Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 27 H ÁFENGISKAUPVAR UPPHAF EIDDU HL DAUÐAGUÐMUNDAR 0 Sakborningarnir koma frá réttarhöldunum í gær. Sævar Marínó Ciesielski er lengst til vinstri með vindling í hend- inni. Kristján Viðar ViSarsson er í miðið í hvitri skyrtu og lengst til hægri erTryggvi Rúnar Leifsson með umslag í hendi Aðrir á myndunum eru rannsóknarlögreglumenn, en alls gættu sex lögreglumenn sakborninganna þriggja. dómsrannsókn. sem hófst hjá saka- dómi Reykjavíkur á þessu ári Sú rannsókn skiptist i fjóra þætti í fyrsta lagi að sannreyna frekar um ferðir Guðmundar Einarssonar að kvöldi 26 janúar 1974 og aðfararnótt 27 janúar í öðru lagi að rannsaka ferðir hinna ákærðu umrætt kvöld í þriðja lagi að reyna að fá nánari vitn- eskju um átökin sjálf. sem leiddu til dauða Guðmundar í fjórða lagi að reyna á fá nákvæmari upplýsingar um líkflutningana, fyrst frá Hamarsbraut út í Hafnarfjarðarhraun og siðan um flutn- ing á likinu þaðan á óþekktan stað Hitti Kristján við Skiphól Samkvæmt þvi, sem fram kom i þessum yfirheyrslum. fór Guðmundur Einarsson að heiman frá sér umrætt kvöld ásamt vini sinum. Þeir fóru i hús í Garðahreppi og dvöldu þar um stund hjá vinafólki sinu en um klukkan 23 fór allt fólkið á dansleik í Alþýðuhúsið i Hafnarfirði. Man vinafólk Guðmundar eftir honum á dansleiknum alveg fram undir lok hans, en dansleiknum lauk klukkan tvö. Áður en dansleiknum lauk, varð Guðmundur viðskila við vinafólk sitt og virðist sem hann hafi farið einn út úr húsinu Gekk hann upp Reykjavikurveginn í rttina til Reykja- víkur og hefur eflaust ætlað sér að fá bílfar til Reykjavíkur og neðarlega á Reykjavikurveginum, rétt við veitinga- húsið Skiphól, hefur hann hitt Kristján Viðar, en þeir þekktust frá þvl þeir voru saman i Austurbæjarskólanum Laust eftir klukkan tvö óku tvær stúlkur fram- hjá Guðmundi á Strandgötu á móts við húsið númer 6 og var hann þá að reyna að fá bilfar Með honum var piltur, sem stúlkurnar þekktu ekki Þær ætluðu að stöðva bifreiðina og bjóða þeim far en hættu við það, þar sem þeim fannst pilturinn, sem var með Guðmundi. áberandi ölvaður Báðar þessar stúlkur voru kallaðar til yfir- heyrslu og við athuganir á Ijósmyndum hjá lögreglunni bentu þær báðar á mynd af Kristjáni Viðari og kváðu mjög liklegt að hann væri pilturinn. sem var með Guðmundi umrædda nótt Einnig fór fram sakbending hjá lögreglunni, þar sem Kristján var í hópi 8 nemenda úr lögregluskólanum og bentu báðar stúlkurnar á Kristján Viðar úr þeim hópi og tölu nær víst, að hann hefði verið fylgdarmaður Guðmundar á Strandgötunm þessa nótt Ökuferð til Haf narfjarðar Nú vikur sögunni að Kristjáni Viðari og þeim félögum Umrætt kvöld var Kristján heima hjá sér á Grettisgötu 82 Tryggvi Rúnar var hjá honum og drukku þeir áfengi og neyttu fíkniefna, m a. ofskynjunarlyfsins LSD. sem þeir höfðu útvegað sér hjá stúlku á Vestur- götunni Albert Klahn og piltur að nafni Gunnar Jónsson komu til þeirra um kvöldið en þeir fóru aftur burt og óku milli skemmtistaða um kvöldið Þeir félagar komu aftur heim til Kristjáns og fóru þeir nú allir í ökuferð og ók Albert Klukkan rúmlega eitt um nóttma óku þeir að starfsmannabústað Kópavogshælis, en þár var Sævar Marinó staddur hjá vinkonu sinni Var ætlunin að ná tali af Sævari og fá lánaða peninga fyrir áfengi Kristján fór að ræða við Sævar, en Sævar kvaðst ekki geta lánað þeim peninga Hurfu þeir félagar þá á brott og var næst haldið til Hafnarfjarðar og bifreið Al- berts, svört Volkswagenbifreið. stöðv uð neðst á' Reykjavikurvegi við skemmtistaðinn