Morgunblaðið - 13.10.1977, Side 13

Morgunblaðið - 13.10.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977 13 legu lífi, skrautmuna, skartgripa, mósaikgólfa o.fl. o.fl. .. Þetta er ótrúlega mikið samsafn og hefur flest fundist í Köln og nágrenni. Þarna er og einnig safn látlausra legsteina er vekja athygli fyrir fagra skrift og hve hún er skýr og heilleg þótt 15—17 aldir séu frá þvi að letrið var hoggið i steinana. — Það kemur við hjartað á manni að lesa grafskriftina, einlægnina og söknuðinn sem maður finnur að baki henni. Þetta gerir fortíð- ina svo nálæga því að kenndir elsku, saknaðar og þrár eru það sem gildir og smækkar allar fjar- lægðir. CONCORDIA HIC IACet PIA PARENTS (us) SEMIS (sem) INNO CENS IN CAELIS HABETVR. (Conkordia hvilir hér/(hún var) ástúðleg foreldrum sín- um/hún lifði í eitt og hálft ár/saklaus dvelur á himnum. Maður hugleiðir margt er maður reikar á milli sýningardeilda, — merkilegt að hatrið og hin fáfengilega sæmd skuli svo mjög hafa verið í öndvegi frá upphafi vega. Máski er þetta náttúrulög- mál sjálfstortímingar, sem einnig er svo áberandi í dýraríkinu. En maður fyllist gleði og stolti yfir „Karnival“. Málverk eftir Max Beckmann (1884—1950). Lista- safn Dusseldorfborgar. því hve margt öviðjafnanlegt, fal- legt og magnað skuli þrátt fyrir allt hafa verið skapað í þessari grimmu veröld. Haldi einhverjir að það sé ein- ungis fyrir sérvitringa að njóta þess sem gild og velhönnuð söfn hafa upp á að bjóða er það mikill misskilningur. Ég sé iðulega ásjónur fólks ljóma af hrifningu yfir fagurri mynd, fögrum grip, óvæntri upplifun á söfnum, — og það er eins vist að manninum er þaó gefið að hrífast af sliku eins og t.d. af góðri tónlist eða ein- stakri náttúrufeguró. Eg var samferða tveim prúð- búnum ameríkönum í lestinni frá Brilssel til Kölnar er voru á leið til Kuwait um Frankfurt. Þetta voru kornungir peningamenn frá Morgan-bankanum á Wall-street i New York á leið i olíubisniss og voru stoltir mjög. — Er ég sagði við þá i gamni að bisniss væri einskis virði, ,,nothing“, og vitn- aöi í John Keats, „A thing of beauty, is a joy for ever“, urðu þeir hvumsa mjög og virtust ekki hafa kynnst slíkum hugsunar- hætti áður, — varð það til þess að þeir fóru að skeggræóa um þetta atriði. .. En trútt um talað er það nú einnig vettvangur griöarlegrar peningaveltu að höndla með verð- mæt listaverk og gildan listiðnað, — þótt slikt verði sjaldnast metið tfl fjár í sjálfu sér. Auk þess er andi mannsins ötæmandi vizku- brunnur en hins vegar ganga auð- lindir jarðar einn góðan veðurdaá til þurrðar þvi að maðurinn ber 'ekki gæfu til að gæta hér hófs né fara með gætni að lífríkinu. Mér var gengið yfir fnikla brú yfir Rinarfljót á afliðandi degi og það var skemmtileg ganga — út- sýnið einstakt og stemningin mettuð. A eyri nokkurri léku sér Iitríkt klæddar smátelpur, en sjálft fljótið var litlítið og raunar skolpi líkast, — ég las einnig í blaði að Miðjarðarhafið væri orð- ið svo eitrað af iðnverunúm allt um kring, að það væri jafnvel hættulegt að dýfa tánni ofan i það! Rínarfljöt býr við sama vandamál — iðnverin og kemisk- ar verksmiðjur höfðu nær eytt öllu lifi í því, en sem betur fer tóku menn við sér og hafa fullan hug á að hreinsa fljótið. „Rín skal ekki deyja" les maður á plakötum og í bæklingum. E.t.v. er vaxandi aðsókn og áhugi á listasöfnum og sýningum liður i þessum aukna áhuga á lífríkinu. A söfnum sér fólk það er ómengað, hreint og lifrænt hefur staðið af sér aldirn- ar og ekkert hefur skemmt og eyðilagt en er líkt og lýsandi viti aftur í horfnar aldir og fyrri menningarskeið. Einhvers staðar stendur: „Andi mannsins er lampi frá Guði,“ og mælti ekki Þórhallur biskup eitt sinn: „Það er svo gaman að skapa með Guði.