Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGIJR 6. OKTÓBER 1977 Francois .Millcrrand leiötogi s<»síalislaflokksins Georges Marchais leiðtof'i kommúnista. Vinstri menn í Frakklandi geta enn unnið sigur í kosningunum Þaö er öllu meiri skipu- Iagninf4 í vitfirringu franska kommúnislaflokksíns heldur en virðisl á yfirbórðinu. Marf>ir þeirra sem fylysl hafa með kosninfíabaráttunni álíta, að flokkurinn só af ásettu ráði að sækjast eftir ósiftri í þinKkosn- ingunum í vor, og þeirra síð- ustu herbrögð st.vðja reyndar þessa skoðun — en herkænska kommúnista er miklu slóttufíri en svo. Rökin fyrir þeirri skoð- un að þeir sækist eftir ósigri í kosnineunum eru byggð á því, að þeirgeri nú alit sem á þeirra valdi stendur til að eyðileggja kosningabandalag sítt við sósíalistaflokkinn, en án hans hjálpar gætu vinstri menn aldrei unnið sigur I kosningun- um í mars n.k. Kommúnistar eru sagðir óttast það að vera í minnihluta í samsteypustjörn þeirra með sósialistaflokknum, þar sem sösíalistar hafa miklu fleiri atkvæði á bak við sig, — og að þeir kjösi fremur stjórn- málalega övissu heldur en að láta i minni pokann fyrir bandamönnum sínum. Því er álit manna að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu, að þeir séu betur staddir i stjörnarand- stöðu og hafi því snúið sér aftur að óraunhæfri hugmynda.fræði sem geturtryggt, að hvorki þeir né sósíalistar komist til valda við kosningarnar. Það er rétt að ágrein- íngurinn í kosningabandalag- inu er um kröfu kommúnista um algera þjóðnýtingu, sem sósialistar geta ekki og vilja ekki fallast á. En það er ekki rétt, að krafan um þjóðnýtingu sé tóm, hugmyndafræðileg við- bára gerð af hlýðni við flokks- kreddur eða gerð af hræðslu um framtíð kommúnistaflokks- ins. Heldur sýnir hún harðsvír- aða stefnu flokksins. Leiðtogar fi anska sósíal- istaflokksins hafa gert forystu- mönnum annarra vestrænna þjóða það Ijóst, að þeir þurfi ekki að óttast stjörnarmyndun sósíalista og kommúnista i Frakklandi; vegna þess að kommúnistum yrði haldið utan allra lykil-ráðuneytanna, t.d varnarmála-, innanríkis- og ut- anríkisráðuneytanna. Komm- únistar vita það fullvel, að þeir geta ekki reiknað sér þessar stjórnstöður og þeir hafa sætt sig við það. En þeir vilja ekki láta sér nægja einhver minni- háttar ráðuneyti. í raun væri það rangt st jórnmálalega, að sinna ekki kröfum þeirra ef kosningarnar sanna þann stuðning sem þeir eru nú álitn- ir eiga meðal kjósenda, sem er um 20% ailra atkvæðabærra manna í landinu en sósíalistar njóta nú stuðnings 30% lands- manna. Hér ber þjóðnýtinguna aðallega á milli. Sú stefnuskrá sem sósíalistar og kommúnistar báru fram sameiginlega í kosn- eftir VICTOR ZORZA ingunum 1972 fól í sér tillögur um breytingar á hinu opinbera stjórnkerfi, en ekki aðeins um þjóðnýtingu alls iðnaðar í land- inu heldur einnig þjóðnýtingu sjónvarpsstöðva landsins og líkra fyrirtækja. Aðaluppistað- an í hverju tilviki mundi vera myndun stjórnarnefndar sem þrjú jafnrétthá aðilasamtök ættu fulltrúa í,- Einn þriðji nefndamanna væri kosinn af verkamönnum á viðkomandi sviði iðnaðar, einn þriðji full- trúanna yrði skipaður af ríkis- stjórninni og einn þriðji væri fulltrúar neytenda. Af slíku skipulagi myndi leiða að sá stjórnmálaflokkur sem ætti undir sér fleiri en einn af þess- um þrem aðilum, stjórnaði þannig iðnaðinum. og það er að þessu sem kommúnistar eru að keppa. M ikill hluti aðaliðn- greina frakka er þegar undir yfirráðum kommúnista — stál- iðnaðarverkalýðssambandsins CGT, Conféderation Générale du Travail. Kommúnistar hafa ástæðu til að ætla, að ef til þess kæmi að kjósa ráðstjórnir inn- an þessara iðngreina, muni CGT tryggja að sá þriðjihluti ráðsins sem ætlaður er fyrir fulltrúa verkamanna mundi falla frambjóðendum kommún- istaflokksins í skaut. Einn þriðji hluti ráðsins yrði skipaður af ríkisstjörninni sem þýðir í raun af atvinnu- og skipulagsmálaráðherrunum og ráðherrum annarra ráðuneyta sem tengd eru iðnaðinum í landinu sem eru einmitt þær stjórnardeildir sem komrnún- istar vonast til að fá í sínar hendur í samsteypustjórninni. Á þennan hátt myndu komniún- istar geta náð undir sig tveim þriðju hlutum sæta nefndar- manna i Ráðstjórn fjölda aðal- iðngreinanna í landinu. En áð- ur en kommúnistar gætu náð þessu æðsta valdi yfir þeim, þarf að þjóðnýta þessi iðnfyrir- tæki. Það er um þetta sem ágreiningur rfkir á milli komm- únista og sósíalista á þessari stundu. Hann er um völd en ekki um gamaldags