Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÖBER 1977 19 Ingibjörg Ögmunds- dóttir - Minningarorð Fædd (>. júlí 1895 Dáin 26. september 1977 Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir. fyrrverandi simastjóri i Hafnar- firöi, lést í Borgarspítalanum 26. september s.l. Hún fæddist að Út- skálum í Garði, Gullbringusýslu 6. júlí 1895. Foreldrar hennar voru Ögmundur Sigurðsson þá skólastjóri þar og siðar Flens- borgarskólans í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Sveinsdóttir. prests og ritstjóra Skúlasonar. Er Ögmundur gerðist kennari við Flensborgarskólann árið 1896 fluttist fjölskvldan til Hafnar- fjarðar. Árið eftir fæddist sonur- inn séra Sveinn Ögmundsson, sem þjónaði Kálfholtsprestskalli í nær hálfa öld og er enn við fulla heilsu. Aðeins skamman tíma fær þó litla fjölskyldan að búa saman, þvi á gamlársdag árió 1898 deyr frú Guðrún Sveinsdóttir frá eigin- manni og börnunum tveimur ungu. Þá voru prestshjón að Görðum á Álftanesi, séra Jens Pálsson, Mathiesens Jónssonar og kona hans Guðrún Sigríður, Pétursdóttir Guðjohnsens, en vin- átta var á milli heimilanna frá því að séra Jens þjónaði Útskála- prestakalli. Tóku prestshjónin nú Ingibjörgu litlu, þar til betur kynni úr að rætast. Oft talaði hún um þaó góða atlæti er hún átti á prestsheimilinu, og heimsóknir sinar þangað fram eftir unglings- árum. Hún talaði um prestsfrúna, sem las bænirnar á kvöldin með henni og fleiri tökubörnum er þar dvöldust. Lýsing Ingibjargar frá þessum dögum var nánast sama og Matthias Jochumsson yrkir um: ,,Þá lærði ég allt, sem enn ég kann, um upphaf og endi, um Guð og mann lifsins og dauðans djúp- in...." Ég held að barnatrúin hafi reynst henni öruggasta hald- reipið í lífinu. Af tryggð við Garða á Álftanesi og þetta góða fólk, sem þar bjó, ákvað frú Ingibjörg að hún skyldi nú lögð þar til hinstu hvílu, þar sem móðir hennar einnig hvílir. Arið 1900 kvæntist Ögmundur Sigurðsson síðari konu sinni Guð- björgu Kristjánsdóttur, .frá Snæringsstöðum. en uppalinni á Grenjaðarstað. mikilli myndar- konu. og eignuðust þau fjögur börn. Heimilið í Flensborg, sem Ingi- björg ólst upp á var þvi fjöl- mennt, því auk heimilisfólksins var þar á hverjum vetri heimavist með mörgum nemendum. Sjálfur fór svo skólastjórinn á hverju vorí i rannsóknarferðir i 14 sumur með Þorvaldi Thoroddsen um byggðir og óbyggðir Islands. Það var öllum. bæði heimilisfólki og nemendum, til mikils fróðleiks, er Ögmundur miðlaði þeim af ný- fenginni vitneskju sinni haust hvert. Ekki er því að undra þótt Ingibjörg byggi alla æfi að upp- eldinu á þessu menntasetri, og bar fjölþætt þekking hennar og frjálsmannleg framkoma því glöggt vitni. Ingibjörg lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg og nám- skeiði i hússtjórnardeild Kvenna- skólans i Reykjavík. Arið 1911 gerðist Ingibjörg simaafgreiðslustúlka við símstöð- ina í Hafnarfirði til árs 1916 að hún tekur við símastjórastarfinu og gegnir því til 1919 er maður hennar Guðmundur Eyjólfsson, verslunarmaður, er hún hafði gifst árið 1915, tók við símastjóra- starfinu. Guðmundur, sem var glæsimenni