Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 43 Karpov (Eftir 15. Rxe5 — Rxe5 kemur svartur fljótlega riddara á d4) h6 16. Rfl — Bd4! (Yfirráð svarts yfir d4 reitnum eiga eftir að reyn- ast hvítum dýrkeypt). 17.Bf4 — e5 18. Bel — Rb8 19. Rh4 — Rc6 20. a3 — a6 21. Rf5 — b5! (Svart- ur er nú í sókn á öllum vígstöv- um). 22. Bd2 — b4 23. axb4? (Eins og sést á framvindu skákarinnar var 23. a4 mun betri leikur í stöð- unni) Rxb4 24. Bxb4 — cxb4 25. Rle3 — Bc3 26. Hedl — a5 27. Rd5 — Bxd5 28. exd5 — Kh8 29. Hd3 — a4. 30. d6? (Nauðsynlegt var 30. bxa4 — Dxc4 31. Re3. Friðrik var hins vegar kominn í tímahrak og lék af sér) De5 (Nú verður hvítur að gefa skiptamun, því að svartur hótar 31. . . . e4 og 31. . . . a3 ) 31. Hxc3 — bxc3 32. Dxc3 — axb3 33. Hxb3 — Hb8 34. De3 (Hvað annað. Svartur hótaði 34. ... e4) Dxc4 35. Hd3 (Mun betri tilraun var 35. Hxb8 — Hxb8 36. Dxe5. T.d. ekki 36... Hcl+ 37. Kh2 — Dcl 37. g4 — Dgl+ 39. Kg3 — Hb3+ 40. Re3 og hvítur er sloppinn) Hfd8 36. Re7 — e4 37. Hd4 — I)o6 38. Df4 — Hb6 39. Rf5 — g5 40. Dcl — Dxf5 og hvítur gafst upp. Miles, aðalkeppinautur Karpovs tefldi í gær við Kavalek, með svörtu. Skák þeirra var rólegt jafntefli. Sama er að segja um skákirnar Hilbner — Sosonko og Andersson — Hort. Skák þeirra Gligories og Timmans var hins vegar öllu meira spennandi. Gligoric fórnaði snemma manni fyrir betri stöðu og þrátt fyrir að Timman gæfi manninn til baka átti hann greinilega í vök að verjast er skákin fór í bið. í gær- kvöldi var skákin tefld áfram i 16 leiki. Að sögn Barry Withuis, fréttaritara Morgunblaðsins i Tilsburg, sá Timman alla 16 leikina fyrir í biðstöðurannsókn- um sínum og mun skákin er hún fór aftur í bið hafa verið talin jafnteflisleg. Skák rússanna Smyslovs og Balashovs var einnig mikil bar- átta. Er skákin fór aftur i bið i gærkvöldi hafði Balashov ein- hverja vinningsmöguleika. Afstaða Egypta til nýrr- ar Genfarráðstefnu óljós Kaíró — 3 október — Reuter — AP ANWAR Sadat Egyptalands- forseti átti í dag viðræSur við Yasser Arafat leiðtoga Palestíuaraba um áskorun stjórna Bandarikjanna og Sovét um að Genfarráðstefn- an um Miðausturlönd verði kölluð saman að nýju i desembermánuði n.k. Ekkert hefur verið látið uppi um það sem Sadat og Arafat fór á milli, en varaforseti Egypta- Fritz Naschitz Ræðismaður ís- lands í Tel Aviv; Of mikið gert úr gremju r Israela „ÞAÐ ER rétt að tsraelar eru gramir vegna bandarísk- sovézku yfirlýsingarinnar varðandi Genfarráðstefnu um IVIiðausturlönd", sagði Fritz Naschitz, aðalræðismaður ís- lands í Tei Aviv, í stuttu sfm- taii við Morgunblaðið f gær. „Aftur á móti heyrist mér, aö erlendar fréttastofnanir geri of mikið úr málinu. Við höfnum þessum áskorunum eða hvað á að kalla þetta og þar með er málinu lokið af okkar hálfu. Það er vitleysa að búast við aö hér verði lýst yfir neyðarástandi til að stjórnin geti gert sérstakar ráðstafanir til að að forðast þrýsting af háflu Bandaríkjamanna, eins og einhvers staðar var sagt. Ástandið er ósköp eðlilegt hér og ekki meiri spenna en geng- ur og gerist. Og við eigum ekki von á því að nein stórtíðindi verði, ekki að svo stöddu að minnsta kosti." lands, Hosni Mubarak, lagði síðdegis af stað í ferðalag til nokkurra Arabalanda til að freista þess að samræma stefnu Araba vegna nýrra viðhorfa í sambandi við lausn deilunnar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Stjórn Egyptalands hefur enn sem komið er ekki látið hafa neitt eftir sér um áskorun Bandaríkjamanna og Sovétmanna opinberlega, en PLO hefur hins vegar lýst því yfir að áskorunin sé „spor i rétta átt" í