Morgunblaðið - 04.10.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 04.10.1977, Síða 1
44 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 219. tbl.64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. AP-simamynd. Alsír: Hryðjuverkamennirnir eru horfnir með lausnargjaldið Gíslarnir allir heilir á húfi er yfirvöld í Alsir hafa skýrt frá Alsir — 3. október — Keuter YFIRVÖLD í Alsír verjast enn allra frétta um afdrif flug- ræningjanna fimm, sem í dag gáfust upp og slepptu síöustu 1!) gfslunum sem þeir höfðu á valdi sínu. Einnig er allt á huldu uin ferðir þeirra sex hryðjuverka- manna. sem flugræningjarnir fengu framselda í Dacca ásamt sex milljón dala lausnargjaldi fyrir farþega japönsku þotunnar, en bæði flugræningjarnir og hinir framseldu hryðjuverka- mcnn eru félagar f „Japanska rauða hernum" svokallaða. Skömmu eftir uppgjöfina var haft eftir áreiðanlegum heimildum að lausnarféð hcfði verið gert upptækt, en þa*r fregnir virðast nú úr lausu lofti gripnar. Hryðjuverkamennirnir stigu út úr þotunni þar sem hún stóð á brautarenda á Hvítahúss-flugvelli í Algeirsborg í um það bil þriggja kílómetra fjarlægð frá flugstöðv- arbyggingunni. Uppgjöfin átti sér stað um tveimur stundum eftir að þotan lenti á flugvellinum, að því og var glæpamannahópnum þegar ekið á braut í bifreiðum á vegum hins opinbera. Enn er allt á huldu um samninga flugræningjanna við yfirvölci i Alsír. Borizt hefur þakkarskeyti frá japönsku stjórninni til stjörnar- BREYTINGAR. sem gefa til k.vnna að á næstunni verði út- nefndur fyrsti varaforseti Sovét- ríkjanna, hafa nú verið gerðar á æðstu stöðum í Kreml. Hafa tveir gamalreyndir og aldraðir komm- únistaleiðtogar, Kuznetsov vara- utanrfkisráðherra og Chernyenko ritari kommúnistaflokksins, feng- innar i Alsír fyrir milligöngu um að gíslunum yrði sleppt heilum á húfi, og í Tokýó er haft eftir hátt- settum embættismönnum að þess verði ekki fariö á leit við Alsir- menn að hryðjuverkamennirnir og fangarnir fyrrverandi verði framseldir. Eftir að flugræningjarnir og Framhald á hls. 28 ið sæti scm sjálfkjörnir í stjórn- málanefnd flokksins. Eru sjáll'- kjörnir fulltrúar f stjórnmála- nefndinni þar með orðnir átta að tölu, en alls eiga sa>ti f nefndinni fjórtán menn, og er sú tala óbreytt. Ýmislegt er talið bcnda til þess að Andrei Gromyko utan- ríkisráðherra verði kjörinn fyrsti Framhald á bls. 28 Verður Gromyko kjörinn varaforseti Sovétríkjanna? IVIoskvu — 3. októbor. — Routor Japanski sendiherrann í Alsír fagnar farþegum DC- 8 þotu Japan Airlines við flugstöóvarbygginguna. Farþegarnir virtust ánægðir og vel haldnir en þreyttir. Alsírstjórn, sem samdi við flugræningjana um frelsun gíslanna, bauð fólkinu til veizlu í flug- stöðvarbyggingunni áður en það hélt sína leið, frels- inu fegið eftir þrengingar undanfarinna fimm daga. Sakargiftirnar, sem birtar hafa verið á hendur Indiru, eru tvi- þættar. Hún á að hafa samið um olíu- og gassölu til fransks fyrir- tækis gegn betri vitund, en afleið- ing samningsgerðarinnar er sögð hafa verið gífurlegt fjárhagslegt tap fyrir rikiskassann. Þá er hún sökuð unt að hafa misnotað að- stöðu sina sem íorsætisráðherra og lagt undir sig 107 jeppabifreið- ar til afnota i eigin þágu í sam- bandi við kosningaundirbúning- inn í vor sem leið. Ásaml Indiru Gandhi voru Indira Gandhi umkringd lögreglumönnum og samherjum við heimili sitt í dag, rétt áður en handtakan fór fram. (AP-slniamynd) Indira handtekin — sökuð um spillingu N< ju Delhí — 3. október. Reuter — AP INDIRA Gandhi, fyrrverandi for- sætisráðherra Indlands, var hand- tekin á heimili sínu f dag. Hún er sökuð um spillingu f stjórnsýslu. Er Indira Gandhi gekk út úr húsi sínu til móts við lögregluna var hún klædd hvítum sari og bogaði af henni svitinn. Hún rétti út hendurnar og spurði lögreglu- menn hvort þeir ætluðu ekki að handjárna sig, en þeir kváðu það óþarfa. Því na*st ávarpaði Indira mannfjölda, sem safnazt hafði saman fyrir utan húsið, og sagði þá meðal annars að ákærurnar á hendur henni væru tilbúningur og til þess ætlaðar að sverta hana í augum þjóðarinnar. Aður en handtakan fór fram átti Indira tveggja stunda fund með nánustu ættmennum sinum og ýmsum helztu leiðtogum Kongressflokks- ins. handteknir þrir nánir samherjar hennar, sem sæti áttu i siðustu rikisstjórn hennar, tveir mikils- megandi iðnrekendur, tveir hátt- settir embættismenn og einkarit- ari, sem var í þjónustu hennar þann tíma, sem yfirlýst neyðar- ástand ríkti i lok ráðherratíðar hennar. Nýlega sagði Indira Gandhi að liklega yrði hún handtekin innan tiðar, og er hún var færð á braut i dag fylgdu fjölmargir stuðnings- menn hennar í kjölfarið. Að und- Ianförnu hefur virzt svo sem vegur Indiru færi vaxandi á ný, en hún lét svo um mælt í dag að með handtökunni væri rikisstjórnin að reyna að koma i veg fyrir að hún gæti snúið sér til þjóðarinnar og öðlazt stuðning hennar. Barns- rán íGenf (ienf —3. októbcr — Rcutcr TVEIR vopnaðir menn rændu í morgun fimm ára gamalli telpu, sem er af bólivískum ættum. Fjölskylda telpunnar er vellauðug, en barnsránið átti sér stað er hún var að leggja af staö í lcikskóla í fylgd með bifreiðarstjóra. Var hann f þann vcginn að setjast undir stýri þegar mennirnir tveir birtust og greiddu hon- um höfuðhögg. Litla telpan, Graziella Ortiz Patino, gerði tilraun til að flýja, en glæpa- mennirnir náðu henni og óku síðan af stað á ofsahraða í Ijós- blárri Alfa Romeo-bifreið, sem þeir höfðu falið rétt við heimili telpunnar. Skömmu eftir að ránið átti sér stað var hringt til foreldra telpunnar og sagt að hún væri Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.