Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTOBER 1977 23 Georgína Stefánsdótt- ir — Minningarorð Fædd 25. mars 1935. Dáin 27. september 1977 Daudinn má svo með sanni samK'kjast. þykir mér. slyngum þeim sláttumanni. er slær allt. hvað fyrir er. grösin og jurtir grænar. glóandi hlómstrið frítt. reyr. stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (H. Pétursson.) Við ótímabæran dauða eins og í slysaöldunni nú undanfarið stöndum við agndofa og eigum erfitt með að skilja miskunnar- leysið, sem margir verða að reyna. Mig langar að minnast hér fáeinum orðum vinkonu minnar Georginu Stefansdóttur, sem lést af slysförum í blóma aldurs sins þriðjudaginn 27. september s.l. Georgína var fædd 23. mars 1935 i Vín i Austurríki. Foreldrar hennar voru hjónin Stefan Sedlacek og Georgina Sedlacek. Faðirinn var tékkneskrar ættar, hann lést á ungum aldri í heims- styrjöldinni síðari. Móðirin er austurisk og býr í Vin. Gína, eins og hún var jafnan nefnd meðal kunningja var einka- barn foreldra sinna — og er nú sár harmur kveðinn að móður hennar sem komin er til íslands að fylgja dóttur sinni til grafar. Gina nam leiklist i Vín og hafði mikinn áhuga á bókmenntum og listum. Jafnframt lærði hún þar ljósmóðurstörf og vann þar nokk- ur ár við þau störf. Aðaláhugasvið hennar var tvímælalaust líknar- og hjúkrunarstörf. Eftirlifandi eiginmanni sinum Gísla Sigurðssyni kynntist Gína, er hann var við nám í Vín. Börnin eru: Stefan 19 ára, Katrín 14 ára, Sigríður Georgína 13 ára og Christine 12 ára. Hingað til Selfoss fluttust þau 1964 er Gisli réðist kennari að Gagnfræðaskólanum á Selfossi. Fljótlega eftir að þau fluttust hingað höf Gina störf við ung- barnaeftirlit á vegum Selfoss- læknishéraðs. Kynni okkar hófust einmitt er hún vann að barna- eftirlitinu og gekk i heimahús. Hér var um algjört braut- ryðjandastarf að ræða á Selfossi en við það sýndi Gína mikla fram- sýni og ósérplægni. Þetta starf var fyrsti vísir að heilsuverndar- stöð hér á staðnum, sem tók svo formlega til starfa 2. mai 1971. Þar varð Gina fyrsti fastráðni starfskrafturinn, mótaði starfið og byggði upp og naut hin unga stofnun dugnaðar hennar og at- orku fyrstu þýðingarmestu árin. Það sýnir e.t.v. betur en mörg orð hve þessi störf voru Ginu hag- stæð er hún ákvað 1975 að hefja nám i hjúkrunarfræðum við Hjúkrunarsköla íslands. Námið sótti hún af þeirri viljafestu sem einkenndi hana og nú voru skrif- leg próf að baki og aðeins stuttur starfstimi námsins eftir. Það gef- ur auga leið að kjark þarf til, að leggja út í nám við aðstæður sem Gína hafði, fara um fjallveg til skólans, hvernig sem veðri var háttað, en þar naut hún styrks og hjálpar eiginmanns síns og sam- heldni fjölskyldunnar. Þá er ég komin að þeim þætti i lífi Gínu sem mér þótti fegurstur. Það var fjölskyldulíf hennar og þá ekki sist samband þeirra Gisla sem einkenndist af gagnkvæmri ást og virðingu. Það var gaman að vera gestur á heimili þeirra maður fann svo vel hve samhent þau voru. Við hjónin þökkum þær endurminningar sem við eigum frá þeim samveru- stundum. Gína var óvenjuglæsileg kona, heimsborgari, sem tekið var eftir hvar sem hún fór. Hún var hrein- skilin, listræn og vinföst. Er ég lýk þessum fáu þakkar- og kveðjuorðum kemur upp i hug- skot mitt leifturmynd frá ferð er við hjónin