Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1977 3 Talning atkvæða í Tollstöðinni: Hér voru atkvæði ríkisstarfsmanna flokkuð og talin. Frá skiptingu atkvæðaseðla úr kosningu starfsmanna Reykjavíkur- borgar. Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB fvlgist með. Ljósm. Kristinn Ólafsson Menn þóttust vita úrslitin þótt tölur lægju ekki fyrir ÞETTA liggur sennilega allt Ijóst fyrir um miðnættið, sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, þegar Morgunblaðsmenn litu við á Tollstöðinni í Reykjavík f ga*r- kvöldi en þá stóð þar yfir flokk- un og talning atkvæða úr kosn- ingum BSRB. Haraldur bætti við að menn vissu þá þegar hver úrslitin yrðu, einungis lægju endanlegar tölur ekki fyrir. Það voru um og yfir tuttugu manns sem unnu að atkvæða- talningunni i Tollstöðinni í gærkvöldi. Þegar okkur bar að voru menn enn að flokka at- kvæðin og voru staflarnir með nei-atkvæðunum öllu stærri og fyrirferðarmeiri en þeir staflar sem höfðu að geyma já- atkvæðin, en eins og kunnugt er greiddu félagsmenn i BSRB um hvort þeir samþykktu til- lögu sáttasemjara í yfirstand- andi kjaradeilu þeirra. Ekki kvaðst Torfi Hjartarson sátta- semjari geta sagt um hvenær talningu yrði lokið né hvenær endanlegar tölur lægju fyrir. í einu herbergjanna í Toll- stöðinni var verið að flokka at- kvæðin úr kosningu starfs- manna Reykjavíkurborgar. Sögðu menn þar að tölur ættu að liggja fyrir upp úr 10.30. Um 1800 borgarstarfsmenn greiddu atkvæði eða um tæp 87% félagsmanna. Það var svipaða sögu úr þessu herbergi að segja og úr því stóra, staflinn með nei-atkvæðunum óx hraðar en sá með já-atkvæðunum. Kjörgögn voru flest komin í húsakynni rikissáttasemjara i Tollstöðinni þegar við stöldruð- um þar við, og sagði Torfi að það sem eftir væri kæmi á næstu minútum. Haraldur sagði að kjörsökn hefði verið góð á flestum stöðum, 85—90% félaga innan BSRB hefðu kosið. Kosið var á 45 stöðum utan Reykjavíkur, en i Reykjavik kusu 6927 manns, eða 83,8% þeirra sem voru á kjörskrá. A Akureyri var þátttakan 82,4% i Kópavogi 90%, í Neskaupstað 95%, á Seltjarnarnesi 90%, á Dalvík 92%, i Grindavík 90%, á Seyðisfirði 94% og á Húsavik 88,1%, svo nokkur dæmi um kjörsókn séu nefnd. Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík: Fundur í kvöld um ákvörðun prófkjörs I kvöld kl. 20.30 veróur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fundur í full- trúaráói sjálfstæóisfélaganna í Reykjavík þar sem tekin veróur ákvöróun um, hvort vióhaft skuli prófkjör vegna skipunar fram- boðslista Sjálfstæóisflokksins í Reykjavík vió næstu alþingis- og borgarstjórnarskoningar. A fundinum mun Geir Hall- grímsson forstæisráóherra flytja ræóu um stjórnmálavióhorfió og svara fyrirspurnum fundar- manna. Geir Ilallgrímsson marksstarfslið tollgæzlu verða til yf- irlits um að ekki sé skipað í land óheimiliðum varningi Afgreiðslu þessa liðar er ekki að fullu lokið.” Aðeins veðurspár og oryggistil kynningar I útvarpi. Útvarpið verður aðeins með út- sendingar á veðurspártimum og verða á þessum tíma lesnar veður- spár og tilkynningar frá tilkynninga- skyldu skipa, lögreglu, vitamála- stjóra, almannavörnum, Slysavarna- félagi íslands og björgunarsveitum Einnig verða lesnar nauðsynlegar tilkynningar stjórnvalda varðandi ör- yggisvörzlu og heilsugæzlu Starfsmenn Veðurstofu íslands munu starfa að upplýsingasöfnun fyrir veðurspár, gerð veðurspáa, dreifingu á úrvali veðurlýsinga til alþjóðanota Auk þess sem veður- spár verða lesnar í útvarpi verða þær sendar um loftskeytastöð kl 04 30 Leiðbeiningar um veðurskilyrði verða veittar fyrir sjúkraflug. Varðandi .f>óst og síma verður þeim simstöðvum haldið opnum, sem nauðsynlegar eru til að allir sveitabæir, sem eru í simasam- bandi, verði það áfram Notkun sim- ans verður bundin neyðarþjónustu Þá verða strandstöðvar starfandi, en aðeins vegna neyðarþjónustu Lóranstöðvarnar Gufuskálum, Vik og Keflavikurflugvelli munu starfa Viðgerðir á sjálfvirka simakerfinu munu þvi aðeins framkvæmdar, að það sé nauðsynlegt öryggis vegna eða sökum heilsugæzlu Lágmarksstarfsmannafjöldi mun starfa við rafmagns-, vatns- og hita- veitur til að halda orkuverum og dreifikerfum gangandi Óbreytt starfsemi almannavarna og landhelgisgæzlu Starfsemi Almannavarna verður óskert þó komi til verkfalls og sömu- leiðis starfar Landhelgisgæzlan eins og áður, en Landhelgisgæzlan starf- ar eftir sérstökum lögum og hefur þvi ekki komið til úrskurðar kjara deilunefndar að úrskurða um starf- semi hennar Slökkviliðsmenn munu starfa að sjúkraflutningum og slökkvistörfum, en ekki sinna öðrum störfum Starfs- menn við fangelsi og fangageymslur munu starfa sem áður Sömuleiðis Framhald á bls. 18 Mjög óhrelnn fatnaöur þarf mjög gott þvottaefm... Með Ajax þvottaefni veröur misíití þvotturinn alveg jafn hreinn og suóuþvotturínn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleíft aó þvo jafn vel meó öiium þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotlurinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatimmn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýir. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þanmg er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax þvottaefní þýóir: gegnumhreínn þvottur meó öitum þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.