Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 22
umsjón: ERNA RAGNARSDÓTTIR TRYGGVI GUNNARSSON Höldum skoðunum okkar óhíkað á loft —þótt þær falli ekki í öUu að flokkslínu A nýafstöðnu þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna f Vest- mannaeyjum var Jón Magnús- son iögfræðingur úr Keykjavík kjörinn formaður sambands- ins. Jón hefur lengi verið virkur þátttakandi f starfi ungra sjálfstæðismanna sat í stjórn Heimdaliar og sfðustu tvö ár hefur hann verið for- maður félagsins. Þá sat Jón um tíma f stjórn SUS og hann var kjörinn í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins 1973 og sat þar til á landsfundi f vor. Jón er fæddur 1946 og er kvæntur Halldóru Rafnar en þau hjónin eiga einn son. A sl. ári höf Jón rekstur lögfræðistofu í Reykjavfk í samvinnu við annan lögfræð- ing. Hér fer á eftir viðtal við hinn nýkjörna formann SUS og var hann fyrst spurður, hvort hann væri ánægður með starf og stefnumótun síðasta SUS — þings? „Siðasta S.U.S. þing var mjög vel undirbúið af hendi fráfar- andi stjórn S.U.S. og betur en flest önnur S.U.S. þing, sem ég hef setið. Ákveðin afstaða í ýmsum mikilvægum mála- flokkum var mörkuð. Málefna- lega standa þvi ungir Sjálfstæðismenn vel að vígi eftir þetta þing. Eyverjar i Vestmannaeyjum stóðu frábær- lega vel að öllum undirbúningi þingsins, þannig að starfsað- staða og aðbúnaður allur var eins og best var á kosið. Þingið mótaðist að vísu nokkuð af for- manns og stjórnarkosningum en sú barátta kom ekki niður á málefnalegu starfi þingsins, þannig að það er full ástæða til að vera ánægður með S.U.S. þingið.“ Var kosningabaráttan hörð? „Kosningabarátta er alltaf hörð. Hún tekur mikinn tíma og veldur alltaf ákveðnum ýfing- um. Þessi barátta var stutt en meðan á henni stóð höfðum við sem vorum i framboði ágæta samvinnu okkar á milli og lýstum því yfir, 'að hvernig sem færi mundu ungir Sjálfstæðis- menn standa sameinaðir á eftir. Sú hefur líka orðið raunin á. Ungir Sjálfstæðismenn hafa oft deilt um það hverjir skuli gegna helstu trúnaðarstöðum í Sambandi ungra Sjálfstæðis- manna. Slíkar deilur hafa aldr- ei sundrað okkur, þær hafa hinsvegar orðið til þess að auka starfið meðan á baráttunní stendur og laðað fram þann kraft, sem býr í samtökum ungra Sjálfstæðismanna.“ Valda formannaskiptin ein- hverjum bre.vtingum á stefnu og starfi S.U.S.? „S.U.S. hefur starfað með svipuðu sniði nokkur undan- farin ár. Sá rammi sem starfi S.U.S. hefur þannig verið markaður er nokkuð góður. Ég geri mér fulla grein fyrir þvi, að það er ekki auðvelt að taka við af jafngóðum formanni og Friðrik Sophussyni, sem hefur gegnt formannsstarfi S.U.S. í 4 ár með mikilli prýði, en ég er staðráðinn í því að vinna eins vel og ég get að því að auka enn og bæta starfsemi S.U.S. Við munum halda áfram sjálfstæðri stefnumótun og reynum aó koma sjónarmiðum okkar á framfæri eins vel og við getum. Ungt fólk í Sjálfstæðis- flokknum verður að vera ófeim- ið við að láta frá sér heyra og til sín taka innan flokksins og utan.“ Fyrir hvaða málum munt þú helst beita þér sem formaður? „Baráttan gegna bákninu og gegn verðbólgunni verða þau viðfangsefni sem megináhersla verður lögð á. En það eru fleiri mál sem ungir Sjálfstæðismenn Jón Magnússon ávarpar þing SUS að lokinni talningu atkvæða í formannskjörinu. hafa mikinn áhuga á, sem ýta verður áfram. Ég nefni t.d. breytingar á kjördæmaskipan og kosningareglum og markviss uppbygging sjálfstæðs atvi'nnu- reksturs. Mörg félög ungra Sjálfstæðismanna hafa starfað mjög vel, en önnur miður, það er brýnt viðfangsefni að félög ungra Sjálfstæðismanna hvar sem er á landinu starfi vel. S.U.S. stjórnin þarf að vinna að því að auka starf félaganna og aðstoða þau í starfi." Ungir Sjálfstæðismenn ætla þá ekki að gera neina byltingu á næstunni? „Við erum lýðræðisflokkur, en ekki byltingar. Það hefur því aldrei verið meiningin að gera byltingu. Ungir Sjálf- stæðismenn hafa starfað innan flokksins af fullri einurð og það gerum við áfram, en við munum líka halda skoðunum okkar á lofti óhikað hér eftir sem hingað til, þó þær falli ekki — segir Jón Magnússon, nýkjörinn formaður SUS í öllu að flokkslínunni hvérju sinni.