förum með Gínu og Gisla sumarð 1974. Við gengum út úr flugvél á einni af grísku eyjunum i Eyjahafinu. Á móti okkur barst heitur blærinn við okkur blasti fegurðin tær. Ég trúi því að andi Gínu gisti nú heiðari heim án andstreymis og bíði endurfunda. Við hið snögga fráfall er sorgin sárust börnunum, eiginmanm móður og öðrum aðstandendum. Huggun í harmi er góður orðstír og kærar minningar um góða móður, eiginkonu og dóttur. Við hjónin sendum þeim hug- heilar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Blessuð sé minning Georginu Stefansdóttur. Svava Kjartansdóttir. Banaslysin i umferðinni gerast nú uggvænlega mörg, og sárt er það fyrir þjóðina alla að missa um þrjátíu manns af slysförum það sem af er þessu ári. En þegar ég spurði lát kunningjakonu minnar í bílslysi á Hellisheiði hinn 27. september, voru þessar stað- reyndir ekki einungis tölur á blaði, heldur komu þær við mig snöggt og sársaukafullt, eins og alltaf þegar viðskilnaðurinn er fyrirvaralaus. Það mun hafa verið haustið 1964 að Gísli Sigurðsson, vinur minn, kom fyrst til kennslu við Gagnfræðaskólann á Selfossi. Hann kom frá Vinarborg, þar sem hann hafði stundað efnafræði- nám, og tók nú við kennslu i raun- greinum við skólann. Mér er það minnisstætt, hve föstum tökum hann tók strax starf sitt, en á þeim árum vorum við um nokk- urn tíma samkennarar. En jafn minnisstætt er mér frá þeim tíma, að hann leiddi sér við hönd unga konu, afburða glæsilega. Hún var austurrísk að ætt og uppruna, en norræn að yfirbragði, og mér fannst eins og hún hlyti fljótt að falla inn í islenskt samfélag eins og flest það fólk af þýska kyn- stofninum, sem hingað hefur komið. Sú varð og raunin. Svanhvít Stefansdóttir, eða Georgina eins og hún hét áður og mér var tam- ast að kalla hana, skaut hér rót- um, gerðist islenskur rikisborgari og lærði þetta erfiða mál okkar mjög fljótlega. Hún talaði það orðið lýtalaust, þannig að vart mátti greina hinn erlenda upp- runa hennar. Hún varð einnig brátt svo islensk i hugsun sinni og gjörðum, að ekki mun hafa hvarflað að henni, að þau hjón flyttust aftir til ættlands hennar. íslenskan ríkisborgararétt fékk hún, íslendingur skyldi hún verða. Árin liðu. Þau Gísli ogGeorgina byggðu sér failegt hús austarlega á Selfossi í nánd við hið nýja Sjúkrahús Suðurlands. Kynni þeirra hjóna við heimili mitt voru margvisleg, og við horfðum á efnileg börn þeirra vaxa úr grasi. Stefan sonur þeirra var sem ung- ur drengur við og við við sveita- störf hjá mér, myndarlegur gerð- arpiltur, hæglátur og vinnu- samur. Og þótt minum kennslu- störfum lyki var ekki þar með lokið samvinnu okkar Gísla Sig- urðssonar. Hann varð árið 1967 ritstjóri Þjóðólfs, blaðs framsókn- armanna i Suðurlandskjördæmi, og við sem skrifuðum i blaðið, vorum sem heimagangar hjá þeim hjónum að Heiðmörk 2 A á Sel- fossi. Þá bar margt á góma sem hér verður ekki tint til, en við þessar heimsóknir okkar að Heið- mörk 2 kynntist ég Georgínu best. Ekki var það einungis, að hún tæki okkur hjartanlega vel i hvert sinn og veitti okkur af þeirri rausn sem henni var eðlileg, held- ur tók mjög þátt i samræðum bónda síns við okkur. Hún var tilfinningarik kona, en réttlætis- kennd hennar var einnig það mik- il, að ekkert fannst mér eðlilegra en að hún sýndi okkur sinn innri mann. Hún var