Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÖBER 1977 22 Maðurmn mlnn GUÐMUNDUR JÓNSSON, Blómvallagotu 7, verður jarðsunginn frá Dómkrikjunni föstudaginn 7 október kl 13 30 Blóm og kransar afþakkað, en þeim, sem vilja minnast hins látna. er vinsamlegast bent á liknarstofnamr Guðrún Friðfinnsdóttir t GUÐRÚN VIGFÚSDÓTTIR frá Rofabæ nú að Norðurbrún 1 andaðist að morgni 3 október í Landakotsspítala. Vandamenn. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar TORFI GUÐBJARTSSON yfirf lugvirki lézt að kvöldi sunnudagsins 2. okt Ingibjörg Halldórsdóttir Guðbjartur T orfason Ásbjöm Torfason t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, ÞORSTEINS JÓNSSONAR, kaupmanns, Rauðalæk 20. Brigitte Jónsson, Anna Þorsteinsdóttir, Oddný Þorsteinsdóttir, Hrönn Þorsteinsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og bálför ANDRÉSAR FERDINANDS LÚOVÍKSSONAR Hofsvallagötu 20, Reykjavík. Salbjörg Kr. Aradóttir, Soffia Andrésdóttir, Anna Kristjánsdótti', Jóhann Helgason, Dýrleif Andrésdóttir, og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGUROUR FLYGERING tæknif ræðingur Laugateig 7, verður jarðsungínn frá Dómkríkjunni fimmtudaginn 6 október kl 10 30 Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið Sigríður Flygering og Guðm. Á. Björnsson, Anna Flygering og Sig. Guðmundsson. Einar Flygeríng, barnabörn og barnabarnaböm. t Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar KRISTÍNAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Bröttukinn 20, Hafnarfirði. Helgi Helgason. Kolbrún Helgadóttir. Sveinn Kjartansson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Þjórsárholti, Rauðarárstig 13. JónJónsson, Gisli Jónsson, Halldóra Jónsdóttir. Haukur Kristófersson. Elisabet Jónsdóttir, Guðmundur Árnason. Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 14.30 í dag vegna útfarar Þórðar Andréssonar. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Þverholti 20. Minning: Sigmundur V. Eiríks- son raflínuverkstjóri Fæddur 15. fehrúar 1933 Dáinn 25. september 1977 Síminn hringir síðla dags. Með röddu, sem heyranlega er brugð- ið, er mér tilkynnt: „Hann Simmi er dáinn". Sá sem fréttina flytur heldur áfram. Við byrjuðum kl. 5 i morgun, Simmi var þá hress og léttur i skapi að vanda, skipulagði starf dagsins og skipti mönnum niður á virinusvæði. Gekk siðan til verks með mönnum sínum, eins og hans var venja, en vék sfðan frá tii að bæta úr ófullnægjandi fjarskiptasambandi milli manna sinna. Hefur hlaupið við fót ef að líkum lætur, þrátt fyrir hæpið heilsufar hin siðari árin, en kom ekki aftur eins og ráð var fyrir gert. Þegar að var gáð hvað ylli, kom í ijós, að hann var allur. Símtalinu er lokið, ég þakkaði til- litsemina að láta mig vita um frá- fall þessa vinar míns og legg á. Mér verður likt og mörgum öðr- um á slíkum stundum á að líta um öxl. Hugsa til hinna mörgu og mjög svo ánægjulegu samskipta okkar Sigmundar á liðnum árum. Svipmyndir iiðinna samveru- stunda hrannast fram úr fylgsn- um hugans skýrar og bjartar, þar ber engan skugga á. Ég minnist síðustu heimsóknar minnar í vinnubúðirnar til Sigmundar nú fyrir nokkrum dögum. Hann er hress sem fyrr og höfðingi heim að sækja. Eitt vantar þó á. Hans mæta kona er horfin heim með tvö yngstu börnín, því nú er kom- ið haust og skólinn kallar. Þegar ég spyr Sigmund um heilsufarið þá er svarið það sama og jafnan áður hversu dökkt sem var