Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6, OKTOBER 1977 Kosningar í Perú að ári EINS og frá hefur verið sagt í Mbl. óttast Danir mjög að hundaæði breiðist út þar í landi og hafa gert vfðtækar ráðstafanir til að hamla gegn þvf. í gær var byrjað að bólusetja hunda á svæði f Suður-Jótlandi, þar sem veikinnar varð vart. Eru þar samtals um 40 þúsund hundar og er myndin tekin þegar dýralæknarnir Karin og Jens Lyhne Christensen voru að hefja bólusetninguna. Huang Hua: „Detente” og afvopn- un er blekking risaveldanna Ottawa, 5. okt. Reuter. HUANG Hua utanrfkisráðherra Kína hefur sagt kanadískum ráðamönnum að slökunarstefnan og aðgerðir sem miða að afvopn- um séu aðeins blekking og upp- gerð sem Bandarfkjamenn og Sovétmenn hafi haft forgöngu um, að þvf er heimildir í Ottawa hermdu f morgun. Huang utan- rfkisráðherra sem kom til Kanada f gær frá New York þar sem hann var á þingi Sameinuðu þjóðanna — er í fyrstu opinberu heimsókn sinni f vestrænu rfki f Kanada, sfðan hann tók við. Hann átti við- ræður við kanadíska ráðherrann sem fer með utanrfkismál, Don Jamieson, og mun hafa f viðræð- um þeirra sett fram ofangreindar staðhæfingar. Hann sagði að Kinverjar litu svo á að Sovétríkin væru mun hættulegra risaveldi en Bandarík- in, og Sovétríkin hefðu snúið mál- um svo að Bandaríkin væru kom- in f varnaraðstöðu gagnvart þeim. Huang skýrði einnig fyrir kana- diskum ráðamönnum að Kínverj- ar teldu að deila þessara tveggja risavelda væri undirrót mikils ills í heiminum nú. Heimildir Reuters segja að Hu- ang hafi verið mjög áfjáður i yfir- lýsingum sinum og verið afar hreinskilinn varðandi afstöðu Kinverja til alþjóðamála. Þó virt- ist sem stefna Kinverja þar hefði ekki breytzt að neinu ráði frá andláti Maos formanns í septem- ber 1976. Flugfreyjur fá skaðabætur Chicago, 5. okt. Reuter. ÞRJÍJ hundruð flugfreyj- ur sem látnar voru hætta störfum hjá American Air- lines á árunum 1965—1970 vegna þungunar, munu fá 2,7 millj. dollara í bætur að því er segir í Reuterfrétt um málið. Flugfélagið samþykkti einnig að ráða konurnar á ný til starfa með þeim starfsaldri sem þær hefðu nú náð miðað við að vera óslitið í starfi þennan tíma. Flugfreyjurnar sem óska endurráðningar verða þó að gangast undir venjulegt próf áður en þær verða teknar aftur til starfs. Það var ein kvennanna sem höfðaði málið fyrir hönd þeirra allra. Hún var rekin úr starfi áður en American Airlenes tók síð- an að veita flugfreyjum fæðingarfrí. 1 ákærunni er sagt að félagið hafi brotið almenn mannréttindi á stúlkunum og féllst dóm- stóllinn á það með skaða- bótauppkvaðnin gu sinni, sem félagið hefur nú sam- þykkt að greiða. Áskorun til Belgrad- ráðstefnu Belgrad, 5. okt. AP VESTUR-ÞÝZKA mann- réttindanefndin hefur óskað eftir því við full- trúa Vestur-Þýzkalands á Belgradráðstefnunni að þar verði gagnrýnd kúgunin í Austur- Evrópu. í bænaskjali sem fulltrúum V- Þýzkalands var afhent við brottförina var meðal annars vikið að brotum á mann- réttindum í Sovétríkjun- um, Tékkóslóvakíu, Pól- landi, Rúmeníu, Austur- Þýzkalandi, Búlgariu og Júgóslavíu. Þar sagði: Við hvetjum fulltrúa allra ríkisstjórna til að ræða þessi mannréttindabrot á Blegradráðstefnunni og að slíkt ætti ekki að viðgangast og sleppa ætti tafarlaust pólitisk- um föngum. Lima, Perú, 5. okt. AP. HERSTJÓRNIN í Perú til- kynnti f dag að kosningar til stjórnlagaþings yrðu látnar fara fram 4. júní á næsta ári og er það fyrsta skrefið á leið ríkisins aftua til orgaralegrar