Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977 Umræóur utan dagskrár á Alþingi: Jafnari og aukinn kosningaréttur Þingflokkanefnd kanni samstarfsvilja um breytingar á yfirstandandi þingi GEIR Hallgrímsson forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær, í svari við fyrirspurn frá Gylfa Þ. Gísla- syni, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir viðræðum milli stjórnmálaflokka, til að kanna hvaða úrræði væru fyrir hendi til endurbóta á kosningalöggjöf og stjórnarskrá. Jafnframt myndi stjórnarskrárnefnd innt eftir skýrslu or greinargerð um störf nefndarinnar almennt, þ.á m. því er lýtur að hreytingum til jöfnunar á kosningarétti (vægi atkvæða) og valfrelsi kjósenda milli frambjóðenda á framhoðslistum. Forsætisráðherra lagði áher/lu á, að viðræður yrðu hafnar í þeim tilgangi að kanna, hve víðtæk samstaða næðist meðal þingmanna á þessu sviði. Ekki væri ástæða til að fara út í persónuleg viðhorf sín nú, enda hefði hann þegar látið þau í Ijós á opinberum vettvangi. Jafn kosningarréttur Fersónulegra kjör Gylfi Þ. Gíslason (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær og gerði að umtalsefni jöfnun kosningarrétt- ar í landinu og persónulegra val sveitarstjórnarmanna og þing- manna. Dráttur hefði orðið á endurskoðun stjórnarskrár. Verk- efni hennar væri og miklu við- tækara en þeir tveír þættir, sem hann nefndi hér. Að sínu mati væri ástæða til aö fela sérstakri þingnefnd að fjalla sérstaklega um þau mál, er lúta að kosningum og rétti kjósenda, þannig að unnt væri að afgreiða þau á þessu sið- asta þingi kjörtímabilsins. Til þess væri tóm, ef vilji væri fyrir hendi. Og svo virtist sem slíkur vilji til breytinga á kosningalög- um, í átt til aukins lýðræðis, væri til staðar. Því væri ástæða til að kanna nú, hve víðtækri samstöðu væri hægt aö ná á Alþingi til slíkra breytinga. Þingflokkur Al- þýðublokksins bæri því fram fyrirspurn til forsætisráðherra hvað ríkisstjórnin hygóist gera í þessum málum — á þessu þingi. Hreyfi ríkísstjórnin því ekki muni Alþýðuflokkurinn flytja þingsályktun, þar sem sérstakri þingnefnd verði falið að semja frumvarp um breytingar á stjórn- arskrá og kosningalögum, sem feli það í sér að kjósendur hafi sem jöfnust áhrif á skipan Al- þingis, án tillits til búsetu, og að þeir hafi úrslitaáhrif á, hverjir hljóti kosningu af einstökum framboðslistum. Þessari fyrirspurn svaraði for- sætisráðherra svo sem að framan greinir. Færar leiðir til breytinga Ingólfur Jónsson (S) kvaðst hafa rætt þau mál, sein hér hafði borið á góma, við dr. Gunnar Schram prófessor, starfsmann stjórnarskrárnefndar, m.a. hverj- ar breytingar væru tiltækar með umfjöllun á kosningalögum. Vafa- mál væri að tími ynnist til að breyta stjórnarskrá með þeim hætti, sem eðlilegt væri að standa að slíkum bréytingum, fyrir kom- andi alþingiskosningar. Hins- vegar væri til athugunar, hvort vilji væri fyrir hendi til breytinga á kosningalögum. Þær leiðir, sem færar þættu í því efni, væru þess- ar: 1. Ef vilji væri fyri hendi mætti gera þá breytingu á 122. gr. kosn- ingalaga, að uppbótarþingsætum yrði úthlutað eftir atkvæða magni einu saman en ekki hlutfalli át- kvæða. 2. Þá mætti og fella niður það ákvæði, að aðeins 1 uppbótarþing- maður mætti koma í hluta sama flokks í hverju kjördæmi. Hagstofan hefði reiknað út að þessar breytingar myndu flytja uppbótarþingmenn yfir til Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma, — og leiðrétta misræmi milli vægis atkvæða í kjördæm- um, úr 1 á móti 4 — eins og það hefði mest reynst 1974 — í 1 á móti 2. Miðaö við síðustu kosn- ingatölur hefðu, með þessum breytingum, verið 2645 atkv. að baki hvers Reykjavíkurþing- manns, 2876 i Reykjanesi, 2235 á Norðurlandi eystra en undir 200 í öðrum kjördæmum. Unnt myndi og aó koma á per- sónubundnum kosningum með lagabreytingum einum saman. 