Morgunblaðið - 13.10.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 13.10.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977 21 — Afmælisrit Framhald af bls. 3. Höróur Kristinsson grasa- fræðingur skrifar grein sem hann nefnir Lágplöntur í ís- lenzkum birkiskógum og Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum grein um háplöntur sem hann nefnir Um skógsvarðargróður á íslandi. I formála bókarinnar segir, að bókin fjalli um efni, sem er Hákoni Bjarnasyni hugleikið og að útgefendum hefði þótt það eiga við, að skógræktar- menn og unnendur land- græðslu og gróðurverndar minntust sjötugsafmælis hans með útgáfu þessa rits. Ingvi Þorsteinsson magister skrifar um gróðurnýtingu og landgæði og Snorri Sigurðsson skógfræðingur ritar um birki á Islandi, útbreiðslu þess og ástand. Sigurður Blöndal skógrækt- arstjóri skrifar um innflutning trjáa til landsins og Haukur Bjarnason, tilraunastjóri á Mó- gilsá, ritar um skógræktarskil- yrði á íslandi. Byggir hann greinina á veðurfarsathugun- um og víðtækum mælingum á vexti barrtrjáa, sem gerðar hafa verið um allt land. Jónas Jónáson ritstjóri skrif- ar lokagreinina i bókinni, Þætti úr sögu skógræktar og skóg- ræktarfélaga. — Alþingi Framhald af bls. 16 nóg að tala um mál, jafnvel ekki að athuga mál í þingnefnd, að- gerðir þyrftu að fylgja — þegar á þessu þingi. Svör forsætisráð- herra þökkuð Gylfi Þ. Gíslason (A) þakkaði svör forsætisráðherra, f.h. ríkis- stjórnar, sem hefðu verið full- komlega jákvæð. Rikisstjórnin hefði þar með lofað að beita sér fyrir viðræðum þingflokka um leiðir til að jafna vægi atkvæða og auka á valfrelsi kjósenda. Þá þakkaði Gylfi ummæli Ingólfs »8**88 8»i*«***æi*í*!í*i 88***8888889888 88 86 88*888888868888888888*888888888888* * * 88 * Aðalfundur Isfélags Vestmannaeyja hf., fyrir 88 * * * * * 38 * % 38 38 38 * * * 88 * 88 * * * 88 * 88 88 * 38 88 38 utj ufc' QU ‘JL/ 'JkJ \JU sAJ 'JL/ 'JL/ 'JLS 'JL/ 'JLS QO Qt) 'JU 'JLS SJL/ 'JLS ‘JL/ 'JL? 'Jí) 'JO QO QD 'JO QO QO QO QO QO QC Qö 'JO QO QO QO QO QO Qö QO QO ’X) (X> <X> <X> (X> <X> (7> (X> (X> <X> (XS <X> <X> <X> <T> <X> ðo OQ <xS OQ OQ OQ ÖQ ÖÖ <X> <T> T> <T OQ ðo dr AÐALFUNDUR árið 1976, verður haldinn í húsi félagsins við Strandveg í Vestmannaeyjum, laugardaginn 19. nóvember n. k. og hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. StjÓrnÍll. Fiskiskip Til sölu 10 brt. plankabyggður bátur, nýr 47 brt. bátur 62 brt. tréfiskiskip, smíðað 1955 með 335 hö G.M vél síðan 1 97 1, skipið er að mestu endurbyggt og sem nýtt, 1 20 brt. nýlegt stálfiskiskip og 180 brt. nýtt stálfiskiskip. Útgerðarmenn látið skrá bátinn yðar hjá okkur því alltaf er töluverð eftirspurn eftir bátum af öllum stærðum. Lögmannsskrifstofa Þorfinns Egi/ssonar hdf, Vesturgötu 16, sími 28333 Reyk/avík. VnHHnHHMmnnnBHl VÉLAR OG SKIP H.F. Grandagarði 1b sími 27544 Höfum fyrirliggjandi: 6. 12, 16.5 og 22.5 hestafla bátavélar með skrúfubúnaði 2.5 kw rafmagnssett fyrir báta. 1 6.5 hestafla landvélar Jónssonar, þess efnis, að stjórnar- skrárnefnd myndi koma saman næstu daga, m.a. til að flýta fram- vindu þessara mála í þinginu. Umræður um lýðræðislegri kosningarétt Jón Skaftason (F) fagnaði um- ræðum um lýðræðislegri kosn- ingarétt. Kosningaréttur er mannréttindi — og þvi rangt að slíkum rétti væri misskipt svo mjög sem nú væri milli lands- manna. Vægi atkvæða yrði nær fimmfalt í næstu kosningum að öllu óbreyttu. — Jón minnti á frumvarp, sem hann hefði flutt, um