Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1977 5 Ljósm. Mbl.: RA\ Starfsfólk útibús Utvegsbankans vió Smiójuveg í Kópavogi í afgreiðslusal. Talið frá vinstri: Hrefna Sigurðardóttir. Anna J. Hauksdóttir, Haraldur Baldursson og Olafur Stefánsson. Utvegsbankinn opnar nýtt útibú í Kópavogi ÚTVEGSBANKI íslands opnaði í fyrradag nýtt bankaútibú á Smiðjnvegi 1 í Kópavogi og er það annað útibú batikans þar. Það var árið 1ÍHÍ8, seni Útvegsbank- inn opnaði fyrst útibú í Kópavogi á Álfhólsvegi 7, en það hefur síðan 1974 starfað í eigin húsnæði á Digranesvegi 5. I frétt frá Utvegsbankanum segir, að Kópavogskaupstaður hafi sta'kkað mjög mikið siðustu árin og því hafi verið brýn nauð- syn, að bankinn fengi aðstöðu víð- ar og þá sérstaklega í austurhluta bæjarins. Húsnæði bankans á Smiðjuvegi 1 er 270 fermetrar að stærð og hefur Gunnlaugur G. Björnsson skipulagt það. Helmingur hús- næðisins er afgreiðslusalur, og siðan skrifstofa útibússtjóra og bókhaidsstofa. Við norðurenda af- greiðslusalar er 40 fermetra óráð- stafað svæði, sem siðar má nota, annaðhvort til að auka við af- greiðslusal eða fyrir skrifstofur. I afgreiðslusal bankans er traust geymsla og við hliðina á anddyri er næturhólf fyrir viðskipta- menn. Hið nýja útibú mun veita við- skiptavinum sínum alla innlenda bankaþjónustu, auk þess sem það kaupir og selur erlendan gjald- eyri, tekur við inn- og útflutníngs- skjölum til afgreiðslu og annast opnun bankaábyrgðar. Starfs- menn útibúsins eru fjórir, en for- stöðumaður er Haraldur Baldurs- son, sem áður gegndí starfi deildarstjóra innheimtudeildar aðalbankans. Afgreiðslutími bankans er frá kl. 9.30 til 15.30 alla virka daga og 17—18.30 mánudaga til fimmtu- daga og frá kl. 17—19 á föstudög- um. r „Eg er auðvitað í sjöunda himni” — sagði Sigríður E. Magnúsdóttir sem hlaut 2. verðlaun á mikilli listahátíð EG ER auðvitað í sjöunda himni yfir þessum verðlaunum mfnum, sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir er Morgunblaðið ra'ddi við hana í tilefni þess að luin hlaut önnur verðlaun f al- þjóðlegri Ijóðasöngkeppni sem fram fór í Nape Molding í út- hverfi Lundúna. Við vorum í upphafi 42 um- sækjendur sem sóttum um þátt- töku í þessari listahátið sem var tileinkuó Benjamin Britten. Á hátíðinni var skilyrði að söngv- ararnir syngju lög annaðhvort eftir Britten eða Sehubert. I fyrstu fóru fram tvennar undanrásir þar til eftir voru átta söngvarar, þar af var ég eini söngvarinn utan brezka samveldisins. Af þessum átta komust svo fjórir i lokaúrslitin sem voru á sunnudaginn var. Undirleikari minn og sá sem stóð í allri baráttunni með mér var Ölafur Vignir Albertsson píanóleikari og það er alveg hægt að fullyrða það, að án hans hefði ég varla lent svo framarlega. Þær reglur sem giltu fyrir þátttöku i hátiðinni voru þær að allir umsækjendur þurftu að vera á aldrinum 27—35 ára og Nokkrar sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi BARNALEIKRITIÐ Ilýrin i Hálsaskógi. sem sýnt var 51 sinni i Þjóðleikhúsinu á siðasta leikári að viðstöddum tæplega 30 þúsund áhorfendum, verður tekið til sýn- inga á ný á þvi leikári sem nú er nýhafið. Fyrsta sýningin verður nk. sunnudag, 9. október, ki. 15. Leikstjóri er Klemens Jónsson og hljómsveitarstjóri Carl Billieh. Sömu leikarar fara með aðalhlut- verkin í ár sem i fyrra, þ.e. þeir Bessi Bjarnason, Arni Tryggva- son og Randver Þorláksson. I frétt frá Þjóðleikhúsinu segir að aðeins fáar sýningar verði á leikritinu að þessu sinni. Myndin er úr einu alrirta Dýranna í iiálsa- skógi. Amma skógarmús ((iuóhjörg Þ«r- h.jarnardóttir) ásaml nokkrum smámýslum. vera starfandi söngvarar hver í sínu landi. Þarna voru saman kornnir margir mjög frægir söngvarar. Og dómnefndin var ekki af verri endanum, m.a. þau Elisabeth Schwarzkopf, Gerhard Moor og Peter Pears. Skipulag var hér allt til fyrir- myndar og hér vakti hátiðin töluverða athygli í blöðum og mjög margir „agentar" komu hirigað og ræddu við okkur. Þá fékk ég mikinn stuöning þegar hópur Islendinga kom frá London til að fylgjast með. Þá var Sigriður að lokum spurð um framhaldið. — Ég kem heim til Islands einhvern næstu daga og mun þá flytja þetta prögram m.a. á hásköla- tónleikum á fyrsta vetrardag, sagði Sigríður að lokum. sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.