“ Þú hefur verið formaður Heim- dallar í tvö ár og ert um þessar mundir að láta af því starfi, er mikill munur á formennsku í S.U.S. og Heimdalli ? „Heimdallur er samtök ungra Sjálfstæðismanna i Reykjavík og starf Heimdallar er töluvert frábrugðið starfi landssamtaka eins og S.U.S. Formennska í S.U.S. er því nokkuð annars eðlis en formennska i Heim- dalli. Formennskan i Heimdalli hefur verið skemmtilegt við- fangsefni og það er greinilegt, að félagið á nú meiri hljóm- grunn hjá ungu fólki, en stundum áður. Mikill fjöldi ungs fólks hefur gengið i Heim- dall síðustu ár t.d. hafa rúm- lega 500 nýir félagar gengið i Heimdall á síðasta ári. Flestir þessir nýju félagar eru á aldrinum 16 — 20 ára. Þetta nýja fólk er lyftistöng fyrir félagið og sá áhugi sem þetta unga fólk hefur sýnt er hvatn- ing fyrir okkur að halda áfram á sömu braut og að undanförnu. Það hefur verið gaman að starfa i Heimdalli. Stjórn Heim- dallar og Hverfastjórnirnar hafa starfað mjög vei saman og tekist í sameiningu að auka starfið verulega og ná til nýrra hópa. Ef sami einhugur og áhugi heldur áfram, er víst að Heimdallur verður mun stærra og öflugra félag en það hefur nokkurn tíma verið áður. Ég hef áhuga á þvi að fólk komist yngra i trúnaðarstöður innan Sjálfstæðisflokksins og lika innan raða okkar. ungra Sjálfstæðismanna, en tíðkast hefur til þessa. Með þvi móti tryggjum við best stöðu okkar meðal ungs fólks og komum fram skoðunum okkar,“ sagði Jón að lokum. Þingfulltrúar bíða spenntir eftir úrslitum i formannskjörinu. Ályktanir 24. þings Sambands ungra sj álfstæðismanna Báknið burt: Opinber umsvif hafa aukist án markmiðs I. Ungir sjálfstæðismenn telja hlutverk hins opinbera í núttma lýð- ræðisþjóðfélagi vera að tryggja mestu mögulegu velferð einstakling- anna Tilvist samfélagsstofnana byggist á því, að ýmsar þarfir fólksins verða ekki uppfylltar á viðunandi hátt nema af hinu opinbera Þessar þarfir eru hins vegar einstaklingsbundnar og síbreytilegar, en grundgöllur lýð- ræðisins er sá, að hver og einn hafi rétt til að ákveða sem mest um þarfir sínar og uppfylla þær eftir getu sinni og gildismati Því verður jafnan að gæta nauðsynlegs sveigjanleika i opinberum.búskap og aðlaga hann kröfum timans hverju sinni. Einstaklingarnir eru ennfremur misjafnlega vel búnir undir lifið og samkvæmt okkar kristilegu siðgæð- isvitund er það skylda þeirra, sem betur mega sin, að rétta hlut hinna, er annars yrðu undir í lífsbaráttunni. Slik samhjálp er aldrei árangursrik- ari, en þegar treyst er á frelsi og framtak einstaklinganna. Stjórnlynd stjórnmálaöfl eru á öndverðum meiði við þessi viðhorf Þau telja hið opinbera hafa rétt til að ráða þörfurrweinstaklinganna Hér á íslandi hefur vegur stjórn- lyndisins farið vaxandi i seinni tíð Hið opinbera hefur brugðist hlut- verki sínu sem skyldi, þarfir einstakl- innganna eru búnar til með ákvörð- unum stjórnmálamanna, og sam- hjálpin er stórgölluð á veigamiklum sviðum. II. 1. Afskipti hins opinbera af lánsfjármarkaðnum hafa valdið stór- kostlegu tjóni og misrétti í þjóðfé- laginu. Fjármagn er fært frá spari- fjáreigendum til þeirra, er skulda. og kemur þetta verst niður á þeim, sem minnst mega sin íslenzkir sparifjár- eigendar njóta verri kjara i sinu eigin landi en erlendir aðilar, þar sem erlend lán eru bæði gengistryggð og bera háa vexti, meðan innlendir sparifjáreigendar búa við neikvæða raunvexti i flestum tilvikum Þetta ástand hefur haft hörmulegar afleið- ingar fyrir frjálsan sparnað í landinu. Hin viðtæka lánsfjárskömmtun, sem siðan hefur fylgt í kjölfarið, er nær- ing stjórnlyndis og spillingar og hef- ur dregið verulega úr möguleikum þjóðarinnar til að lifa mannsæmandi lífi í landinu, þvi að við úthlutun