kona, sem hvorki gat né mátti dylja sig. Þvi var það eðlileg afleiðing skaphafnar hennar, að hún réðst alltaf á garðinn þar sem hann var hæstur. Hún var útlærð ljósmóðir og starfaði þannig í nokkur ár við Heilsugæslustöð Selfoss. En hún stefndi hærra, þegar starfssviðið við heilsugæsluna hentaði ekki lengur, og nú var brotist út i nám í hjúkrunarfræðum í Reykjavík. Ekki þarf að lýsa því hvilikt þrek- virki var þar unnið, en þetta nám var nú i góðri höfn. Starfsárin voru framundan — og ennþá i þjónustu lífsins. Og nú er hún fallin frá langt fyrir aldur fram. Mér er orða vant við vin minn Gisla og börn þeirra. Ég veit að hann á þær minningar kærastar og dýrastar, sem ylja honum alltaf á vegferðinni gegnum þetta líf. En handan þess er annað líf, þar sem Georgina Stefansdóttir mun beita orku sinni i kærleikans þjónustu. Páll Lýðsson. Siðla sumars 1975 fékk Nýi hjúkrunarskólinn i annað sinn bekk þar sem nemendur voru ein- göngu ljósmæður, og höfðu allar hlotið nám sitt i ljósmæðrafræð- um hér heima, nema ein, Svan- hvít Stefansdóttir, fædd Georgine Sedlacek. Þessi bekkur verður brautskráður fyrir jól. Því fylgir alltaf viss söknuður að sjá á bak nemendum, sem starfslið hefur verið samvistum við i nánum tengslum fámenns ‘ skóla, þótt það sé um leið gleði- stund, þegar settu marki er náð. Öðru máli gegnir þegar dauðinn bindur skyndilega enda á ævifer- il. Meðal okkar í skólanum var hún alltaf kölluð Goergine, nafni því, er hún hafði borið frá fyrstu tið, nafni, er okkur fannst á allan hátt hæfa henni, því að eins og litríku Georgínu-blómin bar hún með sér fegurð og lif frá suðræð- um slóðum til okkar kalda lands. Var hún með námi i Nýja hjúkrunarskólanum að búa sig enn betur undir það ævistarf, er hún þráði að helga krafta sína. Eins og blómið Georgine heitir glitfífill á íslenzkri jörð, eins varð hún sem islenzkur ríkisborgari að taka sér íslenzkt nafn og hlaut þá nafnið Svanhvít. Georgine var fædd í Vtnarborg 25. marz 1935. í heimaborg sinni lauk hún ljósmæðranámi 8. apríl 1960 frá skólanum við Gemmel- wei Frauenklinik der Stadt Wien. Um fjögurra ára skeið starfaði hún á heimaslóðum, fyrst við Frauen Hospital og siðan við Goldenes Kreuz Sanatorium. Mér er minnisstætt, er hún kom á minn fund haustið 1972. Þá harmaði hún að hafa ekki vitað fyrr um nýbyrjað hjúkrunarnám, sem skipulagt hafði verið sérstak- lega fyrir ljósmæður, þar sem hana hafði alltaf langað til að bæta við sig hjúkrunarnámi, og var hún ekki sein að taka við sér er aftur gafst tækifæri. Hún hafði þá þegar unnið við ungbarnaeftir- lit Selfosshrepps nokkur ár og rúm tvö ár við Heilsuverndarstöð Selfoss. Hún vakti strax athygli mína vegna lifandi áhuga, festu og ein- — Minning Þórður Framhald af bls. 19 úr þungbærri legu. Fljótlega eftir að hann fluttist til Reykjavikur hóf hann störf hjá Ölgerð Egils Skallagrimssonar h.f. og naut hann þar velvildar og trausts jafnt vinnuveitanda og samstarfs- fólks og veit ég, að hann mundi þakka sem vert er þeim öllum ef hann mætti mæla. Þórður var með afbrigðum glæsilegur maður, hávaxinn og beinvaxinn, þrekinn og samsvar- aði sér vel. Hann hafði mjúkt og frítt andlit, vel limaður, hægur í allri framkomu svo að manni fannst hann stundum feiminn sem þó ekki var, heldur eðlislæg hlédrægni þvi að engan vildi hann