Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977 Stuðningsyfir- lýsingar frá Nordurlöndum STARFSMANNAFÉLÖGUM Sjónvarps og Ríkisútvarpsins bár- ust í gær stuðningsyfirlýsingar frá félögum starfsmanna útvarps- og sjónvarps.stdðvanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Kemur t.d. fram í yfirlýsingu norska starfs- mannafélagsins, að meðan verk- fall sjónvaipsslarfsmanna hér sé í gildi verði ekki sendar út íslenzk- ar dagskrár þar í sjónvarpi. 3 hjólbarðar sprungu í æfingalendingu ÞRÍR Hjólbarðar af 6 á þremur framhjólasettum einnar þotu Arnarflugs sprungu í æfingalend- ingu hjá þotunni á Keflavíkur- flugvelli f fyrradag. Engin slys uróu á mönnum og engar aðrar skemmdir á vélinni samkvæmt upplýsingum Magnúsar Gunnars- sonar forstjóra Arnarflugs. Báðir hjólbarðarnir á hægra hjólastelli vélarinnar sprungu og einn vinstra megin, en engar skemmd- ir urðu á hjólbörðum á miðstelli. — Síðasta tilboð Framhald af bls. 36 asta þannig 1.906 milljónir króna á yfirstandandi ári. Ar árinu 1978 yrði heíldar- hækkun launa ríkisiris samkvæmt fyrsta tilboði 7.755 milljönir króna, samkvæmt sáttatillögu 10.630 milljónir króna og.sam- kvæmt síoasta tilboði ríkisins 11.791 milljón króna. Þessar tölur innifela verðbætur á árinu 1977, en skipting í grunnlaun og verð- bætur er sýnd á meðfylgjandi yfirliti. Mismunur á upphaflegu og síöasta tilboði ríkisins er 4.036 milljónir króna á árinu 1978. í fjáiiagafrumvarpinu, sem ný- komið er fram á Alþingi var miö- að við samninga hins almenna vinnumarkaðar og var gert ráð fyrir launahækkunum fram í tím- ann miðað við þá. Það er hins vegar Ijóst að þessar áætlanir gerðu ráð fyrir minni launahækk- unum en tilboð ríkisins felur í sér. Þannig yrði að hækka launa- áætlun fjáiiagafrumvarpsins um nálega 6,7 milljarða króna, þar af um 3,7 milljarða vegna grunn- kaupshækkana og um rúma 3 milljarða vegna verðlagsuppbótar ef tUboð ríkisins hefði verið sam- þykkt. Ahrif tilboða í samningaviðræð- um rikisins og BSRB á Iauna- kostnað ríkisins Arirt 1977: Fvrsla tilhnrt Sállatil- sfdaslatil- rfkisins laua hcirt rlkisins IIcíldarhH'kkiin launa 1.51 ;> 2.724 -t.4^1 Þaraf uninnlaun »21 2.117» 2.747 Þar af n'rrtbælur S94 645 674 llcildarlaun 26.065 27.274 27.970 Arirt 197H: Hi'ildarhækkun launa 7.755 10.6:10 11.791 Þar af urunnlaun :i.X56 6.:i9» 7..196 Þaraf vrrohvtur :i.«99 4.2:11 4.305 Hrildarlaun .1.1.15» .'16.IM4 .17.195 » » » — Brown Framhaldaf bls. 1 kemur í opinbera heimsókn til koiniiiúnisf aríkis. Þrátt fyrir kommúnistastjórn hafa Júgóslavar haldið til streitu hlutleysi sínu í samskiptum aust- urs og vesturs. Þeir framleiða sjálfir um 80% af hergögnum sín- um, en hafa um árabil keypt veru- legt magn af Sovétmönnum. Aðal- lega er þar um að ræða orrustu- þotur og skyld tæki, en uppistað- an í flugher Júgóslavíu eru 120 Mig-þotur. Þá fá Júgóslavar ýmis vopn annars staðar frá, en þeir hafa ekki fengið vopn frá Banda- ríkjunum svo orð sé á gerandi síðan 1961. Ýmsir sl jórnmálamenn i Banda- ríkjunum telja vafa leika á að vopnasala til Júgóslavíu sé ráðleg þar eð sljórninni i Belgrad muni reynast erfitt að viðhalda sjálf- stæði sínu gagnvart Kroml- * * * 1.