Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 1
220. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Watergate- dómar mildaðir Washinfiton. 4. okt. Reutrr. JOHN Sirica dómari mild- aði í dag dómana yfir þremur helztu sakborning- unum í Watergatemálinu, þeim John Mitehell fyrr- verandi dómsmálaráð- herra, John Ehrlichmann og H. R. Haldemann. Þeir eru nú að afplána dóma sem hljóðuðu upp á fang- elsi frá 30 mánuðum og upp í átta ár fyrir aðild sína að hneykslismálinu er kennt hefur verið við Wat- ergate. Sirica dómari kvað upp fyrri dómana. Hann breytti nú dómunum svo að þeir geta sótt um náðun langtum fyrr. Ehrlich- mann hóf að afplána refs- Forsætis- ráðherra á blaðamanna- fundi um ferð sina til Sovétrikjanna GEIR Hallgrímsson fotsætisráð herra hélt I gær blaðamannafund. þar sem hann skýrði frá ferð sinni til Sovétríkjanna og skýrSi fri því sem hann hefði sagt í viðræðum slnum við Alexei Kosygin forsæt- isráðherra. en það hefur ekki komið fram áður. Geir sagðist hafa sagt. að ís- lendingar teldu það mikinn feng að Vladimir Ashkenazy hefði setzt að á íslandi og hefði hann blásið góðu lifi i [slenzkt menn- ingarlif. og að foreldrar hans hefðu fengið leyfi til að koma til Islands. Um afvopnunarmál og varnir íslamls sagðist forsætis- réðherra hafa skýrt frá því að rök fyrir veru íslands I varnarbanda- lagi væru m.a. að Sovétríkin hefðu afvopnazt seint og með tilstyrk sinum hafi þau stutt hlið- hollar rlkisstjórnir í löndum ná- lægum Sovétrikjunum. í því sam- bandi hafi hann minnt á ýmsar yfirlýsingar sovézkra forystu- manna um óbrúandi bil milli sov- ézks og vestræns þjóðskipulags. sem lesa mætti úr að sovézkir valdhafar litu svo á að hagsmun- iim allra væri bezt borgið I komm- únisku þjóðskipulagi. Sjá frásögn af blaðamanna- fundi Geirs Hallgrlmssonar á mið- siðu Morgunblaðsins i dag. ingu sína í lok október í fyrra og samkvæmt dóms- niðurstöðu nú mun hann geta sótt um náðun 28. okt. n.k. Haldemann hefur ver- ið í fangelsi í 105 daga og Mitchell í 104 daga og geta þeir sótt um náðun 21. og 22. júní á næsta ári. Ehrlichmann situr í fangelsi í Arizona, Haldeman í Kaliforníu og Mitchell í herstöðinni Maxwell. Sirica hlustaði í morgun á rök lögfræðinga mannanna þriggja sem byggðu þau á þvi að öllum mönnunum þremur væri það í sjálfu sér næg refsing að fangels- ishliðin hefðu lokast að baki þeim og þeir hefðu þegar tekið út nægi- lega mikla refsingu til að lögum væri fullnægt. Lögfræðingur Mitchells benti og á að skjólstæð- ingur sinn væri bæði roskinn og heilsuveill og þyrfti nauðsynlega að gangast undir mikla skurðað- gerð hið fyrsta. Indira Gandhi sést hér ásamt Sanjay syni sfnum eftir að úrskurðað var að henni skyldi sleppt úr haldi. Geysilegur mannfjöldi fagnaði henni og fylgdi henni sfðan til flugvallarins, en hún hélt f gærkvöldi til Bombay. Schleyermálið: Er v-þýzka stjórnin að láta undan kröfunum? Bi-irut 4. okt. Rrutrr. ARABlSKT blað Al Watan Al Arabi sem er gefið út í París sagði í dag að palestínskur sátta- semjari hefði skýrt frá því að vestur-þýzka stjórnin hefði fallizt á að sleppa ellefu Baader Mein- hof hryðjuverkamönnum og flytja þá flugleiðis til Aden i skiptum fyrir Hans Martin Schleyer. formann vestur-þýzka vinnuveitendasambandsins. Engin staðfesting fékkst á frá- sögn blaðsins í Bonn en þar ríkir algert fréttabann á allt sem gerist í Schleyer-málinu. Heimildir Palestinumanna i Beirut sögðust heldur ekki vita neitt um þetta mál. En i blaðinu sagði að Lufthansa-flugvél stæði Framhald á bls. 30. „Þjóðin stendur með þér" — hrópaði fólkið þegar Indiru Gandhi var sleppt úr fangelsi Nýju Drlhi, 4. iikt. Reutrr. INDVERSKA stjórnin lýsti í dag gremju sinni með ákvörðun dóm- ara um að sleppa Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra, skilmálalaust úr haldi, en hún var handtekin f gær og sökuð um spillingu og valdníðslu. Afstaða rfkisstjórnarinnar var birt eftir að dómarinn R. Dayal sagði að „engar haldbærar ástæður væri fyrir að trúa því að ákæruatriðin væru á rökum reist... og því ekki raunhæf ástæða fyrir að hafa. hana í haldi." Ríkisstjórnin sem fyrirskipaði handtökuna f gær sagði í áfrýjun til hæstaréttar að dómarinn hefði ekki haft neitt vald til að gefa fyrirmæli um að Gandhi yrði lát- in laus. Verður málið væntanlega tekið fyrir í hæstarétti á morgun, miðvikudag. Franska fyrirtækið CFP sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því. var neitað afdráttarlaust að nokkuð hefði verið bogið við Belgradráð- stefnan hafin Brlgrad, 4. okt. Rrutrr. FULLTRUAR þrjátíu og fimm ríkja frá Evrópu og Bandarfkjun- um hófu fund f Belgrad i dag til að freista þess að ná alþjóðlegri og mjög vfðtækri samstöðu um þróun samvinnu Evrópu. Fulltrú- ar austurs og vesturs hafa fyrir ráðstefnuna og lýst því margsinn- is yfir að þeir vilja fyrir alla muni forðast að til vopnaðra átaka komi. Undirbúningur að ráðstefnunni hefur staðið lengi og undirbúningsfundur var hald- inn f Júgóslavíu í vor. