Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1977 Stöðvast fiskiskipa- flotinn í verkfalli? SVO GETUR farið að öll eða svo til öll fiskiskip landsmanna stöðvist ef til verkfalls opinberra starfs- manna kemur í næstu viku, þar sem ferskfisk- matsmenn eru flestir aðil- ar að BSRB, og lögum sam- kvæmt er bannað að aka fiski frá skipi í hús, nema því aðeins að hann hafi verið metinn á undan. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Jón Þ. Ólafsson skrifstofustjóra Framleiðslueftirlits sjávar- afurða í gær sagði hann, að mál fiskmatsmannanna væru óljós ennþá. Á land- inu öllu væru 56 ferskfisk- Lömb drepast úr garnafári í Þistilfirði DÆMI munu um þaö aö á bæjum í Þistilfiröi hafi ailt aö 10 lömb drepizt í haust vegna garnafárs. Akureyrarblaðiö tslendingur greinir frá þessu í síðasta tölu- blaði og er þar rætt viö Jóhannes Sigfússon bónda á Gunnarsstöð- um og sláturhússtjóra á Þórshöfn. Segist Jóhannesi svo frá í blað- inu: — Taka lömbin veikina eftir að þau koma inn á tún eftir göngur. Agerist veikin mjög fljótt eftir að fyrstu einkenni koma í ljós og leiðir hún lömbin til dauða á 2—3 tímum. Ég veit dæmi um að minnsta kosti 3 bæi í Þistilfirðin- um, þar sem um 10 lömb hafa drepist á hverjum bæ, sagði Jó- hannes. Stafar þessi garnaeitrun af sýkli, sem mun alltaf vera til stað- ar i lömbunum, en hann ágerist og veldur eitrun við fóðurbreyt- Framhald á bls. 26 Torfi Guð- bjartsson flugvirki látinn TORFI Guðbjartsson, yfirflug- virki Landhelgisgæzlunnar, lézt i Reykjavík að kvöldi sunnudags á fertugasta og sjötta aldursári. Torfi var fæddur 17. september 1932. Að loknu rafvirkjanámi, starfaði hann hjá flugmálastjórn- inni og siðan hjá Loftleiðum og nú nokkuð á annan áratug starf- aði hann sem flugvirki hjá Land- helgisgæzlunni og var yfirflug- virki Gæzlunnar frá 1974. Eftirlifandi kona hans er Ingi- björg Halldórsdóttir og áttu þau tvo uppkomna syni. matsmenn á launum og stór hluti þeirra fullgildir aðilar að BSRB. Ef BSRB færi í verkfall, þá myndu þessir menn eðlilega ekki starfa við fiskmat og lögum samkvæmt væri algjörlega bannað að aka fiski frá NORSKA kapalskipið, sem fengið var til viðgerða á rafstreng í Arnarfirði í síðustu viku, lagði einnig rafstreng frá Hofsstöðum yfir Þorskafjörð og að Gröf. Er nú unnið að því að tengja strenginn og eftir næstu helgi er reiknað með að allmargir bæir í Gufudals- sveit að Skálanesi fái rafmagn. Viðgerð rafstrengsins í Arnar- firði gekk mjög vel, en að sögn Kára Einarssonar, yfirverk- fræðings hjá Rafmagnsveitum ríkisins, er reiknað með að viðgerðin á strengnum hafi kost- að um 30 miHjónir króna. Þá lagði skipið einnig tvo einleiðara raf- strengi yfir Patreksfjörð, en fyrir var einn slíkur. Atti að vinna þetta verk á næsta ári, en til að Lágt fiskverð í Þýzkalandi ÞÖRIR GK seldi 39.6 lestir af fiski fyrir 61 þúsund mörk í Þýzkalandi í gær og var meðal- skiptaverð á kíló kr. 99. Fisk- verð í Þýzkalandi hefur verið frekar lágt síðustu daga, en í skeytum fiskkaupmanna í Þýzkalandi til Islands segir, að það stafi einfaldlega af því, að fiskurinn sem íslenzku skipin hafa komið með þangað hafi verið í lélegum gæðaflokki. Hausthappdrætti Krabbameinsfé- lagsins ad byrja HAUSTHAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins 1977 er nú hafið. Að venju hafa happ- drættismiðar ásamt gíróseðli verið sendir öllum