Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÖBER 1977 þess um 25 þúsund metra, upp frá láglendinu i kringum það, og þvermál við rætur þess er um 500 km. En þvermál gígsins á tindi fjallsins er um 72 km. Þetta fjall tekur þvi að stærð mjög fram öllum þeim eld- fjöllum sem eru á jörð okkar. A myndum af fjalli þessu hinu mikla, sést greinilega, að hraunstraumar liggja niður hlíðarnar. Annað sem einkennir yfir- borð Mars, eru dalamyndanir miklar ásamt þverdölum. Eftir útliti þeirra, er helst svo að sjá, sem séu þeir myndaðir af svórfun vatns, eins og mjög er titt um slíkar myndanir á jörðu okkar. En nú finnst ekki vatn á mars, nema ef vera kýnni í litlum mæli á heimsskautunum, þar sem ishettur virðast stækka og minnka eftir árstíðum. Hver er þá helsta skýring á myndun þessara dala sem helst minna á, að svórfun af völdum vatns hafi hér orðið? Menn láta sér til hugar koma, að ein- hverntima fyrir örófi alda hafi verið vatn á Mars, sem siðan hafi eyðst eða horfið t.d. vegna þess hve aðdráttarafl hnattarins er lítið, og þvi hafi honum ekki haldist á vatni eða öðrum léttum loftefnum. (Þess má geta að lausnarhraði á Mars er aðeins 5,1, á móts við 11,3 á jörðinni). Þessar dalamyndanir eru ein af hinum óleystu gátiim þessa nágranna okkar i sól- kerfinu. III. Eg hef minnst hér á örfá atriði sem vitað er um, varðandi reikistjörnuna Mars, þennan sérkennilega hnött, sem menn hafa gert sér svo margar og mismunandi hug- Eldfjallið Nix Olympica. Myndin tekin frá geimflauginni Ma riner9., árid 1972. myndir um. Margir rithöfundar hafa gert ráð fyrir mannabyggð á Mars og ritað hugmyndarikar skáldsögur og ævintýri um það líf, sem þar væri lifað. — Þó má telja alveg vist að ekkert mann- líf sé til á Mars, því engin skilyrði munu þar vera til slíks lífs. — Rithöfundar og sjáendur munu þvi hafa farið stjörnuvillt og sólhverf avillt, er þeir tala um mannlif á Mars. Þróað líf er ekki á Mars, en víða á reikistjörnum annarra sól- kerfa mun mannlíf vera og vit- lif, og víða miklu lengra komið, en það lif, sem á jörðu okkar þróast. Til fjarlægra jarðstiarna annarra sólkerfa hafa skáld og sjáendur sótt hug- myndir sinar um lengra komið mannlíf, fyrir samband við íbúa þeirra stjarna. En slík sambönd við vitlíf á óðrum hnöttum munu ávallt hafa verið mun algengari, en menn hafa getað áttaðsig á. Ingvar Agnarsson 10/7 1977 Félagasamtðk og áfengismál: GÓÐTEMLARA- REGLAN Talið er ad fyrstu bindindisfélög hafi verið stofnuð i Bandaríkjun- um. Lengi fram eftir 19. óld voru Bandaríkjamenn á ýmsan háti óháðari fornum venjum en þjóðir Evrópu yfirleitt. Þá var litið á Ameriku sem land frelsisins. Þá var sturtdum sagl að vesturfarar hefðu skilið eftir kóng og prest og byggðu allt upp að nýju. Þegar það fréltist að í Bandaríkjunum vœri risin hreifing sem hefði það að markmiði að losa mannkynið við bölvun áfengisins vakti það mikla athygli ogýmsir vildu koma þar til liðs. Þessi nýja hreyfing vildi upprœta áfengisframleiðslu og áfengis- verslun. Sjálfir hétu félagsmennirnir því að neyta einskis áfengis og veiia það ekki óðrum. Þeir vildufá almenning til liðs við sig og stefnu sína og hafa svo áhrif á lóggjöf þjóðanna iþessum efnum. Það orkar ekki tvimœlis að góðlemplarareglan varð merkasla og sterkasta félagshreyfingin á þessu sviði. Hún var stofnuð i íþóku i Bandarikjunum árið 1851. Vitanlega átti hún sinn aðdraganda. Menn greindi