Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 3 Vöruflutningabifreiðin á hliðinni á Holtavörðuheiði Ljósm. Mbl. F.J. Umferðaróhöpp á Holtavörðuheiði Stað, Hrútafirði — 3. október. — Allharður árekstur varö sl. laugardag milli fólksbifreiða, annarrar úr Reykjavik og hinnar frá Akureyri, við varnargirðingu sauðfjárveikivarna á Holtavörðuheiði. Báðar bifreiðarnar skemmdust mikið en slys urðu ekki á fólki. Siðan varð annað umferðarslys á sunnudag á há-heiðinni skammt norðan við sæluhúsið, er stór vöruflutningabifreið með tengivagn valt út af veginum en vagninn stóð eftir á hjólunum við vegarbrúnina. Ekki urðu slys á mönnum í þessu óhappi og varningur skemmdist ekki. — M.G. Starfsfólki Þörungavinnslunnar sagt upp í 3. sinn á einu ári Alþingiskosningarnar: Listi Sjálfstæðis- flokksins á Vest- fjörðum lagður fram KJÖRDÆMISÞING sjálfsta'ðis- manna á Vestfjörðum var haldið i Hnífsdal um helgina og var þar ákveðinn listi sjálfstæðismanna í kjördæminu við komandi alþingiskostingar og eru efstu sæti listans óbreytt frá sfðustu alþingiskosningum, en listinn er þannig skipaður: 1. Matthías Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra. 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður. 3. Sigurlaug Bjarnadóttir, alþingismaður. 4. Jóhann Árna- son, sýslumaður, Patreksfirði. 5. Engilbert Ingvarsson, bóndi Tyrfilmýri, N-ís. 6. Þórir H. Einarsson, skóiastjóri, Drangs- nesi. 7. Einar K. Guðfinnsson, nemi, Bolungarvík. 8. Jón G. Stefánsson, framkvæmdast jóri, Flateyri. 9. Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri. Patreksfirði 10. Kristján Jónsson, stöðvarstjóri, Hólmavík. 20 þúsund fjár slátrað í Laugarási Syðra-Langholti. 3. októhor. SLÁTRUN er nú hafin í sláturhús- inu i Laugarási. Alls verður slátr- að um 20 þúsund fjár í haust, og virðist fallþungi vera i slöku með- allagi. Ekki er nákvæmlega vitað um heimtur enn, þar sem eftirleit verður ekki fyrr en eftir næstu helgi. frrll arilari. Miðhúsum, 3. október. ÞÖRUNGAVINNSLAN hefur enn einu sinni sagt upp starfs- fólki sínu en á rúmu ári hefur sá atburður gerst þrisvar sinnum, jafnframt hefur stjórn verk- smiðjunnar ráðið Ömar Haralds- son verksmiðjustjóra Þörunga- vinnslunnar forstjóra fyrirtækis- ins. Hér er taiið, að þessar uppsagn- ir brjóti í bága við gerðir fyrri hluta aðalfundar Þörungavinnsl- unnar, en þar var frestað til haustsins að taka markverðar ákvarðanir varðandi rekstur verksmiðjunnar og þar undir falla að sjálfsögðu vinnuöryggi fastráðins starfsfólks. Framhalds- aðalfundur hefur ekki verið boð- aður ennþá, annars hefur rekstur verksmiðjunnar gengið all vel i sumar, en það verður að afla verk- smiðjunni meiri verkefna, því hún þarf að ganga lengur en 3—4 mánuði á ári, en talað hefur verið um þara- og fiskþurrkun i því sambandi. — Sveinn. Prófkjör Alþýðuflokksins: Björgvin BJÖRGVIN Guðmundsson, skrif- stofustjóri, vann öruggan sigur i prófkjöri Alþýöuflokksins um fyrsta sætið á lista flokksins í væntanlegum borgarstjórnar- kosningum, og Sjöfn Sigurbjörns- dóttir sömuleiðis um annað sætið. Alls greiddu 2893 atkvæði í prófkjörinu, ógildir seðlar voru sigraði 54 og 4 auðir. Björgvin hlaut 1448 atkvæði, Eyjólfur Sigurðsson 817 atkvæði og dr. Bragi Jósefsson 534 atkvæði. Keppninni um annað sætið fékk Sjöfn Sigurbjörnsdóttir 1271 at- kvæði en Elías Kristjánsson 335 atkvæöi. Þessari mynd smellti Ijósm. Mbl. Kristinn Ölafsson af er óku Uxahryggi, en á þeirri leið var margur pollinn stór. Ómar og Jón Ragnarssyn- ir sigruðu í nætur-rallinu BR/EÐURNIR Ömar og Jón Ragnarssynir sigruðu í rall- keppninni sem fram fór á Suðurlandi um helgina, en keppnin var sú mesta sinnar tegundar sem fram hefur farið hérlendis. Stóð hún yfir í tutt- ugu klukkustundir og ekin var um 950 kílómetra vegalengd. Keppnin hófst við Hótel Loft- leiðir sl. laugardag og lauk á sama stað á sunnudag. Alls lögðu 17 bifreiðir upp í nætur-rallið, en 15 luku keppni. Voru flestar bifreiðarnar nokk- uð illa útleiknar þegar upp var staðið, enda hafði erfið leið ver- ið lögð að baki. Fyrsti kafli leiðarinnar lá um Reykjanes og Suðurlandsundirlendi. Þá tók við erfiðasti kafli leiðarinnar, Framhald á bls. 28. Sigurvegararnir f nætur- rallinu, Jón og Ómar Ragnars- synir, ásamt umboðsmanni Simea hér á landi, Jóni Hákoni Magnússyni, og formanni Bif- reiðafþróttaklúbbs Reykjavík- ur, Arna Bjarnasyni. Ljósm. Hcimir Stlgsson. Annar háhyrninganna kominn um borð í þotu Fiugleiða á Kefla- vfkurflugvelli á sunnudagsnótt. Eins og sjá má, var rétt með naumindum að búr skepnunnar slyppi um borð. Háhyrning- arnir komn- ir til Hollands IlAHYRNINGARNIR tveir, sem Guðrún frá Ilafnarfirði kom með til Grindavfkur á föstudagskvöld, fóru með Boeing-þotu Flugleiða til Hollands á sunnudagsnótt og gekk ferðin vel. Annað dýrið verð- ur f sædýrasafni f Hollandi, en hitt verður sent til San Diego f Kali- forníu eftir nokkurn tlma. Jón Gunnarsson, forstöðumaður Sædýrasafnsins i Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið i Framhald á bls. 28. Jónsbók fór á 108 þús. kr. GUÐMUNDUR Axelsson kaup- maður í Klausturhólum hélt fyrsta bókauppboð vetrarins á laugar- dag, en þá voru boðnar upp 200 bækur og á uppboðinu seldust ba'kur fyrir 1800 þús. kr. að með- töldum söluskatti. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Jónsbók Magnúsar Stephensens hefði selzt á 108 þús. kr. að meðtöldum sölu- Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.