-1 iiiiiiMtlii»l«li »mm ¦ * > stjórninni þegar Tító forseti sé allur, en hann er nú hálfniræður. Við komuna til Belgrad í dag sagði Brown varnamálaráðherra að Bandaríkjastjórn hefði áhuga á þvi að Júgóslavar yrðu áfram óháð þjóð og væri heimsókn hans liður í mikilvægum viöræðum sem ættu sér stað milli stjórna ríkjanna. — Hyggja flátt Framhald af bls. 1 stýra stórveldaátökum með því aö upplýsa almenning um yfirvof- andi hættu og vekja ekki falsvon- irmeð innantómum glaumuryrð- um um slökun og afvopnun. Siðar í ræðunni komu fram venjulegar yfirlýsingar um „pappírstígrisdýr", en Li sagði Kínverja styðja V-Þjóðverja af heilum hug i áformun þeirra um sameiningu Þýzkalands. Hans-Dietrich Genscher sagði meðal annars i ræðu sinni að þrátt fyrir það að Þýzkaland væri skipt þá byggi þar ein þjóð á sama hátt og í Kína væri aðeins ein þjóð. Genscher verður í Kína í fjóra daga. Heimsókn hans hófst í dag og hefur hann þegar átt langan fund með hinum kínverska starfs- bróður sinum Huang Hua um sameiginleg hagsmunamál ríkj- anna. » « »-----------— — Öfugsnúið Framhald af bls. 1 koma i veg fyrir að farið yrði í manngreinarálit eins og hingað til hefði verið gert. Siðan mál þetta komst i há- mæli hafa ýmis félög sem hafa mannrétlinda- og kynþátlamál á stefnuskrá sinni krafizt þess að hæstiréttur Kaliforníu breyti úrskurði sinum og viður- kenni að viðhalda beri kvóta- reglum varðandi atvinnu og skólavist, en slíkar reglur hafa víða verið i gildi. — Norðurljós Framhald af bls. 1 vélstjóra og rafvirkja við raforku- ver á Grænlandi. Hefur ráðuneyt- ið boðið 5% launahækkun, en verkalýðsfélögin krefjast 20—25% hækkunar. Hefur verk- fall verið boðað og segir Politiken að allt bendi til að Grænlending- ar verði þá að láta sér nægja norðurljósin sem birtugjafa. — Borg og ríki Framhald af bls. 36 Reykjavíkurborg um 116 mill- jónir króna eða rúmlega það. Þegar rætt er um sparnað í launagreiðslum vegna verk- fallsins er og ómælt, að veru- legt tap er t.d. á rekstri Strætisvagna Reykjavfkur, sem greitt er úr borgarsjóði. Slíkur taprekstur ætti ekki að vera fyrir hendi f verkfalli. Hið sama mun vera að segja um sundstaði borgarinnar. — Samkomulag rrainhald af bls. 36 við bæjarfélagið, ef slíkt gerist. Vaktaálag samningsins er þrenns konar, 33'/í% fyrir vinnutíma frá ki. 17 til 24, 45% fyrir tímabilið frá 00 til 08 og 90% á helgidögum og stórhátíðum. Þá fékk starfs- mannafélagið hækkað framlag til orlofsheimilasjóðs í 500 þúsund krónur og skal eridurskoða þá upphæð áiiega. Aður gilti það ákvæði að greitt var 0.5% af föst- um launum i orlofsheimilissjóð og samkvæmt upplýsingum Einars Norðfjörðs, formanns félagsins. gaf það ákvæði um 180 þtísund krónur við síðasta gjalddaga gjaldsins. Um miðjan dag í gær tókst sam- komulag milli Starfsmannafélags Siglufjarðar og Siglufjarðarkaup- staðar og var J)að undirritað með fyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar og félagsfundar starfs- mannafélagsins. Samkvæmt upp- lýsingum Bjarna Þórs Jónssonar bæjarstjóra verður samkomulagið borið undir atkvæði hjá báðum aðilum í dag, en ákveðið var í gær að verkfalli á Siglufirði yrði aflétt frá og með miðnætti síðastliðnu. Samkomulagið mun að mestu byggt á sömu forsendum og sam- komulagið á Akranesi, sem sam- þykkt var í fyrradag. Hinn 1. nóvember er áfangahækkun, sem nemur 2 þúsund krónum, sm kemur á allan launastigann, sem er í samræmi við siðasta tilboð fjármálaráðherra til BSRB. Þá er sérstök launauppbót, sem greidd er öllum starfsmönnum bæjarins i de.sember, 30 þúsund