Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 31 Rainer Werner Fassbinder hef- ur snúið sér að stórm.vndum og hér er m.vnd frá upptöku á myndinni DE- SPAIR, þar sem Fassbinder gef- ur þeim Bern- hard Wicki og Dirk Bogarde auga. Norræn vika—Eftirmáli NICKELODEON. Ryan O’Neal í hlutverki leikstjórans með trektina. Æskuár kvik- mvndanna Nickelodeon, Am./bresk, 1976. Leikstjóri: Peter Bogdan- ovich Bogdanovich hefur á undanförnum árum orðið þekktur fyrir annað en frumleik i kvikmyndum sínum, nema vera kynni annarri myndinni The Last Picture Show. í þessari fær hann lánuð atvik úr öllum áttum, meira segja úr sinni eigin mynd What’s up, Doc? (enda- laus töskuruglingur o.fl.) Ferill Bogdanovich hefur, eins og áður hefur verið getið hér, heldur legið niður á við með síðustu myndum hans eins og Daisy Miller og At Long Last Love og þó Nickelod- eon sé sýnu skemmtilegri en tvær þær fyrrnefndu,' hefði mátt búast við meiru. Bogdanovich hefur lagt mikla rækt við kynna sér ameríska kvikmyndagerð, alveg frá því að hann hóf feril sinn sem gagnrýnandi og myndir hans hafa allar verið byggðar að miklu leyti á því, sem aðrir gerðu á undan honum. Því var þess að vænta, að þegar Bogdanovich tæki sjálfan kvikmyndaheiminn á þess- um tíma fyrir sem við- fangsefni, að árangurinn yrði umtalsverður. Að vísu virðist öll umgerð myndar- innar bera með sér vand- virkni og giákvæmni og efnisþráðurinn gæti verið meira og minna réttur. Þetta voru mikil umbrota- ár og eins og segir á fyrsta textasjaldi myndarinnar var háð raunverulegt strið innan „kvikmyndaiðnaðar- ins“ meðan fyrstu fyrir- tækin reyndu að styrkja stöðu sína. Bogdanovich gerir sér þó ótrúlega litinn mat úr þessu efni en beinir athygli að Leo Harrigan, lögmanni sem fyrir tilvilj- un lendir i því að verða gerður að kvikmyndaleik- stjóra undirbúningslaust. Harrigan er sendur út í eyðimörkina svo að segja, þar sem hann vinnur með sama fólkinu í tvö ár við gerð kvikmynda langt frá höfuðstöðvunum, New York og Los Angeles. Bog- danovich hefur uppi i mynd sinni tilburði til að koma að þekktum persón- um úr þöglu myndunum, t.d. klæðir hann eina auka- persónuna sem Buster Keaton og Ryan O’Neal í hlutverki Harrigan ber einkenni Harold Lloyd. Þrátt fyrir slíkar eftirlik- ingar er fyndni myndar- innar fremur uppáþrengj- andi og langt frá þvi að vera jafn óhefluð og eðli- leg og myndir fyrrnefndra meistara. Nickeiodeon er ekki frá- bær gamanmynd, en sem heimild um æskuár kvik- myndanna ætti hún að geta orðið þeim, sem hafa áhuga á kvikmyndum fróð- leg og skemmtileg dægra- stytting. EFTIR að hafa séð allar myndirnar á norrænu kvikmyndavikunni nema norsku myndina Someren jeg fylte 15 og sænsku teiknimyndina Agaton Sax virðast mér finnsku myndirnar vera þær jafn- bestu. Sólarferð (Loma ’76) eft- ir gamanmyndahöfundinn Risto J arva er að visu ekk- ert stórverk en bráðsmell- in á köflum. Líkt og tslend- ingar hafa Finnar tekið upp þann sið að streyma til sólarlanda og þetta er sag- an um manninn, sem ætl- aði í skíðaferð en lenti óvart. í sólarlandaferð með skiðin sín og vetrarförin. mynd þessi hefur slegið öll að- sóknarmet i Finnlandi upp á síðkastið og m.a. var hún I ar, eðlilegar, lífrænar og þær athafnir, sem eru þessu fólki jafn eðli- legar og að draga andann, koma mörgum nútíma- manninum til að standa á öndinni. Það eina, sem ef til vill má finna að i myndinni eru hin mörgu og kerfisbundnu dauðsföll, sem umlykja fæðingu barnsins, þar sem allt að því of mikil áhersla er lögð á hringrás lífsins. Annars gat maður ekki varist þeirri hugsun, meðan á sýningu myndarinnar stóð, að sennilega væru þetta einhverjar nærtækustu lýsingar á okkar eigin þjóð fyrir ekki ýkja löngum ára- tugum. Þegar ég hafði samband við Sigurð Gumundsson, JÖRÐIN ER SYNDUGUR SÖNGUR. Maritta Viita- máki hafði aldrei leikið áður en hún lék aðalhlutverk- ið í þessari mynd, en leggur nú stund á leiklistarnám. sýnd í Helsinki i 13 vikur í þrem kvikmyndahúsum samtímis. Vafalítið mundi þessi mynd einnig faila is- lenzkum áhorfendum í geð