Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÖBER 1977 + Konan mtn KAROLÍNA BENEDIKTSDÓTTIR. Vesturgötu 23, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 1 þessa mánaðar Óskar Jónsson. + Faðir okkar, MAGNÚS S. MAGNÚSSON, prentari, andaðist á heimtli sínu, Ingólfsstræti 7B, laugardagmn 1 október Fyrir hönd vandamanna, Stella Magnúsdóttir. + Faðir okkar SIGUROUR FLYGENRING Laugateigi 7, lést í Landakotsspítalanum sunnudaginn 2 október Sigríður Flygenring, Einar Flygenring, Anna Flygenring. BERGSVEINN STURLAUGSSON. fyrrum húsgagnabólstrari, lést í Borgarspitalanum 30 september s I Aðstendendur. + Eiginmaður minn og faðir okkar KARLBJÖRNSSON, fyrrverandi tollvörður, lést að heimili sínu laugardaginn 1 október s I. Rósa Þorleifsdóttir og dætur. + Útför móður okkar, INGIBJARGAR ÖGMUNDSDÓTTUR, fyrrverandi símastjóra, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 5. október kl 14 Guðrún Guðmundsdóttir, Ögmundur Haukur Guðmundsson + Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGMUNDUR VIGFÚS EIRÍKSSON, verkstjóri, Lyngheiði 15, Hveragerði, verður jarðsettur, þriðjudaginn 4 október frá Fossvogskirkju, kl 1 30 Kristín Þorsteinsdóttir og böm. Bálför ÞÓRÐAR ANDRÉSSONAR. fyrrverandi oddvita Gufudalssveit, fer fram frá Fossvogskírkju miðvikudaginn 5 október kl 3 e h Helga Veturliðadóttir, böm, tengdabörn, barnaborn og fósturböm. Minning: Páll Jóhannesson, fyrrv, verzlunarstjóri Fæddur 15. október 1897 Dáinn 27. september 1977 PÁLL .Jóhannesson er látinn. Meó honum er genginn mikill dreng- skaparmaður. Við lát þessa vinar míns hvarflar hugur minn til löngu liðinna daga, eða rúmlega 50 ár eru nú liðin frá því að fundum okkar Páls bar fyrst saman. Ég var á ferð norður í land með þeim góðkunnu póstum Jóni i Galtarholti og Johanni á Val- bjarnarvöllum. Þeir þurftu að koma við í Klettstíu í Norðurárdal og hitta Pál, sem þar átti heima. Þá bjuggu í Klettstiu foreldrar Páls. Bróðir hans Jón og kona hans Sæunn Klemenzdóttir voru þá að mestu tekin við bú- forráðum, hvort tveggja viðkunn dugnaðar- og sæmdarhjón. Þá var búið í gamla bænum í Klettstiu, var þar hvorki hátt til lofts né vitt til veggja, en því meiri hjarta- hlýja og gestrisni og öllum, sem að garði bar tekið opnum örmum. Eftir fyrstu kynni mín af Páli þótti mér vænt um hann, því það leyndi sér ekki, að hér var dreng- lundaður öðlingsmaóur, sem öllum vildi gott gera og mátti segja, að góðviid, hæverska og lát- leysi væru höfuðeinkenni þessa góða drengs. Páll var fæddur að Klettastíu i Norðurárdal 15.10.1897 og vant- aði því aðeins fáa daga til að verða 80 ára gamall. Foreldrar hans voru Sigurborg Sigurðardóttir og Jóhannes Jóns- son, sem lengst af bjuggu í Klett- stíu. Eins og þá var títt, ólst Páll upp við venjuleg sveitarstörf en þó kynntist hann sjómennsku stuttan tima. Sveitin heillaði hann alltaf og hafði Páll mikið yndi af hestum og átti marga gæð- inga, sýndi hann hestunum mikla umhyggju og nærgætni. Á æsku- árum Páls var bílaöldin varla upp runnin, svo menn kepptust þá um að eiga sem bezta hesta og búa sem bezt að þeim. Páll vann í mörg ár hjá skipa- félagi því, sem rak Suðurlandið, sem eins og kunnugt er annaðist ferðir til Akraness og Borgarness. - 1932 gerðist Páll starfsmaður hjá verzluninni Edinborg hér í borg — og síðar verzlunarstjóri i sömu verzlun, þar sem hann vann þar til aldur takmarkar starf okkar. Páll var mjög traustur og vinsæll í starfi sinu og utan þess, enda ljúfmenni, léttur í lund