skattfram- teljendum á aldrinum 23ja—65 ára á höfuðborgar- svæðinu (á vorin eru miðar sendir skattframteljendum ut- an höfuðborgarsvæðis). Krabbameinsfélag Reykjavík- ur sér um framkvæmd happ- drættisins en ágóðinn rennur að háflu til Krabbameinsfélags Islands. Vinningar í hausthappdrætt- inu eru alls átta: BMW 320 bifreið af árgerð 1978 og sjö Framhald á bls. 26 skipi i hús, nema aö hann heföi verið metinn. Þá eru ýmsir vigtarmenn í BSRB, sömuleiðis starfs- menn hafna þannig að komi ekki til undanþágu í þessu sambandi gæti fiski- skipaflotinn stöðvazt. nýta kapalskipið sem bezt var þetta verk unnið nú. Er hvor þessara strengja 2)4 kilómetri á lengd. Þegar nýju strengirnir verða komnir í gagnið kemst á þriggja fasa rafmagnskerfi á Barðaströnd. Kapalskipið kom hingað til lands laugardaginn 24. september og voru rafstrengir til fram- kvæmdanna settir um borð sunnudaginn á eftir í Reykjavík. Viðgerð hófst síðan á strengnum í Arnarfirði á þriðjudaginn, en raf- strengurinn í Arnarfirði hefur bilað tvisvar undanfarna mánuði og reynzt erfitt að gera við hann á fullnægjandi hátt. Framkvæmd- um skipsins lauk í Arnarfirði síð- asta föstudag og hélt skipið þá i Patreksfjörð, þar sem strengirnir voru lagðir á laugardag og sunnu- dag. Síðan var haldið í Þorskafjörð og voru auk kapalskipsins við þessar framkvæmdir varðskipið Arvakur og kafarabáturinn Rán. Hafa svo stór skip sem Arvakur og norska skipið ekki áður siglt inn Þorskafjörð svo vitað sé og lóðsaði Hafsteinn Guðmundsson frá Flatey skipin inn fjörðinn. Gengu allar þessar framkvæmdir sérlega vel, en verkstjórn annaðist Magnús Sveinsson og Guðmundur Guðjónsson vann kafaravinnu. ______ 11. og síðasta umferðin tefld í Tilsburg í dag SÍÐASTA umferðin á hinu sterka skákmóti i Tilsburg í Hollandi verður tefld í dag. Mætir Friðrik Ólafsson þá Sosonko og hefur hvítt. Takist honum að sigra i skákinni deila þeir neðsta sætinu í mótinu. Friðrik hefur nú 2)4 vinning, en Sosonko er með 3)4 vinning. Karpov er efstur á mótinu með 7)4 vinning og stýrir svörtu mönnunum á móti Hort. Miles fylgir heimsmeistaranum fast á eftir og er með 7 vinninga, hann teflir í dag gegn Anderson og hefur einnig svart. Þriðji í mótinu er Hollendingurinn Timman með 6 vinninga og hefur hann svart gegn Balashov í dag. I gær voru tefldar tvær biðskák- ir. Gerðu Gligoric og Timman jafnteflí, en Gligoric vann siðan Balashov. Athugasemd frá Erró ERRO sendi okkur eftirfarandi athugasemd við grein Braga Asgeirssonar vegna opnunar sýningar hins fyrrnefnda í Parfs, en þar var sagt m.a., að sendiherra tslands þar hefði ekki verið viðstaddur opnunina: „Einar Benediktsson, sendiherra í París, hringdi í mig sama dag og sýning min var opnuð og sagðist þvi miður vera á áriðandi fundi siðdegis þennan sama dag og þess vegna ekki getað verið viðstaddur opnun sýningar minnar, en íslenzki sendiráðsritarinn kom á sýninguna, færði mér kveðju sendiherrans og endurtók það, sem hann hafði sagt í símtalinu. Venjulega sendi ég ekki boðskort upp í sendiráð, því að ég veit, að þeir hafa annað að gera en fara á opnun listsýninga. Fyrir 1)4 ári kom allt starfsfólk sendiráðsins á opnun kínversku sýningar minnar. Sagan um sendingu kassanna til Handiðaskólans er gömul og margir sendiherrar farnir síðan. Þau tuttugu ár, sem ég hef búið hér í Paris, hefur íslenzka sendiráðið Ieyst úr öllum