Skiphól Þar fóru Knstján og Tryggvi út úr bifreiðinni en Albert og Gunnar urðu eftir Þarna hittu þeir Guðmund Einarsson, sem var að reyna að fá far til Reykjavíkur Kristján spurði Albert hvort hann gæti ekið þeim til Reykjavíkur en Albert kvaðst ekki geta það Lögðu þeir þrir þá af stað eftir Strandgötunni i von um að ná þar í bilfar til Reykjavíkur en það gekk ekki Ekki virðast þeir hafa átt peninga fyrir leigubil Sem fyrr segir fengu þeir ekki bilfar, jafnvel þótt Tryggvi Rúnar feldi sig bak við skúra á Strandgötunni i þeirri von að menn stoppuðu frekar ef tveir menn veifuðu en þrir Var þá ákveðið að halda heim til Sævars og Erlu á Hamarsbraut til þess að fá þar lánaða penmga fyrir leigubil Gengu þeir þrir saman, Guð mundur, Kristján og Tryggvi Rúnar, að H marsbrautinni Sundurorða vegna áfengiskaupa Þegar þeir komu að Hamarsbraut var enginn heima Kristján Viðar skreið þá inn um glugga og hleypti Guðmundi og Tryggva Rúnari inn Skömmu siðar komu þeir að húsinu Albert Klahn og Gunnar Jónsson og rétt á eftir þeim kom Sævar Ciesielski heim Fljótlega eftir að þeir komu inn í húsið byrjuðu átökin Kristján Viðar hefur skýrt svo frá að hann og Tryggvi Rúnar hafi byrjað að neyta fikniefna og hafi hann boðið Guðmundi að fá en hann hafði brugðizt hinn versti við og neitað Um svipað leyti var farið að ræða mögu- leikana á þvi að kaupa áfengi og kvaðst Kristján hafa átt hugmyndina að því Vildi hann að Guðmundur legði fram fé til kaupanna en hann vildi það ekki Útaf þessu öllu varð mönnum sundur- orða og kvaðst Kristján hafa veitt þvi næst athygli að átök voru byrjuð milli Sævars og Guðmundar Tryggvi Rúnar hafi siðan blandað sér i átökin og slegið til Guðmundar og hafi hann fallið við Hefði Sævar þá stokkið fram og sparkað i Guðmund en siðan lokað sig inni á salerni Guðmundur hefði risið upp ákaflega reiður og öskrað til sin, þ e Kristjáns, hvað það ætti að þýða að draga sig f svona dópistabæli Hefði hann siðan ráðizt á sig og kvaðst Kristján hafa tekið á móti og slegið Guðmund f gólfið Sævar sagði i sinum framburði að hann hefði séð Kristján slá Guðmund og Tryggva Rúnar leggja á hann hendur en sjálfur hefði hann lokað sig inni á salerni og þegar hann kom þaðan út hefði Guðmundur legið meðvitundarlaus á gólfinu Tryggvi Rúnar sagði að átökin hefðu byrjað milli Sævars og Guðmundar inni í ibúðinni Sævar hefði lent undir og kallað á hjálp og hefði hann skorizt í leikinn og þá fengið högg frá Guðmundir Tryggvi kvaðst hafa slegið á móti og hefði þá Guðmundur fallið i gólfið Hann kvaðst muna það að Guðmundur hefði venð dasaður á eftir og þá hefði Sævar komið og sparkað í höfuð hans og hefði þá Guðmundur fallið á gólfið og ekki hreyft sig eftir það Þess skal getið að þessi framburður Tryggva Rúnars var gefinn við fyrstu yfirheyrslur en við dómsrannsóknina hefur hann haldið þvi statt og stöðugt fram að hann hafi ekki verið viðstaddur þegar Guðmundur lét lifið í ibúðmni í Hafnar firði, og hefur hann því ekki gefið fyllri framburð eins og aðrir sakbornmgar i málinu Albert og Gunnar fóru af vettvangi Albert Klahn og Gunnar Jónsson voru viðstaddir upphaf átakanna en hurfu á braut áður en þau voru um garð gegnin Albert kvaðst muna að Tryggvi Rúnar og Kristján lögðu hart að Guðmundi að leggja fram peninga til áfengiskaupa en hann hafi færzt undan Átök hefðu byrjað og kvaðst Framhald á bls. 28 nálftutningi í Guömundar- og Geirfinns- hófst í sakadómi Regkjavíkur í gœr stiklað á því stærsta vegna rúmleysis Hvarf Guðmundar Einarssonar var til- kynnt til lögreglunnar að morgni 29. janúar 1974 