Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 29 Septem '77 f kjallara Norræna hússins. Ljósm. Mbl: FriSþjófur. tíma, bæði menn og málverk. Aðalatriðið er að vera ekki búinn. Eiga ný verkefni eftir Þau skipta alltaf máli". En við Valtýr erum ekki einir. Kristján Davíðsson og Jóhann- es Jóhannesson eru hérna líka. Jóhannes segir fátt. Hann vill láta myndirnar sínar tala fyrir sig. Og Valtý. „Valtýr kann lag- ið á því að tala", segir hann. ,,Það er bara þetta að þú hafir ekki of mikið eftir honum." Svo brosir hann þessi stóri maður og hvarflar aftur til myndanna sinna. „Okkur vantar eiginlega pyls- ur og karamellur. Og ef til vill væri rétt að hafa bingó," segir Kristján Davíðsson. „Það er búið að venja fólk á það, að sýning sé pylsur og karamellur. Og bingó. Þannig fylla menn Laugardalshöllina af fólki, sem kemur að skoða, hvað fæst í verzlunum við Laugaveginn. Fyrir svona 20 árum var hver sýning viðburður. Ásgrímur Jónsson sýndi alltaf á páskun- um. Þetta voru hátíðisdagar í tilverunni. Nú eru alltaf sýning- ar, allt árið um kring og allir þurfa að sýna. Þetta er orðið hjá fólkinu eins og að fá kartöfl- ur upp úr potti." „Það er sagt um mig, að ég sé alltaf að mála sömu mynd- ina", segir Kristján svo, þegar ég spyr hann um framlag hans á sýningunni. „Það á held ég afskaplega vel við mig. Mál- verkið sjálft er hluturinn, en Hvítt form" eftir Þorvald Skúlason. ekkert fyrir utan það. Ég bý ekki til forsíður á Þjóðviljann. Það sem skiptir máli, er að hafa rétta tilfinningu fyrir litun- um. Maður, sem málar myndir, málar ekki tillærðan smekk. Hann notar þá liti, sem honum eru eiginlegir. Annars er i mörgum mynd- um hérna eitthvað nýtt á ferð- inni. Eitthvað sem lofar skemmtilegu framhaldi og það út af fyrir sig er eftirtektarvert, ef einhver vildi nenna að koma auga á það." Valtýr Pétursson vi8 mynd sina „Á gulu borði. —tj. Kristján Davíðsson við mynd sína af Braga Ásgeirssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.