krónur. Eitt vaktaálag er, sem gildir fyrir allan vinnutima utan vejulegs dagvinnutíma, 38%. Enn er ósamið á Húsavik, að sögn Guðmundar Nielssonar bæjarritara. Hann kvað bæjarráð Húsavíkur hafa lagt fram síðdegis á þriðjudag tilboð, en bæjarstarfs- menn hafa hafnað þvi og gert gagntilboð, sem hefði verið ívið hærra en síðasta tilboð BSRB í yfirstandandi kjaradeilu. Atti bæjarráð eftir að taka afstöðu til tilboðs þessa, en Guðmundur taldi það óaðgengilegt. Um tilboð bæjarráðs sagði Guð- mundur, að búið hefði verið að semja milli bæjarins og starfs- manna að öllu öðru leyti en að eftir var að ganga frá launastigan- um. Tilboð bæjarins um launa- stigann var að mestu leyti sam- hljóða samningi þeim, sem gerður var í Reykjavík og felldur þar, að öðru leyti en því að i tilboöinu á Húsavik var gert ráð fyrir 1,5% áfangahækkun hinn 1. nóvember í samræmi við sáttatillögu sátta- nefndar ríkisins. Gert hafði verið ráð fyrir mán- aðar uppsagnarfresti samnings, ef röskun yrði á verðbótavísitölu- ákvæðum samningsins, líkt og kveðið var á um í Reykjanessam- komulaginu frá 9. september sið- astliðnum. Vmis önnur ákvæði voru í samningnum, svo sem 50% álag á laun allra starfsmanna bæjarins í desembermánuði. Guð- mundur kvaðst því telja að þetta samkomulag hefði gengið mjög í sömu átt og Akranessamningur- inn og jafnvel verið ivið betra boð, en því hefði engu að síður verið hafnað. Biðstaða ríkir í samningamál- um á Isafirði, að því er Bolli Kjartansson bæjarstjöri tjáði Morgunblaðinu í gær. Kvað hann viðræður hafa legið niðri síðustu daga vegna sambandsleysis við umheiminn, en símasamband hefði eftir að verkfallið skall á verið með þeim hætti, að nánast ógjörningur væri fyrir Vestfirð- inga að ná til Reykjavíkur og næði þvi hvorugur samnings- aðilja sambandi við samherja sína annars staðar til þess að geta bor- ið saman bækur sínar. Hann kvaó þó samninganefnd bæjarins mundu koma saman til fundar í dag, en enginn samningafundur væri ákveðinn. Svipuð staða ríkir á Sauðár- króki, að þvi er Þórir Hilmarsson bæjarstjóri þar sagði Morgun- blaðinu í gær. Fyrir lægi að vísu tilboð bæjarins, sem byggðist að mestu á sáttatillögunni og með vissri hliðsjón af Reykjavíkur- samkomulaginu, sem síðar hefði verið fellt. Þórir sagði að vegna upplýsingaörðugleika þyrðu menn lítið að hreyfa sig enn sem komið væri eða þar til línurnar skýrðust um það hvað væri að gerast annars staðar á landinu. Þórir sagði þó, að starfsmanna- félagið yrði með fund í dag og einnig bæjarráð eftir hádegið og kynnu þá línur eitthvað að skýr- ast. Samningsaðilar í Mosfellssveit fara sér með öllu rólega. Þar hafa engar formlegar viðræður átt sér stað og vilja aðilar bíða og sjá hver þróun mála verður. í Kópa- vogi hafa engar formlegar viðræð- ur átt sér stað í gær og fyrradag, en þá gekk ekki saman með deilu- aðilum. Síðasti samningafundur milli deiluaðila i Hafnarfirði var haldinn um hádegisbil í fyrradag. Kristinn 0. Guðmundsson bæjar- stjóri kvað miklar viðræður hafa átt sér stað og þekktu aðilar nú gjörla sjónarmið hvor annars. Ekkert samkomulag hefur þó náðst og bíða menn átekta. Engar formlegar viðræður hafa heldur átt sér stað i Keflavík, en á Nes- kaupstað hafa farið fram viðræð- ur óformlegar og formlegar. Hafa menn þar reynt að kynna sér mál- in, en bíða og sjá hvað setur eins og i Keflavik. Þá munu í gær hafa átt