1) Einfaldasta leiðin væri að lög- festa ákvæði um að nöfnum a.m.k. aðalmanna á framboðslistum skyldí raðað í stafrófsröð, ekki í númeraröð eftir flokkaákvörðun eins og nú tíðkast. Kjósandi tölu- setur síðan nöfn frambjóðenda á þeim lista er hann kýs að eigin geðþótta. Þannig er málum háttað í írlandi. Einnig í framkvæmd í Danmörku, þar sem slíkt er þó ekki lögskylt. Sl. 10 ár hafa allir flokkar þar boðið fram óraðaðan framboðslista, nema kommún- istar og Vinstri-sósialistar. 2) Þá mætti og setja í lög heimildar- ákvæði til flokka um sjálfræði þeim til handa, um framsetningu raðaðs eða óraðaðs lista, eins og tiðkast í Danmörku. 3) Breyta mætti 110 gr. kosningalaga, þann veg, að breyti kjósandi röðun á lista, hafi sú breyting fullt gildi í stað 'á gildis, eins og nú er. Jafn- vel mætti hafa gildi breytingar tvöfalt, til að vega upp á móti valdi flokks við röðun á lista. 4) Innleiða mætti hliðstætt fyrir- komulag og dönsk lög gera ráð fyrir. Núverandi kjördæmaskip- an yrði þá óbreytt og heildarmagn atkvæða flokki til handa í hverju kjördæmi réði úrslitum um þing- mannatölu hans. Hins vegar yrði kjördæmum skipt upp í einmenn- is eða tvímennis kjörsvæði. Sömu frambjóðendur yrðu i framboði i öllum kjörsvæðum en ekki i sömu röð. Þeir frambjóðendur, sem flest fengju persónuleg atkvæði myndu síðan deila meö sér at- kvæðum viðkomandi flokka í kjördæminu. Með þessum hætti væri að hluta haldið í kosti ein- menniskjördæmis, þótt áfram yrði kosið hlutfallskosningu i stórum kjördæmum. Þetta væru hugsanlegar leiðir, sem kanna þýrfti, bæði efnislega og með tilliti til hugsanlegrar samstöðu í þinginu. Stjórnar- skrárnefnd myndi koma saman, að'sögn formanns hennar (Hanni- bls Valdimarssenar) mjög fljót- lega, og yrðu þessar leiðir að sjálf- sögðu einnig ræddar þar. Endurskoðun á geðþóttaákvörðun HIN fyrirvaralausa og með öllu óvænta lokun Háskóla Islands og menntaskólanna hér i bænum, -—- vegna verk- falls BSRB er ákvörðun sem eðlilega hefur vakið undrun og mikið umtal fólks Slíkt þarf engan að undra, þvi ekkert smámál er það fyrir þúsundir nema við þess- ar menntastofnanir að rjúfa starfsfrið þeirra að ástæðu- lausu og skipa þeim út á götuna Ekki eru kennarar þessara skóla aðilar að verk- fallinu. Engu er likara en að menntamálaráðherra geri sér enga grein fyrir þvi, sem þessi röskun hefur í för með sér. — Það er eins og hann haldi að lokun skólanna sé eitthvað í líkingu við að hætta við að fara í fimmbió. Ráðherrann hlýtur að gera sér grein fyrir að nemendur þessara skóla þurfa að skila fyrirframákveðnu námsefni á ákveðnum tímum skólaárs- ins. Svona lokun getur því hæglega haft í för með sér m.a. að fara verður hraðar yfir námsefnið en forsvaran- legt getur talizt. Einn er sá staður, þar sem ég hélt að þetta myndi vekja mikla athygli og umræðu, það er í sölum Alþingis. Þó ekki séu margír dagar síðan þingið kom saman, er engu líkara en að lokun marg- nefndra skóla hafi farið fram- hjá þeim sem þar starfa. Eng- inn hefur beðið menntamála- ráðherrann um að gera þing- heimi grein fyrir þessari geð- þóttaákvörðun sinni á þriðju- daginn var Hvar eru rökin? Nei, enginn hefur spurt um það og er það miður farið. Lokun skóla með þeim hætti sem hér virðist hafa átt sér stað getur ekki og má ekki vera ákvörðun eins ráð- herra i heilli ríkisstjórn á ís- landi. Slíka ákvörðun verða allir ráðherrar hennar að taka sameiginlega. Fullyrða má að mikill meiri- hluti þeirra háskólastúdenta og menntaskólanema, sem voru reknir út á götuna um daginn, vilji beina þeim til- mælum til allrar ríkisstjórnar- innar i heild að taka ákvörð- un menntamálaráðherra til endurskoðunar; opna skól- ana og tryggja þar með skólafólkinu starfsfríð á ný- byrjuðu skólaári — Nógur er innanlandsófriðurinn samt Sverrir Þórðarson. Sýnt hvert stefnir Ellert B. Sehram (S) þakkaði (it*ir