Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTOBER 1977 Septem 77: VILJUM HLUA SVO- LÍTIÐ AÐ MÁLVERKINU Tré skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson. „Það getur vel verið að við söknum hamagangsins, sem var í kringum sýningarnar i gamla daga. Það er alltaf gaman að vera svolítið óþæg- ur við sjálfan sig og aðra. En þó Septem sýningarnar þyki ef til vill dálítið konservatívar nú, þá sýna þær mikla endur- nýjun, og það hefur mátt greina breytingar hjá okkur öllum frá ári til árs. Þannig er eitthvað að gerast hjá okkur, þótt bitið sé ef til vill ekki jaf n hvasst og forðum. En það er langt því frá að við séum orðin bitlaus. Þetta er bara öðru vísi bit núna." Það er óneitanlega dulítið sérkenni- legt að hlýða á Valtý Péturs- son, listmálara, þegar hann gengur með mér um sýning- arsali Norræna hússins, þar sem hópurinn Septem er nú með sína fjórðu sýningu. Á árunum fyrir og um 1 950 ollu Septembersýningarnar sann- kölluðu fjaðrafoki, voru hávaðasömustu sýningar landsins. Nú æsir enginn sig yfir Septem. Uppreisnar- mennimif eru orðnir viður- kenndir listamenn, jafnvel orðnir íhaldssamir í augum þeirra yngri. Og það var spurning mín um það, hvort viðurkenninginhefði tekið frá þeim glæpinn, sem Valtýr svaraði með orðunum hér að framan. A sýningunni Septem 77 eru um 60 verk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Jóhannes Jó- hannesson, Kristján Davíðsson, Sigurjón Ólafsson, Valtý Pét- ursson og Þorvald Skúlason. Ég spurði Valtý, hver stefnu- skráin væri nú. „Við viljum hlúa svolítið að málverkinu", svaraði hann." Við getum sagt að í og með séum við að verja málverkið. Við höfum áhuga á að halda við hinu hefðbundna málverki, þó i alls konar stílum sé. Við getum til dæmis tekið þessa sýningu hér, þar sem við Kristján erum svona hlutlægir og jafnvel Jóhannes, en svo eru Þorvaldur og Guðmunda abstrakt. Og svo eru verkin hans Sigurjóns. Og taktu eftir, að hjá okkur öllum má sjá breytingar frá síðustu sýning- um. Þær liggja kannski ekki i augum uppi. En þær eru þarna. En fyrst og fremst vilj- um við málararnir leggja áherzlu á málverkið sjálft". Ég hef orð á þvi við Valtý að orðin hefðbundið málverk „Hafræna" eftir Guðmundu Andrésdóttur. Jóhannes Jóhannesson við mynd sína „Baugalín' nefðu varla verið honum laus á tungu fyrir röskum 30 árum. „Blessaður vertu. Þetta breytist allt", svarar hann. „Sjáðu bylt- ingarseggina í Kreml. Jafnvel stjórnin i Kreml verður að íhaldsmönnum með timanum. Þetta er bara klukka lífsins að hlutirnir gangi svona fyrir sig. Hreint furðulegt, hvað það, sem veldur umróti, er fljótt að jafnast út. Annars er svo með mig, að það er jafn mikill barn- ingur nú að koma saman mynd og það var fyrir 30 árum. Þetta eru sömu átökin og mér finnst ég enn vera í sama slagnum. Útkoman er bara allt öðru vísi nú en áður var. Betri eða verri? Ég veit ekki. Allt hefur sinn