fjármagnsins eru vinagreiðar og stjórnmálahagsmunir látnir sitja fyrir eðlilegum viðskipta- og arðsemis- sjónarmiðum. II. 2. Opinber umsvif hafa aukizt án markmiðs Engar raunhæfar at- huganir fara fram á útgjöldum og skattheimtu hins opinbera með tilliti til nýtingar fjármagnsins og áhrifa á efnahagslíf þjóðarinnar Mistök hafa átt sér stað og allt hefur þetta leitt til vantrúar á getu stjórnmálamanna til að leysa vandamál þjóðarinnar og rutt brautina fyrir vaxandi gengi stjórnlyndra stjórnmálaafla II. 3. Tilfærslur á vegum hins op- inbera hafa aukizt að miklum mun á síðustu árum. Þær hafa i veigamikl- um atriðum verið byggðar á tilbún- um forsendum Röng vaxtastefna hefur leitt af sér fjármagnstilfærslur frá hinum almenna skattgreiðenda til fyrirtækjanna í formi hárra fram- laga ríkisins til fjárfestingarlána- sjóða. Niðurgreiðslur á ýmsum vörutegundum eru fyrst og fremst liður í spili stjórnvalda með visitölu framfærslukostnaðar, en grundvöll- ur hennar er löngu úreltur. Niðurgreiðslurnar skekkja rétt virðismat og leiða af sér ranga mynd af þörfum fólksins. Auk þess eru niðurgreiðslurnar mjög misheppnuð tekjujöfnunaraðferð, þar sem þær deilast niður án tillits til efnahags II 4 Opinber þjónusta hefur farið vaxandi á síðustu árum Á langflest- um sviðum er hún gefin eða stór- lega niðurgreidd, og þótt einkaaðilar gætu sums staðar gert betur, er samkeppnisaðstaðan ekki fyrir hendi af þessum sökum Endurmat á þvi. hvort opinber þjónusta á hverju sviði á rétt á sér, fer nánast aldrei fram Þannig myndast víða þursar i búskap hins opinbera, sem ekki hafa annað markmið en viðhalda sjálfum sér. II 5. Þær aðstæður, sem hið op- inbera hefur búið hinum frjálsa at- vinnurekstri, er framþróun hans fjöt- ur um fót Rýrnun hins frjálsa spari- fjár, handahófskennd skattalög, úr- elt hlutafélagalöggjöf og óraunhæf gengisskráning, eru að kæfa allan athafnavilja einstaklinganna í stað þess að nýta þann kraft, sem í einkaframtakinu býr, tekur hið opin- bera sifellt meiri þátt i rekstri fram- leiðslufyrirtækja Sú þátttaka hefur í mörgum tilvikum stuðlað að verri lifskjörum en ella III Ungir Sjálfstæðismenn itreka enn einu sinni nauðsyn á endur- skipulagningu opinbers búskapar i landinu. Draga verður úr hinum si- vaxandi umsvifum hins opinbera, en gefa einstaklingum tækifæri til að virkja krafta sína i þágu sjálfra sin og þjóðarheildarinnar Hið opinbera verður að starfa i þágu einstaklmg- anna og fyrir þá, en ekki taka af þeim öll ráð eins og nú er að gerast Brýnustu verkefni i samdrætti hins opinbera búskapar eru þessi. 1 Afskipti hins opinbera af láns- fjármarkaðnum verði með eðlilegum hætti Arðráni á sparifé verði hætt og pólitískt úthlutunarkerfi verði af- numið 2 Virkt eftirlit verði haft með nýt- ingu opinberra fjármuna til að tryggja mestu mögulegu hag- kvæmni i opinberum rekstri 3. Skapaðar verði forsendur fyrir afnámi niðurgreiðslna og útflutn- ingsuppbóta Ungir Sjálfstæðis- menn benda á neikvæðan tekjuskatt sem betra tæki til tekjujöfnunar 4 Sifellt endurmat fari fram á opinberri þjónustu, þannig að hún samsvari vilja og þörfum fólksins hverju sinni. Einstaklingar fái ekki opinbera þjónustu undir kostnaðar- verði án tillits til efnahags nema i undantekningartilvikum 5. Hið opinbera dragi stórlega úr þátttöku sinni í rekstri framleiðslu- fyrirtækja Ýmis rikisfyrirtæki og stofnanir verði lagðar niður en aðrar seldar einstaklingum XXIV þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna fagnar þvi, að sett skuli hafa verið á laggirnar stjórn- skipuð nefnd til þess að gera tillögur um flutning verkefna frá ríkinu til einkaaðila og hvetur til. að nefndin hraði störfum sínum Þingið minnir á sam2ykktir sið- asta landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins um, að unnið skuli að samdrætti í rikisbúskapnum og væntir þess, að þingmenn flokksins og ráðherrar ræki skyldur sinar í þeim efnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.