skyggja á. Er hann hóf máls á einhverju var frásögnin skýr og málfarið skörulegt og óspillt af nútíma orðskripum. Hann fylgd- ist vel með hræringum þjóðlifs- ins, las og tileinkaði sér hið bezta úr nútima bókmenntum og oft var það svo, að manni fannst maður sitja við vizkubrunn er setið var beitni, og áttum við eftir að sann- reyna það síðar að þessir eignleik- ar voru ríkir í fari hennar. Má það reyndar furðulegt heita hvað hún vildi mikið á sig leggja, móðir með 4 börn að sækja nám alla leið frá Selfossi og stunda það þó með þeim ágætum, sem raun bar vitni. Hún bar með sér svipmót þeirr- ar menningarborgar, sem hún ólst upp í og hafði enda með sinum margþættu áhugamálum lagt stund á nám i leiklistaraka- demiunni í Vínarborg um tveggja ára skeið. Var hún frábærlega skemmti- legur nemandi í kennslustundum, tilbúin að rökræða og hafði sjálf- stæðar skoanir, eins og oft er um nemendur, er standa á háum sjón- arhól, og mun uppeldi hennar i heimsborginni m.a. hafa stuólað að viðsýni og eldlegum áhuga hennar. Lát hennar var sviplegt og mik- ið áfall, sem verra er að sætta sig við með hverjum degi sem liður. En þó að sorgin sé sár, ber að þakka að hafa átt þess kost að kynnast og vera samvistum við þessa hugljúfu konu. Við í Nýja hjúkrunarskólanum sendum eiginmanninum, Gisla Sigurðssyni, kennara, börnunum Stefáni, Katrínu, Sigríði Georgine og Christine og móður hennar innilegustu samúðarkveðjur og blessunaróskir. María Pétursdóttir. 1 dag, 5. október, verður gerð útför Georginu Svanhvitar Stef- ánsdóttur Ijósmóður, Heiðmörk 2 A, Selfossi, sem fórst af slysförum 27. sept. síðastliðinn,'aðeins 42 ára að aldri. Hún var austurrísk að ætterni og hafði aðeins verið búsett hérlendis um 13 ára skeió. Kynni okkar við Georginu hóf- ust síðla árs 1975 er fámennur hópur ljósmæðra og þroskaþjálfa hóf nám i hjúkrunarfræðum við Nýja hjúkrunarskólann i Reykja- vik. Strax vakti athygli okkar hið vandaða fnálfar hennar og hve hún var orðin islensk og hvað útlit hennar og reisn, glaðlegt, hlýtt viómót og einörð framkoma vakti eftirtekt og nánari kynni leiddu i ljós mótaða skapgerð og hjá Þórði og hlýtt á hann rekja efnisþráð nýútkominna bóka. Bækur voru Þórði sem háskóla- nám litt skólagengnum alþýðu- manni. Með fyrri konu sinni átti Þórð- ur þrjár dætur: Hjálmfriði sem gift er undirrituðum, Jónu Rut sem gift er Högna Jónssyni inn- heimtumanni og Sigriði sem er ógift. Þau Þórður og Helga eignuðust ekki börn — og þó. Fljótlega eftir að suður kom settu þau á stofn heimili fyrir börn með sérþarfir, sem útheimtir bæði þolinmæði og umhyggjusemi. Það var sannarlega gaman að koma til þeirra hjóna og fylgjast með framförum barnanna, og sjá og finna kurteisi þeirra og virðingu fyrir hinum nýju foreldrum sin- um. Framkoma þeirra var óaó- finnanleg og bæri eitthvað út af var skilningi að mæta og þau hjón leystu, samhent að vanda, úr öll- um hnútum sem hlaupa vildu á þráðinn. Á Helgu mæddi mest er maður hennar var að heiman vegna vinnu sinnar. og á sinn hljóðláta hátt fregnaði hann hvort nokkuð heilbrigt lífsmat. Hún unni lífinu og áleit það vera stærstu hátið i lifi hverrar konu að fæða barn. Sjúka annaðist hún af alúð og virti jafnan þeirra persónugerð og þarfir. Georgína var viðlesin og síleitandi meiri fróðleiks til aukinnar menntunar