Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÖBER 1977 19 Steypustöðvarnar hafa sem- ent fram í miðja næstu viku sonar hefur ekki orðiö vart neins samdráttar í byggingariönaöinum þa tvo daga, sem verkfalliö hefur staöið. Hvorki skrán- ing né skoð- un á bílum IIVORKI skoöun né skráning á gömlum eöa nýjum hifreiðum fer fram í verkfallinu. Hefur þetta koniiö illa viö margan bifreiöa- eigandann, en aö sögn Ingimund- ar Sigfússonar hjá Heklu hefur verkfallið aö þessu leyti enn, sem korniö er, lítiö koniiö viö hifreiöa- umboöin. 1 verkfallinu er eins og venjulega hægt aö fá gert viö bíla, sem misst hafa númerin ein- hverra hluta vegna, en hins vegar er ekki hægt aö koma þeim á götuna þar sem Bifreiöaeftirlitiö skoöar ekki bíla í verkfallinu. Nýir bílar eru ekki tollafgreidd- ir í verkfallinu og þá ekki heldur varahiutir í bila, vinnuvélar. skip eöa önnur tæki, sem ekki er nauö- synlegt vegna öryggisvörzlu eöa heilsugæzlu, að séu starfhæf i verkfallinu. Rskurinn óvigt- aður og ómetinn í frystihúsin I GÆR var landað úr skuttogaran- um Vigra í Reykjavik og þar sem fiskmatsmenn og vitarmenn eru i verkfalli var fisknum ekíö til vinnslu ómetnum og óbigtuöum. Hafa útgerðarmenn og frysti- húséigendur tekið þann koslinn að gizka á vigt til aö koma í veg fvrir stöövun veiða og vinnslu. Mikið tekjutap hjá Flugleiðum FLUGLEIÐIR varöa fyrir gifur- legu fjárhagslégu tapi meðan verkfallið stendur, en' innanlands- flug er í algjöru lágmarki og nær ekkert millilandaflug. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, tjáði Morgunblaðinu i gær að fyrirtækið missti eðlilega af miklum tekjum meðan ekki væri flogið og væri erfitt að gizka á hvefsu mikilli upphæð það næmi. Þá væru hótel fyrirtækisins nær tóm í verkfallinu og siðast en ekki sizt þá biðu Flugleiðir mik- inn álitshnekki erlendis i verk- fallinu. Hefðu hin tíðu verkföll hér á landi það í för með sér að grafið væri undan þvi trausti, sem félagið hefði aflað sér. it viö höfnina sföan verkfallið hófst, aðeins eitt skip komið frá útlöndum og Iftið afgreitt úr skemmunum, fram. Þeir dunduðu því við aö sópa Eyrarkallarnir I gær á milli þess, sem þeir ræddu um lífsins gagn og (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) r til blindflugs ekki veittar er ferdir tii Eyja í gær og ein véi kom utanlands frá leióir milli Evrópu og Ameríku skammtaóar mjög strangt. Um 150 útlendingar bíöa nú I Reykja- vík eftir að komast úr landinu og svipaöur fjöldi Islendinga bíóur erlendis eftir aö komast heim. Er unniö aö því aó fá undanþágur fyrir þetta fólk og er jafnvel búist vió aö vandi þess veröi leystur í dag. Að sögn Leifs Magnússonar varaflugmálastjóra var ekki hægt að veita blindflugsheimildir í gær vegna þess að svonefndar flug- stjórnarræmur eru jafnan færðar upp degi áður og annast það i (I.jósm : Ol. K. M.íl; ) flestum tilfellum aðstoðarmenn í flugstjórnarmiðstöðvum. Unnu þeir slíkar heimildir á mánudag- inn fyrir fyrsta verkfallsdaginn, þ.e. þriðjudag, en á þriðjudaginn var ekki unnið að slíkum verkefn- um. Agreiningurinn er um hvort flugumferðarstjórar, sem ekki eru í BSRB, megi vinna þessi störf, sem aðstoðarmennirnir gera að öllu jöfnu. Að óbreyttum aðstæðum verður innanlandsflug aðeins sjónflug. Á alþjóðaflugleiðum á íslenzka flugstjórnarsvæðinu er allt flug i algjöru lágmarki. Að sögn Leifs Magnússonar voru settar upp ákveðnar flugleiðir er brezkir flugumferðarstjórar fóru í verk- fall á dögunum. Þessar leiðir eru einnig notaðar nú, en allt flug skammtað mun meira en er Bret- arnir voru í verkfalli, og takmark- anir eru meiri en þá. Alls eru það um 75 flugumferö- arstjórar, sem starfa i verkfall- inu, en aðstoðarmenn þeirra, sem eru í verkfalli, eru hins vegar aðeins 10 tulsins. Það er þó ekki eingöngu þeir sem lama flug inn- anlands og á miili landa, heldur eru ýmsir þættir i nauðsynlegri