sameiginlegri yfir- lýsingu stjórna Sovét og Bandarikjanna, þar sem áskorunin um nýja Genfarráð- stefnu er birt, er aðeins farið almennum orðum um þátttöku PLO Skömmu áður en yfirlýsingin var birt var Öryggisráð Egyptalands kallað saman, og hélt sérstakur sendiboði siðan til Bandarikjanna til fundar við Ismail Fahmi utanrikisráðherra, en hann mun hitta Carter forseta að máli þar siðar i vikunni. Sú bið sem orðið hefur á því að stjórnin i Kaíró láti i Ijós álit sitt á yfirlýsingu Bandarikjamanna og Sovét- manna þykir gefa til kynna að Banda- rikjastjórn hafi krafizt undanlátssemi Egypta varðandi skilyrði þeirra fyrir þvi að Genfarráðstefnan komi saman, og séu þeir ekki reiðubúnir til að verða við slíkum kröfum að svo stöddu Þá telja stjórnmálaskýrendur að Egyptar felli sig ekki við að í yfirlýsingunni komi ekkert skýrt fram sú skoðun, að PLO eigi að taka beinan þátt í fundum ráðstefnunn- ar, heldur aðeins að við lausn deilunnar verði að tryggja rétt palestínsku þjóðar- innar til búsetu á eigin landsvæði ísraelsmenn brugðust hinir verstu við yfirlýsingunni, og Menachem Begin for- sætisráðherra hefur lýst því yfir að ísraelsmenn geti ekki fallizt á efni hennar Sagði Begin ennfremur að svo kynni að fara að ísraelsstjórn sæi sig tilneydda til að lýsa yfir neyðarástandi og koma á fót þjóðstjórn til að standa gegn þrýstingi utan frá Haft var eftir Cyrus Vance utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna í dag að stuðningur Bandaríkjanna við þau réttindi Palestínuaraba sem minnzt er á í yfirlýsingunni sé engin ný bóla, og kvaðst hann þvi undrandi á hinum harkalegu viðbrögðum sem fram hafa komið í ísrael Vance lét þó i Ijós von um að þessi harða afstaða kynni að breytast innan tiðar, og sagði að náið samráð yrði haft við ísraelsstjórn um málið Sadat Arafat Olga og óeirð- ir á Ítalíu Róniahorg .*{. «kt. Reuter. ÓEIRÐALÖGREGLA varpaði táragassprengjum til að dreifa þúsundum vinstrisinna sem reyndu að ráðast til atlögu við hægrimenn að lokinni útfiir ungs vistrimanns sem hafði látizt eftir árás nýfasista. Vinstrisinnarnir höfðu vafið vasaklútum um andlit sér tl að búa sig undir atlögu lögreglunn- ar. Héldu þeir rakleitt frá jarðar- för unga mannsins sem hét Walt- er Rossi og til hæðar einnar i Rómaborg þar sem hægrimenn halda iðulega útifundi sína. Sex brynvarðir bílar, skipaðir lög- reglumönnum, voru þar þá fyrir og vörnuðu þeim vegarins og óeirðalögregla kastaði táragas- sprengjum inn í hópinn. Nokkru fyrr höfðu þúsundir vinstri- manna, sem báru rauða fána, far- ið um götur Rómaborgar og látið óspart í ljós gremju og reiði vegna láts Rossis, sem var jarðsettur við mikla viðhöfn og á kostnað rikis- ins. Hann var skotinn á föstudag og hefur verið mjög ókyrrt i mörgum ítölskum borgum. Sam- tímis þvi að vinstrisinnar fylgdu Rossi til grafar sýndu þúsundir verkamanna samstöðu með þeim gegn nýfasistum með þvi að leggja miður vinnu i eina klukku- stund. Rossi var félagi i Lotta Continua, sem eru öfgasamtök til vinstri. Margir hafa orðið til að lýsa reiði sinni vegna morðs hans og Giulio Argan, borgarstjóri í Róm, sem er stuðningsmaður kommúnista, sagði að Rossi hefði verið fórnarlamb fasistiskar heiftar. í óeirðunum hafa alls um tólf manns orðið fyrir meiðslum. I dag skutu tveir óþekktir byssumenn á unga stúlku þegar hún var að leggja af stað til vinnu. Stúlkan er kommúnisti og skoðanabræður hennar sögðu að þetta væri ber- sýnilega atlaga af hálfu nýfasista en á þvi hefur engin staðfesting fengizt. Kyrrt í Dacca eftir að upp- reisn var brotin á bak aftur Oacca. BanKladosh. 