Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 23 Sólveig Guðni HUÓMPLÖTUÚTGÁFAN Steinar h/f hefur nú starfað t tvö ár og á þvi timabili gef ið út 20 hljómplöt ur. Von er á nýrri pfötu frá fyrir- tækinu ð markað í byrjun nóvem- ber. Sú plata er með efni eftir tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Daggar, Jón Þór Gislason og Pál Pálsson, en þeir sjá einnig tim allan söng á plötunní Aðrir flytjendur eru Nikulás Róbertsson (hljómborS), Jóhann Þórisson (bassi), Ásgeir Óskarsson (tromm ur) og Tryggvi Húbner (g'tar) Hvorki hljómsveitin rté platan hef- ur hlotið ðkveSíS nafn, enn sem komiS er, en orðið „fjörefni" hef- ur skotiS upp kollinum i þessu sambandi. Á blaSamannafundi til kynn- ingar þessari plötu sagSi Steinar Berg útgefandi frá þviaS u.þ.b. 15 mánuSir væru liSnir frá þvi hann heyrði „Nýju dögg" leika nokkur lög og þá þegar hefSi hann sýnt þvi áhug? aS gefa út hljómplötu meS lögum þeirra Jóns Þórs og Páls. Þeir hefSu fIjótlega flutt lög in tveir inn ð segulband, en siSan hefSu ýmsir hlutir orSiS til þess aS tefja frekari framkvæmdir og þaS hefSi ekki veriS fyrr en i vor aS fariS var af staS af fullum krafti. Steinar sagðí: „ViS ákváðum aS kaupa ekki þrautþjálfaða hljóS- færaleikara heldur fð reynslu- minni hljóSfæraleikara inn i grúppuna og gera siSan plötuna hratt og vel, og það hefur tekist að minum dómi." Það kom fram ð fundinum að platan var unnin á 95 stúdiótlm- um. sem er tiltölulega skammur tími miSaS viS aðrar hliðstæðar piötur. og að flytjendumir önnuð- ust sjálfir hljóðblöndun Aðspurður um hvernig hægt hefði verið að vinna plötuna á svo skömmum tima sagði Jón Þór: „ASaiatriSiS var nðttúrulega þaS aS viS æfðum geysivel fyrir upp- tökuna og þrátt fyrir það að Ásgeir og Tryggvi bættust ekki í hópinn fyrr en mánuði fyrir upptöku, gekk mjög vel aS koma þeim inn i stemninguna Upphaflega voru þeir nefnilega meS okkur i þessu. Ólafur Kolbeins og Örn Hjálmars son i Cirkus, en þeii fóru til Svi- þjóðar i vor og Ásgeir og Tryggvt komu í staSinn." Ónnur hlið plötunnar fjallar um Hallærisplanið margfræga Um það segir Jon: „i byrjun var bara eitt lag, sem fjallaðí um Halló, en svo datt okkur i hug að f æra þessa hugmynd út og þetta varð úr. Þessi hlið höfðar sennilega mest til unglinga, en hin hliðin er ekki bundin við neinn ákveðínn áheyr endahóp " Nikuiðs bætir viS: „Annars er mjög erfitt aS skiigreina tónlistina sem vtS flytjum, þetta er blanda af diskó.- country- og rokktónlist,- allt nema prögressiv." ÞaS er sérkennilegt aS þeir J6n l>6r og Páll höfðu samiS texta viS nær öll lögin. en voru AðnægSir meS þð. svo þeir fengu tit liðs viS sig eitt listaskðldanna vondu, sem tagfærði þð og samdi nýja upp úr þeim Sð skáldmæringur vitl þó ekki Iðta nafns sins getiS og sýnir þaS ef tii víll betur en margt ann aS afstöSu skálda tit dægurlaga- texta. Einn texti ð plötunni er eftir Halldót Gunnarsson. AS lokum sagSi J6n Þ6r: „Við höfum ekki gert neina ðætlun um frekara samstarf, þaS fer eftir þvi hvernig viðtokur platan fær, en við eigum efni ð aðra, ef i það fer." — SIB. Dúmbó og Steíni leika á dansleikjnm á ný # SKAGAMENN fengu bæði góðar fréttir og slæm- ar í vikunni. Slæmu frétt- irnar? Tap ÍA fyrir norska liðinu Brann í leik á Akra nesi og þar með fall úr Evrópukeppninni. Góðu fréttirnar? Að Dúmbó og Steini væru komnir á kreik á ný eftir átta ára hlé og ætluðu að leika á tveimur dansleikjum á Skaganum yfir helgina. Raunar eru það góðar fréttir fyrir fleiri en Skaga- menn að Dúmbó og Steini skuli vera komnir á kreik, þvi að þetta var ein vinsælasta danshljómsveitin fyrir 10 ár- um. Nú er hljomsveitin búin að gera stóra plötu sem kem- ur á markað i þessari viku og til að kynna hana og til að rifja upp gömlu, góðu dag- ana leikur hljómsveitin á dansleikjum um þessa helgi og tvær þær næstu. Fyrsti dansleikurinn var á Akranesi — á vegum ÍA — á föstudaginn, i gær var dansleikur í Stykkishólmi og i kvöld er aftur dansað á Skag- anum. Um næstu helgi leika Dúmbó