Hallj’rímsson Gvlfi Þ. (•islason Injíólfur Kllerl B. Jonsson Schram Jón Skaftason Magnús Kjart ansson Karvcl Páll Pálmason Pétursson Þt>rarinn Þt>rarinsson Gylfa fyrirspurn og ríkisstjórn þegar tekna ákvörðun um þing- flokkanefnd. Sýnt væri, hver vilji þingmanna er í þessu efni, enda þegar komin fram bæði þings- ályktunartillaga og frumvarp að lögum, sem ganga í svipaða átt og fyrirspurn Gylfa. Hann mínnti og á tillögu til þingsályktunar, sem hann og 15 aðrir þingmenn hefðu flutt um þetta efni á sl. þingi. Jafnt vægi atkvæða, eða sem jafn- ast vægi þeirra, og valfrelsi kjós- enda milli frambjóðenda á sama framboðslista væru spor að auknu jýðræði í landinu. En ekki væri Framhald á bls. 21. Þingfréttir í stuttu máli: 18 ára kosninga- aldur tO sveitar- stjórna I GÆR voru lögð fram eftirfar- andi þingmál: 0 — Frumvarp til laga, flutt af Benedikt Gröndal (A), þess efnis að kosningaréttur til sveitar- stjórna skuli miðast við 18 ára aldur (í stað 20 ára nú). 0 — Frumyarp til laga, flutt af Sighvati Björgvinssyni (A) og tveimur öðrum þingmönnum Al- þýðuflokksins, þess efnis að kom- ið verði á fót samstarfsnefndum starfsfólks og stjórnenda fyrir- tækja og stofnenda, sem hafa í þjónustu sinni 40 starfsmenn eða fleiri (undanþegin er áburðar- verksmiðja og sementsverk- smiðja). Nefndirnar skulu vera stjórnendum tíl ráðuneytis um vinnuaðstöðu, vinnutilhögun og starfsumhverfi. 0 — Frumvarp til laga, flutt af sömu þingmönnum, um breytingu á hlutafjárlögum, þess efnis, að starfsfólk fyrirtækja, þar sem vinna 40 eða fleiri, öðlist rétt til að kjósa úr sínum höpi fulltrúa í stjórnir fyrirtækjanna. 0 — Tillaga til þingsályktun- ar, flutt af Magnúsi Kjartanssyni (Abl), þess efnis að Alþingi skori á rikisstjórnina og fulltrúa ís- lands i Norðurlandaráði, að beita sér fyrir því að Grænlendingar fái fulla aðild að Norðurlandaráði. 0 — Tillaga til þingsályktun- ar, flutt af Benedikt Gröndal, um allsherjarathugun og úttekt á ör- yggi og hollustuháttun aæ vinnu- stöðum. 0 — Tillaga til þingsályktun- ar, flutt af Helga F. Seljan (Abl), og fleiri samflokksþingmönnum, þess efnis að ríkisstjórnin undir- búi frumvarp til laga, er tryggi innlendri lyfjaframleiðslu ,,for- gang umfram innflutt lyf, sé hún fyllilega samkeppnisfær.“ Nefndakjör á Alþingi 1 GÆR var kjörið í þingnefndir — bæði í Sameinuðu þingi og þingdeildum. Þingnefndir verða þann veg skipaðar. SAMEINAÐ ÞING. Fjárveitinganefnd: Steinþór Gestsson (S), Pálmi Jónsson (S), Lárus Jönsson (S), Ellert B. Schram (S), Þórarinn Sigur- jónsson (F), Ingi Tryggvason (F), Sighvatur Björgvinsson (A), Geir Gunnarsson (Abl) og Helgi F. Seljan (Abl). Breyting frá fyrra þingi: Ellert B. Schram kemur í stað Jóns heit- ins Arnasonar, þingmanns Vestlendinga. Utanríkismálanefnd: Jóhann Hafstein (S), Friðjón Þórðar- son (S), Guðmundur H. Garðarsson (S), Þórarinn Þórarinsson (F), Tómas Árna- son (F), Gylfi Þ. Gíslason (A) og Gils Guðmundsson (Abl). Varamenn: Ragnhildur Helgadóttir (S), Eyjólfur K. Jónsson (S), Pétur Sigurðsson (S), Steingrimur Hermannsson (F), Ingvar Gíslason (F), Bene- dikt Gröndal (A) og Magnús Kjartansson (Abl). Atvinnumálanefnd: Guð- mundur H. Garðarsson (S), Jón G. Sólnes (S), Sverrir Hermannsson (S), Steingrímur Hermannsson (F), Páll Péturs- son (F), Karvel Pálmason (SFV) og Gils Guðmundsson (Abl). Allsherjarnefnd: Lárus Jóns- son (S), Ólafur G. Einarsson (S), Ellert B. Sehram (S), Jón Skaftason (F), Jón Helgason (F), Magnús T. Ólafsson (SFV) og Jónas Árnason (Abl). Þingfararkaupsnefnd: Sverr- ir Hermannsson (S), Friðjón Þórðarson (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Ingvar Gísla- son (F), Gunnlaugur Finnsson (F), Eggert G. Þorsteinsson (A) og Helgi F. Seljan (Abl). Frá nefndakjöri í þingdeild- um verður greint á þingsíðu Mbl. síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.