Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1977 13 Reykjavík á árunum 19 72 — 1974. Árið 1972 brutust þeir inn í verzlunina að Laugavegi 92, í janúar brutust þeir tvívegis inn á heimili Jóns Steffensen við Aragötu og tóku þar á brott með sér verðmæti á um 300 þúsund króna í september stálu þeir Ijóskösturum frá Eimskipa- félagi íslands Sjötti liður ákæruskjalsins er gegn Sævari Marínó, Ásgeiri Ebenezer Þórðarsyni og Guðjóni Skarphéðins- syni vegna kaupa þeirra á 216 kg af kannabis í Rotterdam og flutningi þess til íslands í bifreið Guðjóns með áætlunarskipi Ásgeir hefur viðurkennt, að hann hefi keypt 116 kg. efnisins og Sævar, að hann hafi átt afganginn Guðjón hefur játað, að efninu hafi verið komið fyrir i bifreið hans með hans vitund og flutt þannig til íslands Efnið fannst strax við komu skipsins til Reykja- víkur og var Guðjón þá handrekinn Sjöundi liður ákæruskjalsins er gegn Kristjáni Viðari fyrir innbrot í ársbyrjun 1972 í verzlunina við Laugaveg 92, innbrot og áfengis- stuld í veitingahúsinu Silfurtunglinu í ársbyrjun 1973 og innbrot í verzl- unina Málarann i janúar 1974 Hann hefur játað á sig öll brotin Attundi og síðasti liður þessa ákæruskjals er gegn Albert Klahn Skaftasyni fyrir hilmingarbrot hans í þjófnaðarbroti Sævars Marinós hjá Eimskip i júní 1974 Auk þess er hann ákærður fyrir 8 brot gegn fíkniefnalöggjöfinni Albert játaði á sig öll þessi brot í þinghaldi í saka- dómi Reykjavíkur 26 janúar s I Málflutningur þessara ákæruliða lauk um hádegisbilið í gær Þrír sakborninganna voru viðstaddir, þeir Sævar M Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson, en hann yfirgaf dómsalinn efir að hans málum var lokið í sókn- arræðu vararíkissaksóknara —ÁJR. frá atburðinum að sönnunargögn voru týnd og tröllum gefin og lík Geirfinns fannst ekki í febrúar var rannsókninni svo gott sem lokið og skýrði Schútz frá niðurstöðunum á frægum blaða- mannafundi Sem fyrr segir þykir ekki nauðsyn að rekja alla málavexti, svo rækilega sem frá þeim var skýrt á umræddum blaðamannafundi og frásögn Schútz birt i Mbl nær orð- rétt 3 febrúar Inntakið í frásögninni var það, að Sævar hugðist kaupa áfengi af Geir- finni eða nánar tiltekið spíra Geir- finnur virðist aftur á móti hafa talið að hann gæti keypt spír-a af Sævari Misskilningurinn uppgötvast rétt áð- ur en komið er að Dráttarbrautinni i Keflavík Þegar þangað kemur stíga menn út, Geirfinnur er orðinn reiður og vill komast á brott, Guðjón gripur til hans og spyr hvort engin viðskipti eigi að fara fram Geirfinnur hrindir Guðjóni, Kristján slær þá til Geir- finns og það upphefjast æðisgengin slagsmál, ,,eins og neisti hafi kveikt í púðri,” svo notuð séu orð Guðjóns Skarphéðinssonar Guðjón, og Kristján taka Geirfinn kverkataki og þeir báðir ásamt Sævari veita hon- um þung högg með berum hnefum og bareflum Geirfinnur fellur i val- inn og þeir þremenningarnir úr- skurða hann látinn. Þannig var í stuttu máli framburð- ur þeirra þriggja og Erlu Bolladóttur um hvað gerðist, margendurtekinn og vottfestur. En siðan gerðist það 6 júlí s I að Kristján