stjórnar. Var sagt frá þessu á afmæli forseta landsins Fransisco Morales Bermudez hers- höfðingja, en hann átti 56 ára afmæli í dag. Nánustu samstarfsmenn hans höfðu nýlega kjörið hann til að gegna áfram embætti for- seta. Þetta verða fyrstu kosn- ingar í Perú í tíu ár. Hundruð þúsunda manna á aldrinum 21 til 33 ára munu því kjósa í fyrsta sinn á ævinni. í þeim lög- um sem herstjórnin lagði fram og samþykkti i dag var kveðið svo á að þingið muni hefja störf 28. júlí á næsta ári og skuli því verki vera lokið fyrir júlímánuð 1979. Verður síðan efnt til nýrra kosninga um forseta Fílefldir lögreglumenn eltu fíl Houston, Texas, 5. okt. AP EITT hundrað fflefldir lögreglu- menn á 10 lögreglubílum eltu I dag 4500 kg þungan fíl um götur Houston í Texas áður en þeir fengu fangað fflinn. Það var kvenlögreglumaður er vegur 100 pund sem að lokum tókst að ná haldi á rana fflsins og stöðva hann, að þvf er lögreglumaðurinn Wanda Boehm skýrði frá og vildi lítið gera úr afrekinu. Fíllinn heitir Stóra-Lydia og var verið að flytja hana f sirkus er hún slapp og mun hún hafa gert nokkurn usla á för sinni um borgina, m.a. skemmt bila og brot- ið glugga. og þing síðla árs 1979 eða i byrjun árs 1980. Eftir að hershöfðingjarn- ir steyptu af stóli Fern- ando Belaunda Terry og leystu kjörið þing landsins upp í októberbyrjun 1968, hafa hershöfðingjar haft öll völd í sínum höndum. Fyrrv. gísl Mólúkka varð léttari Groningen, Hollandi. 5. okt. AP NELLY Ellenbroek Prinsen, önnur tveggja vanfærra kvenna meðal 50 gísla sem Suður-Mólúkkar héldu um borð í járn- brautarlest i Hollandi i mai sl. hefur alið myndarlegt sveinbarn. Móðirin var gengin fimm mánuði með og var að fara í læknisskoð- un þegar Mólúkkarnir gerðu atlögu að lestinni. Hún var ásamt annarri barnshafandi konu i lest- inni í tvær vikur. \ I i VEÐUR víða um heim Amsterdam stig 15 skýjaS Aþena 27 bjart Berlín 15 skýjað Brussel 14 skýjað Chicago 21 skýjað Kaupmannah. 11 skýjað Frankfurt 16 rigning Genf 20 sól Helsinki 3 bjart Jerúsalem 21 sól Lissabon 24 sól London 17 sól Los Angeles 28 skýjað Madrid 25 skýjað Miami 27 skýjað Montreal 15 bjart Ósló 3 riqninq Paris 17 rigning Rómaborg 21 skýjað Stokkh. 7 rigning T oronto 18 bjart Dæmdur fyrir að lifa í synd Kuala Lumpur 5. okt. AP MdHAMEÐSKUR trúarréttur lét í dag lausan til reynslu 117 ára gamlan Malaysíumann, eftir að hann hafði játað sig sekan um að hafa lifað í synd með fertugri konu. Var þetta í þriðja skipti sem maðurinn var færður til dóms til að svara til saka fyrir þetta brot og alltaf með sömu konu. Maðurinn sem heitir Lebai Omar Bin Datuk Pang- lima Garang var dæmdur til að greiða 80 dollara sekt. Hann hefur verið kvæntur sautján sinnum og skilið við allar eiginkonur sínar. Hann tók saman við konuna Doyah Binti Dan fyrir 2 árum fyrst og hélt uppteknum hætti að búa með henni þó svo honum væri bent á að hann gerðist sekur um syndsamlegt athæfi með því að vanrækja að giftast henni. Sam- kvæmt lögum Malaysíu er það mjög alvarlegt brot að lifa í óvígðri sambúð. Lebai skýrði réttinum frá því að hann myndi nú vinda að því bráðan bug að kvænast konunni. ■Sérstæðu gallabuxurnar- Dingos Ltd. — helzta fyrirtæki írlands i gallabuxna- og tízkubuxnaframleiðslu — óskar eftir umboðsmanni á ís- landi. Fyrirtæki, sem eru með tízkufatnað sendi svar á ensku til: Mr. M.K. McBrinn, Managing Director, Dingos Ltd., Mell Works, Drogheda, Co. Louth, Ireland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.