Morgunblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÖBER 1977 Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6 Hafnarfirði við hliðina á Fjarðarkaup Nú höfum við ODÍð til kl 1 0 á morgun föstudaq og kl 10—12 laugardag. Við höfum fengið nýjar sendingar svo sem kuldaúlpur í barna- og fullorðinsstærðum ódýr- ar. Barnafatnað ýmiskonar. Seljum margar tegundir af buxum í barna- og fullorðinsstærðum fyrir kr 1000, 1500, 2000, 2500, 3000 Allt vönduð vara Herraskyrtur úr bómull og poliester fyrir kr 1 500 Rúllukraga- peysur í dömustærðum fyrir kr. 1000 og margt margt fleira Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6, Hafnarfirði. Sinfóníuhljómsveit íslands Auka- tónleikar í Bústaðarkirkju föstudaginn 14. október kl. 20.30. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Sigurður Ingvi Snorrason. Efnisskrá. D Cimarosa: Forleikur að ,,Le Mariage Secret" W A Mozart: Konsert fyrir klarinett kv 622 í A dúr G. Frescobaldi: Toccata Bach-, Stokowsky: Komm sússer Tod G.F Hándel: Vatnasvítan Aðgöngumiðar seldir við inngang inn. Verð kr. 1000. — . VIÐTALSTÍMI | Alþingismanna og ^ borgarfulltrúa ^ Sjálfstæðisflokksins | í Reykjavík 'I Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fn/ verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 á K laugardögum frá klukkan 14 OOtil 1 6 00 Erþartekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er ^ öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa Laugardaginn 1 5. október verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður Elin Pálmadóttir, borgarfulltrúi Hilmar Guðlaugsson, varaborgarfulltrúi Attræður í dag: Eymundur Torfa- son vélstjóri Isafirði Attatiu ára er i dag Eymundur Torfason vélstjóri, Norðurgötu 3, ísafirði. Eyinundur er borinn og barnfæddur Vestfirðingur — fæddur í Kaldbaksvik á Strönd- um sonur Torfa Einarssonar, er þar bjó, og konu hans. Ungur að árum missti Eymundur föður sinn. Tvístraðist fjölskyldan þeg- ar fyrirvinnan var fallin frá og var börnunum komið víða fyrir. Eymundur Torfason fékk því fljótt að kynnast þeim erfiðleik- um, sem föðurlaus og fátæk börn áttu við að stríða á þeim timum, en svo undarlegt er það, að erfið- leikar í uppvexti, sem nú á tímum eru gjarna notaðir til þess að af- saka ýmisiegt, sem miður fer hjá ungu kynslóðinni, virðast oft hafa haft þveröfug áhrif á þroska þeirra, sem eiga sín æskuár langt að þaki. Líklega er það sú ábend- ing, sem Halldór Laxness vill að til skila komist þótt kaldranalega sé orðuð þegar hann segír eitt- bvað á þá Ieið i einni bóka sinna, aó fátt sé ungum drengjum holl- ara en að missa föður sinn — nema ef vera skyldi að missa móð- ur sína. Auövitað ber ekki að skilja slík orð bókstaflega. Hitt er hins vegar rétt, að margur maður- inn, sem nú er kominn á efri ár, hefur reynst nýtur maður og vandaður þótt fátækt og einstæð- ingsskapur i barnæsku hafi lagt á miklu þyngrí byrðar en nokkur teldi nú á dögum aö leggjandi væri á ungmenni þótt n.vti það aöstoöar hvers kyns hámenntaðra fræðinga i hak og fyrir. Einn slík- ur maður, sem reynst hefur traustur, duglegur og vandaöur maður í alla staði þrátt fyrir fá- tækt og einstæöingsskap í upp- vexti er Eymundur Torfason. Það er svo síöast á öðrum ára- tug þessarar aldar, að Eymundur Torfason sest að á ísafirði — þar sem hann átti síöan eftir að lifa og starfa alla ævi síðan. Eymundur var þá orðinn vanur sjómaður, stundaði m.a. hákarlaveiðar eins og fleiri Strandamenn, og þótti nýtur starfsmaður til allra sjó- verka. A isafirói var mikil þörf á slíkum mónnum, en sjómenn og sjómennska hafa jafnan sett mik- inn svip á atvinnulíf Isafjarðar og er svo enn. Arið 1926 var svo stofnað fyrir- æki á Isafirði, sem frægt varð um allt Island og átti sjálfsagt ijðru fremur sök á þvi ef sök skyldi kalla, að ísafjarðarkaupstaður fékk viðurnefnið „rauði bærinn". Fyriræki þetta var Samvinnufé- lag isfirðinga, sem stofnað var af jafnaðar- og verkalýðssinnum þegar einkareksturinn hafði svo hrapallega brugðist Isfirðingum i útgerðarmálum, að við blasti hrun fiskiskipaútgerðar í þessum míkla útgerðarbæ, fjöldaatvinnu- leysi og kreppa. Framkvæmda- saga jafnaðarmanna og verkalýðs- sinna á Isafirði á þessum árum er saga ótrúlegra afreka, sem urðu eins og fagnaðartiðindi á vörum sérhvers íslenzks alþýðumanns og lýsti af eins og kyndlum í sorta. Þeir ísfirsku sjómenn, sem fóru utan á árunum 1927—1928 til þess að fylgjast meö smíði glæsi- legs fiskiskipaflota fyrir hið nýstofnaða Samvinnufélag Isfirð- inga og sigla honum heim, hafa þvi sjálfsagt farið þá för bæði stoltir og glaðir. I þeim hópi var Eymundur Torfáson og aftur