i álinn að líta: „Það er gott“. Um það hefur Sigmundur ekki fleiri orð þótt okkur væri báðum ljóst, að á það skorti allnokkuð. Þess í stað snúum við okkur að því, að ræða öryggismál starfs- manna hans, sem jaínan höfðu eins og aðrir slíkir við að glíma vandasöm störf og oft áhættusöm þar sem illa gat farið, ef ekki var rétt á haldið i stjórnun, aðbúnaði og aðgát allri. Þessi mál sátu í fyrirrúmi hjá Sigmundi umfram eigið ástand eða öryggi. Að sýta um sinn eigin hag var Sigmundi ekki sýnt, enda karlmenni í þess orðs fyllstu merkingu, það hafði allt hans lífshlaup sannað svo að ekki var um efast af þeim sem til þekktu. Hugurinn hverfur norður til Sauðárkróks. Eg, ásamt félögum minum, er snemma á ferli einn dag þessa sumars þar sem ég reika niður bryggjuna i grárri morgunbirtunni með mitt hafur- task. Vindur er allstifur og fugla- bringur um allan sjó. Nokkur ókyrrð er í höfninni og bátarnir við bryggjuhausinn reyna ótæpi- lega á þolrifin i landfestunum. Utariega á bryggjunni stendur maður áberandi þéttur á velli í ullarfrakka, með trefil lagðan lauslega um háls. Hárið er ljóst og lifandi í sjávarsveljandanum og óþvingað sem endranær af fargi höfuðfats. Það færist breitt bros yfir and- litið þegar hann kemur auga á okkur félagana og handtakið er þétt þegar hann býður okkur vel- komna. Þetta er Sigmundur Ei- ríksson og ferðinni er heitið í boði hans til Drangeyjar, sem nú trón- ir tíguleg fyrir sjónum okkar upp úr hvítfextum haffletinum, böðuð geislum morgunsólarinnar sem teygja sig hröðum skrefum í átt til okkar. Þetta var fyrsta ferð mín til Drangeyjar, þrátt fyrir mörg endurtekin boð Sigmundar, en ekki sú fyrsta hjá honum. I Drangey var Sigmundur búinn að dvelja margan daginn og nóttina við eggja- og fuglatöku, allt frá unglingsárum, enda var hann einn sá færasti og áræðnasti sig- og klettamaður sem við áttum. Af stað var haldið þótt ekki blési byrlega og útlit ótryggt með landtöku i Uppgönguvík. Sigmundur, sem ekki var gefinn fyrir að hvika, taldi trúlegt að lenda mætti í Heiðnuvíkinni ef annað brygðist. Uppgangan þar væri að visu ekki tiltakanlega greið, en varla ætti það að vefjast fyrir okkur. Þegar út á fjörðinn kom bilaði vélin i bátnum, einn strokkurinn af fjórum varð óvirkur. Var þá snúið til sama lands í von um bata eða annan bát. Þegar ekki tókst að fá annan farkost greip Sig- mundur til sinna ráða. Tók bilaða strokkinn úr sambandi og rak tré- tappa í gatið. Var svo haldið af stað og nú gekk allt að óskum. Þegar kom út að eynni var vind tekinn að lægja og horfur betri með lendingu. Við sigldum í sveit með fram Kerlingunni, klettadrang þver- hníptum úr sjó hartnær 60 m há- um. Ég hafði heyrt, að Sigmund- ur, einn af fáum, hefði klifið þennan klett og það oftar en einu sinni. Þegar ég færði þetta í tal við Sigmund brosti hann og gerði lítið úr. Taldi þó kýminn á svip óþarft að fara með slíkt sem feimnismál. Þessi kerling væri ekki allra og léti ekki blíðu sína á lausu við hvern sem væri. Honum þætti því engin vansæmd af að viðurkenna viðskipti sín við hana, og þá upplyftingu, sem honum hefði þar hlotnast, eins og meist- ari Þórbergur komst að orði ef ég man rétt. Uppgangan á eyna gekk vel, þrátt fyrir erfiðan burð upp bratt- ann með bjargfestina og annað, sem til þurfti í slíka ferð. Liðsafli Sigmundar var líka góður eins og jafnan áður, þar sem meðal ann- arra voru tveir eldri synir hans, sem í