og Steini þrjú kvöld i röð í Sigtúni í Reykjavík og helgina þar á eftir er búið að bóka hljómsveitina á dans- leiki í Festi í Grindavík á föstudagskvöldi og að Hvoli á laugardagskvöldinu. Á fundi með fréttamönn- um, þar sem nýja platan var kynnt, svo og nýju fötin sem Dúmbó og Steini hafa fengið sér vegna ferðarinnar, kom fram, að sennilega eru ekki möguleikar á að framlengja þessa dansleikjaferð hljóm- sveitarinnar, þar sem sumir liðsmanna hennar eru i öðr- um hljómsveitum. „Ég hefði viljað nýta þessi glæsilegu föt meira," datt þá út úr einum Dymblinum. Hljómsveitin mun á dans- leikjunum leika lögin af nýju plötunni og annað efni í svip- uðum anda, þ.e. aðallega frá árunum 1965—'69, er hljómsveitin var upp á sitt . . . í nvjuni fiitum, en með gömnl lög... bezta. Liðsmenn hennarvoru spurðir hvort það væri ekki undarlegt að fara að kalla saman hljómsveitina til að flytja 10 ára gamalt efni, en lítið nýtt? „Það hefur sýnt sig," sögðu þeir, „að þegar við höfum komið út á land, þá hefur fólk alltaf verið að spyrja okkur: Hvar er Steini? Ætlið þið ekki að fara að spila aftur? Svo er líka tilbreyting fyrir fólkið að heyra á dansleikjunum lög frá þeim árum þegar við vorum á kreiki. Aðrir hafa leikið rokkið og nú komum við með þetta efni. Það er líka allt í lagi að gefa fólki á okkar aldri — svona um þrítugt — færi á hljómsveit á sínum aldri." — En hvað var það sem gerði hljómsveitina svo vin- sæla á sínum tíma? Og að hvaða leyti var hljómsveitin frábrugðin öðrum á sinum tíma? Þeir Dymblarnir leggja allir orð í belg i samræðunum við Slagbrand og svörunum er öllum skellt saman hér á eftir: „Það var breiddin. — Já, og svo vorum við svo mynd- arlegir menn! — Við hugs- uðum alltaf mest um það að ná upp stemmningunni, vor- um samtaka í því og duglegir að spila. Okkur fundust böll- in misheppnuð, ef stemmn- ingin var ekki rétt. — Við vorum með aðra hljóðfæra- skipun en aðrar hljómsveitir. — Við vorum yfirleitt mjög samtaka. Við áttum heima í frekar litlum bæ, þar sem allir þekktu alla, og hjá okkur var einstaklingum lítið flagg- að, heldur var heildin þeim mun sterkari. — Við vorum það samtaka og um leið háð- ir hver öðrum, að ef einn vantaði, þá leið okkur ekkert sérstaklega vel i spila- mennskunni. Þetta var eins og keðja, ef einn hlekkinn vantaði, þá var keðjan til lítils gagns." — Og hvernig gekk svo að æfa fyrir þessa dansleikja- rispu? „Við vorum fljótir að ná hver öðrum, ef svo má segja. Það var bara talið fyrir hvert lag, 1-2-3-4, og svo spiluð- um við það þrisvar sinnum og þá var þetta komið Rétt eins og við hefðum hætt að spila saman fyrir skömmu." Finnbogi gítarleikari nefnir textana: „Það var svo skrítið, að við Steini mundum meiri- hlutann af textunum. Þótt við myndum hvorugur eftir þeim i upphafi, þá kom þetta upp úr okkur um leið og við fengum „stikkorð" hver hjá öðrum." Talið berst aftur að plöt- unni og Ásgeir hljómsveitar- stjóri kveðst vilja leggja á það áherzlu, hversu stór hlutur Ragnars trommara hafi verið i gerð plötunnar. Ragnar er þaulvanur stúdíóvinnunni og stjórnaði upptökunum og hljóðblönduninni á plötunni. Og enn reikar hugurinn aftur um tíu ár eða svo: ,.Við upplifðum það tímabil í danshúsamenningu Reykja- víkur, þegar hljómsveitirnar voru aðalatriðið, hljómsveit- irnar trekktu að. Ef aðsóknin var góð, þá var það vegna hljómsveitarinnar, ekki húss- ins. Þá var miklu meira mál að vera í hljómsveit, það var meira að gerast og allt önnur tilfinning í þessum bransa en nú." — Og í lokin spyr Slag- brandur, hvort sögu Dúmbó og Steina Ijúki endanlega eft- ir þessa dansleikjarispu og útkomu plötunnar: „Við getum slegið því föstu, að Dúmbó og Steini verða ekki dansleikjahljóm- sveit á ný, það er ekki starfs- grundvöllur fyrir svona stórri hljómsveit, 7—8 manns, nú. Launin eru of lág. En um annað er ekki hægt að segja á þessu stigi . . bara kannski, kannski . . . Það er að minnsta kosti ekki hægt að slá þvi föstu, að búið sé að slá botninn í Dúmbó og Steina!" —Sh.