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og Tito Júgóslaviuforseti voru meðal þeirra sem fluttu ávörp á fyrsta degi ráöstefnunnar. Lögðu þeir báðir áherzlu á nauðsyn þess að Framhald á bls. 18 samningsgerð þess við indversku stjórnina. í tilkynningu fyrir- tækisins sagði að samningurinn hefði ekki verið undirritaður fyrr en 6. april á þessu ári, þ.e. eftir stjórnarskiptin i landinu. Ein helzta ástæðan fyrir handtöku Gandhi í gær var sögð að hún hefði samið um oliu og gassölu til þessa fyrirtækis og hefði það ver- ið gffurlegt fjárhagslegt tjón fyrir indverska rikið. í tilkynningu þeirri sem ríkis- stjórnin birti eftir að Indira Gandhi var látin laus sagði að hún hefði annað tveggja átt að vera kyrr i haldi eða sleppt gegn trygg- ingu, unz rannsókn hefði farið fram á ákærunum gegn henni. Litið er á það sem meiriháttar álitsauka fyrir Indiru Gandhi að henni skyldi hafa verið sleppt úr haldi gegn vilja ríkisstjórnarinn- ar og gegn vilja forsætisráðherra landsins, Morai Desai. Þúsundir stuðningsmanna hennar höfðu uppi háreysti úti fyrir dómhúsinu meðan málið var tekið fyrir. Lögreglan kastaði táragasi til að dreifa mannfjöld- anum og einnig öðrum mótmæla- fundi sem haldinn var við heimili Morai Desai. Voru rösklega hundrað manns handteknir þár. Indira Gandhi sagði fagnandi Carter hjá S.Þ.; aðdáendum sínum er hún var laus úr haldi að skilmálalaus lausn hennar væri eina niðurstaðan sem hægt hefði verið að komast að. Hún sagðist hafa verið hand- tekin af pólitískum ástæðum og það vissu allir. Fólksfjöldinn hyllti Indiru og hrópaði: „Þjóðin stendur með þér," er henni var rudd braut gegnum hópinn ásamt syni sínum Sanjay Gandhi. Stjórn- málafréttaritarar voru yfirleitt sammála um að niðurstaða dómar- ans i dag væri meiriháttar hnekk- ir fyrir stjórn Desai og gæti orðið til að efla áhrif Indiru Gandhi og draga úr trú á getu stjórnarinnar hins vegar. Segja sérfræðingar að margt bendi til að handtakan hafi Framhald á bls. 30. Greenpeace hefur augastað á togara Hyggjast safha 74 þús. pundum til aðgerða gegn hvalveiðum íslendinga og Norðmanna BREZKA blaðið Guardian skýrði frá þvf á sunnudag, að Green- peacesamtökin væru nú að hrinda af stað f jársöfnun og ætluðu að safna 74 þúsund sterlingspundum til kaupa, viðgerða og reksturs á brezka togaranum Sir William Hardy vegna áætlunar samtak- anna um að hindra hvalveiðar Norðmanna og tslendinga á næsta sumri. Er gert ráð fyrir að greiða 44 þúsund pund fyrir skipið, en að viðgerðir og rekstur kosti 30 þúsund pund. l'thaldstími er áætlaður 10—11 vikur. í áætluninni er gert ráð fyrir 20 sjálfboðaliðum auk áhafnar á togaranum og verða sjálfboðaliðarnir að geta talað norsku eða íslenzku. Þá er einnig gert ráð fyrir tveimur vísindamönnum um borð til að kanna stærð hvalastofnanna. Auk óska eftir beinum framlögum er ætlun samtakanna að halda ýmsar fjáröflunarsam- komur og biðja þekkta listamenn um að gefa málverk til að selja á uppboði. Beitum ekki kjarnorku- vopnum nema í varnarskyni 4. okt. AP. Rrutrr. CARTER Bandarfkjaforseti lýsti því yfir í ræðu sinni á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna f kvöld, að Bandaríkin myndu ekki beita kjarnorkuvopnum nema f varnarskyni. Sagði blaðafulltrúi forsetans, Jody Powell, að hér væri um að ræða stefnubreytingu hjá Bandarfkjastjórn.þar sem forseti landsins hefði nti í fyrsta skipti opinberlega tilkynnt að Bandaríkjamenn myndu ekki beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Vildi blaðafulltrúinn ekki fjalla nánai' um málið, er frétta- menn óskuðu eftir frekari skýr- ingum. I ræðunni, sem hlaut fremur daufar og misjafnar undirtektir hjá þingfulltrúum lýsti Carter þvi yfir að engin skyldi efast um stuðning Bandaríkjanna við isra- el, en endurtók ummæli úr sam- eiginlegri yfirlýsingu Bandaríkj- anna og Sovétrikjanna, þar sem Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.