kom hann til ísafjarðar sem vélstjóri á einum Samvinnufélagsbátanna, Sæbirni. Glæsilegum farkosti á þeirra tíðar mælikvarða. Og Sam- vinnufélagsbátarnir sköpuóu ákveðna hefð i útgerðarmálum Is- firðinga, sem enn ér ríkulega við lýði. Hún er sú að leggja mjög ríka áherslu á viöhald og snyrti- mennsku þannig að Samvinnufé- lagsbátarnir urðu fljótt orðlagðir sem „isfirsku lystisnekkjurnar". Og enn er það svo, að ísfirski fiskiskipaflotinn ber af öðrum fiskiskipum sökum snyrtilegrar umgengni og áherslu á ailt við- hald. Má þekkja ísfirsk fiskiskip á því hvar sem þau fara þannig aö enn er floti „ísfirsku lystisnekkj- anna" við lýði þólt skipin séu nú örinur en á meðan Birnirnir voru upp á sitt besta. Þessa hefð átti Eymundur Torfason ríkan þátt i að skapa, þvi hann var og er ein- stakt snyrtimenni og einstaklega nostursamur maöur og nýtinn. Sem dæmi um þann anda, sem ríkti á bátum Samvinnufélagsins má nefna. aö öll hín mörgu ár Eymundar Torfasonar á sjó á bátum Samvinnufélagsins var hann ávallt með saraa skipstjóran- um — Olafi Júlíussyni. Olafur var vinsæll og virtur skipstjóri. Honum hélst einstaklega vel á mannskap og var áhöfn hans mjög samhæfð og samstillt. "\ Dömur athugið Nýtt 3/a v/kna námskeið hefst 1 7. október. Leikfimi, sturtur, sauna, l/ós, sápa, sjampó, olíur og kaffi innifalió í verð- inu. Dag- og kvöldtímar tvisvar og fjórum sinnum í viku. Nudd á boðstó/um. Innr/tun í síma 42360 og 861 78. Á staðnum er einnig hárgreióslu- stofan Hrund og snyrtistofan Er/a til þægmda fyrir viðskiptavini okkar, sími 44088. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi Lengst munu þeir Eymundur þó hafa verið saman til sjós ásamt Jóni K. Guðmundssyni matsveini. Þeir byrjuðu saman á Sæbirni árið 1927—28, eins og áður sagði, og voru saman á honum til ársins 1946 er þeir héldu til Sviþjóðar til þess að taka við nýjum báti Samvinnufélagsins — ísbirni. Saman voru þeir félagar svo á ísbirni allt þar til hann var seld- ur, en þá hætti Eymundur sjó- mennsku og fór í land, enda kom- inn á efri ár. Og sem dæmi um samvinnu þeirra og hve samhent- ur og góður mannskapurinn var má nefna, að þótt Sæbjörn væri ekki endilega aflahæstur Samvinnufélagsbátanna . skilaði hann ár eftir ár ávallt bestu af- komunni. Svo vel fóru þeir fé- lagar með alla hiuti. Þar fór ekkert til spillis og engu var hent — nema fullnýttu. Ekki fór Eymundur langt þótt hann væri kominn í land. Hann hélt enn tryggð við sama vinnu- veitandann og gerðist nú véla- gæzlumaður í frystihúsi, sem Samvinnufélag Isfirðinga átti í Neðstakaupstað. Þar vann hann svo uns hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Er því ekki furða þótt Eymundi verði í ellinni tíðrætt um Samvinnufélag ís- firðinga og ræði um það af vænt- umþykju — svo lengi og vel sem hann vann því félagi. Trú- mennska, dyggð, nostursemi og einstök lagni í allri meðferð með vélar eru dyggðir, sem einkenndu löng og farsæl störf Eymundar Torfasonar f.vrir Samvinnu- félagið. Eymundur Torfason er tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Rannveig Benediktsdóttir úr Bolungarvík, systir Guðmundar Benediktssonar og þeirra bræðra, sem eru kunnir menn þar vestra. Þau Eymundur og Rannveig áttu einn son barna, Garðar, sem býr i Garðabæ. Síðari kona Eymundar var Kristjana Jakobsdóttir, en hún lést í fyrra. Þau ólu upp dreng, Gunnar Snorra, sem býr á Patreksfirði. Eymundur Torfason er nú oröinn aldraður maður, en hann er vel ern og heilsugóður eftir því sem við má búast af svo fullorðn- um manni. Hann er hæglátur og rólegur, en stendur samt fast á sinu. Jafnaóarmaður hefur hann ávallt verið og uppeldissonur hans, Gunnar Snorri, er einn af nýtustu og bestu samherjum min- um á Patreksfirði. Eymundur Torfason dvelst nú hjá syni sínum, Garðari, Hvanna- lundi 9, Garðaþæ, og þangaö sendi ég honum minar einlægustu hamingjuóskir í tilefni dagsins. Sighvatur B jórgvinsson Vinnings- númerin innsigluð DREGIÐ var í Happdrætti Iðn- kynningar í Reykjavík á mánu- daginn. Þar sem fullnaðarskil Iiafa ekki borizt voru vinnings- númerin innsigluð, en verða birt eins fljótt og mögulegí er, að því er forráóamenn happdrættisins segja, en þeir reikna með að verk- fall opinberra starfsmanna muni seinka birtingu númeranna. Heildarverðmæti vinninga í happdrættinu er um 6 milljónir króna. Þeir sem enn eiga ógreidda gíróseðla vegna happ- drættisins geta greitt þá í bönkum og sparisjóðum meðan vinnings- númerin eru innsigluð. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 tijaivi 'fifíii i.i4j3« j.íun.Tf) .lj i »i' U» » >'c L ( \ £

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.