líka á um leiðir og aðferðir ogféiög klofnuðu og liðu undir lok. En þrátt fyrir það hófst nú sú bindindishreyfing sem vildi vera alþjóðleg, tók það brátt i nafn sitt og varð það i reynd ú tiltólulega skömmum tima. Þegar góðtemplararegian varð til stóðu yfir i Bandarikjunum þau átök sem leiddu fáum árum siðar til borgarastyrjaldarinnar sem nefndhefur verið þrælastriðið. Góðtemplarareglan var ekki hlutlaus i þeim málum. Brœðralag allra og jafnrétti án tillits til kynþátta var hugsjón hennar frá upphafi. Það var engin lilviljun og er næsta auðskilið þegar þess er gœtt hvar og hvenœr hreyfingin varð til. Þetla stuðlaði mjóg að útbreiðslu regiunnar. Jafnréttisstefna hennar og bræðralagféll ígóðan jarðveg þar semfjólmenn verkalýðsstétt var að hefja sókn til meiri menningar og réttinda sem viða hafði verið bundin forréttindum annarra stétta. Og það voru margir verkalýðsforingjar á Vesturlóndum um siðustu aldamót sem skildu hvers virði alþýðunni væri bindindissemi ef hún œlti að láta drauma sina rœtast. HA LLDÖR kRISTJÁ NSSON Merki alþjóðlega barnaársins 1979 Merki aiþjóðlega barnaársins 1979. MERKI Alþjóðlega barna- ársins 1979 hefur verið ákveðið. Teikningin sem valin var, er eftir danskan grafík-teiknara, Eric Jerichau, sem starfar í Kaupmannahöfn. Merkið sýnir fullorðinn mann og barn vera að faðmast, og sitt hvoru meg- in við þau, eru lárviðarlauf Sameinuðu þjóðanna. Þessi mynd var valin úr 170 tillögum myndlistar- manna og teiknara frá 20 löndum. Frá íslandi sendi Haukur Björnsson gull- smiður og leturgrafari 2 tillögur, en hann hefur unnið nokkuð að gerð slíkra merkja, m.a. fyrir Skátahreyfinguna. Dómnefndin sem valdi merki barnaársins var skipuð sex mönnum og konum, þ.á m. þremur frægum sérfræðingum á sviði grafík teiknunar. FVrsti formannaftmdur GIRMOTORAR Sambands ausfírzkra kvenna á E SAMBAND austfizkra kvenna héli sinn fyrsta formannafund dagand 2.—3. september sl. á Egilsstöðum. A fundinn komu auk stjórnar 19 formenn, vara- formaður og fyrrverandi formað- ur. I skýrslum formanna kom fram að kvenfélógin á svæðinu vinna að ýmsum málum. Starfrækja- og styrkja leikskóla og dagheimili. Safna fé til tækjakaupa fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á svæðinu. Eftirfarandi tilllögur voru sam- þykktar á fundinum: 1) Fyrsti formannafundur S.A.K. haldinn á Egilsstöðum 2.—3. september skorar á hæst- virta fjárveitinganefnd að auka gusstððum RAFMOTORAR starfsstyrk Kvenfélagasambands íslands fyrir árið 1978 samkvæmt framkominni tillógu landsþings K.I. að Laugum 11.—12. júní s.l. 2) Fyrsti formannafundur S.A.K. skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að láta endurskoða lög um orlof húsmæðra hið allra fyrsta og hverfa frá þeirra óheillabreyt- ingu, sem Alþingi gerði á lógum nr. 53 1972 hinn 19. desember 1975. Fundurinn telur reynsluna sýna að áðurnefnd lagabreyting Alþingis sé svipuhögg á oriof hús- mæðra, sem starfsemin rís ekki undir. Fundurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að framlag sem samkvæmt lögum sé greitt af rík- inu, verði tryggt og fylgi gildandi verðlagi i landinu á hverjum tíma. EIGUM JAFNAN TIL RAFMOTORA 1400 - 1500 sn/mín lns fasa: 1/3 - 3 hö. 3ja fasa: 1/3 - 20 hö. GÍRMÓTORA Ymsa snúningshraða 3ja fasa: 1/3 - 15 hö. Utvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Pekking ^BynsJa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.