röðun nafna á frambjóð- endum i starfrófsröð og það yrði kjósenda að raða þeim tölulega. Afnám hlutfallsákvæðis um út- hlutun uppbótarþingsæta yrði ef- laust til bóta. En það væri ekki affarið tryggt. Hann taldi, að mið- að við siðustu kosningar myndu uppbótarþingsæti hafa færst til Reykjavíkur, ef slík breyting hefði þá verið komin á, en ekki til Reykjaness, sem byggí við mesta óréttlætið. Min skoðun er, sagði Jón, að viðunandi bót komist því aðeins á, að breyting verði gerð á sjálfri stjórnarskránni. Jón sagði eðlilegt að vægi atkvæði i strjál- býli væru þyngri en þar syðra, jafnvel tvöfalt, en núverandi mis- rétti væri með öllu óviðunandi. Öll atkvæði vegi jafnt þungt Magnús Kjartansson (Abl) sagði að öll atkvæði, hvar sem væru greidd á landinu, ættu að vega jafn þungt. Kosningaréttur væri mannréttindi, sem öllum ætti að koma að sama gagni. Hann sagðist ekki sammála Jóni Skafta- syni um það, að strjálbýlisatkvæði mættu vega tvöfalt á við atkvæði í Reykjavik. Vanda strjálbýlis, sem vissulega væri fyrir hendi, yrði að leysa á annan hátt en með því að skerða mannréttindi — í þessu tilfelli kosningarétt fólks, er byggi í þéttbýli. Breytingum i lýð- ræðisátt þyrfti að koma á fyrir næstu alþingiskosningar. Mörg eru mannréttindin Karvel Pálmason (SFV) sagði að mörg væru mannréttindin — og yfirleitt skömmtuð hóflegar á landsbyggð en á Reykjavikur/ Reykjanessvæðinu. Skoða yrði þetta mál, vægi atkvæða, sem hluta af stærra dæmi, öðrum þátt- um mannréttinda, ef jöfnuður og jafnvægi milli landsbyggðar og helzta þéttbýlissvæðisins ætti að nást. Allt stjórnsýslukerfið væri hér syðra. Nánd við það gæfi viss- an umframrétt. Strjálbýlið axlaði ýmsa annmarka, sem ekki væri rétt að taka út úr heildarmynd- irini. % þingmanna búsettir vid Faxaflóa Páll Pétursson (F) talaði mjög á sama veg og Kjarvel. Hann vakti m.a. athygli á þvi að % þingmanna ættu heimasveit I Reykjavík eða Reykjanesi. Innan við 20 þing- menn af 60 ættu lögheimili utan Faxaflóasvæðisins. Einmenniskjördæmi Þórarinn Þórarinsson (F) hvað nú hafið kapphlaup i þingsögum, milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, um breytingu á núver- andi kosningatilhögun. Þetta minnti sig á að þessir tveir flokk- ar hefðu ásamt Sjálfstæðisflokkn- um, afnumið einmenniskjördæmi á sinni tið, sem væri tryggasta form persónulegs kjörs, og komið á núverandi kjördæmaskipan og kosningakerfi. Kapphlaupið fæl- ist sum sé i því að snúa frá eigin verkum — í átt til þess, sem Framsóknarflokkurinn hefði lengst af viljað. Persónulega sagð- ist Þórarinn hafa meiri trú á breytingum á stjórnarskrá en að- eins kosningalögum, til að ná þeim markmiðum, sem allir virt- ust stefna að. Umræðurnar urðu nokkru lengri, þó að ekki gefist blaðrými til að rekja þær frekar. STÓR - STÆRRI - STÆRSTUR REnnuLT sinniBíinR Hvort sem flutningsþörfin er lítil eða mikil þá er hægt að fá Renault sendiferðabíl sem hæfir þörfinni. Við getum útvegað sendiferðabíla með burðarþoli frá 420 kg til 1000 kg. Renault sendiferðabílar eru á mjög hagstæðu verði og rekstrarkostnaður er í lágmarki. KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 ÞUMALÍNA 10% afsláttur þessa viku. Sjáið auglýsingu í þriðjudagsblaði. Geysilegt- vöruval að ógleymdum WELEDA jurtasnyrtivörunum, sem unnar eru úr blómum og jurtum, sem ræktaðar eru á lífrænan hátt. Engin gerviefni Sendum í póstkröfu Þumalína. Domus Medica, s. 12136.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.