Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1977 3 Seljendur segja loðnuverdi upp: Mjöl og lýsi hækka í verði erlendis SELJENDUR loðnu, þ.e. sjómenn og útgerðarmenn, sögðu upp gild- andi loðnuverði í gær með viku fyrirvara. Ástæðan fyrir þessari uppsögn er sú, að á síðustu dögum hefur loðnumjöl og lýsi hækkað allnokkuð í verði. Verð á loðnumjöli og lýsi hefur stigið upp á við siðustu tvær vik- urnar og Morgunblaðinu var tjáð i gær, að í þessari viku hefði eitt fyrirtæki selt hátt í 2000 lestir af Prófkjörsdag- ar ákveðnir hjá Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík Á Fulltrúaráðsfundi sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavik í gær- kvöldi var samþykkt að efna til prófkjörs um framboðslista til Álþingsikosninganna 19, 20. og 21. nóvember næstkomandi. Þá samþykkti fundurinn ennfremur að f marzmánuði á næsta ári skyldi fara fram prófkjör um skipan lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninganna á næsta ári. mjöli fyrir 6.80 dollara protein- eininguna, en lengi í sumar var ekkert mjöl selt frá íslandi, þar sem mjölframleiðendur gátu ekki sætt sig við það verð, sem þá var í boði á mjölmörkuðunum. Er liða tók á sumarið tókst að selja nokk- urt magn á 6.30—6.50 dollara pro- teineininguna, en nú síðustu daga hefur verðið hækkað upp í 6.80 dollara. Þá má geta þess, að Norð- menn seldu mikið af mjöli í sum- ar á 5.70—5.80 dollara hverja pro- teineiningu. Þeir mjölseljendur, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu, að mikil óvissa væri ríkjandi á mjölmörkuðunum, þótt eftirspurn væri vaxandi um þess- ar mundir. Sögðu þeir, að sem fyrr héldist verð á loðnumjöli nokkuð i hendur við verð á soya- mjöli. Það lægi fyrir, að mun hærra verð fengist nú fyrir soya- mjöl á heimsmarkaði, sem ætti að afgreiðast strax, heldur en soya- mjöl, sem afgreiða ætti i nóvem- bermánuði n.k. Það þyrfti samt ekki að þýða, að mjölverð ætti eftir að lækka aftur, en breyting- ar á þessum markaði væru mjög örar. Þá var Morgunblaðinu tjáð, að verð á loðnulýsi væri nú komið i 425—430 dollara hvert tonn, en um tima í sumar fengust aðeins 380—390 dollarar fyrir tonnið. BBC gerir mynd um kríuna og þróun gróðurs hér á landi HÓPUR sjónvarpsfólks frá brezku sjónvarps- stöðinni BBC er væntan- legur hingað til lands næsta vor, Tilgangur ferðar þessa hóps er að taka myndir af kríuvarpi við Rif á Snæfellsnesi, mynd um hvernig gróður þórast úr auðn inni við Veiðivötn og mynd um slý og þörungagróður við Laxá í Aðaldal. Er reikn- að með að hingað komi um 10 manna hópur og verði hér frá maí lokum til júníloka. Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður hjá Orkustofnun, ferðaðist í haust um landið með Neil Clemington frá BBC, sem unnið hefur mikið að þáttum, BBC, sem kallaðir hafa verið „Life on Earth“, Sagði Sigurjón í samtali við Morgunblaðið í gær að BBC hefði þegar tekið mikið efni um kríuna, „sem væri allra fugla merkilegust.“, eins og Sigurjón orðaði það. Hefðu þeir tekið myndir af ferðalagi kríunnar frá suðlægari slóðum og norður á bóginn, en næsta vor væri síðan ætlunin að reka smiðshöggið á verkið og ljúka efnissöfnun í þáttinn um kriuna með því að mynda varpstöðvar hennar hér á landi. Hefði orðið fyrir valinu að mynda varp kríunnar rétt við Rif á Snæfellsnesi, Er þar að sögn Sigurjóns gífurlega mikið kríuvarp og ekki meira á mörgum stöðum ef þá nokkr- um. Er hugmynd Bretanna að nota Snæfellsjökul sem bak- grunn í mynd þessari og taka jafnvel sérstakar myndir þaðan. Verða.allar myndir BBC I teknar í litum. Síðan er ætlunin að taka mynd við Veiðivötn og á sú mynd að sýna þróun gróðurs fyrst í vatni og við það, en síðan að sýna hvernig auðnin glæðist lífi. Loks heldur brezki hópur- inn norður í Aðaldal og við Laxá er fyrirhugað að taka myndir af slýi og þörunga- gróðri. Er landsvæðið við Laxá mjög ákjósanlegt til þess verk- efnis, að sögn Sigurjóns. Þá er mögulegt að Bretarnir sinni fleiri verkefnum hér og hafa Sólheimajökull og Skeiðará verið nefnd i þvi sam- bandi. A lcjörskrfi Atlcvasði greiddu Jfi líei Auðir Ogildir Afstaða kaupataðar Starfsmannaffiloc Heykjavlkur 2196 1899 175 1697 22 5 Jfi Iíjðkrunarffilac Islandsqj Rvllc. 