“ Menntun i formi fróð- leiks, þekkingar og tilfinningar fyrir óforgengilegum verðmætum og lífrikinu allt um kring er það sem gildir og gleði veitir hverjum þeim er njóta vill... Diisseldorf var þorp fyrir hundað árum og í menningarlegu tilliti er hún helst þekkt fyrir það að hér bjö skáldið Heinrieh Heine. En á síðari tímum hefur orðið mikil breyting á og mikil ntenningarleg uppbygging hefur átt sér stað. Virðist vera stefnt að því að í framtíðinni verði hún miðstöð lista- og menningar svo sem héraðshöfuðborg ber. Þegar er hér margt að sjá og er fjöldi mjög góðra mynda á nýlistasafn- inu og þó er einungis hægt að hafa lítinn hluta uppi í einu vegna takmarkaðs húsrýmis. En þetta stendur til bóta og á góðum stað í borginni er hafið að byggja yfir safnið og nógir peningar eru fyrir hendi því aö sjálft Ruhr- héraðið stendur aö baki safninu. í DUsseldorf er nafntogaður lista- háskóli sem reistur var i byrjun átjándu aldar og er jafnframt ein fyrsta gilda menningarstofnun borgarinnar. Hafa margir heims- þekktir myndlistarmenn kennt við skólann, m.a. Paul Klee, er var rekinn er Hitler komst til valda, og Joseph Béuys, nafn- togaðasti framúrstefnulistamaður Þýskalands i dag. Sá var einnig rekinn frá skólanum en það er önnur saga sem ég segi frá í næsta pistli. í Listahöll borgarinnar er hefur starfað í 10 ár um þessar mundir eru stöðugar sýningar og er mjög vandað til þeirra. A' Lista- safninu er margt að sjá af eldri sem yngri list, — því miður var hluti þess lokaður sem mun stafa af því að risastór mynd eftir Rubens var mikið skemntd fyrir nokkrum vikum. Sprautað yfir hana sýru og er þetta annað tveggja liður í skipulögðum skemmdarverkúm á listaverkum eða að hér er geðbilaður maður að verki. — hafa um 15 myndir verið skemmdar á uúdanförnum mán- uðum viðs vegar um landið. Enginn veit með vissu hver eða hverjir hér eru að verki en hér er naumast um hærra þroskastig að ræða en hjá þeim er miskunnar- laust menga lífríkiö i hagnaðar- skyni eða svífast einskis með of- beldi og ránum til að vekja athygli á stefnumálum sínum. E.t.v. er hér um misheppnaðan iistamann að ræða en slíkir eru svo sem sagan segir eirihverjir hættulegustu menn þjóðfélagsins. A þessu safni er um þessar mundir mikil sýning á hluta einkasafns Georgi Costakis. sem „Þjóð- og hagvaxtarsafnið" — Volks und YVirtsehaftsmuseum. Er hér um mjög fróðlegt safn að ræða er sýnir, svo sem nafnið bendir til. þröun iðnaðar og hag- vaxtar í félagslegu samhengi. Orkuþróun, samanburð hagkerfa innan Sambandslýðveldisins og umhveríisvernd, auk hvers konar upplýsinga og fróðleiks unt efni þau er byggja upp og eru notuð í iðnaöi ofan jaröar sem neðan. Vissi ég ekki áður að slik söfn væru til á jafn hnitmiðuðum grundvelli og þó er þetta safn frá árinu 1926 en hefur verið bætt og endurnýjað eftir þvi sem fram- þróunin hefur gefið tilefni til. . . Skrapp til Krefeld eina dag- stund og leit á tvö söfri. „Kaiser Wilhelm“, safn listar og listiðn- aöar er var opnað 1897, stækkaö 1912 og loks endurbyggt og endurnýjað á árunum 1966—69. Hér er um að ræða untfangsmikið safn listar og listiðnaðar frá gotik til jugendstíls auk rnjög athyglis- verðs safns nýlista. Þá er einnig i Kiæfeld sérstakt safn er Lange- safnið nefnist og er gjöf dr. Ulriks Lange, í minningu föður sins, Hermanns Lange, er lét byggja það árið 1928, og fékk til liðs við sig arkitektinn nafntog- aða Ludwig Mies van der Rohe. Húsiö, sent var afhent árið 1968. á f.vrst og fremst að þjöna sem afl- vaki og stuðningur við nýlistir. .. . Legsteinar og leirvasar. (Rómversk-germaníska safnió í Köln). var opnað nýlega og hefur vakið mikla athygli. Costakis þessi er griskur að ætt en hefur búið allt sitt lif í Moskvu en þangað fluttist faðir hans er var tóbaks- kaupmaður. Costakis hefur lengi safnað rússneskri myndlist á 20. öld og mun safn hans telja 500 myndir og skúlptúa. Flnginn skilur hvernig honum hefur tekist að semja svo við yfirvöld i Rússlandi að hann skipti safni sínu bróðurlega á milli Austurs og Vesturs — fá leyfi til að flytja myndirnar úr landi og síðast en ekki sízt fá yfirvöldin til að skrifa undir skj,al sem skuldbindur þau til að sýna gjöfina alla þegar lokið er byggingu viðbótaráfanga við iístasafn nokkuð í Moskvu. Þetta þýðir ekkert annað en algjöra kúvendingu á stefnu þeirra eystra gagnvart nýlistum — ef þeir þá treysta sér til að halda gerða samninga, og slík sýning myndí hafa ómælda þýðingu fyrir menningarlif í Rússlandi. Hér eru myndir eftir brautryðjendur líkt og Malewitseh, Kandinsky, Chagall, Tatlin, Rodtschenko, Larionov o.fl. Sjálfur hyggst Costakis flytjast til Ameríku, og likt og hann orðar það, sækja um vist á heimili fyrir aldraða. — I Dússeldorf sá ég einnig mjög áhugavert safn er nefnist Leikhúsgríma frá gröf herdeild- arforingjans L. Poblicius. (Róm- versk- germaníska safnið Köln). „Kona á útikaffihúsi" eftir Ernst Ludwig Kirehner (1880—1938). Nýlistasafnið Dússeldorf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.