Hann hafði farið á dans- leik ásamt vinum sínum í Alþýðuhúsið i Hafnarfirði og haft viðkomu í húsi í Garðahreppi. Var áfengi haft um hönd. Þegar Guðmundur kom ekki heim til sín var hvarf hans tilkynnt og leit hafin, en hún bar ekki árangur Guðmundur bjó hjá foreldrum sínum í Blesugróf í Reykjavík. Hann starfaði hjá Pétri Snæ- land h.f. og hafði hin beztu meðmæli vinnuveitanda síns Erla leysir frá skjóðunni Rétt tæpum tveimur árum eftir hvarf Guðmundar komu fram nýjar upplýs- ingar i málinu. Það var hinn 20. des- ember 1975 að tekin var skýrsla af Erlu Bolladóttur, sem þá hafði setið í gæzluvarðhaldi í 7 daga vegna 950 þúsund króna fjársvika út úr Pósti og sima. sem hún og sambýlismaður hennar, Sævar Marinó, voru sek um I skýrslunni lét Erla að því liggja að hún hefði vitneskju um hvarf Guðmundar Einarssonar en skömmu áður hafði lögreglunni borizt til eyrna, að Sævar kynni að vera viðriðinn hvarf hans. Erla gaf nú nákvæma skýrslu um málið og kom þar fram, að hún hefði, aðfarar- nótt sunnudagsins 27 janúar, vaknað í svefnherbergi kjallaraíbúðar þeirrar, sem hún og Sævar bjuggu í á Hamars- braut 1 1 í Hafnarfirði. við einhvern umgang frammi á ganginum Leit hún fram og sá þá SæVar, Kristján Viðar og Tryggva Rúnar vera að rogast með einhvern stóran og þungan hlut vafinn í lak. Sá hún fljótt að í lakinu var mannslíkami. Greip hana mikill óhugur svo að hún greip andann á lofti. Kom Sævar þá til hennar og bað hana að segja engum frá því, sem þarna væri að gerast Þennan sama dag voru teknar skýrsl- ur af Sævari og Kristjáni en þeir sögð- ust ekkert kannast við málið Albert Klahn Skaftason var tekinn til yfir- heyrslu 23 desember og játaði hann að hafa komið að Hamarsbraut þessa umræddu nótt og hefðu þeir Sævar, Kristján og Tryggvi komið með þungan poka út úr húsinu Var pokinn settur i bílinn og síðan ekið suður fyrir Hafnar- fjörð út í hraun að fyrirsögn Sævars Þegar út í hraun var komið var bifreiðin stöðvuð og fóru þremenningarnir með pokann út í hraun í náttmyrkrinu og í kjallara þessa húss að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði var Guðmundi ráðinn bani. dvöldust þar i 1 5—20 mlnútur Komu þeir tómhentir til baka og var ekið til Reykjavíkur Á leiðinni skaut Sævar því að Albert, að lik hefði verið i pokanum Sævar Marinó var nú itrekað spurð- ur um málið en hann neitaði stöðugt að þekkja til þess en þar kom að hann viðurkenndi að hann vissi um afdrif Guðmundar Kristján og Tryggvi Rúnar neituðu sakargiftum. Myndin skýrist Sævar sat á þessum tíma I géezlu- varðhaldi en vegna rannsóknarinnar á hvarfi Guðmundar Einarssonar voru þeir Kristján, Tryggvi Rúnar og Albert úrskurðaðir i gæzluvarðhald Dagana 28. desember 1975 til 9. janúar 1976 voru stöðugar yfirheyrslur yfir gæzluvarðhaldsföngunum og tóku málavextir á sig allskýra mynd á þess- um dögum Játuðu nú allir þrir að Guðmundur Einarsson hefði komið i ibúðina umrædda nótt og til átaka hefði komið, sem hefðu leitt til dauða Guðmundar Við yfirheyrslurnar greindi þá á í nokkrum atriðum og kom greinilega i Ijós tilhneiging hjá þeim öllum til að gera þeirra eigin þátt í málinu sem minnstan Þó fékkst nokk- uð góð mynd af þvi sem gerðist í húsinu Hamarsbraut 1 1 þessa örlaga- nótt, aðdragandanum og eftirleik Hafa ber þó i huga að tveir þeirra manna, sem aðild eiga að málinu, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar, voru undir- áhrifum áfengis og fiknilyfja umrædda nótt Sú mynd, sem fékkst i frumyfir- heyrslum, átti eftir að styrkjast við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.