Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTOBER 1977 25 fclk f fréttum Gleði- tárí Berlín + Anita litla var fimm ára þegar hún var send frá Vestur-Berlín til Nor- egs. Hún hélt að hún ætti aðeins að vera þar stutt- an tíma. En tíminn leið og ekki kom pabbi að sækja hana. Hún huggaði sig þó við það sem hann sagði þegar þau kvödd- ust: „Þú skalt fá að koma heim aftur Anita.“ Hún vissi ekki að þetta loforð var aðeins örvæntingar- full tilraun föður hennar til að hugga hana á skiln- aðarstundinni. Hann vissi að hann gæti ekki tekið hana til sín aftur. Þegar Anita kom til baka, voru liðin 20 ár. Forsaga þessa máls er sú að þegar Anita var fjög- urra ára dó móðir henn- ar. Foreldrar hennar höfðu ekki verið gift og faðirinn fékk því ekki umráðarétt yfir dóttur sinni. Richard Hermann faðir Anitu bað þá móður sína að annast Anitu litlu en barnaverndarnefnd blandaði sér í málið og áleit gömlu konuna ekki færa um að sjá um upp- eldi litlu stúlkunnar. Ná- grannarnir reyndu að hjálpa en flestir höfðu nóg með sitt. Að lokum var svo Anitu komið fyrir á barnaheimili. Faðir hennar heimsótti hana eins oft og hann gat. Hann sá hversu litlu stúlkunni hans leið illa hún þjáðist af heimþrá Amma faðmar Mariönnu litlu dðttur Anitu. „Þú varst einmitt á þessum aldri þegar við skildum.“ segir hún við Anitu. og kunni ekki við sig á barnaheimilinu. Og þeg- ar sumarið kom gat hann komið því svo fyrir að Anita fékk að fara í frí til Noregs. Anita var glöð og sæl yfir dvölinni í Noregi og þegar faðir hennar fékk að vita að Furre- hjónin sem hún hafði dvalið hjá vildu gjarnan ættleiða hana tók hann því boði. Hann sá enga betri lausn. Anitu leið vel hjá nýju foreldrunum hún skrifaði föður sínum oft og sendi honum myndir af sér og fóstur- foreldrunum. Þegar Anita var 16 ára hitti hún Terje, og áður en árið var liðið giftu þau sig. Þau eignuðust tvö börn með stuttu millibili og Anita vissi að meðan börnin væru svo ung þýddi ekki að hugsa um Þýskalands- ferð. Hún reyndi þó að spara saman fyrir far- gjaldi því hún var ákveð- in i að heimsækja föður sinn og ömmu við fyrsta tækifæri. En árin liðu og þriðja barnið bættist við og ekki fór Anita til Þýskalands. En svo dag einn sá hún í „Norsk Ukeblad“ auglýsingu þar sem boðið var upp á að vinna draumaferðina. Anita skrifaði blaðinu og sagði sögu sína. Hún vann draumaferðina og fór til Þýskalands. Faðir hennar var að vísu dáinn en amma hennar á lífi og það urðu sannarlega fagnaðarfundir. Amma brosir glöú og hamingjusöm, yfir að hafa fengið Anitu og f jölskvldu hennar til sln. Ferðafólk búið ódýrt, búið á City Hótel. Eins manns herbergi frá kr. 2.450. — 2ja manna herbergi frá 3.650. — City Hótel, Ránargötu 4, sími 18650. Heimili ferðamannsins í miðborginni. URSUS 40 ha. á kr 770 00 — URSUS 65 ha. á kr. 1.060 000 — URSUS 85 ha. á kr. 1.950 000 — Allir fyrirliggjandi. Pólskir jarotætarar CCZ 1,6 Verð 1 75.000.— Fyrirliggjandi. Sturtuvagnar 4,5 t. Verð 523 000. Fyrirliggjandi Vélaborg Simar: 86655 - 86680, Sundaborg 10, Reykjavík EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.