sneri blaðinu við og neitaði öllum sakargiftum og það sama gerði Sævar 13 septem- ber s.l Og við dómsrannsókn i sum- ar hefur Guðjón svarað spurningum með alls kyns útúrsnúningi og fyrir- vörum og borið við minnisleysi um það sem gerðist umrætt kvöld Bragi Steinarsson sagði að játn- ingar sakborninganna væru sá grundvöllur, sem ákæran væri byggð á Þetta hefði verið sameigin- leg atlaga Sævars, Guðjóns og Kristjáns og á engan hátt sundur- greinanleg Það hafi ekki verið ásetningur þeirra að ráða Geirfinn af dögum, en eftir að átökin hófust bendir framganga þeirra öll til þess að þá hafi það verið orðinn ásetning- ur þeirra að ráða Geirfinni bana Sem fyrr segir mun sóknarræðu Braga Steinarssonar sennilega Ijúka fyrir hádegi i dag — SS 75 ára í dag 75 ÁRA er f dag frú Sigríð- ur Guómundsdóttir frá Grímsstöðum á Eyrar- bakka, Njálsgötu 82 hér í bæ. Hún er að heiman í dag. Reyklausum sætaröðum í flugi Flugleiða f jölgar stöðugt AÐ SÖGN Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða hefur fjöldi þeirra farþega sem kjósa sæti í reyklausu farþegarými flugvéla Flugleiða aukist til muna síðustu árin og væri aukn- ingin nokkuð jöfn. Sagði Sveinn aukninguna hafa verið hvað mesta í Atlantshafsflugi félagsins síðustu tvö árin. Sagði hann að f.vrst eftir að það fyrirkomulag var tekið upp að bjóða farþegum sæti í reyklausu- eða reykingafar- rými vélanna hefðu aðeins örfáar sætaraðir verið fráteknar f.vrir þá sem kusu reyklausa farþegarým- ið, en nú væri svo komið að allt að % allra sætaraðanna væru setnir fólki sem ekki reykti eða kysi að sitja í re.vklausu farþegarými á flugi. Sveinn Sæmundsson sagði að fjöldi reyklausra sætaraða væri hverju sinni ákvarðaður er far- þegar mættu til endanlegrar skráningar því þá væru þeir spurðir hvort þeir óskuðu sæta í reyklausu farþegarými. S:gði Sveinn að i innanlandsfluginu væri hins vegar farþegarýminu alltaf skipt i tvennt, önnur hliðin væri fyrir þá sem ekki reykja og hin fyrir þá sem reykja. Sendinefnd dönsku brauðgerðarmannanna á Hótel Sögu f gær, en þar verður efnt til sýningar á ýmsu því hráefni og aðferðum sem notaðar eru í danskri brauðgerð. (Ljósm. Mbl. ÖI.K.M.) Danskir braudgerdar- menn kynna íslenzkum starfcbræðrum nýjungar 1 ÞESSARI viku dvelja nokkrir fulltrúar dansks hrauðiðnaðar hér á landi og kynna íslenzkum brauðgerðarmönnum nýjungar í brauðgerð. Einnig gefst fslenzk- um biikurum kostur á að k.vnna sér gerð hefðbundinna danskra brauðg, svo sem danskra vínar- brauða pg sérdanskra rúgbrauða. Á næstunni mun danskt vinar- brauð og danskt rúgbrauð verða á boðstólum i reykvískum brauð- gerðum, i framhaldi af þessari heimsókn. STANLEY Verkfærin sem fara vel í hendi Góð verkfæri þurfa að fara vel í hendi, að öðrum kosti standa þau ekki undir nafni sínu og merki. STANLEY verkfærin hafa frá upphafi verið talin með bestu verkfærum, sem völ er á. Sumir fagmenn vilja alls ekki önnur verkfæri, hvort sem það heitir hefill, hamar, skrúfjárn eða surform, — meðal annars vegna þess hve STANLEY fer vel í hendi! STANLEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.