Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 1
44SIÐUR ttQgmtttbifeifr 221. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Indverska stjórnin harðlega gagnrýnd Nýju-Delhí 5. október Reuter —AP ÖLL helztu dagblöð Indlands gagnrýndu í dag stjórn landsins harðlega fyrir handtöku Indíru Gandhis og sögðu aðgerðir stjórn- valda hafa grafið undan trausti almennings á stjórninni en gefið Indiru Gandhi byr undir báða vængi. Gandhi var sleppt úr fangelsi i Bombay í gær eftir sólarhrings- dvöl þar, eftir að dómari í Nýju Delhi hafði úrskurðað að engin haldföst rök væru fyrir ákærum á hendur henni um spillingu og valdamisnotkun. Rikisstjórn Desais Morais áfrýjaðí úrskurði dómarans þegar til hæstaréttar, en rétturinn vísaði áfrýjuninni frá á þeirri forsendu að hún væri ekki tæknilega rétt. Verður áfrýjunin tekin fyrir á morgun, fimmtudag. Stuðningsmenn Gandhis og Kongressflokksins efndu til úti- funda og hópgangna viða um landið í dag, en eins og sagt var frá í fréttum í gær fagnaði gífur- legur mannfjöldi henni í Bombay er hún var látin laus úr haldi og Framhald á bls. 26 Bókmenntaverðlaun Nóbels tilkynnt í dag Stokkhólmi 5. okt. Reuter SÆNSKA akademfan tilkynnti í dag, að Nðvelsverðlaunin f bókmenntum yrðu veitt á morgun, fimmtudag, og á undan öðrum Nóbelsverðlaunum ársins. Kom þessi yfirlýsing mjög á óvart, þar sem sænska akademfan hefur yfirleitt ekki gefið út orðsendingu fyrirfram og auk þess hefur venjan verið sú að samdægurs er tilkynnt um Nóbelsverðlaunahafa f ýmsum vísindagreinum. 1 ár hefur verið furðu lftið um skrif um hugsanlega Nóbelshafa í bókmenntum. I fyrra hlaut bandarfski höfundurinn Saul Bellow þau.' I Ösló sagði talsmaður Norsku Nóbelsnefndarinnar, sem úthlutar friðarverðlaunun- um, að 54 hefðu verið tilnefndir og að skýrt yrði frá nafni friðar- verðlaunahafans nk. mánudag. Ekki vildi hann láta uppi hverj- ir kæmu til greina, en heimildir í Ösló töldu að meðal þeirra sem hefði verið stungið upp á væru alþjóðasamtök og ein- staklingar sem vinna að rétt- indamálum Indíána, Eskimóa Framhald á bls. 26 Hryðjuverkamenn hóta Takeo Fukuda London og Tókfó 5. október Reuter — AP. JAPÖNSKU hryðjuverkasamtökin Uauði herinn, sem rændu japönsku farþegaþotunni á dögunum og nú eru f Alsír, hafa sent Takeo Fukuda, forsætisráðherra Japans, hótunarbréf, þar sem segir að honum verði „kennd lexía" vegna beiðninnar til Alsírstjórnar um að hún framselji flugvélarræningjana 5 og félaga þeirra sex, sem sleppt var úr haldi í Japan f skiptum fyrir gíslana um borð í þotunni, ásamt 6 milljón dollara lausnargjaldi. Sendu samtökin opið bréf til Fukuda til Reuter- fréttastofunnar í London, þar sem segir að hann sé ábyrgur fyrir aðgerðum Japansstjórnar, hann hafi gengið að kröfum samtak- anna og hann hafi beðið Alsír- stjórn um lendingarleyfi, en hafi nú á heimskulegan hátt farið fram á framsal „hetja okkar." Ekkert svar hefur borizt frá Alsírstjórn við þessari beiðni Japansstjórnar, en áreiðanlegar heimildir í Tókíó herma að stjórn Alsir hafi fallizt á að leyfa japönsku þotunni að lenda þar, gegn því að Japansstjórn færi ekki fram á að hryðjuverkamenn- irnir yrðu framseldir, né lausnar- gjaldinu skilað. Réuterfréttastofan birti í kvöld viðtal við japanskan mann, Yano Kenichi, sem sagðist vera heilinn bak við flugránið. Var viðtalið tekið í einhverri borg í Miðaustur- löndum, eftir að japanska þotan var lent í Alsír. Segir Kenichi, að Rauði herinn ætlaði að nota lausnargjaldið til að halda áfram herferð gegn heimsvaldasinnum, með Japan og Israel efst á óvina- lista. Kenichi, sem sagðist eiga sæti í stjórnmálaráði hryðju- verkasamtakanna, gaf einnig i skyn að hann hefði átt aðild að morðárásinni á Lodflugvelli i ísrael 1972, er þrír menn úr Rauða hernum myrtu 25 manns áður en þeir sjálfir voru