og hvers manns hug- ljúfi gegndi því starfi til dauða- dags, 12. maí 1935 og þá aðeins 46 ára að aldri. Þau eignuðust tvö börn Guð- rúnu og Ögmund Hauk, sem bæói eru á lífi. Ingibjörg hafði þó alltaf unnið við símaafgreiðslu þótt hún hætti stöðvarstjórastarfinu, og er rnaður hennar lést, tók hún aftur við símastjórastarfinu og gegndi þvi til loka ársins 1961 að hún sótti um lausn frá því. Þá var hið langa erilsama starf farið að setja sitt mark á heilsufar hennar, enda gat ekki farið hjá þvi að kona með hennar hæfileika kæm- ist undan þvi að gegna ýmsurn félagsstörfum að auki. Þóröur Andrésson — Minningarorð Þórður Andrésson andaðist um hádegisbil miðvikudaginn 28. þ.m. eftir erfiða og þungbæra legu. Hann æðraðist aldrei en var ákaflega þakklátur þeim, sem gerðu honum banaleguna léttbær- ari og átti þar hlut að máli bæði hjúkrunarlið og eiginkona og dæt- ur. Eiginkona hans sat. hjá honum og hélt mjúkri hendi um hönd hans er hann tók siðustu andvörp- in. Þannig rná segja að þau fylgd- ust að í lífi og dauða, samhent og góðviljuö, en vildu hvers manns vanda leysa. Þórður Andrésson var fæddur á Þórisstöðum í Gufudalssveit A- Barð. hinn 25. sept. árið 1903. Foreldrar hans voru hjónin Andrés Sigurðsson Jónssonar i Múlakoti. Hans kona var Jöhanna Magnúsdóttir Andréssonar i Veiðileysu á Ströndum, og Guðrún Sigríður frá Kleifastöð- um Jónsdóttir Jónssonar Guðna- sonar og Valgerðúr Hafliðadóttir dötturdóttir Þórðar Magnússonar á Laugabóli við Djúp. Þórður stundaði sjómennsku 1916—34, bóndi að Hjöllun i Gufudalssveit 1934—47, verka- maður í Re.vkjavík og víðar 1947—50 og 54—56. Sjúklingur að Vífilsstöðum 1950—54. Bóndi á Þórisstöðum í Gufudalshreppi frá 1956—65 að hann fluttist til Reykjavíkur. Hann sat í hrepps- nefnd 1932—47 þar af 13 ár odd- viti. Aftur oddviti hreppsnefndar 1956—62. I skattanefnd 1932—47 og frá 1956—65. Forðagæslum. og fóðurbirgðamaður frá 1930—47. Formaður braunabótafélags Gufudalshrepps 1960—62. Bréf- hirðingarmaður 1944—47 og frá 1956—65. Fyrri kona hans var Þórey Jón- ína 25. nóv. 1916, Stefánsdóttir bónda að Arnórsstöðum Jóns- sonar og Sigriður Hjálmarsdóttir frá Brandsstöðum. Þau skildu. Síðari kona hans frá 17. des. 1955 Helga Guðriður f. 13. ágúst Vetur- liðadóttir bónda i Vatnadal í Súgandafirði Guðnasonar. Af upptalningu embætta i þágu sveitar sinnar má ráða hvílíks trúnaðar Þórður heitinn naut og aldrei hefur annað heyrzt en hon- um hafi farist öll störf vel úr hendi. Þar fór saman geðprýði og réttlætiskennd, sáttfýsi og velvild til granna sinna. Eins og fram kemur hér aó ofan átti Þórður mjög við vanheilsu að striða, sem þó aftraði honum ekki hjá að stunda störf sin er kraftar leyfóu t>g alltaf tók hann upp þráðinn að nýju er upp var staöið Framhald á bls. 23 Frú Ingibjörg var mjög skemmtileg kona. enda viðlesin. glaðsinna að jafnaði og laus við alla smámunasemi. Segja má að í fari hennar hafi allt verið stórt. Hún tók starf sitt alvarlega og leit ávallt á sig sem þjón þeirra er til hennar leituðu. Ef einhver var minni máttar taldi hún sér skylt að leggja honum sitt lið i sama mæli og honum var