tollgæzlu, öryggiseftirliti og sið- asl en ekki sizt fjarskiptastöðin í Gufunesi. sem lama allt flug í verkfallinu. KOMIN30ÁR AFTUR I TlMANN — Þaö má eiginlega segja að við séum komin 30 ár aftur i tim- ann, þar sem ekkert blindflug er og aðeins sjónflug, sem er mjög östöðugt og ekki sízt á þessum tíma árs, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða, i samtali við Morgunblaöið í gær. Fljúga átti á marga staði innan- lands í gær, en aðeins var mögu- legt að fljúga tvær ferðir til Vest- mannaeyja i gær. Var skyggni mjög slæmt og þó beðið væri með flug fram eftir degi, reyndist ekki unnt að fara annað en til Eyja. — Það má segja að þaö hafi komið okkur í opna skjöldu að fá aðeins leyfi til sjónflugs I gærmorgun og verði ekki veitt leyfi til að gera blindflugsheimildir er hætt við að innanlandsflug verði óábyggilegt meðan á verkfallinu stendur, sagði Sveinn. Um 150 útlendingar bíða nú í Reykjavík eftir að komast úr landinu, en annars eru mjög fáir útlendingar á landinu þessa dag- ana. Tæmdust hótelin dagana fyrir verkfallið og er nýting þeirra flestra í lágmarki þessa dagana. í New York bíða á milli 120—30 íslendingar eftir að kom- ast heini og er unniö að því að leysa ntál þessara hópa, en á við- komustöðum Flugleiða í Evrópu biða á flestum stöðum Islending- ar eftir að komast heim, en það er í minna mæli en í New York. Sagðist Sveinn vonast til að lausn féngist á þessu máli i dag. I gær lenti aðeins ein flugvél frá Flugleiðum á Keflavíkurflug- velli. Kom hún með 115 farþega frá Glasgow og Kaupmannahöfn og gekk afgreiðsla hennar eðli- lega að sögn Sveins Sæmundsson- ar. Er þetta önnur vél Flugleiða, sem lendir í verkfallinu, en þær stöðvast báðar hér á landi vegna verkfallsins. STEYPUSTÖÐVARNAR hafa nægilegt sement þessa viku og frani í miója na'stu viku a.m.k. aö sögn Víglunds Þorsteinssonar hjá BM Vallá. Hjá því fyrirtæki er laust senient á þrotum, en tals- vert magn er til í pokum og verö- ur gripió til þess ef meó þarf. Sement er ekki framleitt í verk- smiðjunni á Akranesi í verk- failinu og laust sement er ekki afgreitt til steypustöóva, hús- b.vggjenda eóa annarra í verk- fallinu. Uttektarmenn hjá byggingar- fulltrúanum I Reykjavík eru í verkfalli og þvi er ekki hægt að fá útteknar t.d. járnbindingar í byggingum áður en steypt er. Verði verkfallið í marga daga geta þó verkfræðingar, sem teiknuðu járnbindingu í viðkorn- andi hús, tekið það verk út þannig að byggingar ættu ekki að þurfa að stöðvast af þessunt sökum. Að sögn Viglunds Þorsteins- Flugáætlun milli Reykja- víkur og Kefla- víkurflugvallar ÞVI VAR fleygt fram í hópi Flug- leiðamanna, að eina ráðið til að starfsfólk fyrirtækisins á Kefla- víkurflugvelli kæmist til og frá vinnu sinni, væri að taka upp áætlunarflug milli Reykjavíkur og Keflavikurflugvallar. Var þetta maðan sérstaklega strangt eftirlit var í hliöunum inn á völl- inn, en ekkert varö úr fram- kvæmd þessarar hugm.vndar. Þess má geta aö f.vrir allmörgum árum var flogið áætlunaiflug á milli þessara staða. fóstur (Ljómh Mbl. Margir hafa eflaust komió að luktum dyrum er þeir lögóu leiö pósthús í gær, en öll póststarfsemi liggur niðri I verkfallinu. Kennsla fellur nið- ur í Tækniskólanum KENNSLA fellur niður í Tækni- skóla Islands vegna verkfalls opinberra starfsmanna frá og meö deginum í dag. Bjarni Kristjánsson skólastjóri tjáði Morgunblaóinu í gær, aó kennt heföi veriö í gær og fyrradag. og í gær hefðu verkfallsverðir komió á staðinn og þá veriö ákveóið aö fella niður kennslu frá og með deginum í dag. Þó svo að skólastjóri skólans hefði getað opnað fyrir nemend- um, þá var ekki hægt að halda kennslu áfram, sökum þess að skólinn hefði ekki fengist ræstur, þar sem umsjónarmaður á að hafa verkstjórn ræstingar með hönd- um. Nemendur Tækniskóla Islands eru nokkuð yfir 200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.