ef settur væri við hana ís- lenzkur texti og væri það starfi minn að reka kvik- myndahús, myndi ég ekki hika við að taka myndina til sýninga. Hin finnska myndin, Jörðin er syndurgur söng- ur (Maa on syntinen laulu, 1973) undir leikstjórn Rauni Mollberg, er algjör- lega í sérflokki, ekki að- eins meðal myndanna á þessari viku, heidur meðal kvikmynda almennt. Moll- berg tekzt ótrúlega vel aó lýsa þjóðlífi, sem nú er horfið, þjóðlifi, sem er sið- menningu nútimans fram- andi. Honum tekzt þetta með þvi að losa sig algjör- lega úr viðjum núgildandi hugsunarháttar og siðalög- mála og endurskapa annan tíðaranda, án þess að snef- ils af siðaprédikunum nú- tímans verði nokkurn tíma vart. Sagan gerist þó ekki fyrir svo ýkja löngu, en sviðið er Suður-Lappland eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Hér er það náttúran, sem stjórnar lífi manna i bókstarflegri merkingu og sem skapar einstaklingn- um örlög. Allar mannlýs- ingar eru mjög jarðbundn- framkv.stj. Nýja bíós, síðastl. fimmtudag, sagði hann, að finnsku myndirn- ar virtust hafa líkað best. Aðsóknin hafði verið lang best að Jörðin er syndugur söngur og sæmileg að Sólarferð. Ef tilgangurinn með svona kynningarviku er m.a. sá, að ýta undir það, að sýndar verði fleiri myndir frá þessum löndum á almennum kvikmynda- sýningum í framtiðinni er ekki að efa, að finnskar myndir eiga sér framtið hér, ekki síður en meðal- slappur ameriskur reyfari, sem hér er sýndur i tíma og ótíma. Sænsku myndirnar tvær ollu mér nokkrum von- brigðum, ekki vegna tæki- leg frágangs eða framsetn- ingu efnisins, heldur vegna efnisleysis. Sven Klangs kvintctt verkaði óhemjulangdreginn um lít- ið annað efni en list gegn verzlunarvöru. Að visu vérð ég*að viðurkenna það að jazz-unnandi hef ég aldrei verið og ekki sterk- ari í sænsku en svo, að skánska málýskan gerðí myndina nær óskiljanlega. ÍLangtborta och nára gerir leikstjórinn, Marianne Ahrne (hennar fyrsta langa mynd), eftirtektar- verða tilraun til að lýsa sambandi án samtala milli sjúklings (ungs manns) á geðspítala og einnar starfs- stúlkunnar. En myndin fetar i for- spor margra annarra verka um svipað efni, þar sem stofnunin og þjóðfélagið er hin geðveiki aðili en sá, sem dregur sig inn i skel sína til að forðast þetta ástand, er hinn heilbrigði. Efnislega hefur myndin þvi litið nýtt fram að færa. Danska myndin Drengir eftir Nils Malmros kom mér skemmtilega á óvart. Lýsingar Malmros á þrem- ur æviskeiðum drengs — 6 ára, 17 ára og 24 ára — og reynslu hans i kynferðis- iegum efnum, eru gerðar af mikilli næmni og kitl- andi kimmnigáfu, sem minnir á bestu myndir tékknesku bylgjunnar, sér i lagi myndir Formans (Svarti Pétur, Ástir ljós- hærðrar stúlku). Blindur féiagi eftir Hans Kristen- sen reyndist fremur lang- dregin og ruglingsleg mynd um húsnæðismál. Kjarni myndarinnar er að vísu áróður um verndun gamals húsnæðis og ádeila á hinar ómannúðlegu blokkabyggingar, en myndin er gerð í „þriller”- stil, sem ekki virðist sam- rýmast efninu að öðru leyti. Oss frá Noregi, sem er fyrsta mynd Lailu Mikkelsen, er að mörgu leyti athyglisverð, sérstak- lega i lýsingum á unga fólkinu, sem skyndilega varð að breyta um lífshætti og fara að yrkja jörðina. Þó efnið sé einfalt, ber mynd- in vott um gott handbragð og ef til vill er meir að vænta af norskum mynd- um en hingað til hefur ver- ið hugað. Að lokum aðeins þetta. Eftir þessa kynningarviku er augljóst, að á Norður- löndum eru gerðar ýmsar kvikmyndir, sem fengur væri í að fá sýndar hér á landi. íslenzkir kvik- myndahúseigendur gerðu vel í því að reyna að fylgj- ast náið með þessari fram- leiðslu og fá til sýninga þær myndir, sem þeir teldu bestar hverju sinni. Eins og málin hafa þróast á undanförnum árum hefur myndum frá Norðurlönd- um sifækkað, þannig að varla sést lengur mynd þaðan. Er mál til komið að þetta ástand breytist og vonandi hefur þessi vika einhver áhrif í þá átt. LOMA (Sólarferð) eftir Risto Jarva. Ætli einhver hafi ekki kannast við efnið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.