áfátt. Á sama hátt hefði engum þýtt að veifa veldissþrota ftaman í hana. þar var öllum gert jafn undir höfði. Með frú Ingibjörgu er gengin óvenjulega vel gerð kona. Er þar sama hvort litið er á gáfnafar. likamlegt og andlegt þrek eða hjartalag. Hún var stórbrotin höfðingi, sígefandi og gleðjandi aðra, mundi ávallt eftir öllum — öllum nema sjálfri sér. Nú er ieiðir skiljast vil ég þakka órofa tryggð og vináttu frú Ingibjargar við mig og heimili mitt og færi ástvinum hennar samúðarkveðjur. Magnús Evjólfsson Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir kvaddi að kvöldi 26. september s.l. Með henni er horfinn okkur mikill persónuleiki, kona búin skaphöfn. sem prýðir okkar beztu samtiðarmenn. Hún var skarp- greind og minni hennar var frá- bært. Leiðir okkar lágu oft sam- an. en þó of sjaldan á sviði sam- eiginlegra áhugamála ekki siður en vegna fjölskyldutengsla. Eitt af hennar mörgu hugðar- efnum var ættfræði og persónu- saga. Hún vissi glögg deili á tengslum og uppruna fjölda sam- timafólks og rakti auðveldlega fjölskyldutengsl fjölmargra af horfnum kynslóðum. I þessum efnum átti hún eitt með betri bókasöfnum. Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir fæddist 6. júlí 1895 að Útskálum i Garði. Foreldrar hennar voru Ög- mundur Sigurðsson, skólastjóri Flensborgarskóla, Gíslasonar bónda að Kröggólfsstöðum í Ölf- usi. Móðir hennar var Guðrún Sveinsdóttir prests og alþm. Skúlasonar. Ögmundur og Guð- rún áttu tvö börn, Ingibjörgu, sem hér er minnst, og Svein fv. prófast í Þvkkvabæ. Sióari kona Ögmundar var Guð- björg Kristjánsdóttir frá Snær- ingsstöðum. A-Hún., en hún ólst upp hjá sr. Benedikt Kristjáns- syni, föðurbróður sínum á Grenjaðarstað. Þau Ögmundur og Guðbjörg áttu fjögur börn, Bene- dikt. skipstjóra i Hafnarfirði, og Guðrúnu, húsfrú i Revkjavík, Þorvald og Jónas. en þeir dóu báðir á bexta aldri. Frú Ingibjörg giftist árið 1915 Guðmundi E.vjólfssyni. simstjóra i Hafnarfirði. Hann lézt árið 1935. Börn þeirra eru Guðrún o'g Ög- mundur Haukur. Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir naut ágætrar menntunar i æsku. lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borg árið 1911 og sfóar nátni i Kvennaskólanum í Reykjavik. Hún hóf störf við simaþjónustu i Hafnarfirði árið 1911 og varð brátt simstöðvarstjóri þar. Síðar tók Guömundur eiginmaður hennar við þvi starfi og gegndi til dauðadags 1935. en þá var henni falið starfið á ný og gegndi hún þvi til ársloka 1961. Hún var alla tíð virk á hinum ýmsu sviðunt félagsmála. Á þessari stundu skilnaðar vakna minningar hjá vinum hennar og vandamönnum, öldn- um og unguhi um ógleymanlegar samverustundir við leiki eða sög- ur. við „bridge" eða samtöl, ferða- lög eða mannamót. Ævinlega var þar á ferðinni satna glaðlega við- mötið og hlýjan. Fjölskylda min biður henni blessunar og sendir börnum hennar. barnabörnunt og barna- barnabörnum hjartanlegar kveðj- ur. Sigfinnur Sigurðsson. Þessihliðá Hérersvo Chiquita er önnur hlið öllum kunn. á Chiquita. Segið því ekki að Chiqurta sé aðeins venjulegur bananL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.