sér stað óformlegar viðræður í Reykjavík og var jafnvel búizt við því að teknar yrðu upp formlegar samningaviðræður i dag. Eins og skýrt var frá i Morgun- blaðinu í gær tókst samkomulag i fyrradag á Suðurlandi, Akranesi, Vestmannaeyjum og Garðabæ. Við bættust i gær Seltjarnarnes og síðan Siglufjörður, en þar er eftir að halda félagsfund um sam- komulagið. — Þorlákshöfn Framhald af bls. 36 ' hefðu rofið rafmagnið og lokað fyrir vatn að undirlagi hafnar- stjórans, sem ekki væri i verk- falli. Síðan hefðu menn kært þetta og væri von á svari í dag. Þá sagði Guðmundur, að margir Þorlákshafnarbátar væru ugg- laust með litlar vatnsbirgðir um borð og myndi það vart endast lengi þótt spart yrði farið með vatnið. Mogunblaðið reyndi siðan að ná tali af Sigurði Jónssyni hafnar- stjóra í Þorlákshöfn, en það tókst ekki sökum mikils álags á símalín- — Lögreglu- menn Framhald af bls. 2 band við lögregluvarðstofuna á Keflavikurflugvelli í gær til að leita frétta af máli þessu og fá fram sjónarmið lögreglumanna, fékk blaðið þau svör hjá trúnaðar- manni lögreglumannanna að þeir veittu Morgunblaðinu engar upp- lýsingar, þar sem þeir teldu að blaðið hefði ekki heft rétt eftir ýmsum aðilum málsins í frétt blaðsins í gær, m.a. eftir lögreglu- stjóra og yfirlögregluþjóni. Trúnaðarmanni var þá strax boð- ið að ranghermi þetta skyldi ieið- rétt svo fremi að þeir færðu sönn- ur á að um ranghermi hefði verið að ræða. Trúnaðarmaðuririn þáði ekki það boð, heldur lagði símann á. Morgunblaðið hafði þá sam- band við Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra á Keflavíkurflug- velli, og spurði hann hvort hann hefði einhverjar athugasemdir fram að færa við það sem eftir honum var haft í Morgunblaðinu í gær. Þorgeir kvað svo ekki vera og staðfesti það sem eftir honum var haft — kvað meginágreining hans og lögreglumanna vera þann, að þeir skyldu halda uppi hámarksöryggisgæzlu við hlið flugvallarins þegar gert væri ráð fyrir þvi i úrskurði kjaradeilu- nefndar að þeir héldu uppi lág- marksöryggisgæzlu meðan á verk- fallinu stæði. Morgunblaðið gerði árangurslausar tilraunir til að ná tali af yfirlögregluþjóni til að spyrja hann hins sáma. Síðdegis i gær barst Morgun- blaðinu síðan greinargerð frá lög- reglumönnum á Keflavíkurflug- velli um mál þetta og greinargerð- in send frá aðalstöðvum BSRB í Reykjavík. Fer hún hér á eftir í heild: „FRA LÖGREGLUMÖNNUM A KEFLAVÍKURFLUGVELLI. 12. október 1977 kl. 14,00. Lögreglumenn á Keflavíkur- flugvelli breyttu starfsaðferðum sinum við öryggisgæslu i hliðum Keflavíkurflugvallar um hádegi í dag á þann hátt, að þeir starfs- menn á Keflavikurflugvelli, sem lagt geta fram fullgild persónu- skilríki og ennfremur staðfest við lögregluna að þeir starfi hjá við- urkenndum aðilum á flugvellin- um, fá nú aðgang að vallarsvæð- inu enda þótt þeir hafi ekki í höndum gild vallarvegabréf. Enn- fremur þykir ekki ástæða til þess lengur að hindra för þeirra farar- tækja, er flytja nauðsynlegar birgðir til vallarins, enda vitað að slíkir flutningar eru forsenda þess að ýmiss starfsemi á vellin- um haldi áfram. Eru hér eldsneyt- is- og matvælaflutningar hafðir i huga. Lögreglumennirnir vilja leggja ríka áherslu á, að þeim sé fyrir- skipað af kjaradeilunefnd að halda uppi öryggisgæslu á vellin- um, og því hlutverki geti þeir því aðeins sinnt að nokkru gagni, að mun