skoðanir hans þá, og það verður ekki heldur gert við aðra, meðan þeir stjórna blaðinu, sem það gera nú. Og það kaupir sér ekki heldur neinn frið við Morgunblaðið i þessum efnum, eins og t.d. Þjóð- viljann og ýmis blöð önnur. En það kallar ekki neinn listamaður yfir sig styrjöld Morgunblaðsins fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir á þjóðmálum en þær, sem Morgunblaðið boðar. Við skulum láta aðra um slika af- stöðu. Hún er i andstöðu við borgaralega menningu og þá lýð- ræðishugsjón, sem stjórnendur Morgunblaðsins hafa að leiðar- Ijösi.