Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 17 vera mjög sjálfstæður. I dag veit hann ekki nógu vel hvernig hann stendur og mannafla og tækni skortir til að fást við þau vanda- mál, sem við blasa. Mjög skortir á allar hagkvæmnirannsóknir. Og umræðuskipulag um menntun í háskólanum er ekki á réttu plani, sagði frummælandi að lokum. Fjörugar umræður urðu að loknu framsöguerindinu og tóku þar m.a. til máls Hannes Gissurar- son, Ólöf Benediktsdóttir, Erlend- ur Jónsson, Steingrímur Arason, Edgar Guðmundsson, Jónína Þor finnsdóttir og Sturlaugur Þor- finnsson. • Menntunarkosnaður hár og vex með menntunarstigi Fjórði og siðasti fundurinn um menntamálin var haldinn 25. apríl. Frummælandi var Ellert B. Schram og fjallaði um skólakostn- að. Fundarstjóri var Sigríður As- geirsdóttir. I erindi sínu sagði Ellert m.a.: Til þessa fundar er boðað vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir mikilvægi skólamála. Menntun er máttur og ósk allra íslendinga er að skóla- málin séu í góðu lagi. Segja má að forsenda þess að við getum haldið sjálfstæði okkar sé að þjóðin sé vel menntuð. Um skólaskylduna eru ekki miklar deilur,. Rætt er um hvort hún eigi að vera lengri eða skemmri en nú er. Fyrirkomulag menntunar hefur töluvert verið til umræðu. Þróunin virðist hniga í þá átt að koma i veg fyrir að nemendur „lokist inni“ hver á sinu sviði, án þess að hafa mögu- leika til frekari menntunar og á skólagöngu sinni hafi einstakling- urinn meira frelsi en áður til að velja sér námsbraut eða svið í samræmi við þarfir sínar. Þróunin virðist einnig vera i þá átt að flytja verkmenntun inn í skólana frá meistarakerfinu. Vera má að þessar breytingar séu þjóðfélagsleg nauðsyn, en þær virðast hins vegar geta leitt til stóraukins kostnaðar í skólakerf- inu, ef ekki er að gáð. Um menntamál gildir það sama og um aðra málaflokka að vió verðum að hafa efni á að standa undir þeim kostnaði, sem af skipan þeirra leiðir. Ef við lítum á menntakerfið sem ,,vél", sem framleiðir ein- staklinga með tiltekna menntun, þá er kostnaður pr. einstakling á hinum ýmsu skólastigum í injög grófum dráttum sem hér segir: 1. Menntunarkostnaður ein- staklings upp úr 9. bekk grunn- skóla (um 4000 einstaklingar) er unj 2.0 millj./ einstakl. eða um 220 þús. per ár. 2. Menntunarkostnaður stúdents (um 2.0 millj./ ein- stakl.) er um 500 þús. pr. ár. 3. Menntunarkostnaður há- skólaborgara (um 5.0 millj./ ein- stakling) er um 1250 þús. pr. ár. Hér er einungis átt við kostnað ríkisins og er þá ótalinn kostn- aður sveitarfélaga og heimila. Það skal undirstrikað, sagði frummælandi, að hér er alls ekki verið að slá því föstu að til menntamála fari óeðlilega mikið fé, heldur er frekar verið að sýna fram á að menntunarkostnaður er mikill, og fer að sjálfsögðu ört vaxandi eftir menntunarstigi. Við verðum að gæta þess vandlega að aukning í menntun verði ekki á kostnað gæðanna. Því fjármagni, sem ætlunin er að verja til menntamála á hverjum tima verðum við að verja vel og skyn- samlega. í kjölfar framsöguerindis urðu fjörugar umræður og tóku þá til máls m.a. Ölöf Benediktsdóttir, Jónas B. Jónsson, Halldór As- mundsson, Hinrik Bjarnason, Brynhildur Andersen, Aslaug Cassada, Snorri Halldórsson, Bessí Jóhannsdóttir, Ölafur Proppé, Sigríður Asgeirsdóttir og Geir Andersen, auk frummæland- ans, Ellerts B. Schram. Sem fyrr er sagt er erindaflutn- ingi I þessum málaflokki nú lokið á vegum Varðar, en erindin og umræður um hvern málaflokk nú lagðar til grundvallar vió pall- borðsumræðurnar á Iaugardag. Iðnkynning- arári lokið IÐNKYNNINGARARI íslenzkrar iðnkynningar lauk á sunnudags- kvöld. Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra sleit þessu kynn- ingarátaki aðila iðnaðarins með ávarpi við Laugardalshöllina í Reykjavík að loknum ávörpum Hjalta Geirs Kristjánssonar, for- manns verkefnisráðs islenzkrar iðnkynningar og Alberts Guð- mundssonar, formanns Iðnkynn- ingarnefndar Reykjavikur. Það var fyrir réttu ári að dr. Gunnar Thoroddsen opnaði iðnkynningar- ár við athöfn í fataverksmiðjunni Dúk h.f. Fór loka athöfnin á sunnudagskvöldið fram er Iðn- kynningu i Laugardalshöll lauk, en þá sýningu á reykviskum iðn- varningi sóttu 58.216 manns, eða fleiri en aðstandendur sýningar- innar gerðu sér vonir um. Er dr. Gunnar Thoroddsen hafði lokið máli sínu hófst mikil flugeldasýning við Laugardals- höllina sem Hjálparsveit skáta sá um. Lárus Sveins- son með 100 tonn til Ólafsvíkur Olafsvík 4. oklóbvr. SKUTTOGARINN Lárus Sveins- son landar hér í dag um 100 lest- um af fiski eftir átta daga útivist. Þetta var önnur veiðiferð skips- ins. Öll tæki og búnaður hafa reynzt vel og togkraftur og hæfni skipsins í bezta lagi. Afli togarans er þessa dagana aðalundirstaða vinnslunnar hjá Hraðfrystihúsi Ölafsvíkur. Skipstjóri á Lárusi Sveinssyni er Guðmundur Kristjónsson. Hclgi. Afmæli — leidrétting 1 AFMÆLISGREIN um Freyju Jónsdóttur frá Siglufirði, hér í blaðinu fyrir skömmu, brenglað- ist i niðurlagi greinarinnar, þar sem sagt er frá börnum Freyju, en þau eru: Jón, skipstjóri, kvæntur Önnu Jónu Ingólfsdótt- ur, búsett á Siglufirði; Guðmund- ur, netagerðarmeistari, kvæntur Elísabetu Kristinddóttur, búsett í Reykjavík; Ragnar, vélstjóri, kvæntur Erlu Þórðardóttur, bú- sett í Hafnarfirði; Hólmfríður Guðrún húsfrú I Hafnarfirði; Sveinn sjómaður, kvæntur Björgu Friðriksdóttur, búsett í Siglufirði. Austurstræti 17 Starmýri 2 endurnýjunVfe* on/iiivnT 7iiin li mm endurnýjun 10 flokkur 9 á 1 000.000 — 9.000 000 — 9 — 500 000 — 4.500.000,— 9 — 200 000 — 1 800 000 — 243 — 100 000 — 24.300.000,— 693 — 50.000 — 34 650 000,— 9.279 — 10 000 — 92.790.000 — 10.242 167.040.000 — 18 — 50 000 — 900 000 — 10.260 167.940.000 — Gleymið ekki að endurnýja! Það verður dregið í 10. flokki þriðjudaginn 11. október. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Tvö þúsund milljónir í boÓi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.