nákvæmar sé fylgst með ferðum manna inn á völlinn en tíðkast, þegar fullri gæslu er hald- ið uppi á sjálfu vallarsvæðinu. Þá er lögreglumönnunum ennfrem- ur vel ljóst, að sú takmörkun, sem í gær (þriðjudag) var sett á ferðir þeirra starfsmanna á flugvellin- um, sem ekki höfðu gild vegabréf í höndum, bitnaði fyrst og fremst á viðkomandi launþegum, sem þannig urðu af kaupi sínu fyrir vikið. Með því að breyta þannig um starfsaðferðir vilja lögreglu- mennirnir leggja sitt að mörkum til þess samstarfs, sem félagar í BSRB vænta af félögum sínum í Verkalýðs- og Sjómannafélagi Suðurnesja — og raunar af verka- lýðshreyfingunni allri. Þá vilja lögreglumennirnir lýsa furðu sinni á þeim vinnubrögðum kjaradeilunefndar, að gleyma — eins og reyndin varð — tilvist annars fjölmennasta lögregluliðs á landinu — en við borð Iá að engri löggæslu yrði haldið uppi á vallarsvæðinu, þar sem engin fyrirmæli um störf liðsins höfðu borist, þegar verkfall BSRA hófst aðfaranótt þriðjudags." — Ríkið selur Framhald af bls. 2 óskipta sameign og í viðræðum milli aðilanna varð að samkomu- lagi að Flugleiðir keyptu skýlið. Það er vilji flugmálayfirvalda að söluandvirði skýlisins renni til nýrrar flugstöðvarbyggingar í Reykjavík, sem er orðin mjög brýn framkvæmd. Flugstöðvar- byggingin er á teikniborðinu og verður væntanlega hægt að byrja framkvæmdir næsta ár. Henni hefur verið valinn staður austan- vert við flugvöllinn, milli Naut- hólsvíkur og Öskjuhlíðar. I fjárlagafrumvarpinu er enn- fremur óskað heimilda til maka- skipta við Reykjavíkurborg á 922 fermetra spildu á flugvallarsvæð- inu. Lóðin, sem umrætt flugskýli stendur á er að hluta eign ríkisins og að hluta eign borgarinnar. Hef- úr ríkið hug á að eignast skika þann, sem er i eigu borgarinnar og vill láta i makaskiptum spildu við Hörpugötu. — Fór inn fyrir Framhald af bls. 2 vitleysu og gaf bílnum inn, fór f gegn og á vinnustað sinn. Hafði hann aðeins verið þar nokkra stund, er lögregluþjón- ar einir þrír, komu og hirtu hann. Fóru þeir með manninn og settu hann inn um tíma, en síðan var honum sleppt. — Ríkið greiddi Framhald af bls. 2 neytið nefndafæst. A þess vegum störfuðu sjö nefndir skipaðar 26 mönnum. Nefndaþóknun var tæp- ar 2 millj.kr. og heildarnefnda- kostnaður2,l millj.kr. A vegum Hagstofu íslands starfaði svo ein nefnd og sex á vegum fjárlaga- og hagsýslustofn- unar fjármálaráðuneytisins. I nefnd Hagstofunnar sátu fjórir menn og var nefndaþóknunin 319 þúsund krónur, en í hinum nefnd- unum sex störfuðu 26 manns, sem fengu 1,7 millj.kr. i nefndaþókn- un, en heildarnefndakostnaður- inn varð 2,3 millj.kr. — Þjóðargjöfin Framhald af bls. 3. vegna kostnaðarhækkana og nem- ur sú upphæð 328,4 milljönum fyrir næsta ár, samkvæmt upplýs- ingumGuðmundar. Samkvæmt þessu verða greidd- ar 528,4 milljónir til landgræðslu á næsta ári samkvæmt þings- ályktunartillögunni um þjóðar- gjöfina frá árinu 1974. Þessari upphæð verður skipt milli Land- græðslunnar, Skógræktarinnar, Rannsóknastofnunar landbúnað- arins og nokkurra fleiri aðila. » i i------------- Sterling Framhald af bls. 17 fá að fljúga einu sinni á dag milli borganna á 300 d. kr. far- gjaldi aðra leið. Fargjaldið aðra leið í dag er 1300 danskar krónur. Beiðninni var hafnað á þeirri for- sendu að hér væri um að ræða áætlunarleið SAS. ¦ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.