og glaður og reifur á vinafundum. Ég mun alltaf minnast ferðalaga okkar hjónanna með Páli og hans ágætu konu í mörg sumur út á landið. Voru þær samverustundir okkar öllum óblandin ánægja, þar sem hægt var að varpa frá sér erfiði og áhyggjum og enduðu ferðalög þessi venjuiega með því að gist var á æskuheimili Páls hjá hans ágæta fólki i Klettstiu. Stærsta gæfuspor Páls var þegar hann giftist heitmey sinni, Unni Einarsdóttir skipstjóra Þorsteinssonar og konu hans Sig- rúnar Baldvinsdóttur (systur Jóns sál. Baldvinssonar banka- stjóra) 19. des. 1929. Eignuðust þau eina döttur, Helgu Ingi- björgu, sem gift er dr. Birni Sigurbjörnssyni forstjóra Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, þeirra dóttir Unnur Steina, menntaskólanemi. Heimili Páls og Unnar á Ás- vallagötu 37 er rómað fyrir gest- risni og myndarskap i hvívetna, en eins og vitað er, eru það hús- mðurnar, sem eiga sinn góða þátt í öllu, sem að heimilishaldinu lýtur. Voru það hjónin samstillt í því að veita gestum sínum vel og gera þeim heimsöknina sem ánægjulegasta. í veikindum sínum sýndi Páll stillingu og hugrekki og hjá honum heyrðist aldrei æðruorð og kona hans hjúkraði honum af þeirri umhyggju og ástúð, sem einkennir allar góðar konur. Nú hefur sól brugðið sumri, sár harmur er kveðin að ástvinum — og vinum, en á skilnaðarstund- inni er sú huggun harmi gegn, að aðeins eru skildar eftir ljúfar endurminningar um góðan dreng. Ég þakka Páli mínum eftirminni- leg og ánægjuleg kynni, sem lýsa eins og sólskinsblettur í endur- minningunni. Kr. Sveinsson. I dag er kvaddur hinstu kveðju Páll Jóhannesson til heimilis að Ásvallagötu 37 hér í borg, en hann lést á Landakotsspitalanum hinn 27. september s.l. Andlát hans kom okkur aðstendendum hans ekki á óvart, þar sem hann hafði átt við langvarandi veikindi að striða um nokkra hríð. Segja má með sanni að hvíldin sé jafnan friðsæl vegmóðum langferða- manni. Páll var fæddur að Klettstiu i Norðurárdal í Borgarfirði hinn 15. október 1897 og skorti því aðeins nokkra daga til þess að ná áttræðisaldri. Foreldrar hans voru hjónin Sigurborg Sigurðar- dóttir og Jóhannes Jónsson, sem bjuggu í Klettstíu í Norðurárdal alla sina búskapartíð. Páll var yngstur barna þeirra hjóna og jafnframt hið síðasta sem hverfur af þessum heimi. Systkini Páls voru: Jón bóndi í Klettstiu, Vilborg, sem búsett var i Hafnarfirði, og Guðlaugur skóla- stjóri í Landsveit i Rangárvalla- sýslu. Páll ólst upp í foreldrahúsum og ekki átti hann þess kost á að stunda landskólanám, enda tiðkaðist það ekki á uppvaxtarár- um hans. Ungur að árum fór hann til atvinnuleitar til Reykjavíkur og hér vann hann sitt ævistarf, en það voru verslunarstörf. Lengst mun hann hafa starfað hjá verlsuninni Edinborg í Hafnar- stræti, en þar var hann starfs- maður í nær 40 ár, og munu marg- ir eldri borgarar þessa bæjar kannast við Pál Jóhannesson og minnast glæsimennsku hans og lipurðar i öllum viðskiptum. + Jarðarför mannsins míns og föður okkar, VILHJÁLMS GUÐJÓNSSONAR, hljómlistarmanns, Sólheimum 27. fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik fimmtudaginn 6 október kl 1 30 Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélag íslands Ásta Albertsdóttir Ingunn Vilhjálmsdóttir Sigriður Vilhjálmsdóttir Páll kvæntist eftirlifandi konu sinni Unni Einarsdóttur árið 1929, mikilli sæmdar- og mann- kostakonu. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu, sem gift er dr. Birni Sigurbjörnssyni fram- kvæmdarstjóra. Heimili þeirra Páls og Unnar hefur lengstum verið á Ásvallagötu 37 hér ' borg. Ég minnist nú eftir nær 40 ár að á heimili þeirra heiðurshjóna, Páls og Unnar, kom ég ásamt eldri bróður mínum er ég kom í fyrsta skipti til höfuðborgarmnar. enda var ekkert sjálfsagðara. Heimiiis- faðirinn var föðurbróðir okkar bræðra og hin unga húsfreyja hafði unnið hug og hjörtu okkar ungra afdala sveina. Heimili Páls og Unnar var sérstakt í sinni röð og því munu þeir aldrei gleyma, sem því kynntust. Ekki var það vegna þess að húsrými væri þar mikið, heldur miklu fremur að hjartarúm var þar meira en oft gerist á íslenskum heimiium. Á heimili þeirra var því gott að koma, og þar hef ég átt margar ánægjustundir. Oft var gest- kvæmt á þvi heimili, og nú þegar Páll er kvaddur hinstu kveðju, vil ég færa þeim hjónum alúðar- þakkir fyrir hönd okkar allra, sem nutum ánægjunnar af að heimsækja þau. Einn þáttur i eðli Páls frænda míns, var ást hans á íslenska hestinum. Ég get fúslega játað að það litla, sem ég kann í hesta- mennsku, hef ég lært af honum og ég er glaður yfir því að hafa átt hann að læriföður i þeim efnum. Páll átti oft mjög góða hesta, bæði hér i borginni og heima í átthög- um sinum í Borgarfirði. Hann sat hest allra manna best og hafði gott lag á því að ná út úr þeim góðgangi. Slikt geta þeir einir, sem hafa náið samband við hest- inn, og þekkja hans innra eðli. Páll var friður maður ásýndum og mikið glæsimenni að vallarsýn. Hann bar sig allra manna best á götu og þá ekki siður þegar hann var sestur í hnakk á villtum gæð- ingi. Glaðvær var hann og geð- þekkur í allri umgengni. Hann gleymist þvi seint, þeim er hann best þekktu. í sumarleyfum sinum dvaldi Páll oftast ásamt konu sinni og dóttur á æskustöðvum sinum hjá foreldrum mínum í Klettstíu i Norðurárdal. Við fjórir ungir sveinar á þeim bæ biðum þess jafnan með óþreyju að Páll frændi kæmi í heimsókn ásamt Unni konu sinni og Helgu frænku, sem var á líku reki og við bræður. Þessar stundir man ég einna glaðastar frá mínum ungdómsár- um. Það er talsvert merkilegt að veita þvi athygli, hvernig vissir atburðir frá æskuárum mótast í huga manns þegar árin líða og aldurinn færist hljóðlega yfir. Páll og hans fjölskylda komu jafnan með ferskan andblæ inn á mitt æsku-heimili, andblæ sem við ungir sveinar höfðum á þeim árum ekki kynnst. Hann var í huga okkar bræðranna langferða- maðurínn sem lagt hafði land undir fót og kynnst heiminum, þótt hann næði ekki lengra en til Reykjavíkur á þeim árum. Svona mikið geta viðhorfin breyst á skömmum tíma, enda mun mörg- um þykja það all kostulegt nú á dögum. Allar ótemjur á heimilinu voru vissulega kannaðar meðan Páll var í heimsókn og að jafnaði voru nokkrir góðhestar i för með honum á þessum árum. Aldrei leit ég Pál glaðari en í þessum sumar- leyfisferðum sinum hér áður fyrr. í nánu sambandi við hestinn og borgfirska náttúrufegurð held ég að hann hafi unað sér best. Að mínu mati festi Páll frændi minn, aldrei rætur hér i borginni eða í þvi athafnalífi, sem hér hafði hastlað sér völl. Til æskustöðv- anna i Borgarfirði, til gróandans og frjórrar íslenskrar moldar, lágu rætur hans allar. Lokið er hjá Páli langri veg- ferð, en borgfirski drengurinn er aftur kominn heim. Blessuð sé minning hans. Ég og kona mín, bræður og öldruð móðir okkar bræðra send- um Unni, dóttur hennar Helgu og öðrum nánum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Klemenz Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.