Morgunblaðið - 13.10.1977, Side 10

Morgunblaðið - 13.10.1977, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977 Vilhjálmur Hjálmarsson mennta málaráðherra skoðar gamla bæinn í Kirkjubæ ásamt konu sinni Önnu Margréti Þorkelsdóttur og Pétri Þorvaldssyni sellóleikara. Það var ekki siður þétt setinn bekkurinn á tónleikum fyrir þá fullorðnu. Reynir Sigurðsson sýnir ungum færeyingum hvernig á að slá trommurnar. Sinfónían að hita upp í hátíðarsal Kennaraskólans, en Guðný Guðmundsdóttir fiðluieikari er fremst á sviðinu. Gestrisni Færeyinga er einstök í garð íslendinga og að sjálfsögðu var stiginn færeyskur dans og þarna stígur af miklum móð Sigurður Björns- son lengst til hægri, en hann leiðir Pál Patursson óðalsbónda frá Kirkjubæ. Gunnar Þjóðólfsson slappar þama af hjá hörpunni, en hann sá um að hvert hljóðfæri væri á sinum stað. Fullt hús á barnatónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Kennaraskólan- um í Þórshöfn. Frá Viðareiði, en þangað var farið i heimsókn til að skoða fagurt landslag og fagra byggð. Sinfóníuhljómsveit íslands fór sem kunnugt er í hljóm- leikaferð til Færeyja fyrir skömmu og voru tónleikar sveitarinnar fjölsóttir þar af fullorðnum og á tveimur barnatónleikum var troðfullt, eða talsvert á annað þúsund börn, en þetta var í fyrsta sinn sem sinfóníuhljómsveit lék á barnatónleikum í Fær- Bjarni Guðmundsson túbuleikari lék einleik á hljóðfæri sitt á bamatón- leikunum, en þarna er hann hjá tveimur færeyskum börnum eftir tónleikana. eyjum. Sinfóníuhljómsveitin ferðaðist um Færeyjar og hélt tónleika í Þórshöfn, Klakksvík og Hvalba á Suðurey, en þangað fór hljómsveitin með Smyrli og var gist um borð í skipinu Farar- stjóri i Færeyjaferðinni var Sigurður Björnsson óperusöngvari, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, en Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra og kona hans fylgdu sveitinni til Færeyja Stjórnandi var Páll P Pálsson Félag íslenzkra hljómlistarmanna greiddi ferða- kostnað hljómsveitarinnar til Fær- eyja og heim aftur en færeyska Landstýrið sá um uppihald og ferðir mnan Færeyja og var það á vegum menntunarráðherrans færeyska, Daniels Paula Danielssen, en hann talar íslenzku reiprennandi enda menntaður frá Hvanneyri Með- fylgjandi myndir tók einn af hljóm- listarmönnunum í Sinfóníunni fyrir Morgunblaðið, en hann heitir Brian Carlile

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.