195 174 10 158 5 1 Jfi Starfsraannaffilac Iiosfellshronpo JO 30 5 25 0 0 Jfi Starfsraannaffilac Akraness 155 129 10 117 2 0 Bœjarstjfirnin greiddi ekki at- kvwði um mfilið Félac opinb. starfsra. Isafirði -72 66 9 55 1 1 Jfi Starfsmannaffil. Siclufjaröar «7 44 3 38 3 0 Jfi Starfsmannaffil. Sauðfirkrfil<js 52 . ^8 2 44 1 1 Jfi Starfsmannaffil. Akureyrar 536 300 24 276 0 0 Jfi Iljðkrunarffil. Islands, ;dcuroyri 6*1- 59 5 54 0 0 Jfi Starfsraannaffil. Hðsavikur 86 79 7 71 1 0 J6 Starfsraannafél. Heskaupstaoor 34 33’ 0 33 0 - 0 Jfi Starfsraannaffil. Vestmannaeyja 112 78 8 63 3 0 Nei Ffil. opinb. starfsmanna fi Suðurl. 82 72 8 61 3 0 Jfi, nema bvað breppsnefnd Hvera-' gerois sagði Nei. Starfsmannaffilac Keflavíkurbnjor 113 103 27 75 1 0 Jfi StarfsmannaffilaG Hafnarfjarðar 191 181 24 154 3 0 Jfi Starfsraannaffilac Garðabrejar 47 41 12 28 0 1 Nei Starfsmannoffilac Kfipavocs 179 146 23 121 2 0 Jfi Starfsmannaffilac SeltJarnarnos3 42 39 4 35 0 0 ITei Saratals i kaupstöðura S landinu Af þeira sera greiddu otlcvnði söcðu 4013 89.7^ HEI, 3521 on 10.3;.; JA 35«’ 3109 47 9 Sáttatillagan felld með miklum mun í kosningunum □ -----------------------------------------------□ Sjá forystugrein blaðsins í dag □ -----------------------------------------------□ AÐEINS var eftir I gærkvöldi að telja eða ganga frá nokkrum vafaatkvæðum I kosningu félaga í BSRB um sáttatillögu rfkisstjórnarinnar. Voru þetta tiltölulega fá atkvæði og breyta þau f raun engu um úrslit kosningarinnar. Ljóst er að sátta- tillagan hefur verið felld með um 90% greiddra atkvæða. t gærkvöldi var búið að telja 7875 atkvæði f kjöri ríkisstarfsmanna, nei sögðu 7063 eða 90.8% gildra atkvæða, já sögðu 716 eða 9.2%. Auðir seðlar voru 90 og 6 ógildir. Lætur nærri að kjörsókn hafi verið 90.1% miðað við kjörskrána eins og hún er eftir endurskoðun. Atkvæði allra rfkisstofnana voru talin í einu, þannig að ekki er vitað hvernig atkvæði féllu innan einstakra félaga rfkisstarfsmanna, en þau eru 16, sem eiga aðild að BSRB. Á kjörskrá félaga BSRB sem starfa hjá bæjar- og sveitarfélögum voru 4013 og greiddi 3521 at- kvæði. Nei sögðu 3109 eða 89.7%, já sögðu 356, eða 10.3%. A einum stað var 100% kjörsókn, þ.e. hjá Starfsmannafélagi Mosfellshrepps. Þá kusu 33 af 34 á kjörskrá hjá Starfsmannafélagi Nes- kaupstaðar og sögðu þeir allir nei við sáttatillög- unni. Að öðru leyti visast til meðfylgjandi töflu um hvernig atkvæði féllu í félögam innan BSRB sem sækja laun sín til bæjar- eða sveitarfélaga. 1 siðasta dálki töflunnar er afstaða yfirvalda á viðkomandi stað við sáttatillögunni. Strætisvagnarnir stöðvast komi til verkfalls á þriðjudaginn f næstu viku. Tímaritid Skák 30 ára TÍMARITIÐ Skák er 30 ára um þessar mundir og af því tilefni hefur verið gef- ið út sérstakt afmælisblað, þar sem fjallað er um sögu tímaritsins og sögu skák- listarinnar á íslandi. Formála að afmælisheft- inu skrifar Jón Þ. Þór sagnfræðingur og kemst hann m.a. svo að orði: „Is- lenzk skákútgáfa hefur lif- að mörg vorharðindi, en hún hefur lifað þau öll af, þótt oft hafi verið tvísýnt um líf hennar. Á síðustu stundu hafa góðir og fórn- fúsir menn alltaf verið reiðubúnir til þess að koma til bjargar, og hafa fæstir skeytt um tíma eða eigin fjárhag. Nú er svo komið, að þessi lífæð skáklífsins i landinu virðist vera komin í örugga höfn. Betur var ekki hægt að halda upp á þritugsafmæli Skákar.“ Núverandi útgefandi og ritstjóri Skákar er Jóhann Þórir Jónsson, en ritstjóri afmælisútgáfu er Jón Þ. Þór. Tímaritið Skák er prentað í Skákprent, prent- smiðju tímaritsins Skák. Forsíða afmælisblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.