á sinu áhugasviði. Jafnframt miðlaði hún okkur hinum af þekkingu sinni. I okkar fámenna hópi er skarð- ið átakanlega stórt. Sú gleðinnar stund sem óðum nálgast, að við náum lokamarki eftir rösklega tveggja ára nám verður blandin trega sökum fráfalls Georgínu. Hún lagði á sig ómælt erfiði og átti aðeins einn mánuð eftir til lokaprófs. Ferðir hennar yfir Hellisheiði eru ótaldar þvf alltaf vildi hún heim eftir oft erfiðan náms- eða vinnudag, heim til barnanna og sins góða eigin- manns, sem skildi og studdi heils- hugar konu sína i að ná takmarki sínu. Við skólasystur höfum ekki framar Georginu með okkur í kennslustund og heyrum ekki oft- ar glaðan og smitandi hlátur hennar i friminútum. En við átt- um hann i hópnum. Við eigum minningu um mikilhæfa starfs- systur og kynntumst lifsviðhorf- um hennar. Það eitt útaf fyrir sig er nám og við sem lifum og göng- um nú til starfa við ljósmóður- og hjúkrunarstörf skulum nýta það á okkar ferli. Þannig mun Georgina lifa áfram með okkur. Astvinum Georginu, börnunum hennar fjórum, eiginmanni og aldraðri móður sem nú sér á bak einkabarni sinu, viljum við flytja okkar ’einlægustu samúðarkveðj- ur. Skólasystur. Ég man alltaf þegar ég sá hana fyrst. Hvað mér fannst hún vera glæsileg og geislandi af lífskrafti. Þetta var fyrir 10 árum siðan. Hún var aðaldriffjöðrin í að það var komió á ungbarnaeftirliti hér á Selfossi. Hún gekk í hús og fylgdist með börnunum og leið- beindi mæðrunum. Þó ég væri ekki alltaf sammála henni, þá fann maður hvað hún hafði mik- inn áhuga á þessu starfi og hvað hún vildi gera vei. Ég var nú ekkert sérstaklega hrifin, einu sinni þegar hún kom og byrjaði á þvi að rífa barnið úr ullarbolnum og spurði hvort ég ætlaði að gera út af við barnið úr hita, það væri pakkað undir dúnsæng með ullar- stykki undir sér og það væri júní og glampandi sólskin úti, Auðvit- að var þetta rétt hjá henni, ég vissi bara ekki betur. Eftir að hún fór að koma oftar og lika i sam- bandi við hin börnin, kynntist ég henni betur og stundum gat ég látið hana stoppa meðan hún drakk upp úr eins og einum kaffi- bolla, áður en hún rauk af stað aftur. alltaf þessi sami áhugi á starfinu og hvað hún gat orðið sár Framhald á bls. 30. hefði farið úrskeiðis þann daginn. Raunar þurfti hann ekki að spyrja, allt lá svo ljóst fyrir. Börn- in fögnuðu honum sem föður og drógu niður í hljómflutnings- tækjunum svo að fósturfaðir þeirra gæti lagt sig og hvílst i næði eftir vel unninn starfsdag. 1 þvi var tiflitsemi þeirra og virðing fólgin. Eftir að vinnugeta þeirra var komin á það stig að þau voru orðin galdgeng á vinnumarkaðn- um, sum heima hjá þeim en önn- ur farin, leituðu þau ailtaf heim til Þorðar og Helgu, bæói til að gieðjast með þeim eða þiggja góð ráð og leiðbeiningar ef lifið reyndist þeim andsnúið. Þar var alltaf hlýtt hús og vinum að mæta eins og sá sem kom væri einn úr f jölskyldunni, sem og var. Nú er fjölskyldan harmi lostin. Ástkær vinur er kvaddur. Eigin- konan ber harm sinn í hljóði og hefur hún þó mest misst. Hjóna- band þeirra var ástríkt og birtist i gagnkvæmri virðingu. Fátækleg orð segja lítið en fyrirheit uppris unnar lofa miklu. Með þeirn orð um kveð ég drengskaparmanntnn Þórð Andrésson. Blessuð sé nunn ing hans. Halldór Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.