Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 16 Grein eftir fréttamann franska blaðs- ins Express, Edouard Bailby, sem fór til að kynna sér samskipti Norðmanna og Sovétmanna á Spitzbergen, eftir að sovézk þyrla fórst þar Rússamir á Sntzbergen Norsk þyrla hnitaði hringi í loftinu ok settist svo á heim- skautafsinn í nánd við flakið af sovézkri MI 8 þyrlu. Hún lá þarna afvelta á bakinu með skíðin upp í loftið. Búið var að fjarlæsja öll tækin um borð, ok hög{;va leifarnar í spað með öxi. Ekkert lífsmark sást þarna lengur. Landst jóranum á Spitzber- gen, norska eyjaklasanum í Norðuríshafinu, er gert aðvart og hann hraðar sér til Barents- burg, annarrar tveggja byggða Sovétmanna á eyjunum. „Við vorum að finna þyrlu,“ sagði hann og furðaði sig á því að hafa ekki verið látinn vita. Sovézki ræðismaðurinn fór dá- lítið hjá sér þegar hann viður- kenndi að ein MI 8, sem var að flytja „jarðfræðinga", hefði farizt fyrir hálfum már.uði, Tala slasaðra var sjö, sagði hann. Þessi atburður frá í ágúst- mánuði olli nokkru fjaðrafoki í Noregi. Ekki voru liðnir nema nokkrir mánuðir síðan fundizt hafði yfirgefinn sovézkur jeppi á sömu slóðum, sunnanvert á eyjunni. Rússarnir eru sýnilega að auka mjög umsvif sín á þessu ári. ,,Við erum þarna með jarðfræðingahóp:,“ er eina skýringin þeirra. Norðmenn eru alls ekki sannfærðir um að svo sé. Þvi Spitzbergen er orðin hernaðarlega mjög mikilvæg. Sovézki flotinn, sem hefur að- alstöðvar í Murmansk á Kóla- skaga og hefur svarfssvæði sitt á Atlantshafi, hefur ekki aðra útgönguleið til vesturs en hafið milli Spitzbergen og Noregs. Þetta 700 kílómetra breiða sund getur samt hvenær sem er rúmað 500 ofansjávarvirki þeirra og 200 kafbáta, sem sum- ir hverjir eru búnir kjarnorku- eldflaugum. Til þess að tryggja sér þessa leið, eru Rússar allt annað en reiðubúnir til að fara fra Spitzbergen. Þeir eiga líka rétt á að vera þar. Þeir voru í hópi 40 annarr: þjóða, þar á meðal Frakka, Bandaríkjamanna, Breta og Kínverja, sem undirrituðu Parísarsamninginn 1920, er við- urkenndi lögsögu Norðmanna yfir eyjunum. Sovétmenn fengu þar með sama rétt og hinir. I 3. grein er tekið fram, að borgarar þeirra þjóða, sem undirrituðu, hafi frjálst ferða- leyfi um Spitzbergen og megi fullkomlega tíl jafns við aðra stunda þar „hvers konar sjó- mennsku, iðnað, námugröft og verzlun". I krafti þessarar greinar hafa Sovétmenn —ein- ir þjóða fyrir utan Norðmenn — rekið tvær kolanámur síðan i lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar, þ.e. í Barentsburg, aðseturs- sfað ræðismanns þeirra, og í Pyramiden. Alls munu þar vera 2500 manns. Spitzbergen hefur lengst af verið gleymt umheiminum enda rikir þar 3‘A mánaðar skammdegismyrkur. Á 18. öld hættu sér nokkrir bjarndýra- veiðimenn, flestir rússneskir, inn á þetta 62 þúsund ferkíló- metra fjalla- og jöklasvæði. Norðmenn settust í rauninnj ekki að þar fyrr en skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina, þegar þeir hófu þar námugröft. Nú vinna þeir þar um 450 þús- und tonn á ári, nokkru meira en Sovétmenn. Tækniframfarir og breytingar Tvisvar sinnum i viku flýgur DC-9 flugvél með rauðum bólstruðum sætum þangað á hálfum öðrum tíma, og tengir þannig nyrzta odda Noregs við Longyearbyen, hina litlu ,,höf- uðborg“ Spitzbergens. íbúarnir eru rétt um þúsund, en við bæt- ast nokkrir tugir jarðfræðinga, verkfræðinga og ta?knimanna, sem dreifast á Ny Aiesund og Svea. „Þangaó til í september 1975, þegar þessi 2200 metra flug- braut va'r tekin í notkun, lokaði veturinn okkur alveg frá um- heiminum," segir Ottar Saeboe, flugvallarstjórinn á staðnum. — Frá því í nóvember og fram i maí getur ekkert skip komizt i gegnurrt þykkan ís, sem þekur firðina á eynni. Nú er nýr tími upp runninn á Spitzbergen. — Við viljum þó leggja áherzlu á yfirráðarétt okkar yfir eyjunum, segir Egil Jensen, varalandstjóri. Tækniframfarir