ríkum mæli hafa erft karl- mennsku og dugnað föður síns. Við dvöldum í eynni. daglangt og gafst mér því gott færi á að kynnast afburða fimi og færni Sigmundar í bjartsigi og kletta- göngu. Elsti sonurinn bar þess lika óræk vitni, að Sigmundur var góður kennari i þessum fræðum. Það var fróðlegt að fara um eyna, þennan sögufræga stað, i fylgd Sigmundar. Þarna þekkti hann hverja þúfu og klettasyllu og sögu eyjarinnar kunni hann manna bezt, enda fróður um þjóð- Eiginmaður minn ÞORSTEINN EYVINDSSON skipstjóri, Grimsby, andaðist laugardaginn 1 okt Verður jarðsunginn fimmtudaginn 6 þ m Vigdls Eyvindsson og fjölskylda leg efni, eins og svo fjölmargt annað. Þennan dag, eins og margan annan, sem hér er ekki rúm til að rekja, gerði Sigmundur mér ógleymanlegan með sinni gaman- semi, karlmennsku og öðrum eðl- islægum og áunnum mannkost- um. Sigmundur fæddist 15. dag febrúarmánaðar árið 1933 að Grófargili í Skagafirði. Foreldrar hans, Birna Jónsdóttir og Eiríkur Sigmundsson, fluttust stuttu síðar að Reykjum á Reykjaströnd, en höfðu þar litla viðdvöl á leið sinni yfir að Fagranesi i sömu sveit. Þar ólst Sigmundur upp ásamt fjórum systkinum sinum, sem öll eru búsett í heimahögum að einu undanskildu, Kristjáni, sem nú er kennari á Laugarvatni. Hin eru Guðrún, búsett á Sauðárkróki, Sigurlaug, sem býr í Hólakoti á Reykjaströnd, og Jón bóndi á Fagranesi. Framan af stundaði Sigmundur ýmis störf bæði til lands og sjáv- ar. Árið 1955 réðst hann til Guð- mundar heitins Hannessonar raf- linuverkstjóra hjá Rafmagnsveit- um rikisins. Guðmundur, sem var annálaður yfirburða maður á sínu sviði, fann fljótt, að þar fór maður að hans skapi þar sem Sigmundur var. Því var það, þegar til þess kom að hefja byggingu svo- nefndrar byggðalínu milli Borg- arfjarðar og Akureyrar, að Guð- mundur, sem þá var orðinn yfir- verkstjóri, sótti Sigmund alla leið austur á Bakkafjörð, en þar var Sigmundur þá við róðra á trillu sinni, og fól honum verkstjórn við línuna. Segir það nokkuó sina sögu því Guðmundur var vandlát- ur og valdi ekki aðra til slíkra starfa en þá, sem hann bar fullt traust til. Þetta viðamikla verk og oft erfiða, svo sem í vetrarhörk- um á heiðum uppi, leysti Sig- mundur af hendi með sæmd og brást ekki i þessu frekar en öðru og reyndist afkastamikill og vin- sæll yfirmaður. Föður sinn missti Sigmundur fyrir all mörgum árum, en móðir hans komin á efri ár býr nú í Kópavogi. Sigmundur kvæntist árið 1958 Kristínu Þórsteinsdóttur hinni mætustu konu. Þau eignuðust fjögur börn og eru tvö þeirra, Huldís og Eirikur, enn á barns- aldri, en eldri drengirnir, Stefán og Björn, komnir undir tvitugt. Fósturson átti Sigmundur, Þor- stein Högnason, sem hann tók að sér tiu ára gamlan og reyndist honum æ síðar sem bezti faðir. Síðustu árin bjuggu þau hjónin í Hveragerði, en þar höfðu þau komið sér upp myndarlegu heim- ili i eigin húsi. Það er mikils virði að eiga sam- leið með manni sem, Sigmundi og ekkí kvíði ég því, að honum reyn- ist torfarin leiðin úr Uppgöngu- vík fyrirheitna landsins. Þegar ég nú að leiðarlokum kveð Sigmund Eiríksson þá trúi ég, að þeir séu margir, sem undir orð mín taka þegar ég segi: Hafi Sigmundur þökk fyrir öll okkar samskipti. Konu Sigmundar, Kristínu Þor- steinsdóttur, börnum þeirra, aldr- aðri móður og öðrum vandamönn- um samhryggist ég af heilum hug. Friðþjófur Hraundal. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.