felldir. Israelar og Arabar fjalla um samkomulag Carters og Dayans New York, Tel-Aviv og Washington 5. október Reuter-AP. BANDARlSKIR embættismenn voru varkárir í ummælum um Mið- austurlandadeiluna í dag, eftir að Moshe Dayan utanrikisráðherra Israels tilkynnti eftir 6 klst. fund sinn með Carter forseta í New York i gær, að þeir hefðu náð samkomulagi um framkvæmdaáætlun um nýja Genfarráðstefnu fyrir lok þessa árs. Talsmenn Carters forseta sögðu i dag við fréttamenn, að menn hefðu nálgazt nokkuð samkomulags- grundvöll, en að um væri að ræða bráðabirgðatillögur og að samning- ,11111 væri ekki lokið. væri enn leyndarmál hefði frétzt um nokkur atriði, m.a. að Israelar hefðu lýst yfir að þeir myndu ekki túlka ályktun öryggisráðs Framhald á bls. 26 Ekkert hefur enn verið látið uppi um innihald „vinnuplaggs- ins", sem þeir Dayan og Carter sömdu, en grundvallarágreinings- atriði aðila hefur verið hvernig þátttöku Palestínumanna i Genfarráðstefnunni skuli háttað. Ríkisútvarpið í Israel sagði í kvöld að i plaggi þeirra Carters og Dayans væri m.a. yfirlýsing um að Israelar myndu ekki sætta sig við sendinefnd frá Frelsissamtökum Palestínumanna, PLO, á Genfar- ráðstefnunni. Sagði útvarpið einnig að ísraelar myndu berjast gegn stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna jafnvel þótt það væri í alríkissambandi við Jór- daníu. 1 beinni útsendingu frá frétta- ritara útvarpsins i New York sagði að þótt efni vinnuplaggsins Schleyermálið: Ekkert heyrzt frá ræningjunum í viku Schmidt á fundi með ráðgjöfum sinum i gærkvöldi Bonn 5. október. Reuter. HELMUT Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, boðaði helztu ráðgjafa sína um öryggismál á fund f kvöld ásamt neyðarástandsnefndinni, sem sett var á stofn eftir rán Hanns Martins Schleyers fyrir 4 vikiim, eftir að v-þýzka útvarpið skýrði frá því að ekkert hefði heyrzt frá ræningjum Schleyers f eina viku. Talsmaður Schmidts staðfesti í kvöld að boðað hefði verið til fundarins, en neitaði að svara spurningum fréttamanna um hvort frétt útvarpsins væri rétt. V-þýzka stjórnin hefur fyrirskip- að algert bann við fréttaflutningi af málsmeðferð hins opinbera. Schleyer, sem er formaður v- þýzka vinnuveitendasambandsins og félags iðnrekenda þar í landi, var rænt 5. september af hryðju- verkamönnum úr Rauðu herdeild Baader Meinhof samtakanna, sem myrtu 3 lífverði hans og bílstjóra. Krefjast ræningjarnir að 11 af félögum þeirra verði sleppt ú haldi í skiptum fyrir Schleyer og 1.1 milljón marka verði greidd í lausnargjald. I frétt v-þýzka útvarpsins segir að ræningjar Schleyers hafi ekki nálgazt tvenn skilaboð hjá sviss- Framhald á bls. 26 Mannréttindi efst á baugi í Belgrað Belgrað 5. október. Reuter. AFVOPNUNARMAL og mannréttindi voru helztu mál- efni ræðumanna á Öryggisráð- stefnu Evrópu í Belgrað í dag, þar sem fulltrúar 35 þjóða eru saman komnir til að meta það sem á hefur unnizt frá undir- ritiin Helsinki-sáttmálans 1975. Eins og að líkum lætur voru ræðumenn austurs og vesturs ekki á einu máli í af- stöðu sinni. * Leif Leifland, fulltrúi Svi- þjóðar, sagði i ræðu sinni, að ekki væri mögulegt að líta á gagnrýni á brot á mannréttind- um sem íhlutum í innanríkis- mál viðkomandi þjóða og Svíar myndu ekki hika við að vekja athygli á slikum brotum. I sama streng tók fulltrúi V- Þýzkalands, GUenther van Well, ráðuneytisstjóri v-þýzka utanrikisráðuneytisins, sem sagði að mannréttindi væru grundvallarskilyrði friðar. Fulltrúi Búlgaríu Stefan Stajkov, sagði að afturhaldsöfl hefðu skipulagt herferð gegn anda Helsinki-ráðstefnunnar, en Milorad Pesic, fulltrúi gest- gjafa ráðstefnunnar, Júgóslavíu, sagði að mannrétt- indi væru afar viðkvæmur þáttur alþjóðasamskipta, sem f jalla yrði um af fullri ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.