hafa með flugvöllum og fjarskiptasam- bandi gert þá stefnu fyllilega raunhæfa. Á strönd Spitzber- gens er radíóstöð, en segul- bylgjur gera hana stundum óvirka í 2—3 klukkutíma i einu. Til að koma í veg fyrir það, er ætlunin að koma á loft gervi- hnetti innan tveggja ára. Þá munu íbúar í Longyearbyen geta hringt beint til Óslóar, Rómar eða Parisar. Ennþá eru það há laun og skattfríðindi að hálfu, sem freista fólks til að dvelja nokk- ur ár þarna norður frá. Stjórn- in vill þó að mun fleiri setjist þar alveg að, eins og þeir fáu sem búið hafa á Spitzbergen í 20—30 ár. Þeir eiga líka hrós Aðsetur Sovétmanna í Barentsburg, og vara- ræðismaður þeirra. skilið. Longyearbyen liggur við langan fjörð, þar sem ekki sést annað en nokkrir lágir ísjakar marrandi í kafi að sumrinu, auk áætlunarbátsins. Milli flug- vallarins, bæjarins og kolanám- anna þriggja uppi i fjallshlíð- um liggur 35 kilómetra langur holóttur vegur. Einn áætlunar- bíll, þrir leigubílar, nokkrir tugir einkabíla og um 500 skellinöðrur sjást á strjálingi. Það er allt og sumt. Uppbygg- ing samfélagsins I Longyearby- en samanstendur af frírri síma- þjónustu, bjórstofu sem opin er þrisvar sinnum í viku, sjúkra- húsi, einum skóla, einni verzl- un, pósthúsi og íbúðarhúsum. Hótel er sem betur fer rekið fyrir þá gesti, sem leggja leið sína þangað. En hver sem er getur ekki farið til Spitzbergens. Stjórn- völd í Noregi hafa strangt auga með ,,ferðamönnum“, sem nota sér flugsamgöngurnar og demba sér niður hvar sem cr á eyjunni. Þeir voru næstum hálft þúsund i ár. Iðulega er þetta fólk illa út búið og verður matarlaust áður en dvalartim- inn er liðinn, svo að landstjór- inn verður iðulega að láta einu þyrluna fara í björgunarstörf, en það tefur hana auðvitað frá eftirlitsstörfunum, sem henni er ætlað að gegna. Eftirliti er uppi haldið á Spitzbergen, þó ekki beri mikið á því. Einkum beinist það að því að sjá til þess, að 9. greinin í Parísarsamningnum sé virt, en samkvæmt henni eru öll flota- mannvirki bönnuð, svo og hvers konar hernaðarnot, hverju nafni sem þau nefnast. Aftur á móti mega allir ibúar þeirra landa, sem undirrituðu samninginn, stiga þar á land án vegabréfs eða annarra skil- ríkja. Þetta kunna Sovétmenn að notfæra sér. Þrisvar sinnum í mánuði að sumrinu siglir skip frá Murmansk til Barentsburg- ar. Norðmenn hafa enga mögu- leika á að vita hverjir koma í land af skipinu. Aftur á móti fá þeir farþegalista úr TU 154 flugvélinni, sem hefur einu sinni i mánuði áætlunarflug milli Moskvu og Longyearbyen, með viðkomu i Murmansk. Flugsamgöngurnar eru ekki hvað sízt tilefni til missættis milli Norðmanna og Sovét- manna. Undir því yfirskyni að þeir þurfi að tryggja viðhald á flugvélum sínum og auðvelda starf sovézku flugmannanna, sem ekki tala orð í ensku, and- stætt öllum venjum, eru fimm starfsmenn Aeroflot látnir búa I Longyearbyen. Þeir hafa þó ekkert samband við íbúana. „Þetta þykir okkur nokkuð margir menn fyrir ekki meiri umferð," segja Norðmenn. Sovétmenn hafa með þeirri kunnu aðferð að draga á asna- eyrunum, tekið sér ýmiss konar bessaleyfi, sem ekki beinlínis brýtur Parísarsamninginn. „Samskipti okkar eru formleg," segir landstjórinn, sem einu sinni í viku á fund með sovézka ræðismanninum I Barentsburg. Sovétmenn virða samninginn, en þeir túlka hann bara ekki alltaf á sama hátt og við.“ Af því stafa auknar ýfingar. I síðastliðnum mánuði kom Kirichenko, sendiherra Sovét- ríkjanna og tengdasonur Andreis Gretehkos marskálks, fyrrverandi landvarnaráð- herra, I annað sinn alveg óvænt til Longyearbyen ásamt þremur mönnum úr utanríkisþjónustu Sovétmanna. Eftir að hafa fengið tilkynningu um þetta’Trá sinum mönnum, hélt varaland- stjórinn út á flugvöll. Utanrík- isþjónustumennirnir fjórir létu sem þeir sæju hann ekki og stungu sér inn í flutningabíl, Framhald á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.