hugmynda- fræðilegar kennisetningar sem koma marxistum til að trúa á nauðsyn þjóðnýtingar í iðnaðin- um. Franskir kommúnistar hafa af fúsum vilja kastað þeim kenningum marxista fyrír róða sem óliklegar eru til að öðlast hljómgrunn meðal kjósenda, eins og boðskapnum um „al- ræði öreiganna". Þeir hafa gert allt sem á þeirra valdi stendur til að kynna þessar tilsnyrtu breytingar á stefnu sinni fyrir kjósendum i von um fleiri at- kvæði. En um þjóðnýtinguna gildir ekki það sáma. Það er atriði sem skiptir þá raunveru- lega miklu máli vegna þeirra hagsmuna sem þeir hefðu af henni Yfirráð þeirra yfir þó ekki væri nema örfáum þjóð- nýttum iðngreinum. mundi skapa þeim valdagrundvöll sem þeir gætu notfært sér á ýmsan hátt til að stuðla að áhrifum flokksins og vinsældum. Þeir byrjuðu með því að krefjast þjóðnýtingar á eitt þúsund fyrirtækjum, en hafa nú lækkað kröfur sinar i 729 fyrirtæki. Ef sósíalistar koma með hærra tilboð en 277 fyrir- tæki, sem er sá fjöldi sem þeir núna eru reiðubúnir til að þjóð- nýta og kommúnistar draga enn úr sinum kröfunt, mundi slíkt samkomulag færa hvorugum flokknum það sem þeir sækjast eftir, en það mundi koma i veg fyrir að kosningabandalagið færi í hundana. Agreiningurinn er enn mikill, en eigin hagsmunir hvors flokksins um sig munu án efa stuðla að því að þeir komist að samkomulagi um stefnuskrá sem þeir geta borið fram fyrir kjósendur í kosningunum. Það er enn allt of snemmt að álita að kommúnist- ar séu út úr dæminu. VICTOR ZORZA 1977 Minning: Sigurður Flggen- ring iœknifrœðingur Þegar undirritaður hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn hafði Sigurður Flygenring starfað þar sem tæknifræðingur um þrjá ára- tugi og var því nauðakunnugur öllum þáttum er snertu tæknintál mannvirkja i eigu hafnarinnar. Hann hafði sjálfur gengiö frá fjölda uppdrátta, er höfdu að geyma mikilvægar upplýsingár er vafist gat fyrir ókunnugum að finna án leiðsagnar. Það var mér því mikið lán að hafa Sigurð að samstarfsmanni auk þess sem prúðmennska hans og umgengi (ill var til ánægju. Sigurður var fæddur í Hafnar- firði 28. júli 1898, sonur hins kunna athafnamanns og alþingis- manns Agústar Flygenring og konu hans Þórunnar Stefánsdótt- ur. Sigurður lauk tæknifræði- prófi frá tækniskólanum í Horsens í Danmörku 1924. Starf- aði um skeiö sem byggingafull- trúi í Hafnarfirði, rak síðan eigin tækniþjónustu og haföi þá um- sjón með byggingu margra stór- hýsa og haínargerö á Isafirði. Frá árinu 1932 starfaði Sigurður hjá Reykjavíkurhöfn sem aðstoðar- maður hafnarstjóra við undirbún- ing að mannvirkjagerö hafnarinn- ar og umsjón með framkvæmd- unt. Er tæknistarfslið hafnarinnar var aukið 1965 var Sigurður ráð- inn deildarstjóri tæknideildar. Hann lét af störfum sem fastur starfsmaður að eigin ósk 1967, en þá hafði hann um skeið kennt nokkurs lasleika. Síðar starfaði hann um skeið sem hálfsdags- maður á árunum 1970—1971. Siðustu árin átti Sigurður við vanheilsu að stríða, sem ekki varð ráðin bót á. Hann lést á Landa- kotsspítala 2. október s.l. Sigurður kvæntist 30. mai 1925 Ástu Þórdísi Tómasdóttur héraðs- læknis Helgasonar. Lifðu þau í farsælu hjónabandi og eignuðust þrjú börn, Sigriði. Einar og Önnu, sem öll lifa foreldra sma en Ásta lést 25. maí 1972. Islenskir tæknimenn á fyrri hluta aldarinnar hafa sjálfsagt oft átt við ótrúlega erfiðleika að etja í lÆrIð vélritun Ný námskeið hefjast i dag fimmtudaginn 6. október. Engin heimavinna. Kennsla eingöngu á raf- magnsritvélar. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 1 3 daglega Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. störfum sinum og þurft að leysa úr margvíslegum vanda við öfull- nægjandi aðstæður og með ófull- komnum tækjum auk þess, sem vinna þurfti bug á allskyns for- dómum gegn nýungum svo sem títt er. Með sérstakri prúðmennsku sinni ætla ég að Sigurði hafi oft tekist að leysa slikan vanda án hávaða og sýnilegra átaka. Eg þakka honum öll störf í þágu Reykjavíkurhafnar og við hjónin þökkum honurn vináttu og hlýhug og sendum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Gunnar B. Guömundsson. Káparagskaupstaður G! Bókband 10 vikna námskeið i bókbandi hefst laugardaginn 8. okt. að Hamraborg 1 jarðhæð. Kennslan fer fram í tveimur flokkum einu sinni í viku þ.e. á laugardögum kl. 10 — 1 2 og 1 3.30 — 15.30. Þátttökugjald er kr. 4.000,— Innrit- un fer fram í síma 41 570 kl. 9 — 1 2 og 1 —4 alla daga. Tómstundaráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.