3. okt. AP. Routor. AÐ MINNSTA kosti 86 menn úr her Bangladesh voru felldir í uppreisnartilrauninni þar um helgina og sumir þcirra voru for- ingjar í flugher landsins, að því er óstaðfestar heiinildir vildu hafa fyrir satt. Allt bendir til þess, að vakað hafi fyrir upp- reisnarinönnunum að ráða af dög- um Ziah Rahmann, forseta lands- ins, og A.G. Mahmoud, flugmar- skálk, sem var helzti milligöngu- maðurinn f samningaviðræðun- um við japönsku flugræningjana. í fréttum frá Dacca i dag, mánu- dag, sagði að um sextíu manns hefðu verið handteknir fyrir að- ild að uppreinartilrauninni og myndi herréttur fjalla um mál þeirra innan fát ra daga. Rahman forseti ræddi í dag við helztu leiðtoga hersins til að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum i landinu. Hann sagði í útvarpsávarpi til þjóðarinnar að herlög giltu áfram í landinu eins og undanfarna 23 mánuði, útgöngubann væri frá sólsetri til sólarupprásar, og að ró By ggj a nýjan píramída! Kairó 3. okt. AP HÓPUR fornleifafræðinga lagði um helgina fram áætlanir sfnar um byggingu nýs píra- mfda í Egyptalandi og verður það sá fyrsti sem reistur er í landi faraóanna f nær þvf fjög- ur þúsund og fimm hundruð ár. Yfirmaður hópsins, Sakuji Yoshimura, japanskur forn- leifafræðingur, sagði að enginn vissi svo að örúggt væri hvernig piramídar væru byggðir, enda þótt ýmsar kenningar hefðu i aldanna rás verið settar fram um það. Hann sagði að eina leiðin til að komast að þessu væri að ráðast í byggingu píra- rnída og mun undirbúnings- vinna hefjast í janúar. Við byggingarvinnuna sjálfa þarf að likindum 10 þúsund verka- menn. Japanski píramidinn mun verða um það bil einn sjö- undi af stærð Keopspíramíd- ans, sem er meöal sjö undra veraldar. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvar píramídanum verður valinn staður. Verður haft samráð við egypzku stjórn- ina um það, en hún hefur í meginatriðum fallizt á áætlun visindamannanna en sett nokkrar skorður við verkinu að því er fréttir herma. Meðal þeirra er að piramídinn verði ekki byggður i sjónmáli við píramidana i Giza og vel getur verið að þess verði krafizt að píramídinn verði fjarlægður eftir að hann hefur verið byggður, rannsakaður og mynd- aður. Talið er að kostnaður verði um ein milljón dollara og mun japanska sjónvarpsstöðin NTV standa straum af þeirri hlið nálsins. og kyrrð væru komin á. Hann sagði að ótilgreindir, óánægðir og agalausir foringjar í hernum hefðu gert byltingartilraunina. en þeim hefði ekki tekizt að koma fram ætlun sinni. Enda þótt fréttir af uppreisnar- tilrauninni séu ekki alls kostar ljósar virðist þó sem uppreisnar- mennirnir hafi gripið tækifærið þegar allir helztu valdamenn landsins höfðu hugann við að miðla málum i flugránsmálinu. Fyrir helgina hafði komið til átaka i borg í norðurhluta lands- ins og er ekki vitað hvort óánægj- an breiddist þaðan út og til Dacca. Þeir foringjar sem voru nokkuð hátt settir i flughernum létu til skarar skriða þegar japanska vél- in með gísla og lausnarfé var ný- lent á flugvellinum í Dacca. Náðu þeir m.a. utvarpsstöð borgarinnar á vald sitt um hrið og sendu þaðan út ávörp. Forsetinn og fleiri sam- starfsmenn hans létu þá flugráns- málið lönd og leið um sinn og fóru að berja á uppreisnarmönnum að sögn Reuters. Gekk það svo greið- lega fyrir sig að nokkrum klukku- stundum síðar var ljóst að upp- reisnin var farin út um þúfur. Það var þó ekki ljóst strax að svo margir hefðu látizt, þvi að fyrstu fréttir hermdu að uppreisnar- menn hefðu gefizt upp án þess að veita mótspyrnu og reyndist það ekkí rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.