mínum málum, eins fljótt og hægt hefur verið. Með beztu kveðjum, ___________________________________________Erró Rafmagn á bæi í Gufu- dalssveit eftir helgi Viðgerð á rafstrengnum í Arnarfirði lokið Lis og Ingvard Thorsen. Ljósm. Friðþjófur. Gefur 2 millj. kr. til styrktar námsmömmm í landbúnaðarfræðum STOFNAÐUR hefur verið styrktarsjóður til handa náms- mönnum í landbúnaðarfræð- um, en stofnandi sjóðsins er Ingvard Thorsen og er stofn- framlag hans 60 þúsund dansk- ar krónur, sem jafngildir rff- lega tveimur milljónum ís- lenzkra króna. Ingvard Thorsen hefur um árabil verið umboðsmaður fyrir Grænmet- isverzlun landbúnaðarins i Danmörku og í gær hitti bim. Mbl. hann að máli ásamt konu hans, Lis. — Tilgangur þessa sjóðs á að vera að styrkja unga náms- menn í landbúnaðarfræðum til námsdvalar við skóla erlendis og skiptir ekki máli við hvaða skóla né í hvaða landi það verð- ur, en skilyrði er aðeins um að það komi islenzkum landbúnaði að gagni, sagði Ingvard Thor- sen. — Ekki er enn búið að ganga frá nánari reglum fyrir þennan sjóð, en ákveðið hefur verið að formaður sjóðsins fyrst um sinn verði Jóhann Jónas- son, forstjóri Grænmetisverzl- unar landbúnaðarins. — Aðdragandinn að þessu er eiginlega sá, sagði Ingvard, að nú eru liðin 20 ár frá því ég kom hingað fyrst og hef ég átt mikil og góð samskipti við Is- lendinga þessi ár. Við hjónin höfum kynnzt mörgu og góðu fólki og kynnzt hvernig þjóðin hugsar og starfar. í fyrstunni vorum við mest hrifin af nátt- úrunni og siðar kynntumst við fólkinu sjálfu. Islendingar eru vinnusamir og reyndar erum við hissa á hversu mikið fólk vinnur, og flestir virðast hafa tvenn störf rrteð höndum. — íslenzkur landbúnaður virðist standa mjög framarlega og erum við hissa á hvað svo fámenn þjóð hefur náð langt í þeim efnum. Að lokum má geta þess að þau hjónin eiga íslenzka hesta og sögðust þau oft fara í útreið- artúra og Ingvard Thorsen á sæti í stjórn deildar Slysa- varnafélags Islands, Gefjun, sem starfandi er í Kaupmanna- fhön. Míllílandaflug heldur áfram — óljósara med innanlandsfiug — VIÐ sjáum ekki annað en að millilandaflug haldi áfram, þótt til verkfalls opinberra starfs- manna komi, en hins vegar er margt óljósara með innanlands- flugið, en við reiknum með að geta haldið því uppi að nokkru leyti, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali við Morgunblaðið í gær. Sveinn sagði, að farþegaflug í millilandaflugi ætti að geta orðið með eðlilegum hætti, nema hvað eitthvað þyrfti að breyta brottfar- ar- og komutímum, þannig að um seinkun yrði að ræða frá núver- andi tímum. Hins vegar væri aug- ljóst, að vöruflutningar myndu stöðvast í millilandaflugi nema um neyðarsendingar væri að ræða. Þá sagði hann, að líklega yrði hægt að halda uppi innanlands- flugi að hluta. A þremur stöðum utan Reykjavíkur, þ.e. í Vest- mannaeyjum, á Egilsstöðum og Akureyri, væru flugumferðar- stjórar fastir rikisstarfsmenn, og væri álitið að þeir ynnu ekki, hins vegar væri málið mjög óljóst varð- andi aðra staði. Bræla á loðnu- miðunum I GÆR var stormur á loðnumið- unum norður af landinu og lágu allir bátar i höfn. Andrés Finn- bogason hjá Loðnunefnd sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að gert væri ráð fyrir að bátarnir héldu á miðin er liði á daginn, þar sem spáð væri betra veðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.